Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1994, Side 38
46
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
Einn örfárra karlmanna sem starfa við heimilishjálp:
Fyndist ég vera að
svíkja fólkið ef ég hætti
- segir Róbert Pálsson
Róbert þurrkar af, ryksugar, skúrar og gerir ýmislegt annað sem viðkemur heimilishaldi.
I góðum félagsskap með Gunnari Oskarssyni, Sonju Smith og páfagauknum Mola. DV-myndir GVA
„Þetta er afskaplega gefandi starf
og ég er ákveðinn í að haida áfram
í því. Mér fyndist ég vera að svíkja
fólkið ef ég hætti.“
Þetta segir Róbert Pálsson, einn
örfárra karlmanna sem starfa við
heimilishjálp. Róbert starfar á veg-
um þjónustumiðstöðvar aldraðra á
Vesturgötu 7 og hefur verið í heim-
ilishjálpinni í um það bil tvö ár.
„Ég fór í þetta vegna þess að syst-
ir min var í heimilishjálpinni. Ég
var aftur að vinna í Hagkaupi úti
á Seltjamarnesi og hafði verið í því
starfi í sex ár. Ég var eitthvað að
spyrja hana út í þessa vinnu því
mér fannst ég vera að grotna niður
í versluninni, þar sem ég stóð upp
á endann allan daginn. Systir mín
sagði að ég skyldi endiiega koma í
heimilishjálpina því það bráðvant-
aði mannskap. Ég sagði: „Svei mér,
ég veit það ekki. Hvað heldurðu að
fólkið segi þegar farið verður að
senda á það einhveija kalla?“ En
svo ákvað ég að slá til. Ég sagði upp
og fór beint niður á Vesturgötu þar
sem ég var ráðinn eins og skot.“
Fyrsta verkefnið
Fyrsta verkefni Róberts var að
annast 94 ára gamlan mann. „Ég
var hjá honum allan daginn og að-
Stoðaði hann eftir þörfum. Hann
var svo slæmur í fótunum og gat
ekki gengið hjálparlaust. Mér
fannst svolítið skrýtið fyrst að vera
bundinn yfir ókunnugum manni
allan daginn, en eftir 2^3 daga var
ég orðinn vanur þessu. Ég annaöist
gamla manninn í 6-8 mánuði. En
svo varð hann fyrir því óhappi að
detta og var fluttur á spítala. Hann
andaðist skömmu síðar.
Eftir þetta fór ég að fara á milli
staða til þess að hjálpa fólki við að
þrífa og gera annað sem þarf að
gera. Ég kveið virkilega fyrir að
byija á nýjum stað, en það gekk
allt vel. Mér var tekið mjög vel.
Konumar á Vesturgötunni, sem
eru í forsvari fyrir þessari þjón-
ustu, sjá líka alveg um að tala við
fólkið áður en ég fer og segja því
að það sé karlmaður en ekki kona
á leiðinni. Ég þarf því lítið fyrir því
að hafa. Ég verð aldrei var við að
fólk vantreysti mér og sé hrætt um
munina sína í höndunum á mér.
Ég hef aldrei orðið fyrir því að fólk
hafi beðið um konu í staðinn fyrir
mig.“
í síðasta mánuði var Róbert með
yfir 20 heimili. Á suma staði fer
hann einu sinni í viku og hálfsmán-
aðarlega á aðra.
„Ég er þrælánægður með þetta
fyrirkomulag. Það er svo gott fólk
sem ég vinn fyrir og ég get veitt
því svo mikla aðstoð því margt af
því er orðið slitið og á erfitt með
að gera hlutina. Sumir eiga t.d.
bágt með að beygja sig. Sumir geta
ekki ryksugað og aðrir geta ekki
skúrað. Sumir þurfa hjálp við að
flytja húsgögn til og svo mætti lengi
telja."
Svolítill
sálfræðingur
„Maður þarf að vera svolítiU sál-
fræðingur í sér þegar maður fer inn
á ný heimili," sagði Róbert, að-
spurður um þann þátt starfsins.
