Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
39
Merming
Sviðsljós
Djammað á kosningakvöldi
Þótt tillaga um sameiningu Breiðdals- og Stöðvarhreppa hafi verið kolfelld 19. febrúar kom það ekki í veg
fyrir að þessir nágrannar skemmtu sér saman að kvöldi kosningadagsins. Þá komu blús- og djassistar á
Austurlandi með gömlu sveifluna og spiluðu á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvik við góðar undirtektir. Stjórnandi
var sjálfur djasskóngurinn Árni ísleifs á Egilsstööum, lengst til hægri á myndinni, en söngvarar voru Ragn-
heiður Sigjónsdóttir, Höfn, Höskuldur Egilsson, Breiðdalsvik, og Garðar Harðarson, Stöðvarfirði.
DV-mynd Sigursteinn Melsted, Breiödalsvík
Bosniu-Serbar við fallbyssur sínar. Forsaga átakanna í fyrrum Júgóslavíu er útskýrö i bókinni Atakasvæöi
f heiminum. Símamynd Reuter
Baksvið stríðsfrétta
Erlendar fréttir fjölmiöla bera þess ljóslega merki
að víða geisa blóðug átök, skærur og stríð, um land,
völd og auð. Sumar þessara deilna hafa staðið árum
og áratugum saman, stimdum með hléum.
Fréttir dagsins einskorðast að sjálfsögðu mikið við
einstaka atburði. Fiölmiðlarnir reyna líka að gefa lýs-
ingu á forsögu átakanna en slíkar fréttaskýringar eru
auðvitað knappar vegna takmarkaðs rýmis og for-
gengilegar þar sem fátt er jafn gamalt og dagblað gær-
dagsins.
Hingað til hafa þeir sem vilja lesa sér ítarlega til um
baksvið stríðafrétta dagsins yfirleitt þurft að glugga í
erlendar bækur eða leita í erlendum gagnabönkum.
Nú hefur Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræð-
ingur bætt hér nokkur úr. í nýrri bók sinni rekur
hann orsakir vopnaöra átaka í ýmsum þeim löndum
sem mest hafa verið í fréttum síöustu árin.
Mesta blóðöldin
Þar sem við lifum á mestu blóðöld í sögu mannkyns-
ins, til þessa, eru átakasvæði í heiminum fiölmörg og
efhi í margar bækur. Jón Ormur hefur því þurft að
velja og hafna.
Hann rekur hér skilmerkilega forsögu þeirra átaka
sem nú eru mest í sviðsljósi fjölmiðla, það er harm-
leiksins í Júgóslayíu. Auk þess skrifar hann sérstaka
kafla um Norður-írland, Afganistan, Kúrda, Líbanon,
Palestínu, Persaflóasvæðið, Mið-Ameríku, Kýpur, Sri
Lanka og Austur-Tímor.
í inngangskafla fjallar Jón Ormur almennt um helstu
Bókmenntir
Elías Snæland Jónsson
orsakir blóðugra átaka síðustu áratuga og bendir rétti-
lega á að þar skipta tveir þættir mestu máli: viðskipta-
hagsmunir og þjóðemishyggja.
Þótt allir séu vafalaust ekki sammála sumum álykt-
unum höfundarins ætti þessi handhæga og aðgengi-
lega samantekt að koma áhugasömum lesendum er-
lendra frétta að góðum notiun.
ÁTAKASVÆÐI l' HEIMINUM.
Höfundur: Jón Ormur Halldórsson.
Mál og menning, 1994.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík,
2. hæð, sem hér segir á eftirfarandi eign:
Klyfjasel 26, þingl. eig. Ómar Kjartansson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan
hf. og Tollstjórinn í Reykjavík, 28. febrúar 1994 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn i Reykjavík.
Sóttir þú um frest til skattstjóra?
Lokafrestur fyrir einstaklinga rennur út á mánudag. Einstaklingar
með rekstur þurfa að skila framtölum fyrir 15. mars.
- Framtöl einstaklinga
- Framtöl rekstraraðila
- Áætlun skatta
- Skattakærur
Nú er rétti tíminn til að ganga frá framtalinu. Pantið tíma.
Halldór Lárusson hagfræðingur,
Hafnarstræti 19, sími 624061
Gott atvinnuhúsnæði til
leigu
að Höfðabakka 3, Reykjavík (austasta bil, núna
BARR hf.), 260 ferm á tveim hæðum. Leigist frá 1.
mars nk. Mjög snyrtilegt og skemmtilegt húsnæði
sem hentar vel til ýmiss konar starfsemi, ekki síst í
verslun og iðnaði.
Nánari upplýsingar í símum 681860 og
681255 á skrifstofutíma.
Hörður Sveinsson & Co hf.
Styrkveiting úr
Þróunarsjóði leikskóla
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leik-
skólum/skóladagheimilum. Með þróunarverkefnum er átt
við nýjungar, tilraunir og nýþreytni í uppeldisstarfi. Um
styrk geta sótt sveitarstjórnir/leikskólastjórar/fóstruhópar
og einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna
og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja
umsögn viðkomandi rekstraraðila.
Styrkumsóknir skutu berast menntamálaráðuneytinu fyrir
22. mars næstkomandi á þar tii geröum eyðublöðum sem
liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Tveir
tilboðsdagar í Epal
föstudag og laugardag.
Bútar.
Góður afsláttur af
ýmsum gluggatjaldaefnum,
lömpum og húsgögnum.
Að auki
15% afsláttur
af öllum vörum á lager.
Faxafeni 7, sími 687733