Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Page 30
38 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Tíska Sumartískan er tímalaus: Einföld eða glitrandi - tískuhönnuðir stóru húsanna stefnulausir Stóru tískuhúsin í París keppast nú við að kynna hátísku sína fyrir vor og sumar. Tískuhúsin hafa átt fremur dapra tíma vegna þess efna- hagsástands sem hvarvetna ríkir í heiminum. Þess vegna segja marg- ir að mikið af þeim fótum sem sýnd voru nú hafi verið ffemur einfold og sniðin að þörfum neytandans. Sumir hönnuðir voru þó með mikla útfaerslu á kjólum sínum þannig að næstum var um of. Það gera þeir þó frekar til að auglýsa merkið en að varan sé söluleg. Talað var um að hinn frægi tísku- hönnuður Yves Saint Laurent væri með tímalausa tísku. Vitaskuld rík- ir töluverður skjálfti hjá hönnuðin- um um hvort tíska sú sem fram er sett höfði til viðskiptavinanna. Miklir peningar hggja að baki hverri sýningu og því mikið í húfi. Hönnuðirnir leggja einnig mikið upp úr því að hafa frægustu fyrir- sætumar meðal þeirra sem sýna. Það trekkir að og vekur athygli Ijósmyndaranna. Á meðfylgjandi myndum má sjá hluta þess sem sýnt var á tískusýningvmiun í París í vikunni. Eins og sjá má var tals- vert lagt upp úr samkvæmisklæðn- aði þrátt fyrir að samkvæmislíf sé oft minna á sumrin en vetrum. Þá var eftir því tekið að htir voru mjög miidir og ljósir. Tískuhönnuðurinn Paco Ra- banne þóttí vera með mjög sér- stæða og mikiifenglega sýningu. ítalska súperfyrirsætan Carla Bruni lék þar stórt hlutverk þvi hún var nánast lýst upp af ghtrinu. Þá var eftir því tekið hversu háum skóm hún gekk á. En myndimar lýsa betur en nokkur orð hvemig frægustu tískuhönnuðir heimsins sjá sumartískuna fyrir sér. Tiskuhönnuðurinn Paco Rabanne, sem frægastur er kannski fyrir herrarakspíra, fer vart troðnar slóðnir í hátískunni. Þessi undar- lega múndering og höfuðfat í stíl vakti mikla athygli gesta þó varla eigi þetta eftir að verða algeng sjón á götum í sumar. Þetta „fiskinet" i kjóllíki var eitt af þeim tískufötum sem Paco Ra- banne sýndi á tískusýningu sinni í Paris. Súperfyrirsætan Carla Bruni sýndi glæsilegan svartan satín samkvæmiskjól, skreyttan með bláum og græn- um perlum og höfuðfat í stíl, á hátískusýningu Paco Rabanne fyrir vor og sumar sem fram fór í París í vikunni. Súperfyrirsætan Claudia Schiffer sýnir hér fatnað á hátískusýningu hjá Chanel á fimmtudag en aðal- hönnuður þar er hinn frægi Karl Lagerfeld. Yves Saínt Laurent sýndi þessa silkiskyrtu við buxur og jakka á hátískusýningu sinni i Paris í vik- unni. Klæðileg föt sem konur vilja. Þessi fallegi síðkjóll kom fram á tiskusýningu hjá franska hönnuð- inum Yves Saint Laurent. Þannig skal brúðarkjóllinn líta út í sumar en það er norski hönnuðurinn Per Spook sem heldur hér í hönd þýsku leikkonunnar Söndru Spech- ert, að lokinni tískusýningu hans í París.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.