Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Kaleida Kaleida Labs er nýtt fyrirtæki, stofhaö af Apple og IBM. Mark- miö þess er aö skapa staðla fyrir margmiðlunarbúnað. Tölvur gæddar tali EJS hefur nú á boöstólum tal- vélina Infovox sem gæöir tölvur tali. Talvélin hentar ekki hvað síst biindum og kemur í raun í staðinn fyrir skjá. Þá hafa fatlaö- ir einstaklingar, sem ekki geta talað, einnig liaft not af vélinni. Ný tegund blek- sprautu- prentara Komin er á markaöinn ný teg- imd bleksprautuprentara frá Hewlett-Packard en það er HP ÐeskJet 310. Prentarinn er jafn- vígur á svarthvita prentun og lit- prentun, íyrirferöarlítill og sam- einar því kosti ferða- og litprent- ara Taligent Taligent er nýtt fyrirtæki stofh- aö af Apple og IBM sem er að þróa algjörlega nýtt hlutbundið stýrikerfl. Stýrikerfið er væntan- legt á markaöinn eftir tvö til þrjú ár og mun keyra á Macintosh- tölvum með RlSC-örgjörva. Lightspeed faxmótöld ACO hf. hefur fengið umboð fyrir hið þekkta merki Light- speed en nýlega voru Lightspeed faxmótöld samþykkt hjá Pósti og síma til notkunar hérlendis. Fax- mótöld þessi eru gríðarlega hraö- virk, 14.400 bps (bitar per sek.), bæði í flutningi gagna sem mótald og einnig í flutningi mynda milli faxtækja. D-Link net- bunaður ACO hf. hefur nýlega fengið umboö fyrir D-Link netbúnaö en D-Iink er stærsti framleiðandinn í Asíu í netbúnaöi og býður heild- arlausnir í nettengingum. Aco hf. býður nú meðal annars eförtald- ar vörur frá D-Link: Concentrat- ors, Bridges, Ethemet Wiring Hubs, Network Management Programs, Network Interface Cards, Token Ring MAU og LAN- smart netkerfi, svo aö eitthvað sé nefnt. Borland fær viðurkenn- ingu fyrir Quattro Pro Nýveriö fékk Borland enn eina viðurkenninguna fyrir töflu- reikninn Quattro Pro þegar PC Maga2ine valdi forritinu nafhbót- ina Editor’s Choice. Styrkur for- ritsins er ekki síst hversu einfalt þaö er í notkun en um leið öflugt. Forritinu fylgja ýmsar tilbúnar töflur með fiölvum, s.s. heimilis- bókhald, reikningseyöublöö, lánsútreikningar, svo aö eitthvað sé nefnt. Hægt er að kaupaforrit- ið eitt sér eða sem hluta af Bor- land Office sem auk Quattro Pro inniheldur Paradox gagnagrunn- inn og Word Perfect ritvinnslu- forritið. -KMH Tækni - Tölvur Ótrúlegar framfarir hafa orðið á flestum sviöum tölvumála og tölvur eru alltaf aö verða hraðvirkari og forritin betri. Þó erfitt sé að benda á einhvem einn hlut sem sé athyglis- verðastur þá má ljóst vera aö svo- kölluð margmiðlun (Multimedia) hefur leitt til nokkurs konar bylting- ar hvað varðar upplýsingar og fræðslu bæöi fyrir sérfræöinga, skóla og ekki síst sjálf heimil- in. Margmiðlun kom fyrst á markað- inn fyrir um það bil þremur árum en með margmiðlun er átt við að tölv- an sé búin hljóðkorti, tilheyrandi for- ritum, geisladrifi og síöast en ekki síst hátölurum. Þetta er almennt við- bótarbúnaður sem unnt er aö kaupa og bæta við allar nýlegar tölvur eða fá strax meö nýjum tölvmn ef óskað er. Eftir að þessum búnaði hefur ver- ið komið fyrir í tölvunni gefur tölvan notendum möguleika á að læra tungumál, fletta upp í alfræðibókum eða orðabókum og finna öll síma- númer Bandaríkjanna svo eitthvað sé nefnt. „Margir spá því að margmiðlun eigi eftir aö valda gríðarlegri byltingu í öllu skólakerfi og að skólar eigi jafnvel eftir að leggjast alveg niður,“ segir Höskuldur H. Dungal, framkvæmdastjóri Kjarna hf. DV-mynd Brynjar Gauti Margmiðlunarforrit Lítið kynnt hér á landi „Margmiðlun hefur verið frekar lítið kynnt hér á landi þó svo að þetta fáist hjá flestum tölvusölum," segir