Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Tækni -Tölvur Tími Apple er fyrsti framleiðandi einkatölva sem gefið hefur út yfirlýsingu um að það ætli að setja RlSC-örgjörva í alla tölvulínu sína. A myndinni sést einn af starfsmönnum Apple-umboðsins á íslandi, Ólína Laxdal. DV-mynd Brynjar Gauti Microtek skannar Um áramótin voru kynntir nýir skannar frá Microtek en þaö voru Microtek Scanmaker II ERXE og Scanmaker IIG sem eru báðir fyr- ir PC eöa Mac. Nú eru komnar nýjar útgáfur af þeim sem hafa þann kost að skannarnír þurfa aðeins eina skannyfxrferð þótt skannað sé í fullurn iit. Þessi út- gáfa, sem kölluö er II SP og II SP XE, hefur leitt til verðlækkunar á hefðbundnu II og IIXE skönn- unum. Power Apple og IBM eru aö þróa nýja gerð af UNIX-stýrikerfmu sem kallaö er Power Open. Þetta stýrí- kerfl sameinar allt þaö besta ur RS/6000 AIX og AU/X frá Apple. Power Open mun styðja jafnt Macontosh sem UNIX-forrit Power Open mun því bjóða upp á staðlaða útgáfu af UNIX stýri- kerflnu sem gefur notendum að- gang að miklum fjölda forrita sem eru samhæft AIX auk þús- unda forríta sem fáanleg eru fyrir Macíntosh. fistölva fráHP Hewlett-Packard hefur sent frá sér nýja tegund af fistölvu sem nefnist HP Omni Book. Hún er sérstök að því leytí. að þegar slökkt er á henni kemur strax fram á skjáinn það sem verið var aö vinna i þegar slökkt var síð- ast. Þyngd tölvunnar er 1,3 kg og rafhlaðan endist i 9 klst, Hún er með 4 PCMCI tengiraufar og not- ar nýja diskatækni, svokallaðan Flash-disk. Einnig er í tölvunni innbyggt Word, Excel, dagbók og ýmis aukaforrit. lesari með 400 punkta upplausn Kominn er á markaðinn Logi- tech Easy Touch, 256 gi’átóna myndlesarinn með 400 punkta upplausn, sem tengist beint inn á samhliða tengi tölvunnar. Auð- velt er að tengja myndlesarann og hann er upplagður fyrir ferða- tölvur. Meðfylgjandi er FotoTo- uch forritið sem gengur undir Windows. Hann ermeðbæði OLE og TWAIN tengingar til að auð- velda beinan myndlestur mn í urabrots- og hönnunarforrit. Nýja hönnunin kemur í veg íyrir að myndirnar komi inn hjagaðar og auðvelt er að lesa inn stórar myndir. Þetta cr myndlesari fyrir þá sem vilja geta fært myndlesar- ann auðveldlega milli véla eða ; notað hann við ferðatölvur. ; t -KMH Ný kynslóð Macintosh-tölva á markaðinn: PowerPC örgjörviim Með vorinu er væntanleg ný kyn- slóð Macintosh-tölva á markaðinn. Þar er um að ræða tölvur með hinum nýja PowerPC-örgjörva frá Motorola sem hannaður var í samvinnu Apple, IBM og Motorola. PowerPC er svokallaöur RISC- örgjörvi en RISC (Reduced Instructi- on Set Computing) örgjörvar hafa hingað til svo að segja eingöngu ver- ið notaðir í dýrum og öflugum vinnu- stöðvum sem hinn almenni notandi hefur ekki haft aðgang að. Apple er fyrsti framleiðandi einkatölva sem gefið hefur út yfirlýsingu um að ætla að setja RlSC-örgjörva í alla tölvu- línu sína. Hvers vegna RISC? En hvers vegna er RISC örgjörvinn notaður? Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ólasyni, markaðsfull- trúa Apple-umboðsins á íslandi, hafa flestar einkatölvur svokaUaða CISC- örgjörva (Complex Instruction Set Computing). Slíkum örgjörvum er stjómað með miklu úrvali skipana til lausnar margra mismunandi verkefna. „RlSC-örgjörvum er stjómað með þeim einíoldu skipun- um sem mest not eru fyrir. Þurfi að nota flókna skipun er hún samsett af nokkmm einfoldum skipunum,“ sagði Magnús. „RlSC-örgjörvar eru hannaðir þannig að þeir geta fram- kvæmt þessar einfóldu skipanir á mjög miklum