Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994
45
Mosfellsbær:
„Viö vorum búin að vera hús-
næöislaus í nokkurn tíma. Áður
höfðu leiksýningar veriö í Hlégarði
en sá staöur hentaði okkur ekki
lengur. Reksturinn þar var kominn
meira út í veislur og fundahöld.
Þess vegna höföum viö verið að
leita að nýju húsnæði. Undir það
síðasta vorum við með sviðsmynd-
ina í eftirdragi út um alla sveit,
leitandi að stað til að æfa,“ segir '
Jón Sævar Baldvinsson, formaður
Leikfélagsins í Mosfellsbæ.
Leikfélagiö opnaði í byrjun jan-
úar nýtt leikhús í bænum og hóf
sýningar á nýju íslensku leikriti,
Þetta reddast, eftir Jón S. Krist-
jánsson. Mikill kraftur hefur verið
í leikfélaginu í Mosfelisbæ en þar
hafa verið settar upp tvær til þrjár
sýningar á ári. Leikfélagið var end-
urvakið eftir nokkurt hlé fyrir
sautján árum og síðan hafa á bilinu
íjörutíu til fimmtíu manns starfað
þar af fullum krafti.
Jón Sævar segir að leikfélagið
hafi gert tilboð í hús hjá Byggða-
stofnun sem var í eigu Álafoss.
Aldrei fékkst svar um það en þegar
áhaldahús bæjarins fluttist í nýtt
húsnæði var bænum skrifað bréf
og óskað eftir gamla húsinu. „Viö
fengum jákvætt svar mjög fljótlega
og hófumst handa 1. maí en við
fáum húsið leigulaust. Við vorum
mjög heppin," segir Jón Sævar.
Nýja leikhúsið í Mosfellsbæ er til húsa í gömlu áhaldahúsi bæjarins.
Mikið starf
við endurbætur
Þó að húsið væri komið var mik-
ið starf óunnið. Áhugafólk leik-
hússins vann hörðum höndum í
sjálfboðavinnu við aö endurgera
húsnæðið. „Við byrjuöum á að gera
húsiö fokhelt þar sem mikilla
breytinga var þörf. Leggja þurfti
fleiri pípulagnir, palla fyrir áhorf-
endur, byggðir voru nýir veggir og
loft var hækkað, ný raflögn var
sett í húsið, málað og margt fleira.
Allt yantaði, svo sem stóla. Við
vorum svo heppin að Reykjavíkur-
borg gaf okkur stóla sem átti að
fleygja úr Tjarnarbíói og Álftárós
gaf okkur áklæði á stólana. Þeir eru
nú eins og nýir.
„Við höfum unnið viö húsið í sjö
mánuði og þótt það sé ekki ennþá
búið er það komið vel á veg,“ segir
Jón Sævar.
Áhugahópur leikfélagsins fjár-
magnaði sjálfur breytingarnar
þangað til í desember en þá fékkst
lán til að klára. „Ef við hefðum
Ahugahópur lelkfélagsins hefur unnið mikið starf á sjö mánuðum við
að koma nýja leikhúsinu á laggirnar með góöum árangri.
DV-myndir HMR
þurft að kaupa allt efni og vinnu
hefði þetta verið dæmi upp á tíu
milljónir króna."
Leikfélagið í Mosfellsbæ fékk
óvænta auglýsingu á leikrit sitt og
nýtt leikrit er kraftlyftingamaður-
inn ívar Hauksson ætlaði að kæra
leikfélagið fyrir að nota nafn sitt í
sýningunni. Handrukkari leikrits-
ins var nefndur ívar hnúajárn og
það líkaði ívari Haukssyni illa. Jón
Sævar segir að komin sé sátt í það
mál; nafni persónunnar var breytt
í Sigurð skuldabana og ívar hafi
fallið frá kæru. Leikritið er ádeila
á íslenskt þjóðfélag. Þegar er byrjað
að selja á sýningar leikfélagsins
fram í miðjan febrúar. „Áhorfend-
ur hafa tekið leikritinu mjög vel
og ekki síður leikhúsinu. Við fáum
gesti jafnt hér úr sveitinni sem frá
öðrum stöðum. Við erum mjög
ánægð með árangurinn," segir Jón
Sævar. Ekki hefur enn verið ákveö-
ið hvaða stykki leikfélagið muni
taka til sýningar næst enda verður
Þetta reddast á fjölunum fram eftir
vetri.
Bridge
Bridgehátíð 1994
Skráning stendur nú yfir í tvímenningi og sveitakeppni Bridgehátíðar 1994.
