Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Qupperneq 32
44
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994
Sviðsljós
Ljósmyndari Benetton-fyrirtækisins:
Kemur boðskap á framfæri
með auglýsingunum
Oliviero Toscani, ljósmyndari Benet-
ton-fyrirtækisins, tók fyrst myndir
þriggja ára gamaU. Oliviero, sem er
fæddur 1950, var táningur þegar
hann fékk myndir sínar birtar í dag-
blöðum. Faðir Olivieros var aðalljós-
myndari helsta dagblaðs Ítalíu,
Corriere della Sera.
Eftir að hafa stundað ljósmynda-
nám, hönnun og grafík í listaskóla í
Ztirich í Sviss fór Oliviero að mynda
fyrir tískublöð eins og Elle, Vogue
og Harper’s Bazaar. Eiginkona hans,
Kristi, sem er norsk, var fyrirsæta.
Þau eiga þrjú böm en Oliviero á
einnig þrjú börn frá fyrra hjóna-
bandi.
Áður en Ohviero fór að valda nán-
ast jarðskjálfta með myndum sínum
fyrir Benetton var hann búinn aö sjá
um auglýsingaherferðir fyrir Esprit
Jeans, Club Mediterranée, Bata sho-
es, PreNatal, Nordica ski og Fi-
orucci. Til Benetton kom hann 1982.
Hann segist flytja heim þjóðfélags-
legra vandamála inn í draumaheim
auglýsinganna. Hann segir að
ímyndin sé raunverulegri en sann-
leikurinn. „Rithöfundar leita að
sannleikanum með orðum. Listmál-
arar leita einnig að sannleikanum.
En ljósmyndin er raunveriUegri en
raunveruleikinn. Takið eftir þvi.“
Árlega berast Benetton-fyrirtæk-
inu yfir eitt þúsund bréf þar sem
menn lýsa ýmist ánægju sinni eða
óánægju með ljósmyndaherferðirn-
ar. OUviero kveðst fremur kjósa
óánægjubréfin því þau opni augu
hans fyrir möguleikum sem hann
hafi ekki séð.
Hann segir að eyðniauglýsingarnar
hafi haft þau áhrif að fólk er nú
meðvitað um mál sem margir hefðu
kosið að þegja yfir.
Hvort sem menn hrífast af Benet-
ton-auglýsingunum eða ekki þá hafa
þær vakið athygli. Fluttir hafa verið
fyrirlestrar um þær í háskólum í
New York, London, Madrid, Frank-
furt, Moskvu, Istanbul, Kaíró, Stokk-
hólmi, Jóhannesarborg, NapóU,
Flórens og Mílanó.
Myndataka hjá Oliviero getur kost-
að allt að 70 milljónir króna. En hann
tekur einnig að sér að mynda fyrir
ekki neitt ef honum finnst málefnið
mikilvægt og þeir sem leitað hafa til
hans eru féUtlir.
Auglýsingin með blökkukonunni meó hvítt barn á brjósti vakti gífurlega
athygli.
Oliviero með þremur barna sinna, Rocco, Lola og Ali.
Ætlar aldrei að
giftast aftur
Veronica Hamel, sem lék saksókn- sjúkrahúsi á deild fyrir böm sem
Veronica Hamel í hlutverki sínu í
Hill Street Blues ásamt Daniel Tra-
vanti sem lék Frank Furillo.
arann Joyce Davenport í sjónvarps-
myndaflokknum Hill Street Blues,
hefur engan áhuga á fostu sam-
bandi. það eru um átta ár síðan hún
skildi við leikarann Michael Irving
og síðan hafa verið ýmsir menn í lífi
hennar en enginn sem hún viU
bursta tennur við hliðina á í baðher-
berginu á morgnana. Veronica, sem
er 48 ára gömul, segist hafa nógan
félagsskap af síamsköttunum sínum
tveimur og börnunum sem hún
heimsækir á sjúkrahús.
Hún starfar sem sjálfboðaUði á
hafa verið misnotuð kynferðislega.
Veronica kveðst sjálf hafa verið mis-
notuð af skólabræðram sínum. Þeir
hafi neytt hana til að afklæðast en
ekki þvingað hana tU neins annars.
Það hafi samt tekið hana mörg ár að
jafna sig.
Veronica er fædd í PhUadelphiu í
Bandaríkjunum. Faðir hennar gerði
við gömul húsgögn og móðir hennar
sinnti húsmóðurstörfum að mestu.
Fjölskyldan var ekki auðug en nú eru
fjárráð Veronicu svo góð að hún þarf
ekki að eltast við hlutverk.
fritíma sínum starfar Veronica á
deild fyrir börn sem hafa verið mis-
notuð kynferðislega.
Ólyginn
... að það vaeri álit lækna að
það væri ekki heilsusamlegt að
gera æfingar eins og Sylvester
Stallone þannig að æðarnar yrðu
eins og ormar utan é líkamanum.
.að kvlkmyndaleikarinn Tom
Cruise hefði þurft að léttast um
17 kiló vegna vamplruhlutverks.
Tveir kokkar hafa séð um að elda
kaloríusnauðan mat handa
stjörnunni sem er orðin mögur
og kinnfiskasogin.
... að Victoria Sviaprinsessa
væri ekki alltaf ánægð þó hún
brosti breitt opinberlega. Það er
skólinn sem veldur henni
áhyggjum eins og svo mörgum
unglingum. Bekkjarfélögum
hennar fækkar því þeir sem tii-
heyra ekki kliku prinsessunnar
eru óánægðir i bekknum.
...að Bill Wyman, sem nú er
57 ára, ætti von á bami með eig-
inkonu sinni Suzanne sem er 34
ára. Fyrir á hann 31 árs gamlan
son með fyrrverandi konu sinni
sem er móðir Mandy Smith.
... að Jóakim Danaprins, sem
er 24 ára, hefði sagt kærustunni
sinni, Iben Detlefs, upp simleiðis
en þau hafa verið saman i fimm
ár. Menn velta þvi nú fyrir sér
af hverju prinsinn hafi verið svo
kjarklítill að nota simann við
uppsögnina.
að Jack Nlcholson og gamla
kærastan hans, Anjelica Huston,
sem hann yfirgaf endanlega fyrir
nokkrum árum, hefðu sæst Þau
eru sögð ætla að leika saman i
kvikmynd á næstunni.