Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Vísnaþáttur Vísan fögnuð veitir þjóð „Honum tókst aö gera mig að gömlum vini sínum strax við fyrstu kynni.“ Þessi tilvitnun er höfð eftir bandaríska rithöfundinum og háð- fuglinum Mark Twain. Þegar ég nú reyni að riíja upp fyrstu kynni mín af Sigurði Jónssyni frá Haukagih finnst mér að þau hafi verið með þeim hætti. Við urðum strax góðir kunningjar og kunningsskapurinn fljótlega að vináttu sem varð jafn- vel því nánari sem nær leið ævilok- um hans. Áhugi okkar beggja á ljóðum og stökum treysti þau vin- áttubönd. Ég hef lengi haft hug á að helga honum einn eða jafnvel fleiri vísna- þætti því ég á í fórum mínum tals- vert af ljóðum og lausavísum eftir hann sjálfan, svo og stökur kveðn- ar til hans við ýmis tækifæri. Sumt af þessu ljóðmáh mun ekki til ann- ars staðar því Siguröur hampaði aldrei eigin kveðskap og éy ddi j afn- an talinu væri hann beðinn um hann. Nokkrar stökur komst ég þó yfir áður en hann hvarf af vett- vangi en talsvert aö honum látn- um. Hvítársíðan og þá ekki síst Haukagil átti mikil ítök í honum og ófuhgert ljóð hans um heima- hagana er á þessa leið: Hugurinn leitar heim til þín að HaukagiU, óðal minna æskudrauma upp við Hvítár bláu strauma. Þar er ennþá yndi og friður eins og forðum sólskinsríka sumardaga söngur fugla um gróinn haga. LítiU drengur lék ég mér við lækjarniðinn Þann 15. sept. 1929 var Kvæöa- mannafélagið Iðunn stofnað í Reykjavík og var Kjartan Ólafs- son kosinn fyrsti formaður þess. Sigurður gekk fljótlega í félagið, var formaður þess 1953-62 og 1966-67. Ekki veit ég hvenær né hvert tilefnið var þegar Kjartan fékk þessa kveðju frá Sigurði: Ann þér lengi íslandssaga að því tengjast rök. Kunni drengur kvæðalaga kUðmjúk strengjatök Lyftir dagur ljóðs við heima Ijósi er fagurt skín. Er við Braga bjarta heima bundin saga þín. Vinur ljóða varstu inn slyngi, varð ei slóðin hál. Enn á glóð og glæsta kynngi göfugt Óðins mál. Kveddu lengi, kveddu meira, kveldið gengur á. Góða drengi er gott aö heyra gígjustrengi slá. Oft er bjart um óðarvefinn, út hið svarta hrökk, til þín, Kjartan, stuttu stefin stefna hjartans þökk. Það var einhverju sinni á Iðunn- arfundi að Sigurði fannst frammi- staða félaganna viö yrkingar ekki tU neinnar fyrirmyndar, þar ríkti þögnin ein. Það varð honum tilefni til þessarar stöku: Engan fógnuð innir fréttin, enga sögn um réttan stig, kynngimögnuð grá og glettin grúfir þögnin yfir mig. Jóhannes Benjamínsson hafði mjög uppi munn á Iðunnarfundi. Þá kvaö Sigurður en ekki veit tU hvers vísunni var beint: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Öllum draugum ætti að lóga, einkum þeim er sýna hrekki. Stökktu vígðu vatni á Jóa, vittu hvort hann sekkur ekki. Hálfdán Bjamason frá Bjarghús- um stundaði sUungsveiði í Hítar- vatni. Sigurður orkti tU hans: Eftir svala sumarskúr sveif aö vitum mínum lyngs og grasa Umur úr óskalöndum þínum. Hér er grasið grænt í kring, gróskuvölva að seiði. Hólmar, klappir, laut og lyng, lækjarós - og veiði. Þarna vorið byrjar brag, birtu og lífi þrungið. Þarna ymur íslands lag ótal röddum sungið. Vorið ungt með unað sinn enn mun þráð og fengið. Þarna hefir Hálfdán min að hálfu í klettinn gengið. Þegar sól um breiða byggð bjartast nær að skína þig mun Hítar tröUatryggð taka á arma sína. Á heimleið í sumarferð Iðunnar var farið um Uxahryggi. Þegar komið var á Þingvöll kvaö Sigurð-' ur: Þokumóðu lagði á leið - Ustin góð þó vaki, áfram slóð er ekin greið, auðnin hljóð að baki. í ferðalok kvaö Sigurður: Vísan fognuð veitir þjóð, víða að brögnum streymir. Snjalla sögn og yndisóð aldrei þögnin geymir. Heimkomunni höldar fagna - hýra í auga og bros á vör. Góðar vættir söngs og sagna signað hafa okkar fór. Þegar Björn Friðriksson, einn af stofnendum Iðunnar, lést kvað Sig- urður: Gleðin var þér víst að hæfi, vel þig geymi feðramoldin. Nú er lokið langri ævi, lífsins skuld að fuUu goldin Og að lokum kveðja frá Sigurði til einhvers ónafngreinds aðUa: Óskir þrjár ef ætti tU yrði létt um sporið. Sendi ég tíl þín sumaryl, sólskin og vorið. Torfi Jónsson Matgædingur vikuimar Kanína og hörpu- skelfiskréttur „Mig langar að gefa uppskrift að kanínu enda fáum við aUtaf kaninukjöt hér í kaupfélaginu annaö slagið, t.d. ávaUt fyrir jólin," segir Anna Kristín Gunnarsdótt- ir, matgæðingur vikunnar og skrifstofustúlka á Sauð- árkróki. „Þetta er kanína í sinnepssósu sem hefur verið mjög vinsæl á mínu heimUi, allavega hjá fuU- orðna fólkinu, og helmingnum af bömunum," segir Anna Kristín. „Það er kannski ekki auðvelt alls staðar að útvega sér kanínu en á þó að vera hægt. Á flestum stöðum eru kanínubú og það má boröa þær,“ segir hún. Kanínan er skorin í hæfilega bita. Kjötið er steikt í blöndu af olíu og smjörlíki og kryddaö með salti og pipar. Þá er allt sett í pott og bætt úti 2 matskeiðum af Dijon sinnepi og hálfum htra af mysu. Þá er kanín- an soöin í u.