Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994
Spumingin
Hefur þú gert góð kaup á
útsölunum?
Dagný Dögg Franklínsdóttir: Nei, ég
á enga peninga svo ég get ekkert
verslað.
Bjarni Hjaltason: Nei, ég hef ekkert
farið á útsölur.
Dagbjörg Dagsdóttir: Já, reyndar, ég
keypti eina flík.
Berglind Sigurlaug Guðnadóttir: Ég
hef ekki haft tíma til þess að fara á
útsölur.
Pétur Sigurðsson: Nei, ég hef ekki
keypt neitt á útsölu.
Jóhanna Kristín Björnsdóttir: Nei,
ég hef ekk'ert keypt.
Lesendur
Evrópa á hröðu undanhaldi:
ísland veðjar
á rangan hest
Borin von að sameinuð Evrópuriki láti stjórnast frá Briissel?
Ágúst Sigurðsson skrifar:
I sjónvarpsþætti um Evrópumál
nýlega var rætt við innlenda menn
og erlenda gesti sem hér hafa verið
til fyrirlestrahalds.
í þættinum var m.a. rætt við fyrr-
um kanslara Vestur-Þýskaiands, svo
og við blaðafulltrúa Margaret Thatc-
her, forsætisráðherra Bretlands.
Báðir voru mjög áheyriiegir og höfðu
fastar skoðanir á málefnum Evrópu
og fleiri þáttum sem tengjast beint
framvindunni til sameiningar álf-
unnar. Ég verð að segja aö ekki jókst
mér bjartsýnin á Evrópu eftir að
hafa heyrt þessa menn tala.
Þeir sögðu berum orðum að hag-
vöxtur í Evrópu væri á niðurleið á
sama tíma og hagvöxtur væri í Am-
eríku og þeim Asíulöndum sem helst
eru samkeppnisfær við Vesturlönd.
Hvað sameiningu Evrópu varðar
taldi t.d. blaðafulltrúinn enski það
borna von að álfa sem í eru hundruð
milljónir manna sem tala 50 mis-
munandi tungumái gæti látið stjóm-
ast frá Brussel varðandi allt sem ein-
kenndi sameinaða ríkjasamsteypu.
Hugmyndin um sameiginlegt pen-
ingakerfi væri t.d. alveg hrunin og
sameiginlegur markaður með 11
gjaldmiðla væri óhugsandi. Ekki síst
er höndlað með stærri vörueinignar,
svo sem skip, orkuver o.s.frv. sem
tekur oft tekur nokkur ár að fram-
leiða. Gengisbreytingar og óstöðug-
leiki settu svo strik í reikninginn í
slíkum viðskiptum.
Við íslendingar höfum nú veðjað
meira eða minna á þessa framtíöar-
ríkjaheild og munum því óhjá-
kvæmilega lenda inni í því kraðaki
sem verður viðloðandi á meðan Evr-
ópuríkin em að reyna að koma
skipulagi á sín mál en stefna í sama
mund á títtnefnda „sameinaða Evr-
ópu“. Framsýnir stjómmálamenn í
Evrópu (t.d. Thatcher og margir aðr-
ir) hafa þegar séð að sameiningin
verður aldrei að veruleika. Evrópa
er raunar á hröðu undanhaidi hvað
varðar arðbæra milliríkjaverslun, að
ekki sé talað um að hún verði stór-
veldi á því sviði á komandi árum.
Við íslendingar höfum því veðjaö á
rangan hest eins og við gerum því
miður oft þegar verslun og viðskipti
eru annars vegar. Örfáir íslenskir
kratar og e.t.v. fáeinir uppflosnaðir
embættismenn eða afkomendur
þeirra mega ekki standa í vegi fyrir
öryggi og velferð íslands framtíðar-
innar. - Þess vegna verðum við, ef
það er ekki orðið of seint, að taka
upp viðræður um fríverslunarsamn-
ing við þjóðirnar vestanhafs, Banda-
ríkin og Kanada sérstaklega, ásamt
Mexíkó. Okkur ber að taka mark á
málsmetandi mönnum í Evrópu sem
sjá hættuna frá nálægum sjónarhóli.