Höskuldur H. Dungal, framkvæmda- stjóri Kiama hf. „Verðið spilar þar inn í því þetta var frekar dýrt í upp- hafi eða um og yfir hundrað þúsund krónur. Nú hefur þetta lækkað svo til um helming. Fólk er mjög hrifið af þessu og þeir sem prófa þessa tækni í fyrsta sinn eiga erfitt með að standast freistinguna." Verðum að taka okkurbeturá „íslendingar fylgjast almennt mjög vel með öllu því sem er að gerast í tölvumálum en ég held samt að við verðum að taka okkur miklu betur á og þá sérstaklega hvað varðar margmiðlun," sagði Höskuldur. „Ég las t.d. nýlega grein í bandarísku tímariti þar sem verið var að tala um það hvort skólar leggist ekki bara yfirleitt niður vegna þessarar tækni eða að þeir breytist það gríöarlega aö það verði bara hrein og klár bylt- ing í öllu skólahaldi. Það eru t.d. á markaönum afis kyns forrit sem kenna ungum krökkum að lesa ásamt mörgu öðru og ég tel þaö vera brýnt verkefni fyrir menntakerfið hér að taka á þessu." Höskuldur sagði forritin vera gerð á mjög leik- rænan og skemmtilegan hátt þannig að krökkum finnst þetta alveg ævin- týralegt. Hann hefði t.d. séð krakka festast við aö læra tungumál í tvo tíma án þess að standa upp. Að sögn Höskuldar er mikið úrval til af athyglisverðum forritum og sem dæmi mætti nefna MS-Encarta sem inniheldur alfræðisafn og mynd- ir af flestum dýra- og hljóöfærateg- undum sem til eru og upptöku af hljóðum sem þau gefa frá sér. „Þá er einnig danskennsla í boði, þ.e.a.s, sýndar skýringarmyndir og hægt aö velja mismunandi dans. Einnig er hægt að taka eins konar stöðupróf í mörgum greinum og fá útprentað prófskírteini.” Höskuldur nefndi einnig forritið Playing with Langu- age sem inniheldur tungumála- kennslu í þremur stigum og hægt er að velja um þýsku, ensku, frönsku, spænsku eða japönsku. „Aö lokum má svo nefna forritið Mayo Clinics Family Health Book sem er nokkurs konar heimihslæknir," sagði Hösk- uldur. „Þar er hægt að sjá hjarta slá, nýrun vinna og svo framvegis. Einn- ig er hægt að skoða hvert einasta líf- færi, fletta upp á hvaða sjúkdómi sem er og fá upplýsingar um nánast allt sem snýr að mannslíkamanum." -KMH Geymslupláss geisladiska er mjög mikið en einn diskur rúmar almennt yfir 600 Mb, eða um 120 þúsund blaðsíður. Nýtt íslenskt forrit: Greiðsluáætlanakerfi Komið er á-markaöinn nýtt for- rit frá fyrirtækinu Kom hf. en það er Greiðsluáætlanakerfið sem gef- ur notendum kost á að hafa heild- aryfirsýn yfir fjármál sín. Tilgangur búnaðarins er að gefa nákvæma yfirsýn yfir greiðslugetu hvers notanda og um leið á sjálf- virkan hátt veita honum heildaryf- irsýn yfir næstu mánuði og allt að 5 ár fram í tímann. Hvemig Greiðsluáætlanakerfið vinnur er aö mörgu leyti háð not- anda og þá um leið þeim upplýsing- um sem hann skráir inn. Notandi getur t.d. skráð inn aUar upplýs- ingar um lánardrottna, hvert lán, fjölda afborgana og fl. Hægt er að tengja kerfið við Heimilisbókhaldið eða Fjárhagsbókhaldið frá Kom hf. og þar með einfaldast öll vinnsla í Greiðsluáætlanakerfinu því upp- lýsingar em sóttar beint 1 bók- haldskerfin. Kerfið sækir upplýsingar um áætlaðan rekstrarkostnað og tekur mið af áætluðum tekjum. Þessir höir em síbreytilegir og mun for- ritið meta það hverju sinni. Forritið varar við ef hætta er á vanskilum í komandi framtíö eöa ef endar ná ekki saman og kemur með margvíslegar lausnir ef stefnir í slíkt. Verð forritsins er 9.800 krón- ur. -KMH Margmiðlun: Brýnt verkefni fyrir menntakerfið - að taka á þessum málum, segir Höskuldur H. Dungal hjá Kjama hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.