Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 15
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994 15 Arðbærar fram- kvæmdir haf i forgang A tímum atvinnuleysis er nauö- synlegt að halda uppi framkvæmd- um hjá Reykjavíkurborg. Sem heimihslæknir í Reykjavík fæst ég nær daglega viö andleg, félagsleg og líkamleg vandamál einstaklinga og íjölskyldna tengd atvinnuleysis- vandanum. Mér er því vel ljóst, hví- lík nauðsyn það er að takast á við þennan vanda. Aðgerðir opinberra aðiia þurfa að vera bæði almenns eðlis og beinar framkvæmdir. Almennar aðgerðir Eins og borgarbúum er eílaust kunnugt um hefur Reykjavíkur- borg komið á fót Aflvaka Reykja- víkur hf. sem er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Hlutafélagið annast m.a. áhættu- fjármögnun í tengslum við nýsköp- unar- og þróunarverkefni með hlutafjárkaupum. Þannig er reynt að hlúa að nýjum vaxtabroddum í atvinnulífinu. Með niðurfellingu aðstöðugjalds af atvinnurekstri hafa stjórnvöld reynt að búa í hag- inn fyrir atvinnufyrirtæki og sporna þannig gegn enn frekara atvinnuleysi. Líkur eru á því að grípa þurfi til fleiri almennra að- gerða til að létta rekstrarbyrði at- vinnufyrirtækja. Opinberar framkvæmdir Halda þarf uppi vissu fram- kvæmdastígi, þrátt fyrir takmark- að rekstrarfé borgarinnar. Tekin hafa verið lán í þessu skyni og því þarf að tryggja að þessar fram- kvæmdir séu arðbærari en fyrir- huguð listamiðstöð á Korpúlfsstöð- u'm eða bílastæðahús í miðbæ Reykjavíkur. Telja verður það mun arðbærara að ráðast í frajnkvæmd- ir við umferðarmannvirki til að auka umferðaröryggi, m.a. með fjölgun undirganga viö umferðar- æðar og betri gangstéttum og gatnalýsingu. Bæta þarf göngu- og hjólreiðaleiðir um borgina og tengja þær saman því að þannig má draga úr slysahættu og einnig úr gífurlegri bílaumferð um borgina. KjáUarinn Ólafur F. Magnússon læknir og frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Eins og málum er háttað í dag er það tæpast valkostur fyrir borg- arbúa að ganga eöa hjóla til vinnu sinnar. Um gildi slíkrar hreyfingar þarf ekki að fjölyrða, en minni bíla- umferð myndi einnig draga úr meng- un, þannig'að samanlögð áhrif af framangreindum ráðstöfunum fælu í sér betri llðan og heilsu fólks og minni sjúkrakostnað. Bætum aðgengi fatlaðra Önnur verkefni sem setja má framar í forgangsröðun eru bætt aögengi fatlaðra að opinberum byggingum og lagfæring á gang- stéttarbrúnum sem víða hindra fatlaða í að komast leiðar sinnar. Viðhald á skólahúsnæði grunn- skóla borgarinnar er einnig tíma- bær framkvæmd, ekki síst í tengslum við lengri skóladag, samfara hinni ágætu hugmynd okkar sjálfstæðis- manna í borgarstjóm um heilsdags- skóla. Heilsdagsskólinn er gott dæmi um það að með fijórri hugsun og leit að hagkvæmri nýtingu á almannafé finnast nýjar leiðir sem em öllum til hagsbóta þegar upp er staðið. Ólafur F. Magnússon „Tekin hafa verið lán í þessu skyni og því þarf að tryggja að þessar fram- kvæmdir séu arðbærari en fyrirhuguð hstamiðstöð á Korpúlfsstöðum eða bílastæðahús í miðbæ Reykjavíkur.“ „Eins og málum er háttað í dag er það tæpast valkostur fyrir borgarbúa að ganga eða hjóla til vinnu sinn- ar,“ segir m.a. í grein Ólafs. Á ári flölskyldunnar: Dómur Hæstaréttar í skinkumálinu Ákveðinn sigur „Fyrir mig er þessi nið- urstaða ákveðinn sig- ur.Húnsann- araðviðhöfð- um rétt fyrir okkur þegar við fluttura inn kalkúna- lærin.Þaövar löglegt en kjötið var gert upptækt þegar átti að fara að selja þaö. Ástæðan fyrir því að ég er hlynntur frjálsum innílutningi á landbúnaðarvörum er að við þurfum að ná niður verðlagi á Islandi. Við gerum það með því að framleiðendur matvöru í land- inu fái eðlilegt aðhald. Það sann- aði sig fyrir jólin. Þótt Hag- kaupsskinkan kæmist bara á tröppurnar þá lækkaði svínakjöt um 20 prósent á milli ára, ein- hverra hluta vegna. Það sýnir að það er neytendum til góðs að fa eðlilegt aðhald erlendis frá. Ég er alls ekkí að segja að ís- lenskar landbúnaöarvörur séu ekki góðar, þær eru virkilega góðar í samanburði við það sem aðrir eru að framleiða. Veröið er aftur á móti ekki nógu gott, neyt- endum til handa. Ég get ekki túlkað niðurstöðu Hæstaréttar öðruvísi en að frjáls innflutningur landbúnaöarvara sé heimill. Þar af leiðandi ætla ég að láta á það reyna. Ég reikna náttúrlega meö jöfhunargjöldum á kalkúnalærin sem eru á leiðinni til landsins, Eftir því sem jöfnun- argjöldin leggjast af þá eiga inn- lendir framleiöendur eftir að vanda sig þeim mun