Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Sími 25800
||| Útboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir
tilboðum í lóðarlögun við leikskólann við Vesturhlíð.
Helstu magntölur eru:
Hellulagnir: 600 m2
Grassvæði: 700 m2
Gróðurbeð: 500 m2
Malarsvæði: 750 m2
Útboðsgögn verða afhent á Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar, Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. febrú-
ar 1994, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Lokað í dag
Utboð
F.h. Hitaveitu Reykjavikur er óskað eftir tilboðum í einangr-
aðar pípur, Preinsulated Steel Pipes.
Um er að ræða um 2.500 m af pipum og tengistykkjum í
stærðunum DN 200 til DN 700 mm.
Pípurnar skal afgreiða eigi siðar en í maí 1994.
Útboðsgögn verða afhent á Innkaúpastofnun Reykjavíkur-
borgar, Fríkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. febrú-
ar 1994, kl. 11.00.
Bimex vörulistinn
með ótrúlegt vöruúrval
Sexý nærfatnaður, titrarar, dúkkur,
kitlusmokkar og margt fl.
íslenskur verðlistí, mjög gott verð.
Verð á vörulista 700 kr. + póst-
burðargjald, endurgreiðist við
fyrstu pöntun. Pantanir í síma
91-870850 eða sendist í pósthólf
8263, 128 Rvk. nóg að senda nafn
og heimilisfang.
Menning
Ast og dauði
í Andalúsíu
Blóðbrullaup er harmleikur, hlaðinn mögnuðum
seiði og spænskri dulúð.
Textinn er til skiptis blíður og stríður, ólgandi af
blóðhita og dökkum tilfinningum. Þar takast á frum-
kenndir mannsins, ást, hatur og hefndarþorsti og það
liðna er geymt en ekki gleymt.
Móðirin tregar eiginmann og son sem féllu í ótíma-
bærum átökum. Henni stendur ógn af hnífum og hún
ber 1 brjósti einhvem óskilgreindan beyg um líf sonar-
ins sem eftir lifir. Og sá ótti er ekki ástæðulaus, því að
á brúðkaupsdegi hans, þegar gleðin stendur sem hæst,
hleypst brúðurin á brott ásamt fyrrverandi heitmanni
sínum sem nú er eiginmaður frænku hennar.
Harmleikurinn verður ekki umflúinn
Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri hefur aðlagað verk-
ið aðstæðum á Smíðaverkstæðinu. Yfirbragðið er
spænskt, sýningin er seiðmögnuð og sterk, sérstaklega
Leiklist
Auður Eydal
framan af, þrungin vissunni um yfirvofandi vá. Sólar-
hitinn verður þjakandi og ástríðumar skrúfast upp.
Svalandi vatn úr brunni eða kaldur drykkur nægja
ekki til að sefa ólgu blóðsins.
Þegar dregur að uppgjörinu og eftir það linast tökin
og mér fannst harmrænn lokakaflinn ekki ná þeirri
dýpt sem vænta hefði mátt, eftir það sem á undan var
gengið.
Hnitmiðuð lýsing er mjög vel unnin og stemningar-
full bakgrunnstónlist Hilmars Amar Hilmarssonar
magnar upp hið ósagða. Pétur Jónasson leikur
spænska tónlist á gítar af alkunnri list og það gefur
sýningunni lifandi yfirbragð, þó að ekki tækist alltaf
nógu vel að láta innkomur og staðsetningar hans falla
inn í framvinduna, eins og virtist þó vera ætlunin.
Úrvinnslan ber annars vott um góða heildarsýn
ásamt tilfinningu fyrir spænskri menningu og suðræn-
um skaphita. Þetta kemur sannarlega ekki á óvart
eftir minnisstæða uppsetningu á Húsi Bemörðu Alba
á Akureyri 1989 sem Þórunn leikstýrði einnig.
Mér fannst þó misráðið og truflandi í þessari sýn-
ingu að láta þær Ragnheiði Steindórsdóttur og Vigdísi
Gunnarsdóttur, sem léku áberandi hlutverk, koma
auðþekkjanlegar fram sem skuggaverur í skógi, í stað
þess að fela það aukaleikurum.
Dansar og hreyfingar em óvenjulega vel æfð og
höfðu þegar best lét ekta spænskt yfirbragð. Leikend-
um hefur tekist mætavel að tileinka sér það sambland
af þótta, stolti og þokka, sem oft einkennir hreyfingar
og framgöngu þarlendra, enda nutu þau tilsagnar
Gabrielu Gutarra í danslistinni.
