Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Side 34
42 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994 Afmæli Kristín H. Pétursdóttir KristínH. Pétursdóttir, forstöðu- maður SKjalasafns Landsbanka ís- lands, tíl heimilis að Spítalastíg la, Reykjavík, varð sextugí gær. Starfsferill Kristín fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1954, lauk BA prófi í ensku og bókmenntum frá Brenau College, GainesviUe í Georgíufylki í Banda- ríkjunum, lauk tveimur stigum í bókasafnsfræði við HÍ1963-64, lauk MLS-prófi (Master of Library Sci- ence) frá Pratt Institute í New York 1966 og hefur sótt fjölda námskeiða og þinga innanlands og utan í bóka- safns- og upplýsingafræðum. Kristín hlaut námsstyrk frá sam- tökum Rotary-manna í Georgíufylki í Bandaríkjunum 1956-58, frá Ful- bright-stofnuninni til náms í bóka- safnsfræði 1965-66 og hlaut styrk frá Vísindasjóði 1991 til rannsókna á íslenskum ættfræðiheimildum. Kristín var yfirbókavörður við Bókasafn Menningarstofnunar Bandaríkjanna í Reykjavík 1962-65 og aftur 1966, stundaði skipulagn- ingar- og skráningarstörf við kvik- myndasafn og hljóðeffektasafn Sjónvarpsins 1966-72, var dagskrár- þulur 1966-70, yfirbokavörður við Borgarspítalann í Reykjavík og umsjónarmaður innanhússútvarps spítalans 1968-70. Kristín var stundakennari við HÍ í bókasafns- og upplýsingafræði 1969-75,1978 og 1986, bókafulltrúi ríkisins 1 menntamálaráðuneytinu 1978-85 og forstöðumaður Skjala- safns Landsbanka íslands frá 1985. Kristín sat í starfsmannaráði Borgarspítalans 1974-78, var rit- stjóri Spítalapóstsins, starfsmanna- blaðs Borgarspítalans, á sama tíma, sat í ritstjóm Húsfreyjunnar 1968-75, var ritstjóri bamasíðu Tímans 1967-68, í ritstjórn tímarits- ins Bókasafnsins 1978-85, í undir- búningshópi að stofnun Þjónustu- miðstöövar bókasafna og í stjórn frá stofnun 1978-85, hvatamaður að stofnun og fyrsti formaður Félags bókasafnsfræðinga, var varafor- maður Blindrabókasafns íslands 1982-86, í stjórn Styrktarsjóðs Blindrabókasafns íslands 1990-93, hvatamaður að stofnun Vinafélags Blindrabókasafns íslands 1993, var hvatamaður að stofnun Félags um skjalastjóm 1988 og sat í fyrstu stjórn þess og situr í stjórn Ætt- fræðifélagsins. Hún hefur setið í dómnefndum um hæfni og fram- gang umsækjenda um lektors- og dósentsstöður í bókasafns- og upp- lýsingafræði við HÍ. Kristín hefur ritað greinar um bókasafns- og upplýsingamál í inn- lend og erlend tímarit. A næstunni kemur út eför hana ítarleg skrá um rit í ættfræði og skyldum greinum. Kristín H. Pétursdóttir. nesi, nú starfandi hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda. Foreldrar: Pétur Bjömsson, f. 25.10.1897 d. 11.5.1978, kaupmaður á Siglufirði og síðar erindreki Áfengisráðs í Reykjavík, og kona hans, Þóra Jónsdóttir, f. 20.10.1902, d. 20.12.1987, húsmóðir og félags- málafrömuður á Siglufirði og í Reykjavík. Kristírt er að heiman á