Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 4
4 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Fréttir Rangir bifreiða- og þimgaskattsreikningar sendir til 300 bíleigenda: 350 Skodar skráðir sem rútur hjá Bifreiðaskoðun „Þaö uröu skráningarmistök hjá Bifreiðaskoöun íslands með marga bíla. Þetta átti sér staö meö 20 til 30 Isuzu jeppa og pallbíla. Það var engin þyngd skráð á þá en ég held þeir séu að leiðrétta það núna. Þar að auki eru það 350 Skodar sem lentu í svip- uðu, nema hvaö þeir eru ekki með þungaskatt. Það er lagt á þá eins og rútur,“ segir Arthúr Sveinsson hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík. Nýverið voru sendir út bifreiða- mistök við gagnaflutnihg segir flármálastjóri Bifreiðaskoðunar gjalda- og þungaskattsreikningar og hafði einn greiðandi seðlanna sam- band við DV vegna mistaka sem áttu sér stað með bílinn hans sem er af Isuzugerð. Hann fékk sendan reikn- ing frá Tollstjóraembættinu í Reykjavík yfir þungaskatt sem hljóð- aði upp á 71.872 krónur. Hann taldi sig ekki þurfa að greiða þetta þar sem Isuzuinn hans var bensínbíll og ein- ungis þarf að greiða þungaskatt af dísilbílum. Mistökin voru leiörétt en í leiðinni spurði hann hve mikið hann ætti að greiða í bifreiðagjöld. Svarið var um 10 þúsund krónur. Sama dag fékk hann sendan bifreiða- gjaldareikning upp á 18.136 sem svar- aði til bifreiðar sem var hálft þriðja tonn að eigin þyngd en ekki hálft annað tonn eins og hún er með réttu. Hann hafði aftur samband við skrif- stofu tollstjóra og fékk aftur leiðrétt- ingu og var beðinn afsökunar. Oskar Eyjólfsson, íjármálastjóri Bifreiðaskoðunar Islands, sagði í samtali við DV að hér væri sannar- lega um mistök að ræða. Gagnaflutn- ingur hefði átt sér stað frá tölvukerfi Bifreiðaskoðunar íslands til Skýrslu- véla ríkisins og við það hefðu gögn fallið út af kerfinu. í stað eigin þyngdar bílanna hefði komið núll. Tölvukerfið væri hins vegar þannig að ef eigin þyngd bílanna er núR fara þeir sjálfkraia í hæsta þyngdarflokk. Einnig hefðu átt sér stað svipuð mis- tök með vélargerð nokkurra Isuzu- bíla. Nú væri hins vegar unnið að leiöréttingu og nokkurt starf hefur þegar verið unnið. Bifreiðaeigendur þyrftu ekki aö hafa áhyggjur þótt þetta kynni aö valda þeim óþægind- um. Vitað væri um þessi mistök og þeir sem þegar hefðu greitt of háa bifreiða- og þungagjaldareikninga myndu fá mismuninn endurgreidd- an. Hinir myndu fá senda nýja reikn- inga. -pp Þijú dæmd í fangelsi í fíkniefnamáli í héraðsdómi í gær: Smygluðu, seldu og f öldu 2,6 kg af hassi - dómurinn tók mið afþví að höfuðpaurinn, kona, hefur fyrir bömum að sjá Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára konu í 6 mánaða fang- elsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa flutt 2,6 kíló af hassi og 16 grömm af marijúana til landsins í september 1992 í því skyni að selja þaö í ágóðaskyni. Hún var jafnframt dæmd fyrir að hafa afhent 26 ára karlmanni 525 grömm af efninu gegn því að greiða honum 300-400 krónur fyrir grammið ef hann seldi efnið á 900-1000 krónur hvert gramm. Sá maður var dæmdur í 4 mánaða fangelsi en 2 mánuði skilorðsbundið fyrir að hafa selt ótilgreindu fólki 525 grömm af efni konunnar en tekið við megninu af hinu sem hún flutti inn, 1,4 kílóum, frá unnusta hennar á meðan konan sat í gæsluvarðhaldi. Unnustinn, sem er 27 ára, fékk 2 mánaða skilorðsbundna fangelsis- refsingu fyrir aö hafa afhent hinum hassið á heimih unnustu hans. Þremenningamir viðurkenndu aU- ir þau brot sem þeim voru gefin að sök. Eftir að efnin voru flutt inn til landsins var rúmt hálfl kíló selt á um hálfa milljón króna en sölumað- urinn fékk greitt fyrir á annað hundrað þúsund