Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 33
' LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 41 Þrátt fyrir vaxandi vinsældir Clintons Bandaríkjaforseta vofa hneykslismál yfir honum: Svartur sauður í fríðiun hópi vina - bæði Bill og Hillary Clinton verða í miklum vanda falli úrskurður um lögbrot þeirra „Eg vil bara fá friö til aö sinna mínu starfi,“ sagöi Bill Clintón Bandaríkjaforseti í sjónvarpsvið- tali í gær eftir aö Janet Reno dóms- málaráöherra haföi skipað sér- stakan saksóknara í svokölluöu Whitewater-hneyksh. Fyrir valinu varö pólitískur and- stæöingur, Robert Fiske. Skipun hans á að tryggja aö niðurstaðan veröi ekki vefengd. Nú á endanlega að komast til botns í málinu. Clinton lofar þvi að vera sam- vinnuþýður og svara öllum spum- ingum Fiske hvenær sem hann vill. Hillary forsetafrú þarf líka aö svara ýmsum spurningum varð- andi hneykslið. Hún var lögmaður höfuðpaursins. Vinskapur við svikahrapp Öll vandræði forsetahjónanna vegna Whitewater-málsins stafa af vináttu þeirra við svikahrappinn James McDougal, fyrrum spari- sjóðsstjóra og jaröabraskara. Hann fékk þau til að kaupa með sér land til að reisa þar á draumabyggðina Whitewater og hann tók að sér að safna fyrir skuldum sem Chnton hafði steypt sér í við framboð til embættis ríkisstjóra í Arkansas. Ein spurningin sem saksóknari í málinu vih fá svar við er hvort bæði Bih og Hillary gerðu McDou- gal greiða að launum fyrir að rétta kosningasjóðinn viö. Þar kom nefnhega að sparisjóðsstjóranum McDougal var fjár vant. Hann seldi hlutabréf í gjaldþrota sjóöi með aðstoð ríkisstjórans Bhls Clintons og lögmannsins Hihary Clinton. Farvegur Whitewater Svik og prettir eða óstaðfestur grunur? Vafasöm viðskipti bandarísku forsetahjónanna með lóðir í Arkansas fyrir meira en áratug vaipa nú skugga Hvíta húsinu. Gmnur leikur á að Bill Clinton hafi tekið við ólöglegum greiðslum í kosningasjóð sinn meðan berjast til áhrifa heima í Little Rock. á störf þeirra í hann var að H Fjárfestingin: “ James McDougal, vinur Bills og Hillary Clinton, bauö (3eim áriö 1979 að kaupa 50% hlut í fasteignatyrirtæki, sem áttiaöstanda tyrir byggirwu húsa við White River. 0 Uppbygging við ána: McÐougal stofnaði Whitewater byggihgafyrirtækið, sem keypti 93 hektara lands við White River fyrir203þúsunddali. Landinu var skipt í 44 lóöir. |!1 Á eigin spýtur: McDougal “ fékk embætti hjá Clinton, þá ríkisstjóra Arkansas, en árið 1982 sneri hann sér eingöngu að rekstri sparisjóðs, sem hann keypti fyrir arð af lóðunum við WhiteRiver. Reksturinn gekk mjögvel. McDougalvarð auðugur maöur og fertugfaldaði eignir sfnar á árati BÓsannindi? I baráttunni fyrir forsetakosningamar árið 1992 sögðust Clinton -hjónin hafa tapaö stórfé á Whitewater-ævintýrinu. Efasemdir hafa vaknað um að þetta sé rétt. Þau seldu þá hlut sinn í fyrirtækinu ánft K3H Sérstök rannsókn: Nú íjanúarvar sérstakur rannóknardómar skipaður til að rannsaka þátt Bills og Hillai Clintons í braski McDougals. B Undir eftirtiti: Bankaeftiriitið komst að því árið 1984 að sitt hvað væri athugavert við rekstur sparisjóðsins. Utlán væru langt umfram eignir og að McDougal hefði lánað ættingjum og vinum mikið fé. n 13 Kosningasjóöur: Þrátt fyrir allar athugasemdir yfirvalda tók McDougal að sér ao safna fé í kosningasjóð Clintons fyrir ríkisstjorakjörið árið 1985. Söfnunarféð var m.a. notaðtil að greiða lán sem Clinton hafði tekið fyrir kosningamar á undan. Fátt er nú til af skjölum kosningasjóðsins. Við rannsókn hefur þó komið í Ijós megnið af söfnunarfénu kom frá McDougal sjálfum og fyrirtækjum hans. 0 Gjaldþrot: w Vorið1989varð sparisjóöur McDougals gjaldþrota. Innstæðumar vonj ríkistryggðar og kostaðt gjaldþrotið íbúa Arkansas 60„ milljónir dala eða ‘ jafnvirði ríflega ' fjögurra milljarða fslenskra króna. 0 Nýir peníngar. McDougal var i raun gjaldþrota þegar hann ákvað að selja ný hlutabréf í sparisjóðnum. Embættismaður, skipaður af Clinton, samþykkti jsá ráðstöfun enda hafði álits lögfræðings verið leitað. Lögfræöingurinn var Hillary Clinton. 