Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Síða 31
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 43 Atvinnuleysi og atvinnu- missir Vinnan tekur hlutfaUslega mfestan tíma ævinnar. Hún mótar einstakl- inginn, göfgar hann eða spilhr hon- um. HoUvinur mannkynsins Sig- mund Freud sagði á 4ða áratug ald- arinnar að ekkert hefði eins mik- inn mátt og vinnan tíl að treysta samband mannsins við veruleik- ann. Hann lét svo um mælt að ást- in og vinnan væru athafnir sem gerðu manninn að heilsteyptum einstaklingi og kæmi þar ástin á undan vinnunni. Ýmsar eiginkon- ur vinnusamra manna á öUum aldri efast þó um þessa niðurröðun. Þær segja að vinnan komi á undan ástinni og heimUinu. Um iangt skeið var næga vinnu að hafa á Islandi enda var mikU þensla í efnahagslífinu. Menn gátu farið á sjó, í byggingavinnu eða aðra verkamannavinnu fyrirhafn- arlítið en nú er öldin önnur. At- vinnuleysi hefur haldið innreið sína með tilheyrandi eymd og ör- yggisleysi. Háir sem lágir missa vinnu sína vegna flöldauppsagna, lokana, gjaldþrota og endurha- græðingar. í nágrannalöndum okk- ar ríkir svipað ástand sem útilokar utanferðir og flótta tU fjarlægra landa. Fjölmargar rannsóknir sýna að atvinnuleysi hefur skaðleg áhrif á líf fólks. Dagarnir glata tilgangi sínum, tUbreytingarleysi tílver- unnar verður yfirþyrmandi og at- vinnulausir virðast glata sjálfs- virðingu sinni. Þessu fólki finnst það vera fyrir í samfélaginu, hafa misst öll áhrif og margir eru þeir sem gefast upp í lífsbaráttunni og telja sig best komna á opinberu framfæri. Þetta ástand hefur í for með sér aukna tíðni þunglyndis, hjónaskUnaði og alvarlega upp- lausn ífjölskyldum. Margir at- vinnulausir leita sér huggunar í áfengi eða öðrum vímugjöfum, leggjast í spUafíkn eða velja sér ein- hverja aðra flóttaleið frá veruleik- anum. Skaðleg áhrif á sáhna auk- ast eftir því sem atvinnuleysið stendur lengur. Fólk fyUist heift og reiði og vonleysi sem oft bitnar á öðrum í fjölskyldunni; maka, börn- um, foreldrum eða öðrum nákomn- umættingjum. Eins og ástvina- missir Þessi dapurlega upptalning skýr- ir vel að margir hræðast atvinnu- leysi meira en nokkuð annað. Fólk viUaUttU þess vinna að hafa eitt- hvert starf og rígheldur sér í skófl- una sína, lyklaborð tölvunnar eða stýrið á bUnum sínum og grátbiður um að fá að halda vinnunni sinni. Þessi ótti gerir atvinnuleysi að ágætu stjórntæki í höndum ráð- andi afla í þjóðfélaginu. ÖU verka- lýðsbarátta verður mun erfiðari í atvinnuleysi en á öðrum tímum. Uppsagnir á fjölmiðlum eru mönn- um áminning um að gæta vel tungu sinnar og penna. SkyndUegur atvinnumissir er að mörgu leyti eins og ástvínamissir. Grunnur tilverunnar virðist gliðna í sundur. Margir eru þeir sem fá margs konar líkamleg einkenni við þessar aðstæður; meltingartruflan- ir, nábít, svimaköst, hjartsláttar- köst, andarteppu og önnur streitu- einkenni. Fólk finnur hvemig ör- yggi þess er ógnað og bregst við því með reiði, beiskju og ásökunum. Lævís og nagandi tUvistarkvíði Álæknavaktmiú læðist eins og vofa inn í sáUna og eyðUeggur aUa lífshamingju og sælu. Margir missa aUa von við þessi ótíðindi. Þeir sjá engan tU- gang í því að fara á fætur á morgn- ana, missa aUt frumkvæði, leggjast í sjálfsvorkunn og reglubundið líf leggst í rúst. Á þessum krossgötum verður sá atvinnulausi að endurskoða Uf sitt. Hann verður að finna að lífið sé þess viröi að lifa því þrátt fyrir