Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 26/ NÓVEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Bindindi fjölskyldunnar í dag er bindindisdagur fjölskyldunnar. Tilgangurinn er sá með þessum degi að hvetja til reglusemi og vara við áfengisnotkun og neyslu annarra vímugjafa. Ekki veitir af. Áfengisneysla íslendinga er því miður alltof mikil. Sérstaklega þegar það er haft í huga að íslendingar kunna ekki með vín að fara. Fæst fullorðið fólk skemmtir sér án þess að hafa Bakkus með í fór. Senumar í miðbæ Reykjavíkur, þar sem unglingamir vafra um í ölvun og ólátum, bera þess vott að æskan dragi dám af fyrirmynd- inni. Faraldur ofbeldis, líkamsárása og misgjörða í þjóðfé- laginu talar sínu máli um ofdrykkju. Raunar má stað- hæfa að langflestar uppákomur, hvort heldur á götum úti eða í heimahúsm, þar sem lögregla þarf að skakka leikinn, stafa af óhóflegri áfengisneyslu. Bindindisfrömuðir eiga sér þann draum að landið verði áfengislaust. Þeir vilja helst banna vín og vín- drykkju. Það markmið er óraunhæft. Vandamálin leys- ast ekki með bönnum. Áfengi verður ekki útrýmt né heldur á að þurfa þess með, ef forvömum, fræðslu og fortölum er beitt. Þar skortir mikið á og hver kynslóðin á fætur annarri gengur vínneyslunni á hönd án mark- tækra tilrauna til að spoma gegn slíku lífsmunstri. Bind- indissamtök fá ekki rönd við reist, opinber stjómvöld hafast lítið sem ekkert að í skipulegum áróðri gegn áfeng- isneyslu og þjóðfélagið virðist taka það sem sjátfsagðan hlut að ungt fólk neyti áfengis við fyrsta tækifæri. Hefur það nokkum tímann verið reiknað út hvað af- leiðingamar af völdum áfengisdrykkju kosta þjóðarbúið? Kalla þarf út her lögreglu til að sinna útköllum og eftir- hti með fólki sem tapar áttum og dómgreind vegna áfeng- isneyslu. Hvað kostar það þjóðina í slysum, eignatjóni, endurhæfmgarstöðvum og heilsugæslu að sinna drukknu fólki og þeim miska sem það veldur bæði sjálf- um sér og öðrum.? Hversu mörg mannsefnin glatast á altari Bakkusar og komast aldrei til manns sem nýtir þjóðfélagsþegnar? Er þá ótahnn sá kostnaður sem hver einstaklingur og heimilin hafa af áfengi og neyslu þess. Þrátt fyrir sam- drátt í efnahagslífi og erfiðleika fólks til að ná endum saman í heimihshaldi og almennum þurftagjöldum, virð- ist htið lát vera í áfengiskaupum landsmanna. Drykkju- munstrið hefur að einhverju leyti breyst með tilkomu bjórsins en Áfengis- og tóbaksverslun rílúsins lifir áfram góðu lífi og makar krókinn. Hér hefur verið bent á eyðsluna, kostnaðinn og afleið- ingamar af áfengisneyslunni í peningum tahð. En hitt er ekki minna um vert að áfengið hefur leitt óhamingju og ógæfu yfir íslensk heimih svo þúsundum skiptir. Sú óhamingja er ekki ahtaf til sýnis en hún þrífst á bak við lokaðar dyr heimilanna þar sem maki og böm hða fyrir ofdrykkju og athæfi, sem leggur hjónabönd og fjölskyldur í rúst. Það er ekki efnt til bindindisdags fjölskyldunnar til að binda enda á áfengisdrykkju. Það er heldur ekki mik- h bót á allsherjarvanda ofdrykkju eða óhófsdrykkju að fara í bindindi í einn dag ef annar dagur og aðrir fylgja ekki á eftir. Bindindisdagur er hins vegar góðra gjalda verður til að minna á að vín er til að varast. Bindindisbaráttan tekur aldrei enda meðan áfengið er förunautur þjóðarinn- ar og ef htið er á áfengisböhð í landinu er ekki vanþörf á hvatningu um reglusemi og heilbrigðara lífemi. Boðskapurinn um bindindi á erindi til allra. Ehert B. Schram Af óskhyggju Enn á ný er komin af stað umræða um morðið á J.F. Kennedy Banda- ríkjaforseta fyrir 30 árum á mánu- daginn var. Þessi umræða er enn ein staðfesting á því að menn neita að viðurkenna að lítilmenni geti orðið stórmenni að bana. Neita að sætta sig við að draumurinn sem bundinn er enn í dag nafni Kenne- dys muni aldrei rætast. Kennedy var á sinni tíð boðberi nýrra tíma en framar öllu öðru var hann tákn þeirra nýju tíma. Nú nota menn hvert tækifæri til að sökkva sér niður í fortíðarþrá og velta sér upp úr því sem gæti hafa gerst, eða ekki gerst, ef Kennedy hefði ekki verið myrtur, og það tækifæri gefst á fimm ára fresti. Eftir því sem frá líður fjölgar þeim af nýrri kynslóð sem ails ekki viðurkenna að einn ruglaður ein- staklingur hafi drepið þennan draum og því lengra sem frá líður því fáránlegri verða samsæris- kenningarnar, samanber hina ósvífnu sögufölsun sem kvikmynd Olivers Stone, „JFK“, er fyrir þá sem þekkja sjálfir atburðarásina í Dallas og það sem eftir fór. Lífseig goðsögn Þessi ár, eftir 1963, voru einhver mestu umbrotaár í sögu Bandaríkj- anna og þar ber Víetnamstríðið