Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 7
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
7
Fréttir
Kærir rekstur
happdrættisvéla
Kæra hefur verið lögð fram á
hendur eiganda spilastofu sem rek-
ur happdrættisvélar Háskólans.
Þetta fékkst staðfest hjá RLR í gær.
Máhð hefur verið sent til ríkissak-
sóknara.
Það er Gunnar Friðjónsson sem
lagöi fram kæruna en hann hafði
áður kært spilakassarekstur Rauða
krossins við Umferðarmiðstöðina
til RLR. Það mál er nú einnig til
afgreiðslu hjá ríkissaksóknara og
er ekki búiö að taka ákvörðun um
framhald þess.
Gunnar, sem ræddi spOaflkn sína
við DV á seinasta ári, telur rekstur
spilakassa og happdrættisvéla vera
brot á hegningarlögum. Þess má
geta að á seinasta ári voru menn,
sem ráku spilavíti í Reykjavík,
dæmdir af Hæstarétti fyrir brot á
sömu grein hegningarlaga og
Gunnarvísartilíkærusinni. -pp
MOULINEX
gufustraujárn með
krómuðum botni, skila
sléttum og snyrtilegum
fatnaði.
MOULINEX gufustraujárn
fyrir þá vandlátu.
Akureyri:
Skoðana-
könnun hjá
allaböllum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akareyii
Þessa dagana stendur yflr skoðana-
könnun meðal alþýðubandalagsfólks
á Akureyri þar sem félagsmenn lýsa
yfir viija sínum um skipan framboðs-
lista flokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar í vor.
Þau s^m skipuðu fjögur efstu sætin
í kosningunum fyrir íjórum árum
gefa öll kost á sér að nýju. „Ég hef
lýst yfir að ég sækist ekki sérstaklega
eftir þessu en ég skorast ekki undan
verði til mín leitað," segir Sigríður
Stefánsdóttir sem skipaði efsta sæti
hstans í síðustu kosningum. Þá fékk
Alþýðubandalagið tvo bæjarfulltrúa
kjörna. Heimir Ingimarsson var í 2.
sæti, Sigrún Sveinbjömsdóttir í 3.
sæti og Þröstur Ásmundsson í 4.
sæti. Ekki er talið ólíklegt að niður-
staðan nú verði að tefla þessum aðil-
um fram í efstu sætunum að nýju.
Akureyri:
efstur hjá
krötunum
Gylfi Kristjáosson, DV, Akureyri:
Gísh Bragi Hjartarson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins á Akureyri,
hafnaði í efsta sæti í skoðanakönnun
flokksins vegna bæjarstjórarkosn-
inganna í vor. Hann fékk mjög afger-
andi stuðning í 1. sætið.
Samkvæmt heimildum DV mun
Hreinn Pálsson lögmaður hafa lent í
2. sæti í skoðanakönnuninni. Finnur
Birgisson, sem á sæti í uppstihingar-
nefnd flokksins, sagði að skoðana-
könnunin, sem fram fór meðal fé-
lagsmanna, heföi ekki veriö bindandi
enda enginn sérstaklega í kjöri í
könnuninni. Nefndin hefði nú sam-
band við það fólk sem hefði fengið
góöa útkomu í könnuninni og að því
loknu yrði gengið frá hstanum.
Sighvatur Björgvinsson:-
Vaxtalækkun að
fulluskilaðsér
„Sú tveggja prósenta vaxtalækkun,
sem ríkisstjórnin baröist fyrir, hefur
núna að fullu skhað sér. Til þess að
meiri vaxtalækkanir geti orðið þurfa
vextir á ríkisbréfum að lækka enn
frekar," sagði Sighvatur Björgvins-
son viðskiptaráðherra í samtah við
DV í thefni engra vaxtabreytinga hjá
bönkum nú um mánaðamótin.
Aðspurður hvort svigrúm væri fyr-
ir vaxtalækkun á ríkisbréfum sagði
Sighvatur að vextir hér á landi væru
komnir niður fyrir flest nágranna-
löndin. „Vaxtastigið á íslandi er að
fuhu sambærilegt og jafnvel lægra
en víða erlendis. Núna eru t.d.
Bandaríkin og Japan lægri en við en
Norðurlöndin ekki.“ -bjb
Nú ep að hrökkva eða Ava
Útsölunni lýkur á laugardag
og er vissara að hafa hraðann á
ef þú ætlar að kaupa geisladiska, sjónvarp,
geislaspilara, myndbandstökuvél, myndbandstæki,
örbylgjuofn, hljómtækjasamstæðu, bíltæki, hljómborð,
ferðatæki, vasaútvarp, rakvél, Sega tölvu, myndbandsspólur
o.fl. o.fl. á útsölunni