Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 29
28
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
Ég vil ekki líta á
mig sem útrætt mál
- segir Karl Guðmundsson leikari sem minnist 40 ára leikafmælis hjá LRum þessar mundir
„Eg varð var við svo mikinn hlý-
leika og elskulegheit af hálfu sam-
starfsfólks míns vegna þessara tíma-
móta, ég átti bara ekki von á þessu,“
segir Karl Guðmundsson leikari sem
minnist merkra tímamóta um þessar
mundir því um 40 ár eru hðin frá því
að hann hóf að leika hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Við lok 35. sýningar á
Spanskflugunni um síðustu helgi fór
fram athöfn þar sem þessa var
minnst. Margt hefur drifið á daga
þessa vinsæla leikara sem hefur
komið íslenskum leikhúsgestum til
að gráta af hlátri í gegnum-tíðina.
„I upphafi var ég svolítið laus í
rásinni og leitandi," segir hann þegar
viö höfum komið okkur fyrir til
spjalls í búningsherbergi hans í
Borgarleikhúsinu. „Það tók mig þó-
nokkurn tíma að komast að því hvað
ég vildi hafa að ævistarfi. En það
tókst, eins og hjá flestum."
Hermikráka
Karl Jóhann fæddist í Reykjavík,
nánar tiltekið að Grundarstíg 5b, 28.
ágúst 1924. Foreldrar hans voru Guð-
mundur S. Guðmundsson, vélstjóri
og lengi verkstjóri í Héðni. Hann
stofnaði Hampiðjuna 1934, ásamt
fleirum og var fyrsti forsljóri henn-
ar. Móðir Karls, Lára Jóhannesdótt-
ir, var fædd í Stykkishólmi. Karl á
tvær systur, Soffiu Emelíu tónhstar-
kennara og Sigríði Láru bókavörð.
„Ég varð snemma hermikráka og
var næmur á að taka upp eftir fólki,“
segir Karl, þegar talið berst að hon-
um sem polla. „Ég var voðalega hrif-
inn af plötu Bjarna Björnssonar þar
sem hann hermdi e'ftir Vestur-íslend-
ingum. Þessi plata var til heima.
Svo fluttum við að Bergstaðastræti
50b. Þetta var gamalt timburhús sem
Poulsen kaupmaður hafði átt við
Klapparstíginn en faðir minn keypt
af honum. Pabbi lét flytja húsiö yfir
að Bergstaðastræti. Þar byggði hann
undir það gnmn og lengdi það svoht-
ið. Bergur Jónsson býr þar núna og
hann hefur varðveitt herbergi afa og
ömmu, eins og það var.“
Karl segist hafa verið „gæflynt"
bam. „Ég var dálítiö heilsuveih. Ég
frétti það eftir Þóm frænku minni
Ámadóttur fyrir nokkrum ámm,
dóttur séra Áma Þórarinssonar, að
ég heföi verið rétt dáinn úr lungna-
bólgu þegar ég var á fyrsta ári. „Þú
varst einu sinni nærri farinn, Kalh,“
sagði hún. „Manstu eftir því?“
Eg hafði víst kraflað mig út úr þess-
um veikindum og aldrei verið sagt
frá þeim eftir á. En það var afskap-
lega mikil hræðsla við berkla á þess-
um tíma og maður var oft dáhtið
mikið dúðaður. Ég var oft veikur
þegar ég var 6-9 ára og lá heilu vet-
uma. Veikindin urðu þó ekki til að
gera mig að bókaormi því ég varð
„Ég varð snemma hermikráka ... “
seint læs og hef verið dáhtið hræddur
við að mislesa texta í gegnum tíð-
ina.“
Amma Karls, Katrín, og séra Ami
vora systkinabörn. Kennimaðurinn
nafntogaði kom því oft i heimsókn á
bernskuheimih Karls. „Hann hafði
alveg rosalega mikil áhrif á mig. Ég
var svo hrifinn af þvi að hlusta á
hann. Hann var góður vinur, ræktar-
samur og heimsótti ömmu oft. Hann
var ahtaf aö segja sögur og alltaf
hneykslaðist hún. Hann spurði hana
til að mynda einu sinni: „Veistu hvað
var stærst í séra Magnúsi?"
