Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 25
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
25
Fjórða smáskífan og
tónleikar á íslandi
Björk segir aö platan hennar,
Debut, hafi verið það besta sem hún
hafi gert á síðasta ári enda hafi þar
verið gamall draumur að rætast.
Hún var þó mjög undrandi hversu
fljótt hún gat komið saman hljóm-
sveit. Björk hefur sagt að platan hafi
verið unnin af eigingimi hennar
sjálfrar. „Ég var bara að gera það
sem mig langaði til,“ sagði hún í
spjalh við DV sl. sumar. Hún sagðist
ánægð með Dehut og myndi koma
með aðra plötu áður en langt um liði.
Ennþá hefur Björk ekki haft tíma til
að klára þá plötu en vafalaust bíða
margir eftir henni. Hins vegar er
fjórða smáskífa hennar að koma út
á næstu dögum. ,
Debut hefur selst í um einni og
hálfri milljón eintaka. í Bretlandi
hefur hún selst í um hálfri milljón
eintaka, um fjögur hundruð þúsund-
um í Bandaríkjunum og rúmlega
fjögur hundruð þúsundum í Evrópu.
Bandaríkjamenn eru mikið að vakna
til meðvitundar um hina nýju
stjömu og líklegt má teljast að Björk
muni slá þar í gegn á þessu ári.
Mjög mikið er að gerast hjá Björk
og má nefna að í febrúar verður hún
með tónleika bæði í París og London.
Nú er unnið að því að Björk komi
hingað til lands í mars og haldi
tvenna tónleika. Vonast er til aö úr
því geti orðið.
Ánútímalista-
safni í Svíþjóð
Fyrir jólin kom beiðni til Lista-
safns íslands frá þekktasta nútíma-
listasafni á Norðurlöndum, sem heit-
ir Moderna Museum í Stokkhólmi,
um að koma þeim í samband við
Björk Guðmundsdóttur. „Það var
vegna sýningar sem nefnist Heima
og heiman þar sem teflt er saman
norrænum listamönnum sem eiga
það sameiginlegt að vera með annan
fótinn eða báða í útlöndum. Sýningin
á að fjalla um hvernig þeir túlka það
í verkum sínum að vera fjarri heima-
högum. Einhver hafði fengið þá góðu
hugmynd að fuUtrúi íslands ætti að
vera Björk. Það sem við gerðum var
að grípa hana hér á jólunum, ræða
við hana og koma henni í samband
við safnið,“ sagði Aðalsteinn Ingólfs-
son, listfræðingur hjá Listasafni ís-
lands.
Aðalsteinn sagði að Björk hefði tek-
ið þessari beiðni vel. „Safnið ætlar
að vera með hana í sérstökum sal
þar sem tónlistarmyndbönd hennar
verða látin rúlla. Einnig verða þar
til sýnis ljóð eða annar skáldskapur
eftir hana,“ sagði Aðalsteinn.
„Þetta er mjög sérstætt því þetta
er í fyrsta sinn sem safnið er með
vinsælan tónlistarmann í hlutverki
myndlistarmanns. Sennilega eru
menn þar með einhveijar nýjar hug-
myndir sem þeir vilja prófa með
þessum hætti og mér fmnst Björk
verðugur fuRtrúi okkar. Hins vegar
er það náttúrlega vaninn að á mynd-
Ustarsýningar fari myndUstarmenn.
Nú eru mörkin milU greina orðin
mjög óljós og mörg myndbönd orðin
listræn," sagði Aðalsteinn. Sýningin
í Stokkhólmi verður opnuð um
næstu helgi, 27. janúar.
Óspjölluð
af frægðinni
Aðalsteinn sagði að Björk hefði
orðið mjög undrandi yfir þessari
beiðni en tók henni jafnframt mjög
vel.
- Hvemig kom Björk þér fyrir sjón-
ir?
„Hún er mjög indæl stúlka og sér-
stök. Hún er, eins og aUir hafa sagt,
blanda af smástelpu og þroskaðri
konu. Hún hefur varðveitt með sér
þessa bamslegu einlægni. Það er
skemmtílegt að finna fólk sem er al-
veg óspjaUað' af frægðinni."
Björk er eini íslendingurinn sem á
verk á sýningunni en hún sjálf verð-
ur ekki viðstödd hana.
Góður vinur Bjarkar, sem vUdi
Ur glænýju eintaki af franska blaðinu Glamour þar sem Björk var mynduð
í Bláa lóninu ásamt sjö ára syni sínum, Sindra, sem hefur erft útlitið frá
móður sinni.
