Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91 )63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Upphefð að utan Dómar hafa skánaö nokkuð hér á landi, síðan fólk fór að hagnýta sér þann möguleika að vísa málum sínum til hölþjóðlegra dómstóla, sem ísland hefur neyðst til að samþykkja vegna viðskiptahagsmuna okkar af þátttöku landsins í fjölþjóðlegu samstarfi af ýmsu tagi. íslenzkir dómstólar eru ekki lengur eins hallir undir yfirvaldið og áður var. Nú verða þeir að taka tillit til mannréttinda og ýmissa grundvaUaratriða í lýðræðislegu þjóðfélagi, svo að úrskurðum þeirra verði ekki enn einu sinni hnekkt af fjölþjóðlegum dómstóh úti í Evrópu. Endurtekin sneypa ríkisins á þessum fiölþjóðlega vett- vangi hefur leitt til betri aðgreiningar dómsvalds og stjómsýslu. Sýslumanna- og fógetaembættum hefur verið skipt í héraðsdómaraembætti annars vegar og sýslu- mannsembætti hins vegar. Þetta er umtalsverð réttarbót. Á fleiri sviðum eru utanaðkomandi áhrif farin að vemda almenning betur gegn yfirvaldinu og gæludýrum þess. Eitt nýjasta dæmið er, að fjölþjóðlegir viðskipta- samningar takmarka geðþótta landbúnaðarráðherra í ofbeldisaðgerðum gegn innflutningi ódýrrar matvöm. Með aðild ríkisins að fiölþjóðlegum stofnunum á borð við Fríverzlunarsamtökin, Evrópska efnahagssvæðið og alþjóðlega fríverzlunarklúbbinn GATT hafa verið tak- markaðir möguleikar íslenzkra yfirvalda á að skattleggja almenning í formi einokunar og innflutningsbanns. Viðskiptahagsmunir íslands hafa neytt stjómvöld til að undirrita samninga, sem munu smám saman valda auknu vægi innlendra almannahagsmuna gagnvart inn- lendum sérhagsmunum. Stjómvöld hafa af alefli reynt að takmarka þessa breytingu, en orðið að gefa eftir. Á öllum þessum sviðum birtast útlendar stofnanir, svo sem dómstólar og samtök, sem vemdarenglar íslenzkrar alþýðu gegn innlendri yfirstétt embættis- og sljómmála- manna, sem stjóma ríkinu í þágu afmarkaðra sérhags- muna á borð við ráðuneyti, landbúnað og stórfyrirtæki. Þetta er ekki ný bóla. Allt frá miðöldum hefur íslenzki jarðeigna- og embættaaðallinn gert ráðstafanir til að halda niðri sjávarútvegi og skattleggja hann í þágu land- búnaðar, svo sem fram hefur komið í nýlegum sagnfræði- rannsóknum. Kóngur og hirð vom helzt til vamar fólki. Þegar nýir lýðræðisstraumar í Evrópu fengu upplýsta hirðmenn í Kaupmannahöfii til að reyna að bæta stöðu íslenzkrar alþýðu, börðust íslenzkir embættismenn gegn því af hörku, svo að vinnumenn fæm ekki að heimta hærra kaup í skjóh þess, að eha fæm þeir á vertíð. Höfuðástæðan fyrir því, að ísland varð sjálfstætt ríki, er ekki heimastjómin fýrir 90 árum, heldur stofiiun ís- landsbanka á sama tíma. Um hann streymdi hingað er- lent fjármagn, sem varpaöi töfrasprota sínum á frum- stæðan sjávarútveg og gerði hann að vélvæddri stóriðju. Síðan komu tvær heimsstyrjaldir, sem færðu íslandi stórgróða. Þær komu að utan eins og annar happafengur þjóðarinnar. Eftir þær kom kalda stríðið landinu 1 góðar flugsamgöngur við umheiminn. Jafnan vora það utanað- komandi öfl, sem bættu stöðu almennings á íslandi. Hinar lýðræðislegu og efnahagslegu forsendur fyrir sjálfstæði og fuhveldi íslands og fyrir velmegun almenn- ings hafa að verulegu leyti komið að utan, sumpart fyrir þrýsting. Þær em ekki verk innlendrar yfirstéttar, held- ur em þær sumpart komnar til sögunnar þrátt fyrir hana. Upphefðin hefur komið að utan. Við eigum enn eftir að sýna fram á, að við getum rekið sjálfstætt og efnahags- lega öflugt lýðræðisríki á íslandi fyrir eigin tilverknað. Jónas Kristjánsson „Eina spumingin er hvernig haga eigi fyrirkomulagi á smásölu áfengis til neytenda," segir Vilhjálmur m.a. i grein sinni. Áfengiseliíkasala: Undanhald Svía og Finna Svlar, Finnar og Norðmenn hafa viðhaldið svipuðu fyrirkomulagi á viðskiptum með áfengi og íslend- ingar. Þar hefur einkasala á vegum ríkisins séð um að koma vörunni til neytenda og veitingastaða. Þetta fyrirkomulag áfengisviö- skiptanna hefur verið til umræðu í aðildarviðræðum þessara frænd- þjóða okkar að Evrópusambandinu en einkasölumar og viðskiptahætt- ir þeirra eru í engu samræmi við það frjálsræöi í viöskiptum og jafn- ræði milli aðila sem eru grundvall- aratriði á innri markaði