afmælis- daginn. Fjölskylda Sonur Kristínarog Kolbeins Pét- urssonar er Þórir Bjöm Kolbeins- son, f. 28.2.1955, heilsugæslulæknir á Hellu, kvæntur CamUlu Olgu Heimisdóttur, f. 26.6.1956, hjúkmn- arfræðingi og em böm þeirra Davíð Bjöm Þórisson, nemi í MR, og Krist- ín Heiða Þórisdóttir grunnskóla- nemi. Kristín giftist 14.4.1973 Baldri Ing- ólfssyni, f. 6.6.1920, kennara, löggilt- um skjalaþýðanda og dómtúlki. Þau skildu. Foreldrar hans vom Ingólf- ur Kristjánsson b., síðast á Kaup- angsbakka, og kona hans, Katrín María Magnúsdóttir iðnverkakona. Systkini Kristínar: Hallfríður Elín Pétursdóttir, f. 26.3.1929, lengst af aöstoðariðjuþjálfi á Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur; Stefanía María Pétursdóttir, f. 16.8.1931, formaður Kvenfélagasambands íslands; Bjöm Pétursson, f. 20.7.1937, fyrrv. kenn- ari og framkvæmdastjóri á Akra- Meiming__________________ Merkt dokt- orsritumfs- lendingasögur Preben Meulengracht Sorensen er ýmsum íslendingum að góðu kunn- ur. Hann var eitt sinn dönskukennari við háskólann hér og hefur bæði þýtt íslenskar bókmenntir og samið um þær bækur. í sumar leið varði hann svo mikið doktorsrit um íslendingasögur og nefnir það „Saga og virðing". Ritið er fyrst og fremst könnun á því hvaða hugarheimur ráði gangi Islendingasagna og þá einkum gerðum persóna. Af miklum lær- dómi rekur Preben kenningar ýmissa fræðimanna um þetta efni en þær em gífurlega miklar að vöxtum og fylgja ýmsum meginstefnum. Þar má nefna kenningar um að íslendingasögur ráðist af sömu hetjuhugsjón og Eddukvæðin, heiðnum hugmyndaheimi, þótt einhver kristin áhrif megi greina frá ritunartíma sagnanna. Gegn þessu hafa ýmsir fræðimenn leit- ast við að sýna fram á að íslendingasögur byggist fyrst og fremst upp á hugmyndakerfi kristindómsins, einna kunnastir þessara fræðimanna eru þeir Hermann Pálsson og Lars Lönnroth. Gegn því reis aftur Rússinn Bókmenntir örn Ólafsson Steblin-Kaminskij og sagði að þessi túlkun á kristindómi væri lituð af humyndum 19. aldar, kristni miðalda hefði síst af öllu verið nein friðar- stefna. Hvað sem því líður sýnir Preben á sannfærandi hátt að það er allt önnur hugsjón sem ræður íslendingasögunum. Sæmd Raunar hafa sumir fræðimenn dregið í efa að sama hugmyndakerfi ráði íslendingasögum almennt en Preben sýnir að svo sé, m.a. með ítar- legri greiningu á Egjls sögu, Laxdælu, Víga-Glúms sögu og Gunnlaugs sögu ormstungu. Hann hrekur endanlega þá gömlu trú að forlög ráði íslendingasögum og sýnir fram á að þær ráðist almennt af sama hug- myndakerfi, um sæmd. Vissulega verður hegðun manna mismunandi í sögunum en Preben rekur að hún ráðist þó af sömu stefnu við mismun- andi aðstæður. Ungur maður verður að vera framgjam, jafnvel ágengur, til að vinna sér sess í samfélaginu; fé, frama og viðeigandi kvonfang. En roskinn maður, sem hefur komið sér fyrir, þykir fremur eiga að sýna hófsemi og friðsemd en vera þó fastur fyrir ef á hann