Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
5
Fréttir
Prófkjör Alþýðuflokksins 1 Kópavogi um helgina:
Guðmundur Oddsson
óskoraður oddviti
- búist við Kristjáni Guðmundssyni 1 eitt efstu sætanna
Tólf manns gefa kost á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins i Kópavogi en þar af
er um helmingur nýr á þeim vettvangi. Flestir eru sammála um að reynsla
núverandi bæjarfulltrúa gefi þeim töluvert forskot.
Það er engum blöðum um það að
fletta að Guðmundur Oddsson þykir
óskoraður oddviti krata í Kópavogi.
Eru allir viðmælendur DV sammála
um að hann tróni í efsta sæti að af-
loknu prófkjöri vegna bæjarstjórnar-
kosninganna sem fram fer næstkom-
andi laugardag og sunnudag.
Guðmundur hefur verið bæjarfull-
trúi fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi
frá 1978 en hann var í efsta sæti A-
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
listans í tveimur síðustu bæjar-
stjómarkosningum. Þá er Guðmund-
ur áberandi í starfi Alþýðuflokksins
á landsvísu sem formaður fram-
kvæmdastjómar.
Meiri barátta getur hins vegar orð-
ið um annað sætið og þykir þátttaka
Kristjáns Guðmundssonar, fyrram
bæjarstjóra í Kópavogi, í prófkjörinu
hafa þar töluvert að segja. Sigríður
Einarsdóttir bæjarfulltrui var í öðm
sæti í síðustu kosningum en Helga
E. Jónsdóttir í því þriðja.
Eftir því sem DV kemst næst er
spáð að Kristján komist upp á milli
þeirra kvenna og lendi líklegast í
þriðja sæti. Hvor kvennanna verður
ofan á þykir viðmælendum blaðsins
erfiðara um að spá þó tilhneiging
verði til að hafa tvö efstu sætin
óbreytt frá því síðast. Er nefnt að
kratar í Kópavogi vilji hafa jafna
skiptinu kvenna og karla í efstu sæt-
unum.
Kristján arftaki Guömundar?
Kristján hefur ekki blandað sér í
póhtík áður. Þó hann hafl verið
merktur framsóknarmönnum í þá tið
er hann var félagsmálastjóri Kópa-
vogs og hafl orðið bæjarstjóri fyrir
þrýsting Framsóknar 1986 em menn
ekki á eitt sáttir um áhrif pólitískrar
fortíðar hans á útkomuna í prófkjör-
inu. Nokkrir viðmælendur DV segja
hann htinn póhtíkus, hann eigi lítið
erindi í bæjarstjóm, hafi átt erfitt
með að taka ákvarðanir í bæjar-
stjórastólnum og hafi nú hlaupið til
'kratanna þar sem þeir útveguðu
honum vinnu í Hafnarfirði eftir að
hann vék sem bæjarstjóri. Aðrir
leggja aðaláherslu á persónulega
hylh hans sem félagsmálastjóra og
síðar bæjarstjóra. Hann þurfi ekki
að treysta á póhtískt minnisleysi
kjósenda í prófkjörinu, til þess njóti
hann of mikihar velvildar.
Heldur þykir mönnum ólíklegt að
Kristján fari í prófkjör án þess að
eiga vísan stuðning toppkratanna í
bæjarpóhtíkinni. í því samhandi hef-
ur verið hvíslað að Guðmundur
Oddsson standi öðmm fremur á bak
við framboð Kristjáns, hafi sett hon-
um stólinn fyrir dyrnar þegar aðrir
hstar bám víurnar í hann. Heimildir
blaðisns segja að Kristján fari fram
á gmndvehi samkomulags þar um.
Guömundur stefni jafnvel á þingsæti
næsta vor og sjái mögulegan arftaka
sinn í Kristjáni. Þá er tahð vert að
hafa í huga að ef Sigríði Einarsdóttur
og Helgu E. Jónsdóttur þyki sér ógn-
að af framboði Kristjáns geti hann
lent á milh steins og sleggju og átt
erfitt uppdráttar.
