Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUK 19. FEBRÚAR 1994 1S Fiðringur í febrúar Febrúar er sérkennilegur mán- uöur. Fyrir það fyrsta er hann stuttur. Þaö er svo sem ágætt vegna þess aö varla er hægt aö hrópa húrra fyrir veðráttunni í þessum mánuöi. í annan stað þurfa lands- menn aö borga sitt jólahald í fehrú- ar. Menn setja undir sig hausinn í desember, kaupa og halda jól og áramót og taka svo örlögum sínum í febrúar. í þriðja lagi kynna ferða- skrifstofurnar bæklinga sína í fe- brúar. Fer þá fiðringur um ýmsa og útlandaglampi kemur í augun. Skiptir þá engu hvort menn eiga fyrir ferö til fjarlægra landa eða ekki. Það kostar ekki neitt aö láta sig dreyma. Landafræði á eldhúsborði Ég veit það hins vegar, af gamalli reynslu, að sumir láta sér ekki nægja að dreyma. Þeir viija fram- kvæmdir. Þennan hóp fylhr minn betri helmingur. Ég hef því alltaf talsverðan vara á mér í febrúar. Það veit alltaf á eitthvað þegar ryk- ið er dustaö af gamla atlasinum og konan fer að kynna sér landa- fræði. Þetta fer mjög saman við þá helgi þegar ferðaskrifstofumar kynna bæklingana. Ég segi ekki orð og verð mjög mörlandalegur í framan. Þannig hta menn út sem aðeins vilja aka hringveginn. Konan tekur ekkert mark á þessu. Ég heyri að hún er komin í símann og ræðir verð og skilmála á einhveiju. Ég sökkvi mér betur ofan í blaðalestur í sófanum. Næsta dag hggja þeir á eldhúsborðinu. Ég mátti svo sem vita það. Ég hef séð þá áður, bæklingana. Allir eru þeir htprentaðir. Ég sé glatt fólk, hálf- bert, á sólarströndum. Aðrir eru að leigja sér bíla og leggja galvask- ir upp í draumaferðina. Enn blasir viö fólk á glæshegum veitingastöð- um. Steikurnar eru á borðinu og vínið ghtrar í glösunum. Ferðir út og suöur eru sýndar á kortum. Allt er svo auðvelt, fahegt og skemmti- legt. Ekki spillir heldur veröið. Það hefur aldrei verið hagstæðara. Svo segir að minnsta kosti í bækhngun- um. Gott ef nýjasta tískuorðið, verðhjöðnun, sést ekki einhvers staöar. Þetta er ódýrara en í fyrra og jafnvel ódýrara en í hittifyrra. Þá er miðað við krónutölu en ekki uppreiknaðan samanburð. Við mér blasa Evrópuferðir, Asíuferðir, sól- arlandaferðir ýmiss konar, Amer- íkuferðir, sighngar á lúxusskipum og bæklingamir enda á heimsreis- um. Glæsidömur í flæðarmáli Konan er blíð á manninn og þennan glampa þekki ég. Ég veit raunar fyrirfram að slagurinn er tapaður en það sakar ekki að þrá- ast svohtið við. Ég verð var við það aö einn bæklingurinn fær heldur mýkri meðferð en hinir. Honum er flett oftar og greinhegt er að áhugi konunnar er mjög bundinn við þetta ritverk. Ég kíki yfir öxlina á henni og sé að bækhngurinn er röndóttur og á forsíðunni blasa við tvær glæsidömur 1 flæðarmáh. Önnur gengur í hvítu bikinh á hvít- um sandi en tæmar á hinni ná aðeins út í bláan sæinn. Sú er í bláu bikiníi. Ekki klikkar fag- mennskan á auglýsingastofunni, hugsa ég með mér. Bak við bikiní- dömumar sér í íturvaxin karl- menni. Karlmennin láta sem ekk- ert sé. Ganga þama með sólgler- augu á eftir barmfogrum bjútíun- um, rétt eins og það hafi engin áhrif á þá. Aht er þetta fólk brúnt og hehsuhreystin uppmáluð. Bláa bjúthð er meira að segja með vasa- diskó. Hún verður að ýísu að halda á tækinu því á efnishtilh lenda- pjötlunni er ekki pláss fyrir vasa. Ég kíki aðeins betur á myndina og sé mér th óblandinnar ánægju aö aðeins ghttir í gráskeggjað gam- almenni með bumbuna út í loftið. Enn lengra í burtu er lærabreið kona í svörtum og gulum sundbol. Miðjan á bolnum er gul en lendam- ar svartar. Sennhega er bolurinn htaður svona svo konan sýnist mjórri. Þetta fólk hefur sennilega ekki átt að vera með á myndinni. Leikurinn tapaður Ég sé fyrirsögn á bækhngnum þar sem talað er um sólarströnd í algerum sérflokki. Við þetta er bætt hvítum stöfum á rauðum grunni: „Bærinn sem sóhn elsk- ar“. Nú veit ég fyrir víst að leikur- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri inn er tapaður. Þessar lýsingar hræra svo upp í útþrá konunnar að ekki verður við ráðið. „Komum th Flórída, elskan,“ segir konan og hefur ekki augun af sandinum hvíta og hafinu bláa. „Það er svo æðislegt á Flórída," bætir hún við og ég sé Ameríkudrauminn lík- amnast í henni. „Tökum stelpum- ar með og förum f vetur áður en við hálsbrjótum okkur á klakanum héma.