Elín Edda Ámadóttir hannar leikmyndina í Blóð-
bruilaupi og hún nýtist sýningunni prýðilega. Ríkj-
andi litur er svartur og hægra megin er bogadreginn
stigi með smíðajámshandriði. Vinstra megin eru
breiöar tröppur og á milli þeirra að ofanverðu er pall-
ur. Örfáir sviðsmunir undirstrika umhverfið hveiju
sinni og þessi stílhreina lausn gefur færi á mikilli
hreyfingu og flæði í sýningunni.
Ingvar E. Sigurösson og Steinunn Olína Þorsteinsdótt-
ir i hlutverkum sínum. DV-mynd BG
Búningar vom einnig verk Elínar Eddu og mjög vel
við hæfi að undantekinni útfærslunni á Mánanum og
Dauðanum sem Hjalti Rögnvaldsson og Guðrún S.
Gísladóttir léku. Þau fluttu textann vel en gervi þeirra
beggja var alveg misheppnað að mínu mati og veikti
veigamikil hlutverk þeirra.
Bríet Héðinsdóttir túlkar hina stórlátu móður af-
burðavel á breiðum skala í burðarhlutverki sýningar-
innar og gerir hana í senn mannlega og heiftrækna,
milda og grimma. Sonur hennar er leikinn af Baltasar
Kormáki sem vantar ákveðnari tök í hlutverkinu, sér-
staklega framan af. Sonurinn verður einum of bljúgur
og „mjúkur" í meðforum hans. Hins vegar hristir hann
af sér slenið í seinni hlutanum og leikur átakatriðið
af öryggi og krafti.
Ingvar Sigurðsson er líka dálítið einlitur og vantar
þegar upp er staðið fleiri blæbrigði í leik hans í hlut-
verki elskhugans, Leonardos, þó að hann leggi persón-
una ágætlega upp og njóti sín vel í átakameiri atrið-
um. Steinunn ÓÚna Þorsteinsdóttir leikur brúðina sem
allt snýst um og gerir það um margt prýðilega þó að
henni takist ekki til fullnustu að tjá dýpt örvæntingar-
innar og þær heitu ástríður sem reka hana til þess að
hlaupast burt úr sínu eigin brúðkaupi.
Aðrir leikendur féllu vel inn í heildarmyndina. Þar
bar af leikur Ragnheiðar Steindórsdóttur sem lék
hreint frábærlega vel. í hlutverki þjónustustúlkunnar
kristallaðist ótrúlega mikið af andrúmi og fyrirboöum
verksins. Persónan verður Ijóslifandi löngu eftir að
sýningu lýkur.
Þjóðlelkhúslö sýnir á Smíöaverkstæðinu:
Blóöbrullaup
Höfundur: Federico García Lorca.
Þýölng: Hannes Sigfússon.
Þýöing Vögguþulu: Magnús Ásgeirsson.
Hljóömynd: Hilmar örn Hilmarsson.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Dansar: Gabriela Gutarra og Juan Povillio.
Leikmynd og búnlngar: Elin Edda Árnadóttir.
Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir.
Kammertónlist í
Bústaðakirkju
Tónleikar voru í Bústaðakirkju í gærkvöldi á vegum
Kammermúsikklúbbsins. Flutt voru verk fyrir strengi
og klarínett. Flytjendur voru Zheng-Rong Wang, fiðla,
Zbigniew Dubik, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla,
Richard Talkofsky, selló, og Einar Jóhannesson, klarí-
nett.
Tónleikamir hófust á Kvartett fyrir klarínettu og
strengjatríó í Es dúr eftir Bemhard Henrik Cmsell.
Hann var uppi um aldamótin 1800 og verkið ber skýr
einkenni klassíska stílsins. Klarínettparturinn er mjög
glæsilegur enda mun höfundurinn hafa leikið á klarí-
nett sjálfur. Verkið er vel samið en skortir persónuleg
sérkenni. Af þeim er hins vegar nóg í Tríói Beetho-
vens í c moll sem kom næst á efnisskránni. Virkni og
skýrleiki hugmynda er frábær í þessu verki og notkun
hljóðfæra fmmleg og snjöll. Vísar þar sumt til þess
sem síðar kom í strengjakvartettum Beethovens.
Eftir hlé var komið að Mozart. Fluttur var hinn gull-
fallegi og vinsæli Kvintett fyrir klarínettu og strengja-
kvartett í A dúr. Þetta verk er sennilega meðal mest
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
fluttu kammerverka hér á landi og er yfirfljótandi af
þeim yndisþokka sem nafnið Mozart er eins konar
vörumerki fyrir. Spilamennska á þessum tónleikum
var fyrst flokks og greinilegt að imdirbúningur hafði
verið vandaður. Mjög reyndi á klarínettuleik Einars
Jóhannessonar sem hann skilaði með glæsibrag.
Strengjaleikaramir áttu einnig góðan dag og léku með
skemmtilegri snerpu og vel útfærðum blæbrigðum.