Af peningakeðjubréf um
Jón Stefánsson skrifar:
Sl. vor kom hér á markað peninga-
keðjubréf, „Joker ’88“, starfrækt af
löglegu þýsku fyrirtæki, KWO Dat-
enverwaltung. Hlutverk fyrirtækis-
ins er að sjá til þess að allir fái sitt,
og að koma í veg fyrir svik. Nokkur
umfjöllun hefur orðiö um þessi bréf.
Jafnvel hafa verið fengnir menn til
að reikna út hvernig þau margfaldast
og hvað þarf mörg bréf til að fylla
markaðinn innanlands. En dæmiö
er ekki svona einfalt.
Frá upphafi var reynt að fá kaup-
endur til að selja sem flest bréf er-
lendis aftur til að seinka dreifingu
þeirra innanlands og auka mögu-
leika kaupenda hér á landi. Talsvert
af bréfum hefur farið til útlanda. Var
það tekið með í dæmið hversu mörg
bréf íslendingar gætu selt erlendis?
í annan stað er dæmið reiknað þann-
ig að allar greiðslur hafi borist efsta
manni á hsta áður en sá næsti fær
nokkuð. - Staðreyndin er nefnilega
sú að gangur bréfanna er mjög mis-
munandi. Sum bréfanna ganga mjög
hratt fyrir sig, svo að nöfnin hrein-
lega þjóta upp listann, allt niður í að
þau mjakast áfram. - Á þessu má sjá
að það er vart gerlegt að reikna dæm-
ið til enda.
Eins og allir vita er það lenska hér
að alhr vilja græða á því sama. Nú
spretta upp eins og gorkúlur íslensk
keðjubréf. Mest áberandi keðjan
núna er með 10 nöfnum. Með henni
er ekkert eftirht svo hægt er að svíkja
og svindla á henni á allan mögulegan
hátt. - Hægt er t.d. að skipta alveg
um nöfn á bréfinu, taka út nöfn á
hstanum og setja þau sem þú kýst í
staðinn. Einnig er hægt að gera eins
mörg eintök af hstanum og þú kýst
að selja. Semja við þann sem þú selur
bréfið, t.d. ættingja, að senda ekki
efsta nafni á hsta ávísunina. Mér er
kunnugt um fjölda manna sem hafa
tekið þátt, komist í efsta sætiö og
dottið þaðan út án þess að fá nokk-
uð. Því eru þær ekki samanburðar-
hæfar, íslenska keðjan og sú þýska.
Ætla þeir að selja Ráðhúsið?
Víðir skrifar:
Mig minnir að ég hafi lesið í DV
smápistil um að hugsanlega myndu
frambjóðendur og væntanlegir borg-
arfulltrúar minnihlutans, sem nú
bjóða sig fram til borgarstjómar, og
verða væntanlega orðnir að meiri-
hluta í vor, ekki vilja nota Ráðhúsið
sem borgarstjómarskrifstofur eftir
kosningar.
Þetta væri þá bara í takt við það
sem þessir minnihlutafuhtrúar hafa
haldið fram um byggingu Ráðhúss-
ins allt frá byrjun. Þeir hafa óskað
þeirri byggingu alls hins versta og
einhver helsti mótmælandinn lét þau
orð faha, að best væri húsið komið á
botni Tjamarinnar! - Það yrði a.m.k.
ekki mikið mark tekið á minnihluta-
fuUtrúunum ef þeir settust svo í Ráð-
húsið - og kynnu bara vel viö sig þar.
Kannski leigja þeir húsið einhveij-
um sem getur greitt vel fyrir? Þeir
gætu þá flutt starfsemi borgarinnar,
Sest ný borgarstjórn vinstri manna í Ráðhúsið eftir allt saman?
sem nú fer fram í Ráðhúsinu, upp í
Perlu eða í- eitthvert stórhýsið í mið-
borginni sem stendur þar autt. Nóg
er framboðið.
Minnihlutaflokkamir ætla
kannski að gera hlutafélagsvæðingu
SVR að sínu stærsta kosningamáli?
