Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Björk Guðmimdsdóttir hefur áhrif á tískuútlitið: Kynbomban með bamslega andlitið Björk Guðmundsdóttir söngkona er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Ástralíu og Japan. Á meðan hafa gerst þau tíðindi í Bretlandi að plata hennar hefur aftur rokið upp vin- sældahsta og nýjustu fréttir herma að hún hafi fengið tvær tilnefningar British Awards sem er tónhstarverð- launahátíð svipuð og Grammy í Bandaríkjunum. Þar er Björk til- nefnd sem besta söngkonan og besti nýhðinn á síðasta ári. Aðrar sem eru tilnefndar í flokki bestu söngkvenna eru m.a. Tina Turner, Mariah Carey og Janet Jackson. Síðasta ár var mikhl uppgangstími fyrir Björk Guðmundsdóttur. Árið 1992 flutti hún tíl London þar sem umboðsmaður hennar er og þaðan er tónleikahaldi stjórnað. Bretar hafa verið sérlega hrifnir af Björk og bæði tónhstartímarit og dagblað kusu hana mann ársins í Bretlandi um áramótin. Björk á hús í London þar sem hún býr með kærasta sínum, Bretanum Dominic, og syninum Sindra, sem er sjö ára. Dominic starfar sém plötu- snúður en þau kynntust í Los Ange- les. Sindri er sagður mjög líkur móð- ur sinni, ekki einvörðungu í úthti, heldur er hcmn skarpgreindur eins og hún. Hann dúxar 1 skólanum og hefur m.a. lært frönsku reiprenn- andi. Hálfsystir Bjarkar er au pair hjá henni og gætir Sindra þegar hún ferðast og hann fer ekki meö. Sjálfsagt hefðu ekki margir trúað því þegar Björk söng með Kuklinu aö þarna væri thvonandi stjarna á ferð. Vegna óvepjulegrar framkomu hneykslaði hún fólk. „Björk var ut- angarðsbam og leit á sig sem slíka. Hún ól sig sjálf upp,“ segir góður vinur Bjarkar. „Foreldrar hennar bjuggu aldrei saman og móðir henn- ar lét hana vera nokkuð frjálsa," seg- ir hann. „Björk er bráðgáfuð en gekk ekki menntaveginn. Hún helgaði sig tónlistinni strax að loknum grunn- skóla.“ Sjö ára kynbomba í nýlegu viðtah við breska blaðið Melody Maker er Björk spurð hvort hún vonist th aö verða öðrum konum innblástur. Björk svarar því th aö ahir eigi að fara eftir rödd hjartans, sama hvort þeir séu konur eða karl- ar. Hún gerir ekki greinarmun á kynjunum. „Konur eru of uppteknar af að hugsa um sig sem konur,“ seg- ir hún. Nýlega var sagt um Björk í bresku blaði að hún væri eins og sjö ára kynbomba. Líklegt þykir að útht hennar muni verða th þess að ungar konur geri sig barnslegar. En Björk gerir sig ekki bamslega. Hún er náttúrubam af guðs gjöf og setur ekki upp neins konar grímu í fjöl- miðlum. „Björk er alveg nákvæm- lega eins og hún kemur fyrir í fjöl- miðlum," segir vinur hennar. „Hún er ekki að gera sér neitt upp. Þetta er hennar eðh.“ Hið bamslega útht Bjarkar hefur vakið mikla athygli. Hún er nefnd í sömu andrá og hin bamslega súperfyrirsæta Kate Moss. Þessar tvær konur eiga væntanlega eftir að hafa mun meiri áhrif með úthti sínu en þær gera sér grein fyrir. Sonurinn dúxar - velgengni söngkonunnar eykst sífellt víða rnn heim BJÖRK - íslenska prinsessan - sem vakið hefur athygli um heim allan fyrir sérstæða og einlæga framkomu. Hljómsveitin Kuklið var undanfari hinna frægu Sykurmola. Björk kom til íslands í september í haust til að taka á móti gullplötu úr hendi Ásmundar Jónssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.