Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 18
18 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994 Menning Listmálaraf élagið snýr aftur í Haf narborg Listmálarafélagið, sem stofnað var fyrir tólf árum, efnir nú til samsýningar í Hafnarborg. Sýningar hafa ekki verið haldnar á vegum félagsins um nokkurt skeið en á tímabili voru reglulegar sýningar á þess vegum á Kjarvalsstöðum auk þess sem félagið tengdist rekstri Listhússins á Vesturgötu 17 á tímabili. Meðal stofn- enda félagsins voru nokkrir af helstu listmálurum þjóðarinnar sem nú eru látnir, þ. á m. Svavar Guðna- son, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson og Ágúst Petersen. Að þessu sinni eru sýnendur ellefu talsins og eru aUs 62 verk á sýningunni sem er í báðum sölum Hafnarborgar. Af Septemberkynslóð Allir eiga listamennimir langan feril að baki og til- heyra flestir svonefndri „Septemberkynslóð" sem umtumaði listrænum viðhorfum í byrjun sjötta ára- tugarins með því að halda á lofti merki abstraktgeó- metríunnar. Bragi Ásgeirsson er einn þeirra sem unn- ið hafa jöfnum höndum hlutbundnar og óhlutbundnar myndir. Hér sýnir hann sex myndir frá síðustu átta ámm, allt óhlutbundin verk. Tækni Braga í málverki Myndlist Ólafur J. Engilbertsson hefur ekki breyst að ráði á fjömtíu árum. Hann not- ast talsvert við sköfun og mótar þannig skýrt afmörk- uð form sem eiga stundum í full háværum erjum til að mynda sannfærandi heild, s.s. „Himnafarir". Verk- ið „RoðagulT byggir Bragi hins vegar þannig upp að allir þættir verksins tvinnast saman í áleitna og eftir- mimúlega heild. Jóhannes Jóhannesson hefur einnig haldið sínu striki í gegnum árin. Verk hans hafa jafn- an verið litrík og einkennst af hring- og bogalínum. „Tótem“ og „Þar kom út ein önnur“ em til vitnis um að Jóhannes er málari, sem teflir á tæpasta vað í lita- notkun, en nær að skapa sterkar myndheildir með goð- og þjóðsöguvísanir með markvissri beitingu dökkra lína, ekki ósvipað og í glerlist. Einar Þorláks- son notar einnig skæra liti, en hættir til að ofhlaða myndflötinn. Undantekning er hið ljóðræna verk „Sveitakæti" sem minnir um sumt á næfa list. Ekki skipulögð heild Elías B. Halldórsson sýnir fjögur nýleg verk og eitt sjö ára gamalt. í nýrri verkunum, s.s. „Morgunsól" og „Blálandafræði" er myndbygging einfaldari og markvissari og sambland af dulúð og hrárri efnis- kennd einkennir verkin. Kjartan Guðjónsson er fimur málari og teiknari og byggir verk sín að hálfu á minn- um úr daglega lífinu og að hálfu á sjálfsprottnu flæði. „Bátur gömlu mannanna" er að mínu mati hvað best Ymsar eigindir. Málverk eftir Vilhjálm Bergsson sem er á sýningunni í Hafnarborg. DV-mynd HMR heppnað af athyglisverðum verkum Kjartans vegna þeirrar dýptar sem það býr yfir. í Sverrissal eru mynd- ir Gunniaugs St. Gíslasonar og Péturs Más Pétursson- ar fyrirferðarmestar og jafnframt athyglisverðastar. Gunnlaugur er sá eini meðal sýnenda sem er alfarið með hlutbundnar myndir. Vatnslitamyndir hans eru í senn unnar af alúð og færni, sérstaklega „Birta“, „Brak“ og „Brúsi“. Pétur Már málar í expressjónískum anda og beitir mörgum aðferðum til að ná fram kröft- ugum stemningum. „Shtrur" er einfalt verk og mark- visst að uppbyggingu, önnur nálgast að vera ofunnin. í heild er sýning þessi greinilega ekki skipulögð sem heild, heldur ræður ferðinni persónulegt val hvers og eins á verkum. Að mínu mati eru shkar sýningar tíma- skekkja og ætti það miklu frekar að vera í verkahring hstastofnana að velja verk á svo stórar samsýningar og hafa heildarsvip og afmarkað þema sem útgangs- punkt og rannsóknarefni. Eiríkur Brynjólfsson. Oortljód Það örlar á andagift í þessari ljóða- bók. Það er helst í einu ljóöi bálksins „í þorpinu okkar" sem er einn af sex í bókinni: 14. þijár misgamlar, misungar misfeitar misskildar en náskyldar konur tvær að sleikja ís þriðja að dæla aurum í spöakassa þær tvær feitar flissandi ísinn frussast á gólfiö einsog slydda sú 3ja bíður efdr