Björk Guðmundsdóttir veitti yfir tvö þúsund viðtöl á síðasta ári og blöðin
keppast um að birta myndir af henni á forsíðu. Sannkallaður sendifulltrúi
íslendinga.
Heimurinn tók fyrst eftir Björk i Syk-
urmolunum. Þar vakti hún athygli
fyrir frumlega sviðsframkomu.
I upphafi ferilsins með hljómsveit-
inni Tappa tíkarrassi. Björk fór ekki
troðnar slóðir þá frekar en nú.
mk cunðPE laa
...... [IU». U ....
Jamiroqu
»oice of a
sfcöri bjark
ekki láta nafns síns getið, sagði í sam-
taU við DV aö Björk væri guU af
manneskju og rosalega sérstök.
„Hún hefur lifað mjög óvenjulegu lífi
og þess vegna fer hún óvenjulegar
leiðir í því sem hún gerir. Björk hef-
ur aUð sig upp sjálf. Hún hefur aUtaf
litið á sig sem utangarðsmanneskju,
jafnt í skóla sem í vinahópum. Björk
er mjög klár og sonur hennar er séni
á mörgum sviðum. Hann hyijaði t.d.
í skóla þegar þau fluttu út til London
en eftir þrjá mánuði var hann orðinn
dúxinn. Þá fluttu þau í annaö hverfi
og hann fór í fínni skóla og eftir þrjá
mánuði var hann aftur orðinn dúx
þar.“
Björk gaf sig snemma að tónUst og
var farin að glamra á hljóðfæri mjög
ung. Hún var ekki nema ellefu ára
þegar fyrsta hljómplata hennar kom
út. Hún var á táningsaldri þegar hún
söng með hljómsveitinni Tappa tík-
arrassi, síðan kom KukUð og loks
Sykurmolar þar sem frægö hennar
hófst.
Lítið fyrir blaðamenn
í viðtölum við íslensk blöð hefur
Björk oftsinnis rætt um fjölmiðla og
fjölmiðlafóUc og dregið upp heldur
dökka mynd af áUti sínu á þeim. Hún
hefur oft hafnað boði um viötöl hér
á landi. Vinur Bjarkar segir að henni
finnist aUir blaðamenn leiðinlegir. ‘
„Hún gefur viðtöl eingöngu vegna
þess að það er partur af pakkanum,"
segir hann.
- Er það ekki einmitt hluti af frægð-
inni að koma fram í fjölmiðlum?
„Jú, en hún hefur ekki gaman af
því á neinn hátt og er því bara hrein-
skUin hvað þetta varðar. Hún er aU-
an sinn tíma úti að gefa viðtöl og
viU fá frí frá blaðamönnum þegar
hún kemur hingað til lands. Það
hafði enginn fjölmiðiU áhuga á henni
þegar hún var í Kuklinu enda hafa
fjölmiðlar einungis áhuga á henni
vegna þess að hún er fræg í útlönd-
um,“ sagði þessi vinur hennar.
Björk er mikUl þjóðernissinni og í
öUum viðtölum í erlendum blöðum
kemur hún íslandi á framfæri. Það
er sannarlega góð landkynning því
Björk hefur verið viðtalsefni í blöð-
um víðs vegar um heiminn. í sjón-
varpsþætti nýlega sagðist hún vera
búin að gefa yfir tvö þúsund viðtöl á
síðasta ári.
Þeir sem spá í tórdistarheiminn
telja að þó velgengni Bjarkar Guð-
mundsdóttur hafi verið mikU á síð-
asta ári þá verði hún enn meiri á
þessu. „Björk á Ameríku eftir. Þar
verður hún heimsfræg á þessu ári,“
sagðiviðmælandiDV. -ELA
13 v_____________________Meiming
Góður bók-
menntafengur
Nú birtist á íslensku hvert stórvirki heimsbókmenntanna eftir annað
fyrir utan núkið af merkUegum ljóðaþýðingum. Hér er nú komið eitt fræg-
asta höfundarverk franskra bókmennta, í heilu lagi, fimm bækur frá
öndverðri 16. öld. Þessi rit bera glögg merki endurreisnarinnar og húman-
ismans því að hér birtist mannkynið í heUu lagi. Fólk er ekki bara að
rökræða, fara í stríð og halda veislur, heldur er hér líka dvaUst við hvem-
ig menn troða sig út af mat og svelgja drykki, bulla, ropa, freta, kúka og
pissa. Ástarlífslýsingar eru ekki ítarlegar en með kjarnyrtum líkingum.