hæst. Tíðarandinn í þá daga ein- kenndist af uppreisn æskufólks, ekki aðeins í Bandaríkjunum held- ur um alla Evrópu. Þetta var sú kynslóð sem getin var á fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina og reis upp gegn því hugarfari sem foreldramir höfðu mótast af á kreppuárunum og í stríðinu. Það var þessi kynslóð, hin svokaiiaða ’68-kynslóð, eða „baby boomers", eins og Bandaríkjamenn kalia hana, sem dýrkaði Kennedy og sem neitar enn í dag að viður- kenna að þeir draumar sem per- sónugerðust í Kennedy mundu aldrei verða að veruleika. Það var líka þetta fólk sem var á herskyldu- aldri meðan Víetnamstríðið geisaði og stríðið setti svip á öll viðhorf ungs fólks. Ein lífseigasta goðsögnin um Kennedy er sú að hann hefði aldrei sökkt Bandaríkjunum í það forað sem Víetnamstríðið reyndist vera. En menn gleyma því gjarnan hvemig tíðarandinn var á þessum árum. Þegar Kennedy dó vom þeg- ar yfir 14 þúsund bandarískir her- menn í Víetnam, og það var upp- haflega Eisenhower sem hlandaði Bandaríkjunum í stríðið 1956, á þeim forsendum að Kínverjar og heimskommúnisminn væri að leggja undir sig heiminn. Skammt var þá liðið frá valdatöku komm- únista í Kína og andi McCarthys sveif yfir vötnum. Sú stefna sem Lyndon Johnson fylgdi í Víetnam var rökrétt framhald og Kennedy var enginn friðarsinni þegar kommúnistar voru annars vegar, enda bam síns tíma. Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Brostnar vonir En menn streitast við. Sam- kvæmt skoðanakönnunum halda tveir þriðju Bandaríkjamanna í þá trú að heimurinn væri annar og betri ef Kennedy hefði lifað. Þessar tölur segja meira um hugarástand Bandaríkjamanna á tíunda ára- tugnum en um raunveruleikann á þeim sjöunda. Það eina markverða sem hggur eftir Kennedy í forseta- stól er takmarkað bann við tilraun- um með kjarnavopn í andrúmsloft- inu sem hefur gilt síðan 1963. Það var Lyndon Johnson sem kom í gegn þeirri róttæku löggjöf, einkum í málum blökkumanna og í almannatryggingum, sem gjör- breytt hafa bandarísku þjóðfélagi. En draumurinn er ævinlega betri en raunveruleikinn. Kennedy er fyrir miiljónir manna tákn þess sem hefði getaö orðiö, hann er draumurinn sem hefði getað ræst. Þeirri spumingu verður aldrei svarað hvað Kennedy hefði gert en í óskhyggjunni er allt mögulegt. Goðsögnin um Kennedy er hluti af sálarlífi Bandaríkjamanna nú á dögum og um leið vísbending um nútímann. Því verr sem fólki hður því meir leitar það út í óskhyggju og fortíðarþrá. Þar er John F. Kennedy samnefnari fyrir brostn- ar vonir. Samkvæmt þeirri vís- bendingu líður Bandaríkjamönn- um ekki allt of vel um þessar mundir. Gunnar Eyþórsson „Goðsögnin um Kennedy er hluti af sálarlífi Bandaríkjamanna ...“ seg- ir Gunnar m.a. „Það eina markverða sem liggur eftir Kennedy í forsetastól er takmarkað bann við tilraunum með kjarnavopn í andrúmsloftinu sem hefur gilt síðan 1963.“ Skoðanir annarra Rýr einkaleyf i „Engum vafa er undirorpið að sjálfsaflafé Háskól- ans hefur eflt hann umfram það sem eha hefði orð- ið. Einnig hefur það í reynd veitt honum sjálfræði í ríkum mæh um forgangsröðun framkvæmda. ... Háskólinn greiðir fullt gjald fyrir einkaleyfi sem er orðið htils virði. Auðvitað ættu annaðhvort alhr aðilar á markaðinum eins og nú er komið málum að greiöa gjald í ríkissjóð eða enginn. Það stenst varla lög um eðlilega samkeppni að leggja sérgjald á eitt fyrirtæki á markaðinum en ekki önnur.“ Guðmundur Magnússon prófessor í Mbl. 25. nóv. Kvótakerfið „Andstaðan gegn kvótakerfinu er að aukast í þjóðfélaginu, ekki síst vegna þess að almenningur í landinu hefur samúð með sjómönnum, sem halda því fram með rökum að kerfið sé notað til að lækka hlut þeirra, og einnig vegna þeirrar atlögu sem er uppi gagnvart trihubátum, og er rekin á forsendum kvótahaftanna.... í kjölfar dómsins (frá Hæstarétti) bíður því löggjafans það verkefni að taka af öh tví- mæh í þessum efnum.... Án þess verður hins vegar aldrei sátt um kvótakeríiö." Úr forystugrein Alþbl. 25. nóv. Ekkert breytzt við Svalbarða „Ríkisstjórnin varaði íslenzku togarana í ágúst- mánuði sl. viö því að veiða á Svalbarðasvæðinu, þar sem réttarstaðan væri óljós og ekki yrði unnt að veita skipunum vemd við veiöarnar hefðu Norð- menn af þeim bein afskipti.... í raun hefur ekkert breytzt frá því ríkisstjómin varaði við veiðunum. Samningaviðræður hafa ekki fariö fram við Norð- menn, hvorki um veiðar við Svalbarða eða í Smug- unni.... Viðvörun ríkisstjórnarinnar til útgerðanna er því enn í fullu gUdi...“ Úr forystugrein Mbl. 24. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.