0 Grunsemdir: Embættismenn grunar að McDougal hafi látið skrá söfnunarféð I sjóð Clintons á nöfn manna sem hvergi komu nærri söfnuninni. Það er ólöglegt og viðkomandi menn hafa staðfest við yfirheyrslur að hafa ekkert látið af hendi rakna í sjóðinn. Heimild: Gannett News Service Sparisjóðurinn varð gjaldþrota og ríkissjóður Arkansas, sem Clinton réð fyrir, varð að greiða sparifjár- eigendum milljónir dala í bætur. Saksóknari vill líka fá að vita hvort McDougal greiddi kosninga- skuld Clintons úr eigin vasa og náði þannig tökum á honum. Hrappurinn lét líta svo út sem fjöldi fólks hefði gefið fé í sjóð Clintons en allt bendir til að hann hafi falsað gögn um gjafimar. Bókhaldið er nú hvergi finnanlegt og fyrrum líf- verðir Chntons halda því fram aö hann hafi sjálfur eyðilagt það. Dómur yrði alvarlegt áfall Mál þetta er fyrst og fremst alvar- legt vegna þess að maður, sem nú fer með æðstu völd í landinu, á í hlut. Chnton hagnaöist örugglega ekki á vinskapnum viö McDougal. Hann segist reyndar hafa tapað stórfé á lóðabraskinu. Vandi forsetans og konu hans er í því fólginn að þau kunna að hafa gerst sek um lögbrot með því að halda McDougal á floti eftir að sparisjóður hans var í raun gjald- þrota. Fahi dómur á endanum þeim hjónum í óhag er vandséð hvernig þau ætla að halda stöðu sinni í Hvíta húsinu. Því tala menn um Whitewatergate og rifja upp örlög Richards M. Nixons. Ronald Reagan og George Bush em flæktir í íran-Contra-hneykshð og það dregur athyglina að nokkra frá vanda CUntons en bjargar hon- um ekki. -GK Bill Clinton Bandaríkjaforseti á stöðugt í erfiðleikum vegna kvennamála: Kvennafar forseta er ekki lögbrot Kvennafar er ekki lögbrot og ekki heldur kvennafar forseta. Forsetinn á hins vegar aö vera til fyrirmyndar í góðum siðum og það hefur BUl Clin- ton Bandaríkjaforseti tæpast verið á Uðnum árum. Þegar í upphafi baráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 1992 varð hann að viðurkenna framhjáhald með Jennifer Flowers, konu sem vann á skrifstofu ríkisstjóra í Ar- kansas. Að vísu greindi þau á um hversu lengi samband þeirra hefði staðið en CUnton játaði að hafa verið í ástar- sambandi við Flowers um tíma og HiUary sagðist hafa fyrirgefið honum hjúskaparbrotiö. Þar með var sá vandi úr sögunni og framhjáhaldið hafði engin áhrif á kjörfylgi CUntons þegar kjósendur völdu milU hans og George Bush. Sögur um marglyndi Clintons í kvennamálum liíðu þó áfram. Rithöfundar úr stétt lífvarða í haust komust þær á ný í hámæU eftir að tveir fyrram lífverðir CUn- tons frá ríkisstjóratímanum í Ar- kansas sögðust hafa haft þann starfa að útvega húsbónda sínum vændis- konur. Skrifuðu þeir bók um þessi störf sín og fleiri fyrir CUnton. HiUary forsetafrú tjáði sig fyrst um meint kvennafar BUls í Arkansas. Hluttekning með þjóðinni skiptir miklu fyrir vinsældir forseta. Clinton fór strax á jarðskjálftasvæðið við Los Angel- es. George Bush var aftur á móti legið á hálsi fyrir að koma seint og um síðir að heimsækja þá sem urðu illa úti i fellibyljunum miklu i Flórída. Sfmamynd Reuter Hún varði mann sinn og sagði að sögur lifvarðanna væra rannar und- an rifjum póUtískra andstæðinga þeirra. Andstæðingamir hafa vissulega ekki harmað að lífverðirnir skyldu láta reyna á rithöfundahæfileika sína en þaö breytir engu um að CUn- ton hefur ekki getað hrakið kvenna- farssögurnar. Hann hefur meira að segja viðurkennt að einkalífið hafi ekki verið tíl fyrirmyndar fyrstu ár sín í embætti ríkisstjóra. Clinton er alltfyrirgefið Bandaríkjamenn eru margir Utt gefnir fyrir að æðstu menn þjóðar- innar misvirði helgi hjónabandsins, eða svo hefur það verið tíl skamms tíma að minnsta kosti. Nú virðist þó sem kvennafarssögumar hafi lítil sem engin áhrif á vinsældir Clintons sem forseta. Hann þykir gegna emb- ætti sínu vel og fólk óttast ekki að vixlsporin hafi áhrif á störfin í Hvíta húsinu. Þannig virðist CUnton ætla að komast upp með það fyrstur Banda- ríkjaforseta að sitja óhaggaður í emb- ætti þótt fjaUaö sé opinberlega um framhjáhald. TU þessa hafa Banda- ríkjamenn ekki gengið lengra en að slúðra sín í mUU um einkalíf forseta sinna. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.