Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Side 13
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
13
DV
Hvemig á að halda sér í formi?
Tek lýsi, borða hvít-
lauk og drekk vatn
„Mataræði skiptir miklu máli. Mað-
ur verður að hugsa um það sem
maður lætur ofan í sig. Áður fyrr
þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af
vigtinni en með aukinni kyrrsetu
minnkar brennsl'an og þá er enn
brýnna að huga að mataræðinu,“
sagði Salóme Þorkelsdóttir, forseti
Alþingis, þegar hún var spurð um
góð ráð varðandi mataræði.
Hún sagðist engan tíma hafa fyrir
heilsurækt í dag en hún stundaði
mikið sund áður. „Ég reyni þó að
fara í gönguferðir heima í sveitinni.
Þar er stutt í hóla og hæðir og tíminn
leyfir ekki meira.“ Salóme sagðist
yfirleitt byrja daginn á því að drekka
tvö glös af vatni og svo tekur hún
bæði vítamín, lýsisperlur, þaratöflur
og hvítlaukshylki. „Ég hef tröllatrú
á hvítlauknum, ég fæ t.d. sjaldan
kvef eða umgangspestir." Morgun-
iólapakkar
til Banda-
ríkjanna
(flugpóstur)
Verð í
krónum
123456789
Kílógrömm
segir Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis
maturinn er yfirleitt mjög gróf
hrökkbrauðsneið með osti, glas af
trópíkana og svart kaífi.
í hádeginu er boðið upp á heimilis-
mat og salatbar á Alþingi og segist
hún nýta sér hann en forðast yfir-
leitt saltan og reyktan mat og álegg
sem bindur vatn í líkamanum. „Eg
er líka löngu hætt í gosdrykkjunum
en reyni í þess stað að drekka minnst
tvo lítra af vatni á dag. Mér finnst
það gera meltingunni gott.“
Aðspurð sagðist Salóme vera veik-
ust fyrir kökum og sætindum en hún
takmarkar þá neyslu og borðar t.d.
bara eina kökusneið með kaffinu.
Svo er upp og ofan hvort og hvenær
hún borðar kvöldmat.
„Mér finnst gaman að laga mat,
þegar og ef ég get eldað. Ég kem nú
yfirleitt heim á þeim tíma sem aðrir
eru að borða kvöldmatinn og vel því
oft einhverja einfalda og fljótlega
rétti til að elda.“ Hún sagðist sjaldan
hafa tíma til að baka nema á sunnu-
dögum en þá bakar hún vöfflur eða
brúntertu fyrir börnin og barnabörn-
in ef hún er heima.
Steikt ýsa
Hversdagsuppskriftin hennar
Salóme er vel við hæfi, einfaldur og
fljótlegur réttur sem manninum
hennar líkar vel. „Hann eldar aldrei
sjálfur en er heldur ekki kröfuharður
á mat.“
500 g ýsuflök
2 eggjarauður
2 msk. sinnep
hrauðrasp
1-2 msk. oha
smjör
salt eftir smekk
Roðflettið ýsuna og skerið í bita. Setj-
ið saltið út í raspið og sláið eggja-
rauðuna saman við sinnepið. Veltið
fiskbitunum fyrst upp úr eggjablönd-
unni og síðan raspi. Steikið í olíu og
smjöri á pönnu við vægan hita þar
til fiskurinn verður faflega brúnn
báðum megin. Borið fram með kart-
öflum og hrásalati.
-ingo
Salóme
Matarsendingar til útlanda:
Fleiri bjóða sömu þjónustu
Björn Christensen, eigandi Kjöt-
haflarinnar í Skipholti og á Háaleitis-
braut, hringdi til okkar til að benda
á að Kjöthöllin tæki einnig að sér að
senda mat til útlanda fyrir fólk og
sjá um afla pappírsvinnu i því sam-
bandi. Við sögðum frá því í gær að
Kjötbúr Péturs væri okkur vitanlega
eini aðilinn sem veitti þessa þjónustu
og það leiðréttist hér með því neyt-
endasíðunni er nú kunnugt um þrjá
til viðbótar, Kjöthöllina, matvöru-
húðina í Austurveri og Miðvang í
Hafnarfirði.
