Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Qupperneq 24
32 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Merming Þrjár persónur í Skilaboðaskjóðunni, Maddamamma (Margrét Pétursdóttir), Putti (Harpa Arnardóttir) og Litli dvergur (Stefán Jónsson). Tilveran er leikur sem leikinn er af öllum Islenskt list- handverk og hönnun - Form ísland II í Norræna húsinu í Norræna húsinu er nú stór sýning á ýmsu því sem íslenskir listhand- verksmenn og hönnuðir hafa látið frá sér að undanförnu. Þetta er farand- sýning sem hefur þegar farið um öll Norðurlönd, verið sýnd þar á sex stöðum og vonandi orðiö til að auka hróður íslendinga meðal þessara grannþjóða okkar. Sýningin er að vonum fjölbreytt og það hefur verið markmið sýningarhaidara aö gestir fengjú að kynnast sem flestu, fremur en að leitað hafi verið eftir einhverjum skýrum hnum, einhveiju sam- hengi í stíl eða aðferð. Þama er að finna marga fallega og athyghsverða muni: skartgripi, textíl, keramík, húsgögn og auglýsingar. Fæstir bera það á nokkum hátt með sér að hafa verið unnir á íslandi og ef tina ætti til allar þær stefnur og stíltegUndir sem þama má greina yrði það langur hsti. Það er þvi miður engin leið að fjalla um öh verkin á sýningunni og Myndlist Jón Proppé Það var sannarlega ekkert tómahljóð í Þjóðleikhús- inu í gær við lok fmmsýningar á Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Það var klappað, bhstrað og fagnað innilega, enda fuh ástæða til. Ég man sjaldan eftir eins góðri stemningu á fmmsýn- ingu bamaleikrits í húsinu og gilti þar einu hvort um var að ræða böm eða fuhorðna. AUir skemmtu sér konunglega. Þorvaldur Þorsteinsson er höfundur leikritsins og byggir það á samnefndri bók sinni. Hann gerir sér fuha grein fyrir því að leiksviðið gerir nýjar kröfur til textans og honum tekst mjög vel að búa til nýjan galdur í kringum ævintýrapersónur, dverga og tröh, sem við sögu koma, að ógleymdum sjálfum aðalpersón- unum Möddumömmu saumakonu og honum Putta htla syni hennar. Alveg eins og í verkum Torbjörns Egners og Astrid Lándgren lifnar heUl ævintýraheimur á sviðinu. Heim- ur sem á sér sínar eigin forsendur en færir okkur þó hollan lærdóm um samstöðu og hjálpfýsi. Atburðarásin er íjölbreytt og heldur áhorfendum vel við efnið, söngvarnir eftir Jóhann G. Jóhannsson em fjörugir og syngjandi skemmtilegir og textinn er smeU- inn, fullur af orðaleikjum og skondnum tUsvörum. Styrkur Skilaboðskjóðunnar er þó ekki hvað síst fólg- inn í persónusköpuninni og þar hjálpast allt að: Hug- myndaauðgi höfundar, frábærir búningar Karls Aspe- lunds og einstaklega skemmtileg frammistaða leikar- anna. Yfir þessari sýningu var óvenjulega léttur og frjáls- legur andi, hver einasta persóna var fuUunnin og mótuð með sínum sérstaka blæ. Málrómur, hreyfmg- ar, svipbrigði og smátaktar aUt sérsmíðað og þaulæft en engu að síður leikandi létt og fyrirhafnarlaust. NýUðar í leikhópnum jafnt sem reyndari leikarar stóðu sig með ágætum. Kolbrún HaUdórsdóttir leik- sfjóri á sannarlega heiður skiUnn fyrir markvissa og útsjónarsama leikstjóm en þó umfram aUt það að láta ævintýrið lifna og skUa á frumsýningu jafn heild- stæðu, glöðu og vel unnu verki og hér var raunin á. Leikmynd Karls Aspelund gefur þennan rétta ævin- týrabakgmnn. Einkum er skemmtileg útfærslan á ævintýraskóginum þar sem tré og steinar lifna við og hka má nefna Tröllafjall, hús Möddumömmu og dvergabústaðinn. Búningamir og gervi, líka verk Karls, em hreint út sagt frábær og fjölbreytnin er með ólíkindum, bæði í útfærslu og litavali en engu að síður rímaði allt þetta saman. Tónhstin hans Jóhanns G. og dansarnir, sem Ástrós Gunnarsdóttir samdi, vom líka ómissandi hluti LeiJdist Auður Eydal af heildarmyndinni og lyftu sýningunni. Hvað varðar frammistöðu leikaranna er varla hægt aö gera upp á milli þeirra, það þyrfti nánast að telja upp aha þá sem fram komu (og þeir voru ekki fáir) ef tíunda ætti það sem „best“ var gert. Þarna leikur Jón Stefán Kristjánsson Dreitil skógardverg og Margr- ét Guðmundsdóttir, Erhng Jóhannesson, Björn Ingi Hilmarsson og Stefán Jónsson leika einnig dverga, hvert um sig alveg einstaklega skemmtilega. Margrét Pétursdóttir hefur áður sýnt hæfni sína í leik og söng og bregst ekki í hlutverki Möddumömmu. Harpa Amardóttir er ótrúlega krakkaleg, fim og hpur í hlutverki Patta og þrístimið Felix Bergsson, Hinrik Ólafsson og Jóhanna Jónas skila hlutverkum