Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Page 18
18
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994
Dagur í lífl Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara:
Bréfaskrif á kaffihúsi
Á mánudagsmorgun var ég svo
bjartsýn að ég lét vekjaraklukkuna
hringja klukkan hálfsjö. Þegar ég
vaknaði stillti ég hana klukkutíma
seinna eða rétt fyrir klukkan hálf-
átta því ég var ekki alveg tilbúin
að vdcna svona snemma. Þá fór öll
fjölskyldan á fætur og dóttir mín,
tíu ára gömul, var drifin í skólann.
Eftir að viö hjónin höfðum keyrt
hana í skólann fórum við í Seltjarn-
amessundlaugina eins og við ger-
um yfirleitt á morgnana. Eg fór síð-
an heim og fékk mér smávegjs að
borða. Síðan lá leiðin vestur í Há-
skólabíó en þar byrjaði klukkan
hálftíu æfing með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands.
Nýr gestasijómandi, Dietfried
Bernet, stjómaði hljómsveitinni.
Hann byrjaði á því að æfa forleik
eftir Carl Maria von Weber að óper-
unni Der Freischiitz fram að hléi.
Eftir hlé tókum við að æfa Sinfóníu
nr. 1 eftir Schumann.
Æfingin stóð til klukkan korér
fyrir eitt og eftir að hafa gengið frá
ýmsum málum fyrir hljómsveitina
fór ég beint niður í miðbæ þar sem
ég þurfti að sinna ýmsum erindum.
Ég þurfti að koma við í banka og
fara á ferðaskrifstofu og kaupa far-
seðla fyrir Trió Reykjavíkur en við
erum á fórum til Danmerkur eftir
helgina.
Þegar erindunum var lokið
skrapp ég inn á Sólon íslandus og
fékk mér kakóbolla og rúnstykki.
Ég náði því líka að skrifa sendibréf
á kaffihúsinu áður en ég þurfti að
þjóta áfram.
Rúmlega hálfþijú ók ég niður að
Dómkirkju þar sem ég var að fara
að spila við jarðarför og lagði þar
ólöglega en með samþykki lögregl-
unnar.
Þegar þessu verki mínu var lokið
var æfing hjá Tríói Reykjavikur á
dagskrá en ég freistaðist nú samt
til að kíkja aöeins inn í skóverslun
í fimm til tíu mínútur þar sem var
útsala áður en ég hélt heim þar sem
æfingin átti að vera. Þar biðu mín
maðurinn minn, Gunnar Kvaran,
og Halldór Haraldsson en það erum
við þrjú sem myndum tríóið. Þeir
voru þegar byijaðir að æfa þegar
ég kom.
Eg átti að taka á móti nemanda
klukkan sex en hann forfallaöist
þannig að við héldum æfingunni
áfram til klukkan hálfsjö. Þá tók
ég mér hálffima hlé, fékk mér te
og las blöðin. Klukkan sjö kom til
mín nemandi sem var hjá mér til
klukkan átta.
Þá voru maðurinn minn og dóttir
mín löngu farin út að sinna eigin
erindum. Þau höföu fundið sér eitt-
hvað að borða í ísskápnum. Þetta
hafði í raun verið minn dagur til
að elda því að við skiptumst á en
vegna anna hafði ég hvorki komist
í búð né til að gera neitt af viti sem
húsmóðir. Ég fann mér sjálf af-
ganga til að borða og sat fyrir fram-
an sjónvarpið þangað til maðurinn
og dóttirin komu heim af fundi og
kóræfingu.
Ég lauk við að horfa á Já, ráð-
herra og fór síöan að sinna dóttur
minni og hjálpa henni í rúmið. Hún
vill heyra gátur fyrir svefninn og
einhvem veginn gat ég komið einni
gátu frá mér sem henni líkaði. Þeg-
ar dóttirin var sofnuð fór ég að taka
til í skúffum og vinna í pappírum
fyrir skattinn. Um hálftólfleytið
gafst ég upp, reyndi að lesa svolítið
en hef sennilega verið sofnuð um
miðnætti.
Finnur þú fnnm breytingai? 245
Myndir þú ekki vilja taka ryksuguna úr sambandi augnablik? Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðnum
birtum við nöfn sigurvegar
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spihð,
eitt vinsælasta fiölskyldusph í
heimi. 2 veröjaun: Fimm Úr-
valsbækur. Bækumar, sem
era í verðlaun, heita: Mömmu-
drengur, Þrumuhjarta, Blóðr-
únir, Hefia og Banvæn þrá.
Bækumar em gefiiar út af
Fijálsri fiölmiðlun.
Merkið umslagið með lausn-
inni:
Finnur þú finun breytingar? 245
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð fertugustu og þriðju getraun
reyndust vera:
1. Birgir Þór Þrastarson,
Grænugötu 12, 600 Akureyri.
2. Arnfríður Jóhannesdóttir,
Sandbakkavegi 6, 780 Höfn.
Vinningamir verða sendir
heim.