Einn með yfirlýsingu um sæti
Kosiö verður um sex efstu sæti
A-hstans í Kópavogi. Tólf manns gefa
kost á sér en þar af er um helmingur
nýr á þeim vettvangi. Flestir em
sammála xun aö reynsla núverandi
bæjarfuhtrúa gefi þeim töluvert for-
skot en aht geti lúns vegar gerst í
opnu prófkjöri.
Þeir sem virðast líklegir til að kom-
ast í hóp sex útvalinna auk þeirra
sem þegar em nefndir til sögunnar
eru Margrét B. Eríksdóttir, sem
starfað hefur ötullega fyrir Kópa-
vogskrata á þessu kjörtímahih,
Gunnar Magnússon og Helgi Jóhann
Hauksson.
Helgi getur jafnvel sett strik í
reikninginn. Hann hefur einn gefið
yfirlýsingu um aö hann stefni á
ákveðið sæti, 2. sæti. Helgi hefur
lengi verið viðloðandi Alþýðuflokk-
inn og er auk þess af hafnfirskum
„eðalkrötum“ kominn. Faðir hans er
Haukur Helgason, skólastjóri í Hafn-
arflrði.
Snýst um persónur
Kosningabaráttan snýst fyrst og
fremst um persónur. Minna virðist
um málefnalegan ágreining. Al-
mennt er ekki tahð að golfvallarmál
eða önnur átakamál frá hðnum miss-
eram hafi áhrif á gengi frambjóð-
enda.
Þeir sem gefa kost á sér í prófkjör-
inu em:
Kristján Guðmundsson, Sigríður
Einarsdóttir, Loftur Þór Pétursson,
Ingibjörg Hinriksdóttir, Hreinn
Hreinsson, Kristín Jónsdóttir, Helga
E. Jónsdóttir, Gunnar Magnússon,
Helgi Jóhann Hauksson, Ágúst
Haukur Jónsson, Guðmundur Odds-
son og Margrét B. Eiríksdóttir.
Prófkjörið er öllum opið en 16-18
ára mega taka þátt ef þeir ganga í
unghðahreyfingu krata.
-hlh
Visa- og Euro raðgreiðslur
Skuldabréf til allt aö 36 mánaða
Vantar þig ekki notaðan bíi
á góðu verði
RENAULT CLIO RT/A BMW 518i SE MMC LANCER GL
1991, ek. 26 þús. fjarst. 1988, ek. 100 þús. einn með 1990, ek. 78 þús. Kr. 720.000.
samlæs. o.fl. Kr. 820.000 öllu. Kr. 820.000 Einnig árg. 1989 og 1992
Á tilboðsverði m.a.
Tilboðslisti Árg. Stgr. Tilb.verð
Peugeot205 XL 1987 320.000 260.000
Renault 11A 1988 450.000 350.000
Daihatsu Charade 1990 650.000 590.000
Lada Sport 1989 400.000 330.000
BMW323Í 1985 700.000 550.000
BMW325Í 1987 1.150.000 900.000
Subaru Justy J12 1990 720.000 590.000
MMC Lancer 300 1988 1.150.000 980.000
4x4 Minibus VW GolfGTi16v 1989 1.150.000 950.000
Ford Ranger4x4 1987 850.000 690.000
Mazda 626 GLX 1985 350.000 220.000
Citroén Axel 1986 90.000 45.000
RenaultH 1984 250.000 150.000
BMW 316
1988, ek. 31 þús. Kr. 880.000,
einnig árg. 1987
Renault Nevada 4x4
1991, ek. aðeins 40 þús. Gott
eintak. kr. 1.300.000
BMW 5181
1991, ek. 34 þús. Hiti í sætum,
rafm. rúður, kr. 1.790.000
BMW 318ÍA
1991, ek. 40 þús. rafm.
rúður, skíðapoki o.fl.
kr. 1.780.000
Renault 19 TXE
1992, ek. 34 þús. fjarst.
samlæs., rafm. rúður o.fl.
kr. 1.180.000. Einnig 1991
Oldsmobile Calais
1985, ek. 70 þús. m. Mjög
gott eintak. Tilboðsverð
kr. 490.000