að afgreiðslukonan blandi handa henni sjeik að sjúga hún sötrar gegnum rör hiær líka segir: Hvað er í ísnum, stelpur? og svo flissa þær ailar þijár feitar og í búðinni er vetur og ísinn snjór á gólfi Þetta ljóð er svosem ekkert meist- araverk en sýnir þó að höfundur þess getur byggt upp ljóð, m.a. með 0 p i n samkepi ini um gerð söng l 1 a g s f y r i r h I íOhátíðarárið 199' 1 Þjóðhátíðamefnd 50 ára lýðveldis á íslandi hefur ákveðið að gangastfyrir opinni samkeppni um gott sönglag í tilefni 50 ára lýðveldis á íslandi. Lagið skal verafrumsamið við frumsaminn texta, eða útgefið Ijóð eða texta sem talinn er hœfa verkefninu íslandslag. Þátttökuskily nði: Þátttaka er öllum heimil. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnœldu og má það taka allt að §4 mínútur íflutningi. TextiAjóð skalfylgja. Lagið má ekki hafa komið út áður né-hafa verið flutt opinberlega. Nótur, snœlda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í iokuðu umslagi, sem merkt skal sama dulnefni. © Tillögurskulu merktar: Jslandslag" og sendast Þjóðhátíðamefnd, Bankastrœti 7,150 Reykjavík. Skilafrestur er til 10. mars 1994. o Sérstök dómnefnd velur lagið og útnefnir sigurlag.J dómnefndinni eiga sœti 5 fulltrúar, einnfrá hverjumþessara aðila: Tónskáldafélagiíslands, T.Í., Félagi tónskálda og textahöfundaF.T.T., Félagi íslenskra hljómlistarmanna, F.Í.H., hljómplötuútgefendum og Þjóðhátíðamefnd. © Veitt verða ein verðlaun 400.000,- kr. © Þjóðhátíðamefnd áskilur sér tímabundinn notkunar- og ráðstöfunarrétt á því lagi og þeim texta sem hlýtur verðlaun í samkeppninni og notað verður án þess að aukagreiðslur komi til. Þjóðhátíðamefndin mun taka ákvörðun um hvaða tillaga, sem borist hefur, verður notuð sem íslandslag. Nánari upplýsingar um tilhögun eru veittar hjá Þjóðhátíðamefnd í síma: 60 94 60. Trúnaðarmaður dómnefndar er Steinn Lámsson ÞJÓDHÁTÍÐARNEFND 50 ÁRA LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI hugkvæmni í rími. En því miður lætur hann það oftast ógert. Yfirleitt eru þetta alveg flatir textar, rekja oft einhverja endurminningu sem sjálf- sagt er höfundi dýrmæt en segir les- endum ekki neitt vegna þess að ein- ungis eru tahn upp einhver ytri atvik Bókmenntir Örn Ólafsson sem verða hversdagsleg og merking- arlaus. Þetta er eins og svokölluð „opin ljóð“ geröust verst fyrir tveim- ur áratugum. Og þetta er alveg eins og fyrstu bækur þessa höfundar, fyr- ir tæpum áratug. Ég leiddi hjá mér að skrifa um þær en get ekki oröa bundist þegar sjöunda bók hans er sama marki brennd. Bókmenntaleg- ur texti er ekki bara einhveijar upp- lýsingar, hann talar til lesenda á mörgum rásum í senn, eða, svo önn- ur líking sé notuð, hann er á mörgum hæðum. Það er mismunandi eftir skáldum hvað þeim lætur best að nota af atriðum svo sem hljómi orða, hrynjandi, stuðlun, rími og endur- tekningum, mismunandi í hve mikl- um mæh slík atriði eru samþætt hveiju sinni. En shkt verður að nota til að magna áhrifamagn textans, það gengur ekki að þylja bara einhverjar upplýsingar, þaö gefur lesendum ekki neitt. Sem dæmi má taka eitt af sex minningarljóðum. Þau eru öh með sama brag, svo mynd mannsins skerpist ekki þótt fleiri komi saman (bls. 49): Fjögur Ég man þegar við fórum í fólksvagninum vesturá Nes að horfa á sjóinn og fjöruna og sólarlagið eða tunglið og höfðum með okkur kók og prins og fjaran söng og þú söngst Þá varstu til Skáld hafa lýst ýmsum aðferðum sínum til að komast niður fyrir yfir- borð hversdagstexta svo sem venju- leg samtöl eru. Sumir höfundar skrá nákvæmlega framandi lífshætti sem eru fjarlægir umhverfi þeirra sjálfra í tíma eða rúmi. Önnur skrá drauma sína og hugaróra, misjafnt er hvað hverju skáldi hentar. En útkoman úr slíkum rannsóknum er svo bara hráefni sem skáld þurfa að leggja mikla vinnu í að vinna úr. Fleiri skáld þyrftu að taka starf sitt svo alvarlega en nú gera. Eiríkur Brynjólfsson: Fjarlægöir Oröhagi 1993, 81 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.