“ Konan þarf ekki aö lýsa skoðunum sínum á veöurfari á Faxaflóasvæðinu. Hún veit að mér er fullkunnugt um áht hennar á því. Það stenst ekki samanburð við veðrið á ströndinni hvítu. Af veikum mætti reyni ég að höfða th hennar betri manns. „Hvað með þjóðarhag?" spyr ég. „Er ekki aht að fara th andskotans? Jafnvel Jón og Davíð hættir að tal- ast við.“ Konan bendir óðar á að nú veiðist loöna sem aldrei fyrr og metverð fáist fyrir frystar loðnuaf- urðir í Japan. „Maöur verður að vera bjartsýnn," segir konan. „Það þýðir ekki þetta eilífa volæði. Ein- hver verður að sýna frumkvæði og gera eitthvað. Eru þessir spekingar ekki ahtaf að tala um að það sé hættulega líth fjárfesting á íslandi? Nú fjárfestum við í Flórídaferð og styrkjum þannig bæði ferðaskrif- stofu og flugfélag. Ekki veitir þeim af.“ Hvað með bjúkka? Konan verður ansi mælsk þegar við ræðum utanlandsferðir sem hún stingur upp á og ég samþykki ekki fyrr en eftir langt þref. Fyrst ekki dugði að benda konunni á þjóðarhag leyfði ég mér að benda á hag heimhisins. „Það var nú ekki mikhl afgangur eftir að við borguð- um jólaplastið um mánaðamótin," sagði ég. „Iss,“ sagði konan, „ég blæs á þetta píp í þér. Ef þér dytti í hug að kaupa bh þá væri th nóg af peningum. Við drífum okkur.“ Mér fannst þessi athugasemd um bhinn koma úr hörðustu átt. Ég lét það nefhilega eftir henni á síðasta ári að seþa ameríska eyðslukláfinn og í staðinn fjárfestum við í jap- önsku farartæki sem þekkir ekki bensínstöðvar nema af afspum. Annað mál er svo að ég fékk að hafa ameríska kláfinn í friði en hún hefur að mestu eignað sér hrís- grjónaverkfærið japanska. Ég sá mér því leik á borði fyrst hún ætl- aði að draga mig th Ameríku. „Má ég þá leigja mér almennhegan Bjúkka?" spurði ég vongóður. „Það þýðir ekkert að þvælast um amer- íska hævegi nema á almennhegu farartæki." Ég gleymdi mn hríð hag þjóðar- innar og ekki síður fjármálum heimhisins er ég sá mig í anda setj- ast inn í Bjúkkann, draga að mér stýrið og setja í dræviö. í huga mér leið drekinn á aðrein inn á hæveg- inn þar sem ég pikkaði hann þann- ig að kona og böm þrýstust aftur í sætin. Ég vaknaði upp af draumn- um þegar konan sagði: „Við fáum okkur eitthvað spameytið. Ég ætla ekki að fara að eyða peningunum í einhveija vitleysu." Þá mundi ég það. Hún er ekki mikið fyrir sjálf- skiptingar og því síður fyrir velti- stýri. Það dugði htt þótt ég segði henni að bensínið væri ódýrt á Flórídaskaganum. „Konan á ferða- skrifstofunni sagði að við gætum fengið Eskort eða Kórohu á góðu, verði. Það er fínt fyrir okkur fjög- ur,“ sagði eiginkonan. Þar með var það útrætt. Limminn verður því að bíða betri tíma. Moll-glampi og tvö golfsett „Æthði th Flórída?" sögðu strák- arnir okkar í kór. „Fínt, þá höfum við húsið út af fyrir okkur, lausir við gamla settið." Þeir virtust ekki harma það aö sjá af foreldrum sín- um um stund. Þeir snem sér th móður sinnar af gamalh reynslu: „Þú verður að kaupa fyrir mig íþróttagaha og körfuboltaskó," sagði sá yngri. „Dragðu pabba með þér í almennhega búð og kauptu handa mér golfsett," sagði sá eldri. „Settin eru á finu verði í Flórída," bætti hann við. Það kom moh- glampi í augun á konunni. Ef eitt- hvað sléer út strendurnar á Flórída þá er það heimsókn í verklegt moll. Þar er hægt að eyða hehu dögunum í aðskhjanlegum búðum, stómm jafnt sem smáum. Téður moh-glampi varð þó ekki greindur í augum fóðurins. Th- hugsun um slíkar stofnanir setur ekki lengur að mér hroh heldur eins konar doða. Ég reif mig þó upp og sagði eldri guttanum að ef keypt yrði golfsett þá væri það handa mér. Eg benti honum líka á að því yrði sennhega fálega tekið í tolhn- um ef ég mætti með tvö sett. „Hvað er þetta, eruð þið ekki tvö?“ sagði strákur sem hefur svör við öUu. Flórídaferðin var komin á fram- kvæmdastig. Máhð er eins einfalt og sagði í gömlu Loftleiða-auglýs- ingunum: „Fly now - pay later"!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.