krónur. í byrjun nóvember 1992, þegar konan sat í gæsluvarðhaldi, voru efnin fahn í íbúð hennar en sölumaðurinn fékk þau þá í sína vörslu. Lögreglan lagði síðan hald á stærstan hluta þess sem eftir var. Eftir að konan slapp úr gæsluvarðhaldi fóru hún og sambýl- ismaðurinn th lögreglunnar og greindu frá sinni hlutdehd í málinu. Dómurinn tók mið af því við refsi- ákvörðun, svo og því að konan hefur fyrir tveimur bömum að sjá, báðum yngri en 10 ára. Vegna þessa máls em rúm tvö kíló af hassi og 15,3 grömm af marijúana dæmd upptæk th ríkissjóðs. -Ótt Margir hafa lent i erfiöleikum á Hellisheiði i ófærðinni siðustu tvo sólarhringa. Áætlunarbillinn á myndinni hreinlega fauk út af veginum á heiöinni. Lögreglan kom og bjargaði fólki. Meðal þeirra sem fengu far með löggunni var Björgvin Heiðar og hann fékk meira aö segja lögguhúfuna lánaða. DV-mynd Sigrún Lovísa Fryst loðna til Japans: Frysti- togarar vilja leyfi til loðnu- veiða Fimm sjávarútvegsfyrirtæki í Reykiavík, Hafnarfirði og á Akra- nesi hafa sótt um leyfi th sjávar- útvegsráðuneytisins th að senda frystitogara á loönuveiðar og hafa önnur fyrirtæki sýnt málinu áhuga. Umsóknirnar voru til umfjöllunar i ráðuneytinu og hjá hagsmunaaöilum i gær en búist er við að Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra gefi endanlegt svar um helgina. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi, segir að fyr- irtækið hafi ákveðið að sækja um Jeyfi th að gera tilraun með loðnuveiðar á Höfrungi m. Þann- ig aukist verkefnin og möguleiki gefist th aö flytja kvótann yfir á ferskfisktogarana auk þess sem vinna aukist i landi. HB vhji bæði flokka ailann og heilfrysta Iiann ófiokkaðan og senda frysta loðnu á Japansmarkað þar sem sam- keppnin við Norðmenn og Kanadamenn sé í lágmarki. „Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt aö eftir að loðnan fer að veíðast hafa menn ekki nema rúma 50 daga th að veiða hana. Undanfarin ár hefur ekki náðst að veiða allan kvótann. Sá hluti aflans sem færi í sjóinn ef leyfi fengist fyrir þessum veiöum yröi aðeins brot af því sem fer f sjóinn af öhum flotanum," segir Harald- ur Sturlaugsson. -GHS Steingrímur Hermannsson íhugar að gerast bankastjóri í Seðlabankanum: Eftirsóknarverð staða og ef nahagsleg áhrif - ÁgústEinarsson ogBjörgvmViImundarsonorðaðirviðhinabankastjórastöðuna „Ég hef verið formaður Framsókn- arflokksins í 15 ár og verið með flokkinn hehsteyptan að baki mér. Það hefur verið minn stóri styrkur. Það segja sumir, sem er alveg rétt, að það sé best að skhja við starf þeg- ar hápunkti er náð - þegar vel geng- ur og menn eru sáttir. Það væri leið- inlegra aö skhja viö flokkinn ef hann væri oröinn hálfklofinn og orðinn leiöur á mér,“ segir Steingrímur Her- mannsson, formaður Framóknar- flokksins. Steingrímur segist ekki hafa tekiö endanlega afstöðu th þess hvort hann hafnar eða tekur við bankastjóra- stöðu í Seðlabankanum. Tvær bankastjórastöður hafa nú verið aug- lýstar lausar th umsóknar, stöður Jóns Sigurðssonar og Tómasar Ámasonar. Samkvæmt heimhdum DV mun Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa boðið Steingrími stöðuna á fimdi sem þeir áttu í lok síðasta árs. Óvíst er hver tekur við stöðu Jóns Sigurðssonar, en Ágúst Einarsson, formaður bankaráös Seðlabankans, og Björgvi'n Vilmundarson, banka- stjóri Landsbankans, hafa verið orð- aðir í því sambandi. En hefur Stein- grímur áhuga? „Ég tel þessa stöðu sannarlega eft- irsókncirverða og í henni má hafa mikh áhrif á efnahagsmál. Að mínu mati á Seðlabankinn að vinna langt- um ákveðnara með ríkisstjóminni að stjóm efhahagsmála í landinnu en verið hefur,“segir Steingrímur. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.