tímabundna erfiðleika en leggjast ekki í uppgjöf og vonleysi. Hann þarf að átta sig á nýjum veruleika, losa sig við það sem hann getur verið án og endurskipuleggja fjár- hag sinn. Á þessum tíma skiptir miklu að fjölskyldan standi saman og átti sig á nýjum veruleika. Menn skUja í þessum þrengingum hverjir eru raunverulegir vinir og hveijir eru viðhlæjendur. Menn þurfa að ná áttum Margar starfsstéttir hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika á Uðnum tímum, bændur, málmiðnaðar- menn o.fl. Það er mikUvægt að stjórnvöld átti sig á sálrænum erf- iðleikum atvinnulausra og hjálpi þeim til aö ná áttum við breyttar aðstæður á nýjan leik. Margir eru þeir sem þarfnast mikUs stuðnings í þessu gjömingaveðri svo að þeim takist að ná einhveijum áttum á nýjan leik. Uppboð á lausafjármunum Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar I Reykjavík, skiptastjóra dánarbúa, gjaldþrotabúa, ýmissa lögmanna, banka og stofnanna o.fl. fer fram nauðungaruppboð laugardaginn 26. febrúar 1994 I uppboðssal toll- stjórans I Reykjavík í tollhúsinu við Tryggvagötu, hafnarmegin, og hefst þaðkl. 13.30. Seldir verða eftir kröfu tollstjóra ýmsir lausafjármunir, ótollafgreiddir og upptækir. Svo sem: Benz vörubíll, árg. 1985, 5.300 kg, Volvo 245 1979 1420 kg, Volvo vörubíll, yfirb. pallur, 1985, 7.150 kg, Suzuki mótorhjól, alls konar varahlutir I bifreiðar, báta og skip, alls konar fatnaður á konur, karla og börn, alls konar skófatnaður, auglýsingavörur, þakpappi, 865 kg, veggasfalt, 705 kg, cylinderrör, ca 900 kg, kassettur, 156 kg, tölvuhlutir, verkfæri, 8 pl. pokar, 6630 kg, öxlar, 675 kg, gólfteppi, ca 8000 kg, vefnað- arvara, plastic items 1500 kg, sælgæti, hreinlætisvara, plötur ryðfr., rafmagns- vörur, 16 cl dekk, ca 1680 kg, snyrtivara, linoleum, korkur, innrétting f. verslun, marmari, fiskvél, sápur, lampaskermar, skápar, ruslafötur, gervigarn- ir, 3 cl stál, ca 2000 kg, borð og könnur, ca 1222 kg, leirvörur, ca 950 kg, húsgögn, járnplötur, ca 2080 kg, rifill og margt fleira. \ Eftir kröfu ýmissa lögmanna, banka, sparisjóða og stofnana. Svo sem: 6 víxlar, hver að fjárhæð kr. 220.000, útg. 11. júni 1993 af Ester Antonsdóttur, samþ. til greiðslu af Þorbirni Pálssoni, ábektir af Karli PálsA syni til greiðslu með mánaðar bili frá 12.10 '94-12.3 '95. Víxlar þessir eru\ óstimplaðir. Tvíþátta triflex D - ca 300 fm, triflex BT-svalagólf, 100 fm + dúkur fyrir 400 fm, triflex, yfirborðsherðir, herðir v/þornunar, dip france acryl þéttiefni, dip top vatnþéttiefni, ryðvarnarefni vatnafæla úr múr, bóka- safn, ca 1500 bindi, m.m. Alls konar munir úr dánarbúum og þrotabúum, rafsuðuvír, reiðahjólavarahlutir, 1 pl. leður, tannburstar, fatnaður, sjónvarps- tæki, ca 50-70 stk., notuð, hljómflutningstæki, frímerki, mynt, alls konar skrifstofubúnaður og húsbúnaður, heimilistæki og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- ara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík Ef þú kauprir nýjan eða notaðan Skri-doo vélsleða núna ••• færðu aukahlutri að verðmætri kr. 30*000«- ókeypris!: I^ÍSLI JÓNSSONHF Bfldshöfða 14 112 Reykjavík Sími686644 Tilboðið gildir eingöngu um vélsleða að verðmæti kr. 200.000,- eða dýrari. Um uppítökur er ekki að ræða í tilboði þessu nema að sérstaklega sé um samið. Umboðsmenn okkar eru: Bílval á Akureyri, Nonni, Bolungarvík og Bílasalan Fell, Egilstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.