„Ég tek fólkinu bara eins og það
er og þá gengur aUt vel. Ég hef svo
sem orðið var við að fólk hefur í
fyrstu hálfkviðið því að fá karl-
mann til að gera hreint á heimil-
inu, þótt þaö léti sig hafa þaö. Ég
man eftir einni konu sem ég var
að fara til í fyrsta sinn. Henni var
sagt að heimilishjálpin væri á leið-
inni og að það væri karlmaður.
„Láttu hann koma, ég tek bara
verkjatöflur," sagði hún.
Ég átti bara að fara í eitt skipti
til þessarar konu. En síðan fór hún
að hringja og spyija hvort hún
gæti ekki fengið mig aftur. Það var
ekki hægt, því ég hafði svo mikið
að gera. Loks hægðist um hjá mér,
svo ég gat farið til hennar og er hjá
henni enn. Hún er voða kát með
mig núna.“
A sjó og í sveit
Róbert hafði fengist við ýmislegt
áður en hann fór í heimilishjálpina.
Hann var á sjónum, vann í sveit og
í verslun eins og áður er getið.
„Ég var að temja hross í sveit-
inni, var raunar drulluhræddur
við hesta þegar ég fór í það. Hross-
in þama bæði bitu og slógu og
hentu manni af baki, en ég var fljót-
ur að venjast umgengni við þau.
Svo eignaðist ég eigin hesta, sem
mér líkaði mjög vel við. En þeim
var báðum stolið, þannig að það
var sjálfhætt í hestamennskunni."
Róbert sagði að víst væru launin
í heimilishjálpinni ekkert til að
hrópa húrra fyrir. Litlu hefði mun-
að að hann færi aftur á sjó um dag-
inn til þess að ná sér í meiri tekj-
ur. En þá hefði honum oröið hugs-
að til alls fólksins sem hann ynni
fyrir og sem treysti að hann kæmi
og þá hefði hann steinhætt við allt
saman.
Tengslviðfólkið
„Óhjákvæmilega myndast ákveð-
in tengsl milh mín og þessa fólks.
Ég má náttúrlega ekkert þiggja af
því, en það bíður alltaf eftir mér
smurt brauð á morgnana og matur
í hádeginu hvar sem ég fer. Það
þýðir ekkert að ræða um annað.
Ef ég á leið fram hjá heimili ein-
hvers sem er einstæðingur þá
banka ég gjaman upp á ef ég veit
t.d. að viðkomandi er veikur. Ég
athuga þá hvort ég geti liðsinnt
honum eitthvað, skotist út í búð
fyrir hann eða þvíumlíkt.“
Aðspurður hvort ekki gerðist
margt skemmtilegt í starfi sem
þessu sagði Róbert svo vera. En
hann sagðist bundin þagnareiði
gagnvart skjólstæðingum sínum,
þannig að lítið væri um sögur af
því sem gerðist á heimilum þeirra.
„En það gerist ekkert nema
skemmtilegt í þessu starfi," sagði
hann. „Þótt þetta fólk sé frá af kvöl-
um þá er það alltaf brosandi og
elskulegt. Það er svo jákvætt. Bara
þaö jafngildir því að launin séu
helmingi hærri en þau eru.“
Ánámskeið
Róbert sagðist hafa farið á tvö
námskeið vegna starfsins og væri
á leiðinni á það þriðja. Þar lærði
hann ýmislegt varðandi hreingem-
ingar, skyndihjálp og fleira hag-
nýtt... „... og okkur var kennt að
við ættum ekki að ryksuga púða
með fiðri í,“ sagði hann. „En ég hef
verið heppinn í starfi. Þaö hefur
aldrei komið fyrir að ég hafi verið
beðinn um að þurrka betur af og
ég hef aldrei orðið fyrir því óláni
að bijóta hlut þar sem ég hef verið
að taka til. Hins vegar er ég gjam
á að brjóta stytturnar heima hjá
mér þegar ég tek til hendinni þar.
Enþaðerönnursaga." -JSS