Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Side 11
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
11
Kæröi fyrrum sambýliskonu fyrir að svíkja út mæðralaun í sambúð:
Vitni sögðu ástæðuna
hef nd og langrækni
- bæði sýknuð því að vitni sem báru með konunni voru talin trúverðugri
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ■
sýknað fyrrverandi sambýlisfólk af
ákæru um að hafa haft samtals 316
þúsund króna mæðralaun út úr
Tryggingastofnun ríkisins með svik-
samlegum hætti með því að vera í
sambúð á um 3 ára tímabili eftir að
þau fengu skilnað aö borði og sæng.
Umræddur maður kærði upphaf-
lega konuna vegna málsins en hún
var þá tekin saman við annan mann.
Meðferð ákæruvaldsins endaði þó
með því að sjálfur kærandinn var
ákærður og konan einnig en fyrir
brot sem áttu að hafa átt sér stað
áður en konan tók saman við hinn
manninn.
Fjöldi vitna kom fyrir dóminn og
bar mikið á milli þess sem fólk sagði.
Þó kom greinilega fram að maðurinn
beitti komma miklu ráðríki og sumir
vitnisburðir voru á þá leið að kæra
mannsins á hendur konunni væri
sprottin af langrækni og hefndarhug
vegna þess að konan vildi ekki búa
með honum lengur.
Konan neitaði sakargiftum um að
hún og maðurinn hefðu búið saman
á þriggja ára tímabili efdr að þau
fengu skilnað að borði og sæng og
taldi dómurinn þau vitni trúverðug
sem báru á sama veg og hún. Dómur-
inn taldi því ósannað að fólkið hefði
tekið upp sambúð eftir skilnað að
borði og sæng.
-Ótt
Fólk hefur þurft að moka sig út úr húsum. DV-mynd Pétur
Þeir fréttamenn Stöðvar 2 og
Bylgjurmar sem fengu uppsagn-
arbréf um mánaðamótin ganga
fyiir um afleysingastörf í sumar
hjá íslenska útvarpsfélaginu. Því:
er ekki víst að kunnar raddir og
andlit hverfi úr útvarpinu og af
skjánum strax í vor.
Hallgrímur Thorsteinsson, Ei-
ríkur: Hjálmarsson,: Valtýr Bjöm
Valtýsson, Öm Þórðarson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Hulda Guim-
arsdóttir, Steinunn Böðvarsdótt-
ir, Ema Arnardóttir og Teltna
Tómasson eru meðal þeirra sem
fengu reisupassann. Ólafur E.
Jóhannsson hefur fengið ársieyfi
frá störfum.
Stjórn _ Blaðamannafélags ís-
lands, BÍ, lýsir yfir miklum von-
brigðum með þá ákvörðmt ís-
ienska útvarpsfélagsins hf. að
segja upp 20 starfsmönnum sin-
um en af þeim er helmingttr fé-
lagsmenn í BÍ. Nú sé vel á annan
tug félaga þess á atvinnuleysis-
skrá og ef ekki rætist úr á næst-
unni verði innan tíðar um 10 pró-
sent fastráðinna féiagsmanna án
atvinnu. -IBS
Snjóflóð
Snjóflóö féll úr Strengsgiii fyrir
ofan Siglufiörð aðfaranótt sunnu-
dags. M)ög slæmt veður var á
Siglufiröi þegar fióðið er talið
hafa failið og uppgötvuöu menn
það ekki fyrr en á sunnudag þar
sem skafið hafði yftr það. Snjó-
flóðið féll á yfirgefið hús sem
skemmdist í sniófióði sem rann á
bæinn árið 1971. Engan sakaði í
flóðinu. -pp
Pétur Kristjánsson, DV, Seyöisfirði;
Mikið óveður geisaði hér á laugar-
dag - mjög hvasst ailan daginn og
langt fram á kvöld. Mikil snjókoma
fylgdi svo ekki sá út úr augum. Stór-
ir skaflar eru um allt og margir full-
yrða að ekki hafi sést hér annar eins
snjór síðan 1974.
Allar götur urðu gjörsamlega ófær-
ar. Á sunnudag féll snjóflóð ofan við
Hafsíld en olli ekki tjóm en vegurinn
út með Strönd var lokaður um stund-
arsakir meðan ástandið var metið en
síðan opnaður.
Vegurinn um Fjarðarheiði hefur
verið opnaður og snjóblásari var
fenginn til liðs í hreinsun gatna en
slíkt er fátítt hér.
Akærð fyrir að svlkja út úr Tryggingastofnun:
Sambúð sönnuð en sýkna
vegna 2ja ára reglunnar
- neituðu að hafa búið saman en nágrannar báru vitni um annað
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
sýknað sambýlisfólk af ákæru um
að hafa með sviksamlegum hætti
haft samtals 694 þúsund krónur af
Tryggingastofnun ríkisins vegna
heimilisuppbótar og tekjutryggingar
sem konan fékk greiddar á 20 mán-
aða tímabili meðan fólkið taldist búa
saman.