„Við aðstoðufn fólk við að velja
matinn, pökkum honum, fyllum út
alla pappíra, útvegum heilbrigðis-
vottorð og fórum með pakkann í póst.
Við höfum veitt þessa þjónustu sl. tíu
ár og nú eru 2-3 manneskjur sem
aðstoða við þetta,“ sagði Björn.
Jónas Rafn Jónsson, deildarstjóri í
kjötvörunni í Miðvangi, sagði þá hafa
veitt þessa þjónustu sl. þrjú ár og
Sigurður Einarsson, deildarstjóri yf-
ir kjötvörunni í Austurveri, sagði að
í ár færi þessi þjónusta af stað hjá
þeimstraxeftirhelgina. -ingo
Neytendur
sinn sem einhvem fjölskyldu-
raeðlim langai- í kafli, te eða kakó
er betra aö hita 1-2 lítra af vatni
í einu og geyma það sem ekki er
notað strax á hitabrúsa. Þannig
þarftu ekki að eyða rafinagni í
hvert sinn sem þig langar í eitt-
hvað heitt að drekka.
Hugsaðu
umbíltnn
Þaö er ýmislegt hægt að gera
sem kostar lítið sem ekkert en
spai-ar e.t.v. við rekstrarkostnaö
bílsms. Hér eru nokkur dæmi: 1.
Aktu á löglegum hraða. 2. Taktu
af stað í 1. gír svo þú farir ekki
illa raeð kúplinguna. 3. Hafðu rétt
loft í hjólbörðunum. 4, Aktu á
80-90 km hraða þar sem það á
við. Ef hraðinn er kominn yfir 90
km fer bílinn að eyða meira. 5.
Notaðu fimmta gír sem mest. 6.
Láttu yfirfara bílinn reglulega á
10 þús. km þá eyðir hann minna.
Verslunar-
aðferð
Góð aðferð við að versla er að
kaupa mikið annan hvem fóstu-
dag og kaupa þá td. hveiti, syk-
ur, kex og niðursuöuvöru sem
hægt er að geyma. Hinn tostudag-
inn er svo hægt að kaupa dagvör-
una, mjólk, brauð, ost og annað
sem klárast alltaf strax.
Verið ykkur
meðvitandi
um smá-
hluti
Það eru ott smáu hlutimir sem
spara mest. Reynið t.d. að baka í
stað þess aö kaupa öll brauö og
kökur. Þynnið uppþvottalöginn,
notið triinna þvottaeftri, nýtið alla
matarafganga. kaupið ekki
óþarfa, sparið eldhúsrúlluna og
notiö tusku, hellið hæfilega í
flrykkjarílát barna svo þið þurfiö
ekki að henda t.d. mjólk. Látið
bömin hlaupa á inflli húsa í stað
þoss að spyrja hvert eftir öðru í
síma og slökkvið ljós þar sem þau
eru ekki í notkun. Margt smátt...
-ingo
kaupauki
sparaðu með
kjaraseðlum
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni hér tii
hliðar og veitir 20%
afslátt af
leðursvefnsófa.
I
Þessi seðill gildir
I
á meðan birgðir endast
Verð án kjaraseðils
kr. 69.850,-stgr. I
Verð með kjaraseðli
kr. 55.880,- stgr. |
Til sýnis og sölu á ggg E
Laufásvegi 17 (gamla Búsetaskrifstofan)
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
tilgreind er hér til
hliðarog veitir 15%
afslátt af öllum
vörum
verslunarinnar.
Gildirtil:
3. desember 1993
JÓLACJÖF FJÖLSKYLDIiNNAR
LEÐURSVEFNSÓFI
ís-mat
Síml 91-624510
af öllum vörum
verslunarinnar
gegn framvísun
kjaraseðils.
Qc. beneífc