Skráð er á skrifstofu Bridgesambands íslands í síma 91-619360. Skráningar-
ffestur fyrir tvímenninginn rennur út miðvikudaginn 2. febrúar og verður
valið úr umsækjendum. í Vetrar-Mitchell fostudagskvöldið 4. febrúar verður
síðan spilað um 6 síðustu sætin í tvímenninginn. Skráningarfrestur fyrir
sveitakeppnina miöast við fjölda og er hámarkið 70 sveitir og nú þegar hafa
30 sveitir skráð sig til keppni. Keppnisgjald er óbreytt frá fyrra ári, 10.000
krónur á par í tvímenninginn og 16.000 á sveit í sveitakeppnina.
Fyrirkomulagið er óbreytt frá síðastu Bridgehátíðum en tímasetningu er
örlítið breytt. Tvímenningurinn með þátttöku 48 para byijar klukkan 19 föstu-
dagskvöldið 11. febrúar og verður spilað til klukkan 00.40. Á laugardagsmorg-
un verður byijað aftur klukkan 11 og tvímenningnum lýkur um klukkan 20.
Sveitakeppni Bridgehátíðar hefst klukkan 13 sunnudaginn 13. febrúar og
verða spilaðar 6 umferðir á sunnudaginn, þrjár umferðir fyrir kvöldmat og
þrjár eftir kvöldmat. Mánudaginn 14. febrúar hefst keppnin klukkan 13 og
spilaðar 4 umferðir og að þeim loknum verður verðlaunaafhending fyrir
báðar keppnimar og hátíðinni slitið.
íslandsmót kvenna í sveitakeppni
íslandsmót kvenna í sveitakeppni, undanúrslit verða haldin í Sigtúni 9, helg-
ina 29.30. janúar. Skráning er á skrifstofu BSÍ. Spilað verður í riðlum eins
og tvö undanfarin ár og verður raðað í riðlana eftir stigastyrkleika sveit-
anna. Spiluð verða um 100 spil og verður byijað á laugardagsmorguninn 29.
janúar klukkan 11. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 25. janúar. Keppnis-
gjald er 10 þúsund krónur á sveit og spilað er um gullstig í hveijum leik.
Keppnisstjóri er Kristján Hauksson. Núverandi íslandsmeistarar er sveit
Þriggja Frakka; Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Hjördís Ey-
þórsdóttir, Líósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir.
Bridgedeild Barðstrendinga
Eftir 6 umferöir í aðalsveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þannig:
1. Þórarinn Ámason 141
2. Leifur K. Jóhannesson 127
3. Óskar Karlsson 120
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Síðasta mánudag, 17. janúar voru spilaðar tvær umferðir í sveitákeppni fé-
lagsins og staðan eftir 9 umferðir þannig:
1. Kristófer Magnússon 181
2. Dröfn Guðmundsdóttir 167
2. Sævar Magnússon 167
4. Vinir Konna 157
■ Hvaö eru raunvextir?
■ Hvað eru verðbréf?
H Hvemigget églátið
peningana endast betur?
Ókeypis
fjármálanámskeid
fyrir unglinga
Nœstu námskeiö veröa haldin
25- janúar jyrir unglinga 12-13 ára og
27. janúarfyrir unglinga 14 ára og eldri.
Námskeiðin hefjast klukkan 15:30 og eru haldin
í Búnaðarbankanum Austurstræti 5, (aðalbanka), 3. hæð.
Innritun og nánari upplýsingar eru í síma 603267
(fræðsludeild).
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið.
Hægt er að panta tíma fyrir nemendahópa.
Upplýsingar um námskeið fyrir unglinga utan Reykjavíkur
veita útibú Búnaðarbankans á viðkomandi stöðum.
Þátttakendur fá fjármálahandbók og viöurkenningarskjal.
Boðið er upp á veitingar og bankinn skoðaður.
Norðurlandsmót í tvímenningi
Norðurlandsmót vestra í tvímenningi var spilað að Hvammstanga laugardag-
inn 15. janúar. Sautján pör spiluðu barómeter, 3 spil á milli para. Mótsstjóri
og reiknimeistari var Björk Jónsdótir frá Siglufirði. Sigurvegarar unnu sér
rétt til að spila í úrshtum á íslandsmótinu í tvímenningi seinna í vetur. Úrsht
á mótinu voru þessi:
1. Ólafur Jónsson-Jón Sigurbjömsson 77
2. Sigríður Gestsdóttir-Sólveig Róarsdóttir 31
3.1ngvar Jónsson-KristjánBlöndal21 -ÍS
Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum unglingum.
BÚNAÐARBANKINN
- Traustur banki
3