Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 23 Tækni - Tölvur Sparisjóðimir tengja sarnan tölvukerfi sín Sparisjóftirnir á Islandi og EJS gerðu á dögunum samning um búnaö fyrir viönot sparisjóðanna. Með þessu munu sparisjóðir víðs vegar um landið tengja saman tölvukeríl sín í eitt heildarnet. Víðnet þetta mun elnfalda sam- nýtingu upplýsinga og auðvelda og hraða stunskiptiun á milli ein- stakra sparisjóða. Spailsjóðimir eru dreiiðir um allt land, 31 að tölu og meft 50 afgreiöslur. Þótt hver sparisjóður um sig sé sjálfstæö stofnun hafa þeir mjög náið samstarf. Að sögn Jóns Ragnars Halldórssonai-, for- stöðumanns Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, er brúun og sam- tenging einstakra sparisjóöa og afgreiðslna grundvallaratriði í upphyggingu tölvukerfa spari- sjóðanna og nauðsynlegt atriðí í aukinni samkeppni íjármála- stofnana. Samstarfsvettvangur sparisjóðanna á Qármálasviðinu er Sparisjóðabanki íslands hf. en Tölvumiðstöö sparisjóðanna á upplýsinga- og tæknisviði. afTMWá Nú í upphafi; 1994 erú um það bil þrjú þúsund manns sem hafa farið á Time Manager námskeið hjá Stjómunarfélagi íslands. Time Manager fyrir Windows (skammstafað TMW) hefur verið til í eins notanda útgáfu en í des- ember 1993 kom loks netútgáfa á markaöinn. TMW hugbúnaðurinn geymir gögn i Paradox (frá Borland) gagnagrunnskrám. Mjög auðvelt er fyrir notendur að Bytja upplýs- ingar t.d. úr núverandi viðskipta- i mannaskrám svo sem simanúm- er og heimihsföng hm í síma- skrárhluta TMW. Nokkrir aðilar á íslandi hafa þegar keypt TMW netútgáfur og á næstunni verða haldnar kynn- ingar á þessum: hugbúnaði sem viðbót viö Time Manager tima- stjómunarkerfið sem svo margir þekkja. ACO hefur hafið sölu á META- FIX, silfurvinnsluvél sem vinnur silfur úr fixer. Tæhið er tengt við fdmuframköliunarvélar, ftxerinn fer í hringrás, þ.e. hann er notað- ■ ur aítur og aftur um leiö og silfr- iö er unnið úr honum. Með þessu fæst allt aö 70% spamaöur í fixer- notkun. Möguleiki er á áfram- haldandi vinnslu, þ.e. aðinnihald silfurs í fixemum er undir leyfi- Jegum mörkum Hollustuvemdar ríkisins sem þýðir að frxerinn er „hreinn" og má fara út í umhverf- -KMH Námsgagnastofnun: Kennsluforrit fyrir böm og unglinga Mikið og fjölbreytt úrval kennslufor- rita, eins og t.d. í stærðfræði, ensku og móðurmáli, fæst fyrir börn og unglinga. Hægt er að fá ýmis kennsluforrit fyrir börn og unglinga hjá Náms- gagnastofnun, eins og t.d. í ensku, stærðfræði, móðurmáli og stjömu- fræöi. Sem dæmi um athyglisverð forrit mætti nefna Meistaramúsina sem er verkfæris- og þjálfunarforrit í stærð- fræði fyrir nemendur í yngstu bekkj- um grunnskóla. Dagur í búðinni er forrit ætlað bömum frá 10 ára aldri en markmiö þess er að kenna metra- kerfið og þjálfa nemendur í aö breyta á milli eininga. Baksviðið er htil búð og er nemandinn í hlutverki af- greiðslumannsins. Þá má einnig nefna forritið Marteinn mús sem er æfing í móðurmálskennslu fyrir börn frá 7 ára aldri. Forritið þjálfar stafrófsrööun, samheiti, andheiti og samsett orö. Forritiö Ahce er einnig athyghsvert en það er ævintýraleik- ur til notkunar í enskukennslu fyrir börn frá 12 ára aldri. Hér er um aö ræða íslensk sem og erlend forrit sem ætluð eru fyrir PC tölvur. -KMH word 6.0, Excel 5.0 og PowerPoint 4.0 frá bæru verði ) Ef þú átt einhverja útgáfu af Microsoft Word, Excel, PowerPoint, Access eða Office, þá getur þú uþþfært þá útgáfu í Microsoft Office 4.0 sem inniheldur allar nýjustu útgáfurnar af word, Excel, PowerPoint og Mail notendaleyfi. Tryggðu þér eintak af Microsoft Office 4.0 á frábæru verði 39.000 kr. m/vsk. Hafðu samband við sölumenn í verslun okkar í síma 633060 eða í söludeild í síma 633000 EINAR j. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000. Greiðsluskilmálar Glitnis,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.