Þessar bætur greiðast alla jafna
ekki út ef fólk er í sambúð. Ástáeðan
fyrir sýknunni er hins vegar sú að
samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar sem giltu yfir það tímabil
sem ákært var fyrir, frá 1. mai 1991
til 1. janúar 1993, taldist fólkið ekki
sambúðarfólk þó dómurinn hafi tahð
sannað að fólkið hafi í raun húiö í
sömu íbúð.
Skilyrðin fyrir því að fólk teldist í
sambúð voru þau að sambúðarfólk
þyrfti að búa saman í a.m.k. 2 ár
áður en ógift fólk fer að njóta sömu
réttinda og skyldna og giftir einstakl-
ingar. Böm ákærðu vom auk þess
löngu komin af framfærslualdri.
Þó að fólkið hafi neitað sök og sagst
ekki hafa búið saman frá því það
skildi að borði og sæng frá 1979 taldi
héraðsdómur engu að síður sannað
að það hefði búið í íbúð konunnar á
því tímabili sem ákært var fyrir.
Maðurinn gat ekki gert grein fyrir
föstum samastað á þessu tímabili en
nokkrir nágrannar bára vitni um að
hafa, miðað við ferðir fólksins við
íbúðina og samtöl við það, hafa talið
fullvíst að ákærðu byggju saman.
Eins og fyrr greinir var það ekki
það sem skipti máli við úrlausn
dómsins heldur það að fólkið taldist
ekki í sambúð þar sem það hafði
ekki búið saman í tvö ár..
-Ótt
Fréttir
sem kom tíl okkar í gær og fyrra-
dag vegna hálkuslysa. Það er
mest um framhandleggsbrot,
tognanir og snúna ökkla," segir
Sigurður Bjömsson, læknir á
slysadeild Borgarspítala.
I gær féll snjór á klaka sem er
á gangstéttum eftir rigningar
dagana á undanogera gangstétt-
ir mjög hálar fyrir vikið. Lögregl-
an hvetur gangandi vegfarendur
að fara varlega í þessari slæmu
færð þvl hún hefur þurft að lið-
sinna fiölda fólks sökum hálk-
unnar.
Þannig er DV kunnugt um lög-
reglumann sem var á eftirlitsferð
um veitingahús borgarinnar í
fyrradag sem féll í hálkunni og
tvihandleggsbrotnaði. -pp
Björgunarsveitarmönnum úr
björgunarsveitinni Ingólfi tókst á
sunnudag að bjarga lambi úr
Blikdal í Esju.
Eins og greint var frá í DV i
síðastliöinni viku höfðu nokkrar
tilraunir verið gerðar til að
bjarga nokkrum hrútlömbum í
Esjuhlíöum. Tekist hafði að
bjarga öllum nema einu sem var
í Blikdal.
Mjög erfitt er aö komast niður
í dalinn og þurftu björgunar-
menn að síga þar niður. Síðan
þurfti að reka lambið upp. Helg-
ina áður þurftu björgunarmenn
frá aö hverfa vegna þess hve fá-
mennir þeir voru. Nú um helgina
fóru hins vegar fjórir björgunar-
menn niður og ráku lambið upp.
Að sögn Torfa Þórhallssonar
þjá Ingólfi sigu menn úr sveitinni
niður í dalinn og ráku lambiö upp
en fyrir ofan biðu bændur og
handsömuðu lambið. Að hans
sögn unnu um 10 manns verkið
oggekkþaðíallastaðivel. -pp
Ha&tarfjörður:
Skoðanakönnun
kj’á Framsókn
Framsóknarfélögin í Hafnar-
firöi hafa ákveðið að láta fara
fram skoðanakönntm til að velja
fólk á lista flokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningamarí vor. Fyrri
áfangi könnunarinnar fer fram á
laugardag og sunnudag.
Skrifstofa félaganna að Hverfis-
götu 25 í Hafharflrði verður opin
báða dagana milli klukkan 13 og
18. TilnefningarseðiU mun hggja
frammi og skal merkja við níu
nðfn. í síðari áfanga könnunar-
innar verður valið milli þeirra
sem fá fiestar tílnefhingar og
þeim raðað í sætí. Slðari áfanginn
fer framþremur vikum síðar.
-GHS
ísafiörður:
Hnifum stolid
Brotist var inn í Skipasmíða-
stöð Marsellíusar á ísafirðL
Innbrotið uppgötvaðist í gær-
morgun þegar menn mættu til
vinnu og söknuðu menn 10 að-
gerðarhnífa og 6 til 8 vasahnífa,
merktum Ellingsen.
ir voru unnar á dyraumbúnaði.
Enginn hefur enn verið tekinn
vegna innbrotsins en það er til
rannsóknar.
-pp