Nei, það vissi amma ekki.
„Það var núllið," sagði séra Ámi
þá.
Eg naut þess að horfa á hann og
herma eftir honum með sjálfum
mér.“
Puttalaginn
og listrænn
Þessar heimaæfingar Karls í leik-
hstinni áttu ekki eftir að skila sér á
sviði fyrr en síðar.
„Þegar ég fór upp í Menntaskólann
í Reykjavík var ég orðinn þannig
stemmdur að mig langað til að vera
með í leikhstinni þar. En það varð
nú ekkert af því þá þótt vinir mínir
væra við þetta. Ég skemmti þó innan
þrengri hópa, hermdi eftir kennur-
imum og fleira í þeim dúr. Svo var
ég svolítiö að teikna á þessum tíma.
Ég held ég hafi þótt puttalaginn og
hstrænn og teiknaði því meðal ann-
ars í skólablaðið."
Þegar tahð berst að árunum í MR
kemur í ljós að Karl minnist einnig
merkra tímamóta á þeim vettvangi
því hann verður 50 ára stúdent í sum-
ar.
í fyrsta sinn á sviði
Karl steig í fyrsta skipti á svið 1948.
Þá lék hann í Meðan við bíðum, und-
ir stjóm Indriða Waage, sem einnig
lék aðalhlutverkið. Indriði hafði
heyrt Karl flytja eftirhermur í út-
varpi og vildi fá hann í hlutverk.
„Það var sko glötun,“ segir Karl,
„þegar ég fór í þessar helvítis eftir-
hermur. Ég kom fram í þætti, sem
hét Lög og létt hjal. Ég flutti þarna
einhvem samsetning og brá upp
nokkram frægum röddum. Það var
hættulegt að frægja sig sem eftir-
hermu og það háði mér lengi á eftir.
Ég hafði að vísu góða textahöfunda
og naut þess, fyrst Tómas Guð-
mundsson og síðan Bjarna Guð-
mundsson. Því miður lenti ég síðar
í leiðindum vegna texta því ég gerði
mér ekki grein fyrir hve meinlegir
þeir vora. En Indriði var víst eitt-
hvað hrifinn af eftirhermunum og
út frá því kynntist ég honum. Hann
tók mig nokkuð að sér og það skrif-
ast kannski svolítið á hans reikning
að ég skyldi fara út í leikhstina. En
þetta var voða skemmtilegt, góður
félagsskapur og gaman að vera til.
Ég minnist til dæmis Blástjömunn-
ar, kabaretts sem fluttur var í Sjálf-
stæðishúsinu og naut vinsælda.
Uppistaðan í honum voru þeir Har-
aldur Á. og Alfreð Andrésson.“
í heimspeki
og viðskiptafræði
Karl reyndi fyrir sér á ýmsum stöð-
um áður en hann hélt til leikhst-
amáms til London. Hann hóf nám í
svokölluðum forspjallsvísindum hér
heima og einnig í viðskiptafræði. Síð-
„Eitt árið stökk ég út undan mér... “
an hélt hann í tækninám til Belfast.
„Ég dugði nú ekki í því, stæröfræði-
þekkingin var eki nógu mikil og
áhuginn kannski ekki heldur."
Næst lá leiðin í Handíðaskólann og
jafnframt stundaði Karl nám hjá
Ævari Kvaran. „Hann var mjög góð-
ur kennari, fínn í framsögn, hafði
skemmtilegt „tempó“ og það var gott
að njóta handleiðslu hans. Námið í
Handíðaskólanum gerði mér mjög
gott og ég hef búið að því æ síðan.
