Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrif t - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994. Fáskrúðsfjörður: Byggðasjóður eignast hótel Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfirði: Byggðasjóður eignaðist í gær Hótel Skálavík á Fáskrúðsfirði á nauðung- aruppboði. Hótelið var eign Hótel Skálavíkur hf. á Fáskrúðsfirði. Að- eins eitt tilboð kom fram á uppboðinu - frá Byggðasjóði - að upphæð 11 milljónir króna. Byggðasjóður hefur nokkrar vikur til að ganga endanlega frá kaupunum. íbúar í Árbæ Mikinn reyk lagði yfir hluta Árbæj- ar og Seláss í nótt. Ástæðan var að slökkviiiðið var við æfingar við Rauðavatn og lagði eld að gömlu húsi. Eftir að kveikt hafði verið í húsinu breyttist vindátt og lagði reyk yfir íbúðarhúsahverfi. Fylltust íbúðir af reyk og brá slökkvihðið á það ráð að kynda undir bálinu til að auka hita- uppstreymi svo reykurinn færi yfir byggðina. íbúar í Árbæ og Selási voru að vonum ekki ánægðir eftir óhappið. -pp Akureyri: Reyntað kveikja í skóla Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tilraun til íkveikju var gerð í Síðu- skóla á Akureyri í gærkvöldi. Athæf- ið komst upp þegar reyk lagði um skólann og kom slökkvilið strax á vettvang. Bekkjarkvöld fyrir 8. bekkinga var í skólanum og hafa einhverjir lagt leið sína að kjallara og komið fyrir flugeldi eða einhverju þess háttar milli stafs og hurðar. Talsverðan reyk lagði um húsið og kjallarahurð- in brann nokkuð. Innbrot í íbúðarhús Brotist var inn í íbúðarhús í Mos- fellsbæ í gærdag og stolið þaðan verulegu magni af skartgripum og heimiiistækjum. Innbrotið uppgötvaðist þegar heimihsfólk kom úr vinnu síðdegis í gær. Þá höfðu þjófar látið greipar sópa í húsinu. Samkvæmt upplýsing- um hjá RLR sást ekki til mannaferða við húsið en máhð er th rannsóknar. -PP Þarf að greiða H ■■■■ W ■ 9-2 milljónir Yfirskattanefnd hefur úrskurðað í máli Björns Önundarsonar, fyrr- verandi yfirtryggingalæknis Tryggingastofnunar ríkisins. Sam- kvæmt heimildum DV nemur end- urálagning yfirskattanefndar á yf- irtryggingalæknimi fyrrverandi um 9.2 mihjónum króna. Mál Björns hefur verið til með- ferðar hjá yfirskattanefnd í nokkra mánuði eftir að Bjöm kærði úr- skurð ríkisskattstjóra um 9.4 mihj- óna endurálagningu. Upphaflega voru mál flögurra lækna send til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglu seinrd hluta árs 1992. Rannsóknin náði til ár- anna 1988 til 1991 og beindist eink- um að þeim greiðslum sem lækn- arnir fengu frá tryggingafélögum vegna vinnu við gerð örorkumata og aðra þjónustu. Snemma á seinasta ári voru mál læknanna send saksóknara. Máh tveggja þeirra lauk rneð viðurlaga ákvörðun sem áður var kallað dómssátt en málum tveggja, Björns og Atla Þórs Ólafssonar, fyrrver- andi tryggingalæknis bjá VIS, er enn ólokið. Máhn hafa verið til meöferðar lajá rikissaksóknara í töluverðan tíma en ekki er hægt að ljúka meðferð þeirra þar fyrr en skattayfirvöld hafa úrskurðað i málunum. Þvi er nú lokið í að minnsta kosti öðru málinu. Úrskurður vfirskattanefndar hefur samkvæmt heimildum DV ekki enn borist saksóknara sem líklega gefur út ákæru á næstu dögum í máli Björns en ekki er vit- aðumstöðumálsAtla. -pp Það hefur mikið gengið á undanfarið vegna frumvarps til breytinga á búvörulögunum. Frumvarpið kom svo fram seint í gærdag eftir að framsóknarmenn höfðu i tvígang hótað að krefjast þess að þeirra frumvarp um breytingar á búvörulögunum yrði tekið fyrir á Alþingi. Davíð Oddsson var ekki beint bliður i augunum þegar hann ræddi við Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra um frumvarpið rétt áður en það var lagt fram. DV-mynd GVA Ammoníakslekinn: Ábyrgðar- hluti af hálfu SS - segir Hjörleifur Kvaran Töluvert magn af ammoníaki fór út í andrúmsloftið þegar unnið var að því að hreinsa út úr frystiklefum í gömlum byggingum Sláturfélags Suðurlands, SS, við Skúlagötu í gær- kvöld. Lögregla gekk í nærliggjandi hús og hvatti fólk til að loka gluggum híbýla sinna en að öðru leyti reynd- ist ekki veruleg hætta á ferðum. Húsið og lóðirnar eru eign Reykja- víkurborgar og segir Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lögfræði- og sljómsýsludeildar Reykjavíkur- borgar, að það hafi komið sér mjög á óvart að talsmaður Sláturfélagsins hafi reynt að þvo hendur sínar af þessu máh. „Við nánast gengum út frá þvi að við gætum gengið hreint til verks. Það er ábyrgðarhluti af hálfu Sláturfélagsins að skilja eftir slík eiturefni.“ Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að kælivélar hafi verið fjar- lægðar úr húsinu fyrir tæplega ári. Leiðslumar hafi staðið opnar síðan og menn tahð sig hafa tæmt allt ammoníak af kerfinu. Hann hafi far- ið yfir þetta með sínum tæknifræð- ingum í gærkvöld og þeir hafi hallast að þeirri niðurstöðu að olíustífla hafi verið í kerfinu. Það hafi orsakað þettaóhapp. -pp Selfoss: Sigurður stef nir áefstasætið „Ég gef kost á mér til forystu fyrir flokkinn í kosningunum," sagði Sig- urður Jónsson, kennari á Selfossi, við DV í morgun en hann stefnir á 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Selfossi í vor. Sigurður haföi ákveð- ið að hætta en eftir áskoranir flokks- systkina sinna snerist honum hugur. Bryndís Brynjólfsdóttir, sem hefur leitt flokkinn undanfarin ár, gefur ekki kost á sér í prófkjörinu. Þetta var niðurstaðan eftir mikil funda- höld á Selfossi í gær. „Ástæðan fyrir þessum sinnaskipt- um er að ég vissi ekki af því fyrr en seint að Bryndís hygðist hætta. Ég hafði ekki ætlað mér í neinn próf- kjörsslag. Síðan tók ég þá ákvörðun að gefa kost á mér eftir áskoranir frá fomstumönnum flokksins, flokks- mönnum og vinum. Fólki þótti slæmt að báðir forystumenn flokksins skylduhætta,“sagðiSigurður. -bjb LOKI Það er munur að hafa bæði bruna- og slökkvilið! Veðriö á morgun: Hiti um frostmark Á morgun verður suðaustlæg átt og sums staðar strekkingur. Dáhtil slydda verður öðm hverju á Suðaustur- og Austurlandi, smáél suðvestanlands en aftur á móti þurrt og bjart norðanlands. Á Vesturlandi og Vestfjörðum rofar til síðdegis. Sums staðar verður dáhtið frost í innsveitum fyrir norðan en annars verður hiti um frostmark. Veörið í dag er á bls. 44 NSK KÚLULEGUR Pottlgeit SuAuriandsbraut 10. S. 686499. ÞREFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.