Þetta er löng bók og það er vel því hún verður því fjölbreyttari og víðfeðm-
ari sem lengur er lesið. Elst er önnur bókin, Pantagrúll, en síðan var
Gargantúa pijónað framan á ættarsöguna. í þeim er mest um átveislur
og bardaga en þriðja bókin fer nær ÖU í rökræður um forboða og hvern-
ig þá beri að túlka. Hér er mikið af læknisfræði 16. aldar fyrir utan lög-
fræði þess tíma, í spéspegh, og óvægin ádeila á kreddufyUstu kirkjunnar
menn þessa tíma, þ.e. Sorbonne-háskóla. Enda bönnuðu þeir ritin og
Kalvín hamaðist gegn þeim auk annarra.
Þessar bækur eru merkilegar menningarsögulega og hafa haft mikil
áhrif en ekki finnst mér þetta með merkustu skáldverkum. Þær eru þó
skemmtUegar aflestrar, fuUar af glettni og orðaleikjum auk ýmissar
speki. Bækumar skiptast aUar í stutta kafla (1-2 bls.) og verða fyrir bragð-
ið auðlesnari en ella myndi.
Framan af ber mest á yfirgengUegum ýkjum og er lítt skeytt um sam-
ræmi. Ýmist er Gargantúi eins og hver annar skólapiltur í París eða risi
sem teygir sig inn í klukkutuma Frúarkirkju í París og tekur klukkurn-
ar til að hengja um hálsinn á meri sinni. í leiðinni mígur hann yfir mann-
fjöldann sem stendur fyrir framan kirkjuna „svo kröftulega að hann
Bókmenntir
Örn Ólafsson
drekkti tvö hundruð og sextíu þúsundum fiögur hundruð og átján manns,
að ógleymdum konum og litlum börnum." (bls. 57). í þessum dúr er margt
í bókinni. Mér finnst að vísu ekki mjög fyndið að margfalda allt með
hundrað þúsund, það venst bara eins og annað. En þetta var tíska á þess-
um tíma, og gætti líka á íslandi. Þar má til nefna þjóðkvæði svo sem
„Kerlingin eyddi en karlinn að dró“, „Malapokakvæði", „Hattvísur", fyr-
ir utan Öfugmælavísur og fleira.
Þýðingin
Útgáfunni fylgir tímatal og ágætar skýringar en vilji einhver ítarlegri
má fá þær í frönsku útgáfunni sem þýðandi vitnar til. Hann lætur litiö
yfir erfiðleikum við að þýöa verkið, en mér sýnist það afar vel gert, það
sem ég hefi borið saman. Bæði skilar þýðandi merkingu franska textans
einkar nákvæmlega og einnig heldur hann sambærilegum stíl. Mest er
um litríkt talmál en í skopstælingum ber mikið á knúsuðu ritmáli. Undan-
tekningar frá þessari nákvæmni í stíl eru smávægilegar, nefna má að
mér þykir hjálparsögnin „munu“ ofnotuð til að þýða einfalda framtíð í
frönsku, nær væri að segja „Hún verður gömul“ en „hún mun verða
görnul" þegar ekki er beinlínis verið að skopstæla knúsað mál. Textinn
er krökkur af orðaleikjum og allskonar hártogunum á orðalagi. Stundum
er ekki unnt að skila þessu á íslensku en þá setur þýðandi sambærilegan
íslenskan orðaleik í staðinn eða útskýrir í hverju hinn franski felst.
Þetta er góður fengur fyrir íslenskar bókmenntir, þýðanda og útgefanda
til mikils sóma. Með slíku áframhaldi fer að mega vonast eftir Proust á
íslensku svo ekki sé talað um óstytta útgáfu af Stríði og friði Tolstojs.
Franqois Rabelais: Gargantúi
og Pantagrúll.
Erlingur E. Halidórsson þýddi.
Mál og menning 1993, 907 bls.
VERKTAKAR - DUGMIKLIR IÐNAÐARMENN
Óskum eftir tilboðum í breytingar á iðnaðar-
húsi, svo sem að rífa niður milliveggi, byggja
upp aftur, mála veggi og gólf. Óskum eftir
föstu tilboði með vinnu, tíma og hráefni.
Tilboð sendist DV strax, merkt:
Góð vinnubrögð - Hraði - Staðgreiðsla. (5094)
Er hægt að öðlast aukin ökuréttindi
fyrir 69 þúsund krónur?
Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar
Suðurlandsbraut 16
(hús Gunnars Ásgeirssonar)
Sími: 81-19-19
Opið alla daga
og alla helgina.
Heitt á könnunni.