Ég nýtti mér það til kennslu síðar
þegar ég tók kennarapróf í kringum
1960. Ég kenndi bömum og unghng-
um í nokkur ár og nýtti myndhstina
sem kennslutæki.
En ég hætti að sjá dúfur þegar ég
hafði lært um skeið í Handíðaskólan-
um. Mér fannst ég ekki vera nógu
skapandi og hafa nóg í það að verða
myndlistarmaður. Þá var afstrakt-
hstin ahsráðandi en ég hef líklega
verið meiri reahsti. Mér fannst af-
straktið ekki nógu hehlandi th þess
að vinna við það.“
Nú var komið að þáttaskhum í lífi
Karls. Hann hélt út th Englands th
tveggja ára leiklistamáms í RADA
(Royal Akademy of Dramatic Art).
Að námi loknu kom hann aftur heim
og þá bauð Haraldur Bjömsson hon-
um hlutverk í Skugga-Sveini. Þetta
var árið 1952. Nokkra síðar bauðst
honum hlutverk hjá LR í Iðnó. En
hann var þá þegar búinn að ráða sig
sem leikstjóra norður á Siglufjörð.
Þetta var árið 1953 og skyldi hann
setja upp Logann helga eftir Maug-
ham. „Það var ljúf og skemmtileg
reynsla," segir Karl og brosir við
endurminninguna. Þegar hann kom
th baka, í ársbyrjun 1954, sté hann á
svið í Iðnó í Músum og mönnum og
þar með var brautin mörkuð, hann
er enn hjá Leikfélagi Reykjavikur.
Karl segist ekki hafa minnstu hug-
mynd um hve mörg hlutverk hann
hafi leikið hjá Iðnó frá þessum tíma
th dagsins í dag. Th að byija með var
hann í ýmsu öðru með leiklistinni.
Hann kenndi, var í byggingarvinnu,
skrifstofuvinnu, var eftirsóttur
skemmtikraftur og eftirherma,
Karl hefur hlotið einróma lof fyrir
túlkun sína á hlutverki Maddömunn-
ar í Evu Lunu. Hér er hann ásamt
Agli Ólafssyni. DV-mynd BG
„... th þess að geta látið endana ná
saman.“ Hann tók sér ýmislegt fleira
fyrir hendur, starfaði m.a. með leik-
félögum úti á landsbyggðinni og ein-
stökum leikhópum í Reykjavík.
„Eitt árið stökk ég út undan mér
og fór með Eyvindi Erlendssyni í
Leiksmiðjuna. Eyvindur var þá ný-
lega kominn heim aftur eftir 5 ára
leikstjóranám í Moskvu. í Leiksmiðj-
unni var valinn hópur fólks, Arnar
og Þórhildur, Margrét Helga, Edda
Þórarins, Níels Óskarsson, Sólveig
Hauks, Sigmundur Örn, Kethl Lars-
en og Bjami Steingrímsson. Sett
voru upp tvö verk, Galdra-Loftur og
Litii prinsinn, sem farið var með um
landið. Þá sýndum við Frísir kalla í
Lindarbæ. Þetta var magnþranginn
tími, þessi vetur. Þetta var skáld-
skaparins leikhús, hreyfinganna og
myndrænna töfra.“
Á seinni áram hefur Karl átt hlut
að fjölmörgum útvarpsþáttum. Þá
hefur hann fengist í æ ríkari mæli
við þýöingar, bæöi á leikverkum og
ljóðum. Hann hefur aðahega þýtt úr
ensku, en einnig úr Norðurlanda-
málum, frönsku, spænsku og þýsku.