Evrópu- sambandsins. Aðilum ekki mismunað Lengi leit út fyrir að frændþjóðir okkar myndu streitast á móti öllum breytingum á áfengiseinkasölun- um en skömmu fyrir jólin náöist samkomulag í málinu við Svia og Finna en Norðmenn eru enn við sama heygarðshomið og fyrr. Sam- kvæmt samkomulaginu sem kem- ur fram í bréfi Hans van den Broek til viökomandi ráðherra Svía og Finna er miðað viö að þessi ríki afnemi ríkiseinokun í innflutningi, útflutningi, heildsölu og fram- leiðslu á áfengi og þar með er talin heildsöludreifing tíl bara og veit- ingahúsa. Ennfremur kemur fram að ríkiseinkasala í smásölu verður heimil enda starfi hún með þeim hættí að einstökum aðilum verði ekki mismunaö. EES-samningurinn gildir í málinu í bréfi Hans van den Broek kem- ur líka fram aö Svíar og Finnar hafi samþykkt að taka upp löggjöf Evrópusambandsins varðandi einkasölur í EES-samningnum. Framkvæmdastjóm ES lítur svo á Kjallariim Vilhjálmur Egilsson aiþingismaður, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands aö breytingamar á fyrirkomulagi áfengisviðskiptanna eigi að gerast við gildistöku EES-samningsins. Ráðherramir, sem fara með þessi mál fyrir hönd Svía og Finna, þeir Ulf Dinkelspiel og Pertti Salolain- en, hafa sent Evrópusambandinu staðfestingarbréf þar sem þeir lýsa sig samþykka öllu sem kemur fram í bréfi Hans van den Broek. Því liggur fyrir að bæði Svíar og Finnar hafa gefist upp á að halda útí óbreyttri ríkiseinkasölu á áfengi gagnvart EES-samningnum. Þessi afstöðubreyting Svía og Finna og eins hin skýra afstaða Evrópusam- bandsins til málsins hlýtur aö verða mótandi fyrir niðurstöðu Eftirhtsstofhunar EFTA þegar hún fjaUar um málefni áfengiseinkasal- anna í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og á íslandi. Leiðarlok hjá ÁTVR Það getur varla verið annað en tímaspursmál hvenær sá formlegi úrskurður kemur að breyta þurfi um starfshættí ÁTVR. Því hlýtur aö vera æskilegt að íslensk stjóm- völd fari strax að vinna í málinu og afnemi hömlur á innflutningi, útflutningi, framleiðslu og heild- sölu með áfengi og þ.á m. dreifingu til bara og veitingahúsa. Eina spumingin er hvemig haga eigi fyrirkomulagi á smásölu áfengis til neytenda. Líklegt er að bijóta þurfi upp sameiginlegt innkaupakerfi þannig aö einstakar útsölur verði sjálfstæðar einingar. Þá hlýtur ein- hver að spyrja: Þarf ríkið þá endi- lega að vera að vasast í slíkum rekstri? Er ekki eðlilegra að það sé á valdi einstakra sveitarfélaga að ráða skipan áfengisútsölu hjá sér? Vilhjálmur Egilsson „Það getur varla verið annað en tíma- spursmál hvenær sá formlegi úrskurð- ur kemur að breyta þurfi um starfs- hætti ÁTVR.“ Skodanir aimarra Atvinnuuppbygging til langstíma „í atvinnuuppbyggingu til langs tíma verður aö þróa matvælaframleiðsluna sem best og byggja hana á eins góðu hráefni og ýtmstu möguleikar leyfa . . . Fiskvinnslan er í úlfakreppu fjárhagslega og slíkt fiármagn er ekki að fá, þrátt fyrir möguleikana sem blasa við. Þær fjárfestingar, sem fiskvinnslan leggur í miðaö við við núverandi aðstæður, verða að skila sér strax. Afkoma fyrirtækjanna þolir ekki neina bið eftír slíkum ávinningi.“ Úr forystugrein Tímans 1. febr. Friðanir á hrygningarslóð „Friðanir á hrygningarslóð þegar hrygning er í hámarki gegna m.a. þeim tilgangi að minnka sókn í elsta hluta hrygningarstofnsins. Þessi friðun má þó ekki verða til þess að sókn í yngri hluta stofnsins aukist . . . Vegna aukins veiðiálags em toppamir sem koma fram við 6-7 ára aldur þeirra fiska sem mynda sterku árgangana alltaf að verða minni og minni. Að sama skapi þá em það alltaf færri og færri fiskar sem ná 10 ára aldri.“ Dr. Guðrún Marteinsdóttir í Mbl. 2. febr. Losun geislavirkra ef na „ísland hefur margítrekað þá skoðun sína á al- þjóðlegum vettvangi, að fráleitt sé að þjóðir heims stuðh að því að auka losun geislavirkra efna út í umhverfið. Þess er að minnast að fyrr í vetur létu bæði Alþingi og ríkissjóm duglega til sín taka gagn- vart Bretum, þegar starfsemin í Sellafield var aukin. Nú verða menn aftur að bretta upp ermar; það geng- ur einfaldlega ekki aö ein þjóð geti óáreitt mengað fyrir öðnun lífsnauðsynleg hafsvæði." Úr forysturgrein Alþbl. 1. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.