Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 Iþróttir Kolbeinn Pálsson „Ég byijaði að spila með meist- araflokki KR 1962 en þá var KR að koma inn í myndina. Ég lék síðan með KR fram til 1978 og varð sex sinnum íslandsmeistari, átta sinnum bikarmeistari og jafnoft Reykjavíkurmeistari," segir Kolbeinn Páísson, einn þekktasti körfuknattleiksmaður landsins á árum áður og eini körfuknattleiksmaðurinn hér á landi sem kjörinn hefur verið íþróttamaður ársins af íþrótta- fréttamönnum en þeim áfanga náði Kolbeinn árið 1966, þá aðeins 21 árs að aldri. Árið 1977 meiddist Kolbeinn illa, sleit hásin, og þar með lauk ferlinum. Hann reyndi að byija aftur árið eftir og ná settu markmiði, að spila í meistara- flokki með syni sínum Páli Kol- beinssyni, en það gekk ekki eftir. Kolbeinn lék 55 landsleiki með karlalandsliði íslands, ávallt sem fyrirliði nema í afmælisleikjum og er 19. leikjahæsti landsliðs- maður íslands frá upphafi. Þá lék Kolbeinn 4 unglingalandsleiki. í dag er Kolbeinn formaður Körfuknattleikssambands ís- lands en auk þess er hann fulltrúi hjá íþróttabandalagi Reykjavík- ur. Hjá bandalaginu hefur Kol- beinn með útgáfu- og útbreiðslu- mál að gera og að auki sér hann alfarið um úthlutun húsaleigu- styrkja til íþróttafélaganna í höf- uðborginni og öllum íjárveiting- um Reykjavíkurborgar til félag- anna. Þá er hann í ólympíunefnd íslands og formaður Bláfjalla- nefndar og Reykjanesfólkvangs. „Mitt aðalstarf er hjá íþrótta- bandalagi Reykjavíkur en ég hef verið lánaður til Reykjavíkur- borgar sem framkvæmdastjóri lýðveldishátíðarnefndar Reykja- víkur, sem ég kom reyndar ná- lægt fyrir tuttugu árum. Þá var ég formaður þjóðhátíöarnefndar meðan ég var formaður í æsku- lýðsráði. Þetta er mjög fjölþætt starf og maður er að byggja upp atburði allt þetta ár, ekki bara þijá dagana í júní þegar mest verður um að vera. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verk,“ segir Kolbeinn Pálsson. -SK PLÚS Stjórn Handknattleikssam- bands íslands með Ólaf B. Schram formann í broddi fylkingar fær plúsinn að þessu sinni. HSÍ hefur skilað 2,8 milljóna króna hagnaði það sem af er starfsári og líkur eru á að hagnaðurinn verði 4 milljónir þegar upp verður staðið í vor. í vikunni komu einnig spánnýjar hugmyndir frá HSÍ fram í DV varðandi breytt fyr- irkomulag Reykjavíkurmóts- ins í handknattleik. Þær sýna að hugur er í forystumönnum Handknattleikssambandsins og þar á bæ eru menn stöðugt aö vinna að framgangi íþrótt- arinnar. Mikill áhugi er fyrir breytingum þessum á Reykja- víkurmótinu og hafa félög þegar lýst yfir mikilli ánaegju sinni með hugmyndir HSÍ. Boni bíður örlaganna - Jimmy Boni ákærður fyrir manndráp í í shokkíi á Ítalíu í næsta mánuði mun ítalski ís- knattleiksmaðurinn Jimmy Boni koma fyrir rétt á Ítalíu þar sem hann er sakaður um manndráp. Boni sló til andstæðings í leik með kylfu sinni og afleiðingamar urðu þær að Miran Schrott stóð ekki upp aftur og lést skömmu síðar. Boni þarf að mæta fyrir rétt þann 16. næsta mánaðar og á hann á hættu að verða dæmdur í 10-18 ára fangelsi. Flestir þeir sem sáu um- rætt atvik eru á því að Boni sé sak- laus. Schrott hafi slegið Boni í höf- uðið með hnefanum eftir stöðubar- áttu þeirra á vellinum og í kjölfarið hafi Boni slegið andstæðing sinn með kylfunni í brjóstið. „Atvik sem þetta gerist 10-20 sinnum í hveijum einasta leik í ís- knattleik. Þegar einhver slær þig í höfuðið eru fyrstu viðbrögð þín að veija þig og bregðast við með við- eigandi hætti,“ segir félagi Marins Schrott sem lést. Schrott var talinn mjög hraustur og kom andlát hans því mörgum á óvart enda var högg- ið frá Boni alls ekki öflugra en gengur og gerist í ryskingum í ís- knattleik að sögn vitna. Almenningur í heimabæ Bonis hefur þegar dæmt hann sekan. Eig- inkona Bonis yfirgaf hann með tvö böm þeirra skömmu eftir atvikið og í dag óttast Boni það mest að fá ekki að sjá börnin næstu árin. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því að Schrutt lést vaknar Boni enn upp á hverri nóttu með slæmar mar- traðir. Hann verður enn að bíða í einhveijar vikur eftir dómsniöur- stöðu. ísknattleiksmenn á Ítalíu hafa sagt að verði Boni dæmdur sekur verði það um leið endalok ísknattleiks á Ítalíu. -SK Boni kann að verða settur bak við rimlana í næsta mánuði. Það sem Boni óttast mest er að fá ekki að sjá börnin sín næstu 10-18 árin. Lillehammer Helsinki Osló'j Stokkhólmur J Kaupmannahöfn Hamborg Diisseldorf j Olympí jAþeria q Stuttgart / ,'OQp. Lillehammer ’94 tfjall Háafjall Hundafoss Lillehammer Hamar Gjovík lTV*ri ÓL í Noregi: Eldurinn á leiðinni För ólympíueldsins frá Grikklandi til keppnisstaðar hverju sinni á Ólympíuleikum er mikil athöfn og þessa dagana er eldurinn á leiöinni til Lillehammer í Noregi en vetrar- leikarnir hefjast sem kunnugt er þar í næsta mánuði. Eins og sést á kortinu hér til hliðar er fór eldsins löng og viðkomustaðir margir. Þegar þetta er skrifað er eld- urinn í Þýskalandi en þar verður hlaupið með hann um 13 borgir: Stuttgart, Karlsruhe, Lindesburg, Esslingen, Dusseldorf, Winterburg, Dortmund, Duisburg, Herne, Graf- rath, Essen, Köln og Hamburg. Eftir þessa löngu för um Þýskaland verður farið með eldinn fil Kaupmanna- hafnar og á meðal þeirra sem hlaupa með eldinn þar verður Friðrik krón- prins Dana. Frá Kaupmannahöfn verður ferðinni heitið til Helsingfors í Finnlandi og loks verður farið með eldinn til Stokkhólms. Þar verður Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar á meðal þeirra sem hlaupa með eldinn. Frá Stokkhólmi fer eldurinn til Ósló- ar og þaðan til Lillehammer. -SK íþróttamaður vikuimar Sigurður Sveinsson Sigurður Valur Sveinsson lék hreint stórkostlega með landslið- inu gegn Finnum um síðustu helgi. „Eg veit ekki hvort ég er á toppn- um núna hvað landsliðið varðar en það var mikið af þessum leik gegn Finnlandi og ég náði mér vel á strik. Það er ákveðin leikgleði í þessu núna sem hefur kannski ekki verið á síðustu árum,“ segir Sig- urður Valur Sveinsson en hann er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni. Sigurður hefur leikið 213 lands- leiki fyrir ísland í handboltanum og að sögn fróðra manna hefur hann aldrei leikið betur í landsliðs- búningnum en einmitt um þessar mundir. Siggi lék frábærlega í leiknum gegn Finnum um síðustu helgi og átti þátt í 19 mörkum ís- lenska liðsins. Hreint frábærar línusendingar hans yljuðu mönn- um um hjartarætur og það er greinilegt að Sigurður er langt frá því að vera „útbrunninn" með landshðinu. „Það var gaman að geta komið boltanum svona oft inn á línuna og þessar sendingar í gegrium klof- ið út á hornamanninn hafa lengi verið til á lager hjá mér. Ég hef hins vegar ekki notað þær fyrr en nú og ef ég hefði vogað mér að gera þessa hluti þegar Bogdan var með liðið hefði það jafnast á við sjálfs- morð. Það er mun skemmtilegra að vera með landsliðinu í dag en hér á árum áður og siggið á aftur- endanum er á hröðu undanhaldi," segir Sigurður. - Næsta stórmót hjá landsliðinu er heimsmeistaramótið hér heima. Veröur þú með landsliðinu þá? „Það er of snemmt að segja til um það. Maður er farinn að eldast og ég verð orðinn 36 ára gamall þegar HM fer fram hér á landi. Ég á eftir að sjá hvemig lokaundirbúningn- um verður háttað en við skulum ekki útiloka neitt í þessum efnum. Ég hef alltaf verið að hætta og svo byijað aftur. Þetta kemur allt í ljós þegar þar að kemur,“ sagði stór- skyttan Sigurður Sveinsson. -SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.