er leitað. Ógefnar konur sýna helst þá umhyggju fyrir sæmd að heimta að mannsefnið sé þeim samboðið að ættemi og metnaði. En verst gefst í sögunum ef slík kona er gift manni sem að vísu er efnaöur en er ekki fastur á sæmdarhug- sjóninni. Giftar konur íslendingasagna em sumar frægar fyrir aö etja mönnum sínum út í mannvíg enda þótt þeir eigi þá dauðann vísan „eru köld kvenna ráð“. En þá eru þær einungis að gæta sömu sæmdarhugsjón- ar og aðrar persónur, þær neyðast til að taka forystuna ef manninn brest- ur hug. Bókinni lýkur á glæsilegu dæmi úr Sturlungu um áhrifamátt þessa hugmyndaheims á 13. öld - og telur höfundur að þar hafi íslendingasög- umar orðið lesendum þeirra að bana. Sturla Sighvatsson lét brenna Þor- vald Vatnsfirðing inni, synir hans leituöu hefnda en Sturla var ekki heima svo þeir spifitu húsum hans og misþyrmdu heimafólki. Sættir komust á en þó þótti óvarlegt af þeim bræðmm að ríða hjá bæ Sturlu þremur árum síðar. En þeir gátu ekki farið aðra leið, sæmdar sinnar vegna, og gengu svo í opinn dauðann. Bókin er á auðlesinni dönsku og ætti að geta náð til íslenskra áhuga- manna mn íslendingasögur. Hún er samin af mikilli þekkingu á íslend- ingasögum og þeim fimamiklu ritum sem um þær hafa verið samin fyrr og síðar. Höfundur rökræðir þau af miklum skilningi og rökfestu og kemst að sannfærandi heildarmynd af þessum einstæðu bókmenntum. Preben Meulengracht Serensen: Fortælllng og ære Árhus universitetsforlag 1993, 390 bls. Til hamingju með afmælið 24. janúar 90 ára Sigriöur GuÖmundsdóttir, Ve$turgotu 71, Ákranesi. 85 ára Ingólfur Jóhannsson, Ásgarði, Grýtubakkahreppi. Ingibjðrg Sigfósdóttir, Héraðshælinu Biönduósi. Helga Magnúsdóttir, Miðtúni 3, Keflavík. Sigríöur Sveinsdóttir, Galtaiæk, Hóihreppi. Kristmundur Bjarnason, Dalbraut 59, Akranesi. JúÍíus Gunillaugsson, Hávegi 5, Siglufirði. Guðmundur E. Pálsson, Franwesvegi 26b, Reykjavík. 60 ára Reynir Friðfinnsson, Fjólugötu 11, Akureyri. Jón Jóns Eiríksson, Gröf 2, Skibnannahreppi. Guðlaugur Helgason, Þjóttuseli 3, Reykjavík. Gunnar Richardson, Engimýri 7, Garðabæ. Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit. Guðmundur Einar Gislason, sláturhússtjóri KVH Hvamms- tanga, - Hlíöarvegi 22, Hvammstanga. Eiginkona hans “ er Margrét Jó- hannesdóttir húsmóðir. Þau eru að heiman. Guðrún Sigtryggsdóttir, Mararbraut 17, Húsavik. Þórunn Elisabet Green, Laugarnesvegi 92, Reykjavík. Illugi Óskarsson, Breiövangi 19, Hafnarfirðí. 40 ára 50 ára Vigfús Lúðvik Guðmundsson, Reykási 26, Reykjavik, Ragnheiður Oiga Loftsdóttir, Beykilundi 4, Akureyri. Kristmundur Már Bjarnason, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. Vigdís Valgerður Sigurðardóttir, Borgum, Svalbaröshreppi. Valgerður H. Bjarnadóttir, Munkaþverárstræti 12, Akureyri. Þóra Einarsdóttir - leiðrétting í andlátsgrein, sem birtíst í blað- inu sl. fimmtudag um Þóru Einars- dóttur, láðist að geta um hálfsystur