Þaö væri svo sem eftir málefnafá-
tæktinni! Margir munu bíða spenntir
eftir yfirlýsingu um hvort þeir ætla
að nota Ráðhúsið eftir aUt sem á
undan er gengið.
Samviskulausir
s^órnmálamenn
050556-4849 skrifar:
Ég hef lengi undrast samvisku-
leysi stjómmálamanna, og leyfi
mér að vera sammála ágætri
manneskju sem stingur upp á því
i lesendabrefi nýlega að fá Hróa
hött á Alþingi fyrir láglaunaí'ólk.
- Hvaða vit er t.d. í því að úthluta
dagpeningum iii eiginkvenna
stjómmálamanna? Hjá flestum
þossum góðu frúm eru bömin
flogin úr hreiðrinu og farin að sjá
fvrir sér sjálf. Væri ekki réttara '
að veita eigmkonum láglauna-
manna sem slasast einhverja
þóknun sem dugar tU að setja
börnin í pössun svo að þær gætu
unnið úti til að jafna skuldavog-
ina? Eða oinstæöum foreldrum
sem þurfa að vinna : tvöfalda
vinnu til að rétta af sínar skuldir?
Besturökin
hjáAmal Rún
Gíslí Guðmundsson skrifar:
Mér heyrist, svona í fljótu
bragði, að Amal Rún, som er í
framboði til prófkjörs þessa dag-
ana, hafi uppi einna sterkustu
rökin í málflutningi af meðfram-
bjóðendum sínum á lista sjálf-
stæöismanna. Hún viriiist skörp
í hugsun og fljót til svars til vam-
ar sínum málstað. Það leikur eng-
iim meðframbjóöandi hennar eft-
ii’. Hún er t.d. hörð í horn að taka
gagnvart Kvennalistanum um að
hann sé hugsanavilla sem mis-
muni fólki eftir kynferði. Sjálf-
stæðismenn eru fullsæmdir af
Amal Rún sem verðugum full-
trúa þeirra á framboðslistanum.
á greiðslukorti
Eiríkur hringdi:
Nú hefði borgarstjórnarmeiri-
hlutinn getað slcgið sér hressi-
lega upp í kosningabaráttunni
hefði hann samþykkt aö dreifa
fasteignagjöldunum á fleiri en
þrjá gjalddaga. Að ekki sé nú tal-
að um að leyfa okkur aö greiða
þau með greiðslukortum eins og
mörg önnur bæjarfélög hafa aug-
lýst - Þetta hijóta hinir flokkarn-
ir að gera um leiö og þeir komast
að eins og þeir lögðu fram tillögu
um í borgarstjórn, en fengu ekki
samþykkta.
„R“fyrirlista
rasista
Ingibjörg Einarsdóttir hringdi:
Ekki er enn ljóst hverjir verða
endanlega á hsta vinstri flokk-
anna sem bjóða fram til borgar-
stjórnar. Sifellt er glamrað með
nöfn þeirra sem hafa verið í for-
ystu flokkanna. Mér finnst þetta
ekki vera spennandi nöfn. Ég
vildi taka undir þá skoðun sem
heyrst hefur að listinn verði að
skarta nöfnum einhverra nýbúa
eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Verði ekki svo legg ég til aö
flokknum verði úthlutað bók-
stafnum „R" sem standifyrir lista
„rasista". Svo einfalt er það nú
frá mínum sjónarhóli.
Síðbúnarþakkir
Rannveig hringdi:
Ég var að vinna allan daginn á
Þorláksmessu og síðan á aðfanga-
dag jóla. Ég var því of vant við
látin til að ná i jólagjafir sem ég
liafði hugsað mér að ná í. Ég
hringdi í verslun Japis í Brautar-
holtinu þar sem ég haföi séð við-
komandi hluti. Sá sem fyrir svör-
um varð bauðst til að taka til
hlutina og senda mér á vinnustað
minn sem þó er nú ekki alveg í
alfaraleið. - Fyrir þetta vil ég
senda verslun Japis i Brautar-
holtinu mínar bestu þakkir og
viðurkenningu.