Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 15
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 '31 dv____________________________________________________________Tækni-Tölvur Verkferla- og hópvinnuhugbúnaður: Sameinar margar að- gerðir í heilsteypt kerfí - segir Guðmundur Hannesson hjá Nýherja „Því hefur verið haldið fram að með verkferla- og hópvinnuhugbúnaðinum sé að hefjast bylting í tölvuvæðingu, bylting sem mun hafa jafn djúpstæð áhrif og einmenningstölvan hafði á niunda áratugnum," segir Guðmundur Hannesson, rekstrarhagfræðingur hjá Nýherja. DV-mynd Brynjar Gauti Með opnari markaði, auknum heimsviöskiptum og harðnandi sam- keppni þurfa starfsmenn og stjórn- endur fyrirtækja og stofnana sífellt að leita leiða tU þess að bæta þjón- ustu og auka afköst. Oft og tíðum er nauðsynlegt aö kasta hefðbundnum vinnuaðferðum fyrir róða, beina at- hyglinni að því verkefni sem fyrir hggur hveiju sinni og fella síðan verklag að ákjósanlegri lausn. Hlutverk skipurita í fyrirtækjum og stofnunum „Hlutverk skipurita í fyrirtækjum og stofnunum er meðal annars að tryggja flutning upplýsinga fram og til baka, upp og niður,“ sagði Guð- mundur Hannesson, rekstrarhag- fræöingur hjá Nýheija. „Helsti mið- illinn eða verkfærið fyrir þennan flutning hafa verið fundir allt til þessa dags. Mikill hluti af tíma stjómenda fer oft og tíðum í það að miðla upplýsingum til annarra, til hhðar við sig, upp og niður fyrir í skipuritinu. En þegar kemur að miðl- un upplýsinga th og frá vinnuhópun- um fer að hrikta í stoðum hins hefð- bundna skipurits. Hvert á hópurinn að senda niðurstöðumar og aðrar gagnlegar upplýsingar sem orðið hafa tíl við úrlausnina? Hver tekur við upplýsingunum, miðlar þeim áfram og tryggir þannig að þær verði heildinni að sem mestu gagni?“ Verkferlatækni Guðmundur sagði sjónir manna hafa beinst í sívaxandi mæh að svo- kahaðri verkferlatækni til þess að takast á við ofangreindan vanda. Kominn væri fram á sjónarsviðið hugbúnaður sem gerði mönnum kleift að stýra verkferlum og styðja ákvarðanatöku á nýstárlegan hátt. „Markmið verkferla- eða hópvinnu- hugbúnaðarins er að safna saman, geyma og miðla upplýsingum um tölvunet. Með þessum búnaði má stýra flæði upplýsinga til mismun- andi aðha innan og utan ákveðinnar einingar, fyrirtækis eða stofnunar. Þannig er hægt að tryggja að ætíð séu fyrirhggjandi bestu fáanlegar upplýsingar í hæfhegu magni fyrir þau verk og ákvarðanir sem tekist er á við hveiju sinni. Þessi aðferð sparar bæði tíma og fyrirhöfn og því hefur verið haldið fram að með verk- ferla- og hópvinnuhugbúnaði sé að hefjast ný bylting í tölvuvæðingu, bylting sem hafa muni jafn djúpstæð áhrif og einmenningstölvan hafði á níunda áratugnum." Tvær megingerðir verkferlahugbúnaðar Að sögn Guðmundar eru tvær meg- ingerðir verkferlahugbúnaðar fáan- legar í dag. Annars vegar er það hugbúnaður sem byggir á þvi at senda upplýsingar á mhh tveggja eða fleiri aðha og hins vegar búnaður sem gerir ráð fyrir sameiginlegum aögangi að upplýsingum, samnýt- ingu þeirra. Hann sagði fyrri högun- ina gera ráð fyrir geymslu og flutn- ingi á upplýsingum sem byggði oftast á hefðbundnum tölvupósti. Sérstak- ar verkreglur sæju um að senda th- teknar upplýsingar th réttra aðha og í réttri röð á réttum tíma. „Seinni högunin gerir ráð fyrir aðgangi th- tekins hóps eða hópa að sameiginleg- um upplýsingum. I stað þess að flytja upplýsingar milh aðha eru þær geymdar á einum stað og aðgangur veittur að þeim eftir thteknum regl- um og sjónarhomum." Sem dæmi um notkun á þessu nefndi Guðmund- ur skráningu fundaferla og hóp- vinnugagna, gagnasöfnun fyrir hug- myndir og forsendur langtimaáætl- ana. „Algengari er þó söfnun og skráning óformaðra gagna svo sem samskipti við viðskiptavini, bréf, símbréf, samtöl, símtöl, fundir, at- hugasemdir og áformaðar aðgerðir.