Hann hefur þýtt eftir Aristófanes,
Bemard Shaw, Moliére, T.S. EUot
svo dæmi séu nefnd. Karl segist Uk-
lega hafa þýtt um 30 verk en ná-
kvæma tölu hafi hann ekki. LR nýtur
ekki bara góðs af frábærri íslensku-
fæmi hans hvað varðar þýðingar því
hann hefur lengi verið helsti sér-
fræðingur leikfélagsins í bragmennt.
„Viö erum hólsjúkir, leikarar."
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
Karl Guðmundsson leikari. DV-mynd GVA
„Ég er nostrari við texta og hef
gaman af máU. Hrynjandin orkar svo
mikið í setningum, þannig að hún er
aukamerking í þeim. Þegar fólk talar
eðlhega leggur það áherslu á það sem
skiptir máU. Það er gaman að geta
gert setningar sem standa vel og eru
vel flytjanlegar."
Leikhúsið
hefurbreyst
Karl segir að leikhúsið hafi tekið
töluverðum breytingum á þeim tima
sem hann hefur starfaö við það.
„Það var stífara, en er nú orðið
margbreythegra í vinnubrögðum,
fjölbreyttara og sveigjanlegra. En
hvert tímabh hefur sína kosti og
galla. MáUð hefur breyst dáUtið,
málvöndunin er minni en áður var,
það er minna lagt upp úr orðinu en
athöfninni. Leikhúsið er farið að
draga meiri dám af kvikmyndinni en
áður var. Stundum saknar maður
meira innihalds og dramatískra
átaka.
Ég held að leikhúsáhugi á íslandi
sé framhald af bókaáhuganum. Við
erum frásagnarþjóð og íslendingar
gefa mikið fyrir söguna, fyrir það
sem sagt er. Þeir spyrja: „Hvað sagði
mannhelvítið?" Sérstaklega karl-
menn, þeir taka leikhús þannig.
Kvenfólkið tekur aftur á móti eftir
fínlegum hlutum því það er svo vant
að fást við böm og þeirra tjáning er
meira í hreyfingum og hljóðum held-
ur en í orðum. Þess vegna eru konur
gegnumsneitt betri áhorfendur."
Karl segist ekki sjá eftir þeim tíma
sem hann hefur eytt á sviði. En hann
segir það ekki fuhvíst að hann myndi
feta braut leikhstarinnar ef hann
gæti spólað th baka.
„Hefði faðir minn lifað lengur en
th 46 ára aldurs hefði ég senrdlega
farið út í lögfræði eða tæknifræði.
Hefði ég veriö góður í stærðfræði og
slíkum greinum hefði ég kannski
oröið verkfræðingur. Ég hefði
kannski haft góðar tekjur sem ég hef
ekki haft. Ég hef svona flotið á mihi
en aldrei þurft aö vera hræddur um
afkomu mína og aldrei verið það. Það
hefur bjargast því konan mín, Guð-
rún Ámundadóttir, hefur unnið líka
og við höfum sparað.
En ef ég hefði orðið ríkur hefði ég
borist á, orðiö hégómlegm-, sem ég
er reyndar. Ég heföi kannski orðið
fylhbytta, mér þykir gott vín. En leik-
hstin heldur manni frá slarki, svo
merkilegt sem það er. Þaö er ekki
hægt að vinna í þessu ef maöur suh-
ar, það gengur ekki.
Ég er miklu hehsubetri nú en ég
var fyrr á ævinni. Ég er ekki eins
stressaður núna. Fólk hefur verið
ósköp gott við mig og hefur ekki ætl-
að mér of mikið. Ég er ekki látinn í
annað en það sem haldið er að ég
klári. En ég gæti tekið miklu meira
að mér. Og það væri gaman að prófa
það. Ég vh ekki hta á mig sem út-
rætt mál. Ég nýt virðingar félaga
minna, aö þvi ég held, og ýmiss góðs
fólks.“
Tahð berst nú að leikhúsgestum
og Karl segir að það sé merkhegur
„sans“ að finna það á sér hvemig
þeir séu stemmdir.