þ.b. 45 mínútur. Oft flýtur mysan ekki alveg yfir kjötið og er þvi þá snúið við á meðan á suðu stendur. Eftir að suðutíma er lokið er einum pela að ijóma bætt út í og allt látið sjóða niður. Anna Kristín segist stundum hafa meira en hálfan lítra af mysu en sýður þá soðið því meira niður. Hægt er að þykkja sósuna meö sósujafnara eða láta hana sjóða niður þar til hún þykknar. Með þessum rétti eru bomar fram soðnar kartöflur. „Ég er viss um að þetta er hoUur réttur enda er kjötið magurt," segir Anna Kristín. Hún segist gera þennan rétt iðulega um jólaleytið eða á afmæli sínu sem er í byrjun ársins. „Það eru margar aðrar aðferðir viö að elda kanínu. Bæði hef ég prófað hana griUaða og einnig með beikoni og svepp- um. Hún er aUtaf mjög góð.“ Hörpuskelfiskréttur Anna Kristín gefur okkur einnig uppskrift að einföld- um hörpuskelfiskrétti sem notaöur er í forrétt. „Hörpuskelfiskurinn er steiktur eða velt á pönnu í smjöri í ca tvær mínútur. Smjörið á að vera vel heitt en má ekki ofhitna. Kryddað með þremur hvítlauksrif- um og salti og pipar. Þegar hörpuskehn er tekin af pönnunni er soðiö sem eftir situr kryddað enn frekar með hvítlauksdufd, sett yfir fiskinn og rétturinn bor- inn fram með nýju brauði. Gott er að bleyta brauðið með soðinu af fiskinum. Bæta má rækjum við réttinn og eru þær þá settar alveg síðast og látnar hitna í gegn. Anna Kristín Gunnarsdóttir, matgæðingur vikunnar. Anna Kristín segir að hæfiiegt magn af hörpuskelfiski sé um sex til sjö stykki á mann. Enn heldur matgæðingurinn sig við Sauðárkrók því Anna ætlar að skora á Ólaf Ambjömsson, aðstoðar- skólameistara i Fjölbrautaskólanum á Króknum, að vera næsti matgæöingur. „Hann er mjög góður kokkur sem farið hefur víða og prófað rnargt." Hinhliðin._ Áhugamálin • • eru morg - segir Jóhannes Viðar Bjamason veitingamaður „Ahugamáhn eru svo mörg, en þau verða að bíða betri tíma,“ segir Jóhannes Viöar Bjarnason, veit- ingamaður á Fjörukránni og Fjöm- garðinum í Hafnarfirði. Jóhannes hefur í ýmsu aö snúast þessa dag- ana því nú er þorrinn genginn í garð, með öhu því sem honum til- heyrir. „Við gefum okkur út fyrir að vera með einn þjóðlegasta veit- ingastað á landinu og fórum af stað með þorramatinn um helgina," sagði Jóhannes. Hann sýnir á sér hina hhðina í helgarblaðinu að þessu sinni. Fullt nafn: Jóhannes Viöar Bjama- son. Fæðingardagur og ár: 9.8. ’55. Maki: Karen Björnsdóttir. Börn Fjögur. Bifreið: Golf, Cherokee Jeep. Starf: Veitingamaður. Laun: Sæmileg. Áhugamál: Þau era svo mörg, en verða að bíða betri tíma. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? SpUa ekki í happ- drætti eða lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Umgangast neikvætt fólk. Uppáhaldsmatur: Pylsa með öUu Jóhannes Viðar Bjarnason veit- ingamaður. nema remúlaði. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Siggi Sveins. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Dætur mínar. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? BiU Clinton. Uppáhaldsleikari: Laddi. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Elton John og gengUbeinumar mínar syngjandi, þær Ingveldur G. Ólafsdóttir og Sólveig Birgisdóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn, ég er svo ópólitískur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Engin. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og dýralífsmyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: HaU- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi lítið á sjón- varp, en þó meira á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Hemmi Gunn. og Eiríkur Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Fjöra- garðurinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þróttur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Að standa og faUa með því sem ég er að gera. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fara með fjölskylduna tfl sól- arlanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.