“ Guðmundar sagði að obbinn af fá- anlegum verkferlahugbúnaði byggð- ist á annarri hvorri höguninni sem getið er um hér að framan, í flestum tilfehum raunar á tölvupósti. Hann sagði hugbúnaðinn Notes frá Lotus hafa hér nokkra sérstöðu. Auk tölvu- pósts hefði Notes að geyma gagna- grunn fyrir sameiginleg, samnýtan- leg gögn. í þennan grunn mætti safna nær öhum óformuðum gögnum sem hægt er að breyta í stafrænt form, svo sem skrifuð gögn og skönnuð, grafík, rödd og skhaboð úr tölvuc^ pósti og símbréf. Einnig væri auðvelt að leggja inn valmyndir, töflur, reiknireglur og vhluprófanir th þess að skráð gögn séu rétt frá upphafl. Sameinar marga þætti „Með Lotus Notes er hægt að taka á ýmsum þeim verkefnum sem ekki hafa verið tölvuvædd th þessa. Hér sjáum viö samruna á gulu miöunumr spjallinu á ganginum, munnlega lof- orðinu, htla forgangsverkefninu og ótöldum minnismiðum og minnisat- riöum úr símtölum, jafnvel heilu símtölunum í eitt hehsteypt kerfi lag- að að þeim sem þarf aö nota það.“ Að sögn Guðmundar eru nú fáan- legir „Grunnar" að verkefnum hann- aöir í Notes th þess að gera nýjum notendum kleift að hefja notkun án mikhs hönnunarkostnaðar. Notes Grunnamir eru í raun tilbúin verk- efni sem laga má að hverjum einstök- um aðha, fyrirtæki eða stofnun. Nokkur dæmi: Samskiptagrunnur heldur utan um samskipti við aðha innanhúss og utan, Þjónustugrunn-^ ur sem í eru skráð verkefni th úr- lausnar ásamt verkferh, Funda- grunnur fyrir fundarboð, dagskrár og fundargerðir og Dagbók fyrir stærri eða minni hópa, verkefni og búnað. Notes er miðlara/biðlara hugbún- aður sem vinnur á flestum tegundum stýrikerfa. Þar má nefna OS/2, DOS/Windows, Macintosh stýrikerf- in og Unix svo og netstýrikerfin No- vell, Lan Server og Lan Manager. Tengimöguleikar við önnur kerfi eru mjög fiölbreyttir. Notes getur sent og tekið við tölvupósti úr cc:Mah og öðrum tölvupóstkerfum. Um bréf- símagátt má senda og taka á móti^ símbréfum. Hægt er að skanna in?r myndræn gögn t.d. aðsend bréf eða slqöl. Þá má tengja saman tvo eða fleiri Notes miðlara um net eða símalínu og láta þá spegla gögn sín á milh. -KMH Skýfr; hefur gef st dreifiaðhi fyrir gagnabanka EB um útboð en gagnabankinn gengur undir nafn- MúTEÐ (Tonder Electronic Dahy). í gagnabankann bætast daglega um 250-300 slq 81 og afþeim eru um 150 auglýsMgar á útboðum. Margir möguleikar eru á leit i bankanum og t.d. er hægt að tak- marka sig við landsvæöi (Þýska- land), ; efnisflokk (ostur, sokkar, vegagerð), nýjustu útboð (i dag, síð- ustu þrjá daga), niðurstöður eldri útboða (hver fékk hvað og fyrir hvaða upphæð). Bankinn varðveitir öll útboð á vcgum EB og EFTA þar sem vork- leg framkvæmdaupphæð fer yfir 400 mhljónir TSK án virðisauka- skatts og eða efnískaup yfir 16 mhljónir ISK án virðisaukaskatts. Bankrnn varðveitir einnig oprnber útboö á vegum GATT-landa sem undirritaö hafa „GATT agreement on Public Procurement.“ Einnig er nokkuð um að lönd í Asíu og Amer- íku sendi inn tilkynningar um út- boð í viðkomandi löndum. Fastagjaid að gagnabankanum er 4.000 krónur á mánuði og aðgerða- gjald er ekkert. -KMH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.