„Maður telur sig skynja en auðvit-
að er þetta yfirborðslegur dómur. Við
erum hólsjúkir, leikarar. Við vhjum
standa okkur og láta líka vel við okk-
ur. Það er voða gaman þegar eitthvað
tekst, aö við teljum. Maður getur
markað úti í sal á einhveijum við-
brögðum á vissum stöðum ef maður
hittir. Það þarf ekki nema einn eða
tvo sem kveikja á einhveiju, sérstak-
lega ef það er eitthvað sem hggur
ekki alveg ljóst fyrir. Ef einhver nær
því þá getur maður hugsað sem svo:
„Jú, þetta er dálítið góður salur."
En svo eru önnur kvöld þegar aht
virðist geiga. Maður heldur að nú
komi smehurinn - en það gerist ekk-
ert. Svo er verið að dæma blessað
fólkið út frá því. En það getur bara
notið þess alveg eins vel og hinir. Það
er bara ekkert að láta eins og asnar.
„Eins og maður kunni ekki að hegða
sér í leikhúsi," sögðu þeir í Norður-
Þingeyjarsýslu þegar verið var að
tala um að sýningin hefði ekki gert
lukku hjá þeim. Þeir sátu grafalvar-
legir í stað þess að skeha upp úr eins
og einhverjir dónar. En svo segja
þeir frá bröndurunum, læra þetta
aht utan bókar innan í sér eins og
börnin.
Miskunnsamir
gagnrýnendur
Karl segist ahtaf vera spenntur
fyrir framsýningar og segist ekki
vera „frumsýningamaður“. „Fram-
sýning er kannski svohtið annarleg
en ahtaf hátíðleg, hvernig sem hún
fer. Ef th vhl ætti ekki að dæma sýn-
ingar fyrr en búið er að leika þær
nokkrum sinnum. Annars hef ég
gaman af öhum gagnrýnendum því
ég er svo gagnrýninn sjálfur. Þeir
hafa nú verið miskunnsamir við mig,
blessaðir. Það er sjaldan sem ég hef
Á námsárunum i London.
verið skammaður hla. Mér finnst
áhugavert, þegar fundið er að við
menn, að reyna að lesa í ástæðuna
fyrir því að þetta og þetta er sagt.
Gagnrýnendur era líka hstamenn
því gagnrýni er hst út af fyrir sig.
Yfirleitt er þetta fólk sem hefur
mætur á leikhst og vhl henni vel. En
leikurum finnst slæmt ef sagt er eitt-
hvað leiðinlegt og niðrandi um þá,
þannig aö um sé að ræða eitthvað
sem þeir ráða ekki við. Það var th
dæmis ahtaf verið að tala um röddina
í Haraldi Bjömssyni sem þótti ekki
nógu faheg þótt hann hefði mikið
tempó og thbreytingu. Það var ahtaf
verið aö nudda honum upp úr því.
En þetta hefur breyst og nú þarf leik-
ari ekkert endhega að vera snoppu-
fríður og hávaxinn.“
Svolítið skrýtinn
Karl hækkar róminn til áherslu
þegar hann segir að þau hlutverk
sem hann hafi fengiö í gegnum tíðina
hafi ætíð „legið vel í“ leikritunum.
Ekki þurfi nema nokkur skemmtileg
thsvör sem geti verið gaman að leika
sér með og nota ýmis tónbrigði.
„Mín persóna virkar kannski eitt-
hvað kitiandi, ég er svolítið skrýtinn.
Það er náttúrlega viss feimni sem
kemur fram. Ég er mjög feiminn að
eðhsfari og inn í mig. Það er svolítið
skrýtið að ég skuh vera að leika,
vegna þess að ég er frekar dundsam-
ur og dálítill grúskari í mér. En þetta
er andstæðan í þessu, einhver spenn-
ingur að herða sig upp í að standa
frammi fyrir fólki.“
-JSS