betur." Ákaflega undrandi Til framboðs í Haf narf irði Á alþjóðaári fjölskyldunnar er viðeigandi að rifja upp hlutverk bæjarfélagsins í tengslum við þær grundvallarstofnanir samfélags- ins. Hvert ætti það hlutverk að vera? Húsnæöi og heilbrigði í stuttu máli verður tæpt á örfá- um atriðum. Frumþarfir hvers og eins eru fæði, klæði og húsnæöi. Kraftmikil fyrirtæki, aðallega í einkarekstri og harðri samkeppni, sjá okkur fyrir tveim fyrst nefndu þöfunum en um húsnæðismálin hnjótum við. Þessi þáttur frum- þarfa hefur lent í hringiðu Wall- street hugarfars með hámörkun hagnaðar að leiðarljósi sem leitt hefur margar fjölskyldur á glap- stígu. Húsnæðismálin hafa í sam- blandi af opinberu, hálfopinberu og einkaframtaki með spíraláhrif- um kostnaðaraukningar og skatt- heimtu farið á mis við þá sam- keppni til lækkunar sem ríkir á ýmsum öðrum sviöum þjóðlífsins. Á þessu verður að fmna lausn. Samningur við Hitaveitu Réykja- víkur þótti á sínum tíma hagfelldur og mikil kjarabót. Aðhald almenn- ings að rekstri H.R. heldur væntan- lega hitakostnaöi okkar Hafnfirð- inga í skefjum. Rafveita Hafnar- íjaröar sér með vaxandi öryggi og lækkandi tilkostnaði bæjarbúum og öðrum fyrir góðu rafmagni í eig- inlegum skilningi rafvirkjans á því KjaUarinn Trausti Hólm Jónasson ratvirki, tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði og stefnir á 5. sæti listans hugtaki og hafi starfsfólk R.H. þökk fyrir. Heilbrigðisþjónusta er í góðu lagi - aldnir eiga hér góða daga. Einkavæðing þjóni fjöldanum Af þessu stutta máli má sjá að þó sumt sé gott má annað laga, sér- staklega ef góðir veljast til þess. Einkavæðing er orð sem brennur á vörum margra um þessar mund- ir. Orðiö hljómar svolítið forrétt- indalega. Einkavæðing hvers og fyrir hvern, í hverra þágu? Með svo fámennri þjóð sem okkur verður einkavæðing að þjóna fjöldapum. Vitund þjóðarinnar krefst þess. Einkavæöing einokunar hefur aldrei náö í gegn hjá mér, einka- framtaks- og samkeppnissinnan- um. Látum ekki leiðast í blindgötur í aðhaldi aö opinberum rekstri. En ágæta fólk. Frá orðum til at- hafna - gamalt slagorð frá ráð- stefnu atvinnuveganna kemur upp í hugann. Framkvæmdamennimir fjárfestu í laxeldi og loðdýrum með lélegum árangri. Fjárfest í manngildi Ég hef síðastliðin tvö kjörtímabil tekið lítillega þátt í nefndarstörfum fyrir bæ okkar og þegið dálitla greiðslu fyrir. Þessi störf hafa verið mjög skemmtileg og gefandi. Ég hef nú tekið þá ákvörðun að verði ég í nefndastarfi á næsta kjörtímabili renni greiðslur fyrir störf mín til Félagsmálastofnunar Hafnarfjarð- ar. Með þessu vil ég vekja athygli á bágum kjörum samborgara sem margir sinna mikilvægustu en allt of vanmetnum hlutverkum þeirrar framtíðar er í börnunum býr. Ég vil fjárfesta í manngildi og vona að orð rithöfundarins Péturs Gunn- arssonar um að uppeldi barna verði alfarið með eftirsóttustu verkefnum foreldra fái ræst. Ég vil gera slagorðin: - Færum bömun- um foreldrana aftur - að mínum og mætti það verða til að sú um- hyggja og ástúð með aukinni fræðslu um uppeldismál yrði grundvöllur allra góðra verka sem unnin verða í framtíðinni í þessum góða bæ. Trausti Hólm Jónasson „Ég vil gera slagorðin: - Færum börn- unum foreldrana aftur - að mínum og mætti það verða til að sú umhyggja og ástúð með aukinni fræðslu um uppeld- ismál yrði grundvöllur aUra góðra verka.“ „Eg verð aö játa að ég er ákaflega undrandi á niöurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Hins vegar er ég sammála minnihlutan- , um. Það er maður' meirihlutínn sem gildir en ég á afar erfitt með aö lesa þaö úr lögunum sem hann kemst að. Ég hélt að þingmenn væru bærílega læsir og það gæti ekkí hvarflaö að þeim að skilja lögin á þennan hátt. Þetta mál er búiö, viö lifum við breytt búvörulög núna, og það þýðir ekkert annaö en aö fara í lúsarleit í lögunum til að breyta þeim svo ekki verði nokkur hætta á því að lögmenn geti hengt hatt sinn á svona atriði og fellt svipaö- an dóm. Það er ekki vilji Alþingis aðþetta gangi svona. Ég er sem sagt undrandi á dómsniöurstööunni og við hemii verður aö bregðast meö laga- breytingu þannig að Hæstíréttur hafi ekki möguleika á því að fella slikan dóm aftur. Það þarf aö breyta innflutn- ingslögunum. Að vísu erum við með bundnari hendur vegna GATT-samkomuIagsins en það veröur aö setja undir þann leka. Það er þingmeirihluti fyrir því, maður þarf ekki annað en að hlusta á forsætisráðherra og landbúnaðaráðherra." -þjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.