Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Tækni-Tölvur ET-blaðið stækkar: Hefur gengið framar vonum - segir Brynjólfur Þorvarðarson, ritstjóri blaðsins Eina íslenska tölvublaðið á mark- aðnum í dag er ET-blaðiö en útgáfa þess hófst í október á síðasta ári. Viðtökumar hafa verið mjög góðar og nú hafa aðstandendur blaðsins ákveðið að stækka það til muna. „Meginástæðan fyrir stækkuninni er að við höfum bæði fengið mjög góðar undirtektir með aðsent efni og þessi tvö blöð, sem komu út á síðasta ári, hafa gengið framar öllum von- um,“ segir Brynjólfur Þorvaröarson, tölvufræðingur og ritstjóri blaðsins. „Næsta blað, sem ætlimin er að komi út fyrstu vikuna í febrúar, stækkar um þriðjung og verður því 64 síður.“ Brynjólfur sagði fyrsta blaðið, sem kom út í haust, hafa verið í þyngri kantinum en það síðara aðeins létt- ara. Fólk hefði greint á um hvort blaðið hefði verið betra og nú væri ætlunin að reyna að gera báðum þessum hópum til geðs. „Við ætlum einnig að hafa meira af greinum sem flaUa um hvað er að gerast hér á ís- landi í tölvuheiminum." Þeir sem standa að útgáfa ET- blaðsins ásamt Brynjólfi eru þeir Elías ívarsson og Stefán Magnússon kerfisfræðingur. Með stækkun blaðsins munu svo fleiri aðilar skrifa í það. „Það hafa margir reynt að gefa út tölvubiað á íslandi en hins vegar hafa þær tilraunin farið út um þúf- ur,“ segir Brynjólfur. Við byrjuðum í rauninni á þessu þannig að við vor- um reiðubúnir að vinna í þessu í nokkuð marga mánuði án þess að fá nokkuð borgað fyrir. í rauninni er þaö forsendan fyrir því að þetta hefur gengið." Brynjólfur sagði erfitt að segja til um hvaða hópur það væri sem aðal- lega keypti blaðið en þeir hefðu t.d. fengið góð viðbrögð frá tölvufræð- ingum og verkfræðingum. „Megin- þunginn í blaðinu er samt þannig að við gerum ekki ráð fyrir að menn hafi mikla vitneskju um tölvur. Svo erum við einnig með þyngra efni fyr- ir þá sem eru mikið að spekúlera í Brynjólfur Þorvarðarson, ritstjóri ET-blaósins, með forsiðuna af blaðinu sem kemur út í stækkaðri útgáfu i byrjun næsta mánaðar. þessum hlutum." Meðal efnis í nýja blaðinu má nefna grein um Visual Basic, úttekt á Word 6.0, teikniforritið Corel Draw, mód- em, samskipta- og gagnabanka, verð- könnun á tölvum og prenturum og DV-mynd GVA umfjöllun um nýja leiki á markaön- um, svo að eitthvað sé nefnt. -KMH BEINT SAMBAND í BANKANN ■ Staða og upplýsingar um tékka- reikninga, sparisjóðsreikninga og gjaldeyrisreikninga. Færsluskrá tékkareikninga á tölvu- tæku formi. ■ Nýjasta skráða gengi allra banka auk eldri gengisskráningar. Þjóðskrá, vísitölur, vaxta- og gjald skrár banka og sparisjóða. B Millifærslur milli reikninga. L, Yfirlit yfir öll viðskipti við Lands bankann. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna WFWGer stefnan WFWG er sú útgáfa af Windows sem Microsoft mun þróa áfram yfir Windows 4 eða Chicago sem væntanlegt er í lok þessa árs. WFWG 3.11 er því nýjasta Windows útgáfan. Micro- softbeint úrWord 2.0 í Word 6.0 Microsoft stökk frá Word 2.0 í Word 6.0 x einu stökki. Þetta á sér þá skýringu að hið nýja Word 6.0 er fyrsta útgáfan af Word sem notar sama kjarna fyrir Windows og Macintosh. Það þýðir að báðar útgáfúr nota sama skjalasniö, eiginieika, útlit og skjölun. Til þess að endurspegla þennan skyldleika var ákveðið að sam- eina útgáfunúmér beggja, en Macintosh útgáfan hét Word 5.1 svo' ekki var hægt að gefa næst út 3.0. Þvi var brugðið á það ráð aö kalla nýju útgáfuna Word 6.0. -KMH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.