hraða. Afkastaaukn- ingin sem næst meö því aö hraða þessum einföldu skipunum gerir meira en vinna upp þann tíma sem notaður er til þess að búa til minna notaðar skipanir." Magnús sagði ennfremur að ein aðalástæðan fyrir því að Apple legði út í það að setja RlSC-örgjörva í einkatölvur væri su að afkastaaukn- ing sem náðst hefði með nýjum ör- gjörvum væri að veröa mjög lítil hvað ClSC-örgjörva varðar á meðan afkastageta RlSC-örgjörvanna væri enn að vaxa. Hvers vegna Pow- erPC? Þegar Apple hóf að leita að örgjörva sem gæti vaxið með Macintosh-tölv- unum fram á næsta áratug voru sett- ar fram margar kröfur. Eftir skoðun á flestum leiöandi CISC- og RISC- hönnunun á markaðnum, valdi Apple PowerPC. Að sögn Magnúsar eru nokkrir helstu kostir PowerPC- örgjörvans þeir að þar sem Apple, IBM og aðrir munu framleiða tölvur með PowerPC-örgjorvanum mun hann væntanlega verða útbreiddasti RlSC-örgjörvi heims og þar með val- kostur við 80X86-fjölskylduna frá Int- el. Vilji IBM til þess að endurskil- greina POWER RISC uppbygginguna og skapa þannig PowerPC hefði einn- ig orðið til þess að nú væri fáanlegur RlSC-örgjörvi til nota í ódýrum tölv- um. Apple, IBM og Motorola hafa sameinað krafta sína við hönnun á mörgum gerðum PowerPC samtímis og þetta þýðir að hægt verður að koma PowerPC-tækninni hratt að á öllum sviðum einkatölva. „í stuttu máli má segja aö þetta samstarfs- verkefni Apple, IBM og Motorola skih ekki einungis af sér nýrri RISC- hönnun heldur einnig nýrri viðmið- un á afkastagetu einkatölva,“ sagöi Magnús. PowerPC - Pentium Eins og kunnugt er setti Intel ClSC-örgjörva sem kallaður er Pen- tium á markaðinn á síðasta ári. „Int- el heldur því fram að ekki sé þörf á RlSC-örgjörvum til þess að fullnægja þeim afkastakröfum sem gerðar verða af hugbúnaði á einkatölvum í nánustu framtið," sagði Magnús. „Mælingar hafa sýnt að fyrsta gerð PowerPC, PowerPC 601, hefur svipuð afköst og Pentium í heiltöluaögerð- um en meiri aíköst í fleytitöluaðgerð- um en fleytitöluaðgerðir eru notaðar við grafik, samskipti og mynd- vinnslu." Magnús sagði að þrátt fyrir að Pow- erPC væri öflugri en Pentium þá væri hann minni og notaði minni orku. Stærð örgjörva hefði áhrif á verð hans (minni eru ódýrari) og hitaútgeislun hans hefur áhrif á notagildi hans (heitari örgjörvar þurfa meira pláss og meiri raforku sem útilokar not þeirra í fistölvum). Tvöfaldurtilfjór- faldur vinnsluhraði Að sögn Magnúsar hafa Macin- tosh-tölvur með PowerPC-örgjörva tvö- til fjórfaldan vinnsluhraða á viö hraðvirkustu tölvur sem byggja á 68040- og 80486-örgjörvunum. „Þá munu forrit sem skrifuð verða sér- staklega fyrir PowerPC-örgjörvann hafa enn meiri vinnsluhraða. Próf- anir hafa sýnt að í sumum tilfellum eins ög við stærðfræðiútreikninga keyrir PowerPC 8 til 10 sinnum hrað- ar en 68040 og 80486.“ Magnús sagði núverandi notenda- hugbúnað, sem keyrir undir Kerfi 7, geta keyrt á hinum nýju Macintosh- tölvum á hraða sem svarar til hraðr- ar 68030 til 68040 Macintosh-tölvu. Reiknað er með þvi að hugbúnaður skrifaður fyrir PowerPC muni keyra tvö- til fjórfalt hraðar en sami hug- búnaður skrifaður fyrir 68040- eða 80486-örgjörvana. Forrit sem nota fleytitöluútreikninga geta átt von á allt að tífaldri hraðaaukningu. Þá verður hægt að keyra bæði 680X0- og PowerPC-forrit á sama PowerPC-örgjörvanum samtímis, án þess að þurfa að skipta yfir í sér- stakan hermiham eða gera nokkra breytingu á venjulegu vinnsluferli. -KMH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.