ihþýðis- ins með miklu trukki en þó alveg án þess að ofbjóða litlum áhorfendum. Þar var Jóhanna fremst á meðal jafningja með úthugsaöa og snjaha túlkun á vondu stjúpunni hennar Mjahhvítar og aðrar ævintýraper- sónur voru vel unnar. Sýning Skilaboðaskjóðunnar er hin besta skemmtun fyrir bæði börn og fullorðna og sigur fyrir bæði höf- und og leikstjóra að ógleymdum höfundi tónlistarinn- ar. Þjóðleikhúsið sýnir: Skilaboðaskjóðuna Ævintýri með söngvum eftir Þorvald Þorstelnsson Tónlist og hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir Dramatúrg meö höfundi: Ingibjörg Björnsdóttir Hljóðsetning: Jón ivarsson og Sveinn Kjartansson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir vart afsakanlegt að mismuna þeim með því að nefna th einstaka gripi því allir eru þeir bæði vandaðir og fahegir. Þó má geta þess að húsgagna- hönnuðir eru greinhega að sækja í sig veðrið og er ekki ólíklegt að fram- leiðsla á því sviði eigi eftir að verða meira áberandi á næstu árum. Aug- lýsingamar á sýningunni staðfesta að grafískir hönnuðir á íslandi eru afbragös teiknarar en hafa því miður htla tilfmningu fyrir meðferð let- urs. Þarna hefur verið slegið í lágstafaletur; það er versti ósiður, en sést samt oft í íslenskum auglýsingum. Sýningargestum er boðið að kaupa vandaða sýningarskrá, prentaða hjá Svansprenti. Textinn í skránni 'er samt ahur á sænsku og finnsku og því hætt við að hún gagnist ekki öll- um. Hrafnhildur Schram listfræðingur skrifar inngang í skrána. Þar rek- ur hún í stuttu máh sögu hsthandverks og hönnunar á íslandi og leggur áherslu á tengshn við alþýðuhandverk fyrri alda. Hún nefnir ffamlag Sigurðar málara og Guðmundar Einarssonar, og það er gaman að sjá aö hún getur líka þeirra Sigrúnar Guðjónsdóttur og Gests Þorgrímssonar, en þeirra þætti skyldi síst gleyma. Grein Hrafnhhdar er góður inngangur að þessari sögu, þótt hún sé að sjálfsögðu miðuð við erlendu sýningargest- ina. Séð yfir hluta sýningarinnar í Norræna Húsinu. Tónelsk söngstjarna Teresa Berganza söng einsöng með Sinfó- níuhljómsveit íslands á tónleikunum í gær- kvöldi. Sinfóníuhljómsveit Islands hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöldi. Stjómandi var Enrique Garcia Asenio. Einsöngvari var Ter- esa Berganza, messósópran. Á efnisskránni voru verk eftir spánska höfunda, Joaquin Turina, Manuel de Faha, Ruperto Chapi, Frederico Chuega og Jose Serrano. Tónleikamir hófust á verki Turina, Bæn nautabanans. Þaö er verk í rómantískum sth með impressionískum áhrifum, vel gert og fahega hljómandi en án skýrra persónu- einkenna. Sthl Fahas er í raun svipaður. Tónhst hans er þó mun svipmeiri. Ástæðan er sú að Falla tekst prýðhega að sameina evrópska tónlistarhefö samtíma síns spænskum þjóðlögum. Þetta kemur vel fram í svítunni E1 amor brujo og enn betur í sjö spænskum þjóölögum sem síðan voru flutt. Eftir hlé vora leikin ýmis verk úr leikritum eftir þá Chapi, Chuega og Serrano. Þetta var létt tónhst og stfllinn kunnuglegur. Að mestu gerði þessi tónhst ekki miklar kröfur th hljómsveitarinnar utan þess að það er hægt að spila hvaða tónhst sem er vel eða iha. Hljómsveitin komst vel frá sínu en at- hyghn beindist fyrst og fremst að söngstjöm- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson unni Berganza. Hún fór hægt af stað en óx ásmegin eftir því sem á leið og er yfir lauk þurfti enginn nærstaddur að vera í vafa um að þar fór ekki aðeins stórstjama heldur sömi hstakona í orðsins göfugustu merkingu. Túlkun hennar var frábærlega fjölbreytt og auðug bæði í tæknhega og tilfinngalega. Næmi hennar fyrir hljóöfahi er óvenjulega gott. Á stöku stað bar það við að hljómsveit og söngkona vom ekki nákvæmlega sam- taka, eins og t.d. í „Söng Rataplans". Þá var það ahtaf af því að hljómsveitin flýtti en Berganza haföi réttan púls. Það var einnig hún sem bjargaði slíkum málum með því að elta uppi hljómsveitina meö nettri hpurð svo að ekkert bar á. Aht sem hún gerði var skín- andi tært og skýrt og með fullkomnum aga. Svo virtist sem söngkonan gengi ekki alveg heh th skógar því að hún haltraði jafnskjótt og hún komst út fyrir hhðarfjöld. Á sviðinu gekk hún hnarreist og tíguleg og óhölt eftir lögmáh Gunnlaugs ormstungu; eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafn- langir. Berganza er ekki aðeins mikh söng- kona, hún er tónhstarkona í fyhstu merkingu orðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.