Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 21 dv Tækni - Tölvur Nýjungar í Windows for Workgroups 3.11 Nýjarmarg- miðlunar- stöðvar Sun Microsystems kynnir um þessar mundir nýjar margmiðl- unarvinnustöðvar sem nota nýja tækni og gerir þeim kleift að vinna úr myndum allt að mörg hundruö Mb aö stærð, meira og minna í rauntíma. Þetta er mögu- legt vegna þess að gögn þurfa ekki aö fara um gagnabraut vinnustöðvarinnar heldur fer vinnslan iram beint í minni vél- arinnar. Önnur mikilvæg nýjung frá Sun er háþróuð myndþjöppun fyrir garráðstefnur (videoconfer- ence), Sun Video, sem getur hald- ið utan um allt að 30 myndir á sekúndu. Ýmis hugbúnaður er fáanlegur á þessar stöövar, m.a. hið vinsæla Adobe Photoshop. Öflugasta vinnustöðin í jæssum flokki er SPARCstation 10SX sem getur unnið með stafrænar ljós- myndir og röntgenmyndir í 24 bita litagrafík og þrívídd, en minnistöðvar s.s. SPACclassic M eru einnig fáanlegar. Nýtt skjalasnið í Word 6.0 er svokallaö Format Painter sem gerir mögulegt að afrita snið. Hægt er að sækja snið, afrita það og hreinlega mála það yfir textann sem á að sníða. Með- höndlun skialasniða er þægilegri og m.a. hægt að skoða sniðskip- anir sem liggja að baki tiltekins texta. Dálkar geta nú verið af mismunandi stærð á einni og sömu síðu og prentskoðun getur sýnt fleiri en tvær síöur í einu og hægt er að flytja texta og myndir í skoöunarhamnum. Töflugerð er einnig betrumbætt og ýmsir þægilegri eiginleikar hafa bæst við. COMPAQ kynnirnýja tölvu Fyrirtækið COMPAQ hefur kynnt nýja tölvu sem heitir Presario. Þetta er nett 486SX-25 umhverfisvæn tölva með Intel örgjörva. COMPAQ Presario er með SVGA skjákort með hraðh og l Mb, 100 Mb hörðum diski, íslenskað lyklaborð, borðkassa með áfóstum skjá, 14 lággeisla SVGA litaskjá, 4 Mb vinnslu- minni, uppfæranleg i 486DX2-66 MHz, mús, EnergyStar orkuspar- andi kerfi og innbyggö öryggis- og netstjómun. Tölvan er með töflureikni, rit- vinnsiu, gagnagrunn, teikniforrit og fjarskiptaform. Allar COMPAQ tölvur koma með þriggja ára ábyrgð. í nýrri útgáfu Fyrirtækið Hugbrot hefur sent frá sér nýja útgáfú af hinu fjöl- hæfa forriti Gagn og gaman sem er PC forrit fyrir AT tölvur með hörðum diski og litaskjá. Helstu hlutar forritsins eru félagatal, ættarforrit og tungumál. Forritið hefur einnig aö geyma raðleik, dagbókarkerfi, lítið ritvinnslu- forrit, reiknivélar, klukku, póst- skrá, götuheítaskrá og manna- nafnaskrá. Gagn og gaman er deiliforrit en það er forrit sem notandinn getur notað i ákveðinn tíma án þess aö greiða fyrir það. Hugbrot, sem hefur aösetur í Keflavík, hefur verið að þróa ýmsan hugbúnað á undanförnum árum og má þar nefna sölu- og kaupkerfi fyrir fiskvinnsluhús og hugbúnaö fyrir sundlaugar, íþróttahús og álíka rekstur. -KMH Windows for Workgroups 3.11 (WFWG) útgáfan býðm- eiginleika sem nýtast ættu flestum afar vel, jafnvel þó viðkomandi séu ekki sam- tengdir öðmrn notendum. Þá hefur samskipta- og vinnsluhraði einnig aukist verulega frá fyrri útgáfu (3.1). Diskavinnsla er allt að tvöfalt hrað- virkari og vinnsla yfir net er nú um 150% hraðvirkari. Einnig eru í kerf- inu nýjungar s.s. fjartenging og FAX- kerfi auk dagbókarinnar og tölvu- póstsins sem einnig var að finna í eldra kerfinu. FAX-eiginleikinn í WFWG 3.11 virkar í stuttu máli þannig að ef fax- mótald er tengt tölvunni er hægt að senda gögn beint á faxið án þess að prenta þau út fyrst. Allir notendur sem tengdir eru tölvunni með fax- mótaldi geta líka nýtt sér það til sendingar og móttöku símbréfa. Remote Access gerir notendum WFWG kleift að tengjast öðrum tölv- um um símalínu eins og um netteng- ingu væri að ræða. Fyrst um sinn er reyndar aðeins hægt að tengjast (hringja í) Windows NT tölvrnn en væntanleg er viðbót sem leyfir að hringt sé í aðrar WFWG tölvur. Nýju Microsoft forritin Word 6.0, Excel 5.0, Power Point og fleiri gera sérstaklega ráð fyrir WFWG og vinna betur í því umhverfi. Þessi forrit verða sífellt stærri og þurfa því meira pláss og snarpari vinnslu svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. -KMH ■udustupI EN ERU KOMNAR AFTUR! 71 ^I'advW ^LfNAA^ 486 SX, 25 MHz, 130 MB diskur, 4 MB minni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: 5,794 á mánuði í 24 mánuði. Staðgreiösluverö tölvunnar er kr. 112.900. Ofangreind afborgun miöast viö staögreiöslusamning Glitnis og mánaðarlegar greiöslur 124 mánuði. Innifalið [ afborgun er VSK, vextir og allur kostnaöur. 486 DX, 33 MHz, 4 MB minni, 240 MB diskur, 1 MB skjáminni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: á mánuði í 24 mánuði. Staðgreiðsluverð tölvunnar er kr. 164.900. Ofangreind afborgun miðast við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaðarlegar greiðslur í 24 mánuöi. Innifalið í afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. “«mí werSr lieBrl Góð keup Kfthafir AMBRA Öiyggi Hjá Ambra er öryggi ekki aðeins innantóm fullyrðing, heldur geta kaupendur verið fullkomlega áhyggjulausir um sinn hag. Við stöndum við okkar loforð. Hjá Ambra merkir afkastageta ekki aðeins skjótan svartíma og hraða vinnslu, heldur afburðagæði. Það sama á við um alla okkar þjónustu, vörur og sérfræðilega aðstoð. Hjá AMBRA felast góð kaup ekki aðeins í hagstæðu verði á tilteknum vélargerðum, heldur bjóðum við frábært verð á öllum vörum og þjónustu, sé miðað við gæði. Einstaklega hagstætt verð miðað við afköst. Örugg viðskipti við áreiðanlegt fyrirtæki. Traustar vörur með AMBRA ábyrgð. Íns ocj þú viit Tölvunar í þessari auglýsingu eru aðeins tvö dæmi um þá möguleika sem þér standa til boöa. Hægt er að aðlaga tölvuna nákvæmlega að þínum þörfum. Þú ákveður diskstærð, minni, skjástærð og velur þér þann aukabúnað sem þú vilt fá. Við útbúum svo tölvuna eftir þínum óskum fljótt og örugglega - Þér að kostnaðarlausu! A M B R A NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 OO AUtaf skrefi á undan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.