hennar, samfeðra. Sú var Sesselja Einarsdóttir, f. 1891, d. 1964, hús- móðir í Vestmannaeyjum. Móðir Sesselju var Guðfinna Kristín Bjamadóttir, f. 1856, d. 1923. Andlát Ögmunda Ögmundsdóttir Ögmunda (Maddý) Ögmundsdóttir, Hjúkmnarheimilinu Skjóh í Reykjavík, áður til heimilis að Hæð- argarði 16 í Reykjavík, lést 13. jan- úar. Útför hennar verður gerð frá Bústaöakirkju í dag, mánudaginn 24.janúar, kl. 13.30. Fjölskylda Ögmunda var fædd 23.9.1907 á HelluíBeruvík. Ögmunda giftist 28.11.1936 Gunn- ari Baldvinssyni, f. 6.8.1906, d. 5.11. 1984, járnsmíðameistara í Reykja- vík. Hann var sonur Baldvins Ein- arssonar, söðla- og aktygjasmiðs í Reykjavík, og konu hans, Kristine Karoline Einarsson, f. Hegem, frá MoldeíNoregi. Börn Ögmundu og Gunnars: Sól- veig, fædd 10.3.1943, gift Eyjólfi Ás- geiri Axelssyni, húsgagnasmið og framkvæmdastjóra í Reykjavík, þau eiga fimm böm; Jóhann Kristinn, f. 27.8.1947, vélstjóri í Garðabæ, kona hans er Svala Jónsdóttir, þau eiga þrjú böm. Jóhann Kristinn á þijú böm með fyrri konu sinni, Þór- unni Matthildi Ingimarsdóttur. Bamabamabömin era sex. Systkini Ögmundu vom þrettán, af þeim lifðu tólf: Guölaug Svanfríð- ur, f. 30.3.1896, léstung; Sigríður, f. 22.7.1897, látin, gift Karli Dúasyni sjómanni í Ytri-Njarðvík; Einar, f. 26.2.1899, látinn, vélstjóri í Ytri- Njarðvík, kvæntur Sigríði Sesselju Hafliðadóttur; Kristbjörg, f. 28.9. 1900, látin, gift Arthur Johan Strömme, smiði í Björgvin í Noregi; Karvel Línberg, f. 7.5.1902, lést ung- ur; Karvel, f. 30.9.1903, útgerðar- maður á Bjargi í Ytri-Njarðvík, kvæntur Önnu Olgeirsdóttur, lát- inn; Líneik, f. 18.2.1905, lést ung; Þórarinn, f. 9.5.1910, látinn, útgerð- armaður 1 Ytri-Njarðvík, kvæntur Ingibjörgu Baldvinsdóttur; Karl, f. 8.4.1912, látinn, húsasmíðameistari í Ytri-Njarðvík, kvæntur Guðbjörgu Waage; Daníel, f. 19.4.1915, látinn, skipstjóri í Ytri-Njarðvík, kvæntur Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur; Jóhannes, f. 26.9.1917, vélstjóri í Ytri-Njarövík. Hálfbróöir Ög- mundu, samfeðra: Andrés, f. 6.5. 1890, var útgerðarmaður í Grimsby áEnglandi. Foreldrar Ögmundu vom Ög- mundur Andrésson, b. í Hellu í Beravík á Snæfellsnesi, og kona hans, Sólveig Guðmundsdóttir. Ætt Faðir Ögmundar var Andrés, b. í Ytri-Lónsbæ á Snæfellsnesi, Illuga- son, b. á Hömrum í Grundafirði, Ögmunda Ögmundsdóttir. Ögmundssonar. Móðir Ögmundar var Sigríöur Ólafsdóttir, b. á Amar- stöðum neðri í Helgafellssveit, Ól- afssonar. Móðir Ögmundu var Sólveig Guð- mundsdóttir, húsmanns í Purkey á Breiðafirði, Sigurðssonar, b. á Víg- hólastöðum á Fellsströnd í Dala- sýslu, Jónssonar, b. á Víghólastöö- um, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Kristín Erlendsdóttir, b. á Múlakoti í Þorskafirði, Magnússonar, prests í Garpsdal, Halldórssonar. Móðir Sólveigar var Þórunn Þorvarðar- dóttir, b. á Fossi í Neshreppi í Snæ- fellsnessýslu, Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.