Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Utlönd
Leysa vandann
Sendifulltrúi Evrópumála er í
Grikklandi til að leysa vanda
Grikklands og Makedóníu.
SÞáleiðinni
Warren Chri-
stopher, utan-
ríkisráöherra
Bandaríkj-
anna, segist
trúa því að
irlitsmenn
fai senn að
kanna kjarna-
vopn
N-Kóreu.
New York Times segir frá ásökunmn FBI:
Tíu njósnarar teknir
af lífi vegna Ames
TradeCenter
Kviðdómur í Trade Center mál-
inu ákveður nú örlög þeirra sem
handteknir voru.
Kjamavopn
Ef'tirlitsmenn Sí> hvetja N-
Kóreu til að leyfa þeim að kanna
svæði þeirra.
EignirMarcos
Eignir Marcós verða notaðar til
að bæta skaða sem fólk varð fyrir
undir stjóm hans.
Eftirlit
Friðargæsluiiðar SÞ vakta göt-
ur Kigali eftir óeirðir sem þar
voru.
Menrakaup
Borgara í Guatemala hafa vald-
ið óeirðum og krafist launahækk-
unar.
Sönnunargögnin í Bjugnmálinu
í Noregi, sem stolið var, hafa
fundist í ruslatunnu.
Sprengja
Sex slösuðust er sprengja
sprakk í lest í Egyptalandi.
Óeirðir
Blökkukona lést í óeirðum i S-
Afríku þar sem De Klerk var að
halda ræðu.
Lorenalaus
Lorena Bob-
bitt, sem varð
fræg fyrir að
skera tippið af
manni sínum,
útskrifast frá
geðdeild á
mánudag en
þar hefur hún
gengist undir ýmiss konar próf.
ÁsakarKúvæt
Amnesty Intemational sakar
Kúvæt um mannréttindabrot.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
sakar Aldrich Ames, háttsettan
starfsmann leyniþjónustunnar, CIA,
sem var handtekinn fyrir njósnir í
vikunni, um aö hafa svikið að
minnsta kosti tíu sovéska borgara
sem unnu fyrir bandarísku leyni-
þjónustuna og sem sovésk stjórnvöld
létu síðar taka af lífi.
Þetta kemur fram í bandaríska
blaðinu New York Times í dag. Þar
segir »að meðal njósnaranna sem
Ames kjaftaði frá hafi verið tveir
fyrstu leyniþjónustumennirnir við
sovéska sendiráðið sem FBI vann á
sitt band og háttsettur foringi innan
gagnnjósnadeildarinnar í Moskvu
sem hafði það hlutverk að góma
ameríska njósnara.
í einkasamtölum
Blaðið sagði aö FBI hefði borið
fram ásakanimar um að sviksemi
Ames hefði leitt til aftakanna í einka-
samtölum við þingmenn og aöra
embættismenn stjórnkerfisins. Tahð
er að þessar aftökur hafi allar áttsér
stað fyrir hrun Sovétríkjanna árið
1991.
Fyrrum háttsettur starfsmaður
CIA, Vince Cannistraro, sagði að að
minnsta kosti tveir njósnarar á
snæmm CLA hefðu verið teknir af
lífi og að stofnunin heíði misst sam-
band við fjölda annarra vegna upp-
ljóstrana Ames. Cannistraro sagðist
hafa upplýsingar sínar ffá heimild-
armönnum innan stjórnkerfisins.
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS
sagöi í gær aö á síðara kjörtímabili
Ronalds Reagans hefðu stjórnvöld
farið fram á það við CIA að gert yrði
heildarendurmat á aðgerðum í Sov-
étríkjunum eftir að njósnarar tóku
að hverfa. Endurskoðunin var aldrei
gerð.
Liðhlaupi kjaftaði
CBS hafði það eftir áreiðanlegum
heimildarmönnum sínum að Uð-
Clinton ætlar ekki að láta njósna-
málió spilla sambúðinni við Rúss-
land. Stmamynd Reuter
hlaupi frá KGB, fyrrum leyniþjón-
ustu Sovétríkjanna, heföi vísað
bandarískum stjómvöldum á Ames.
Sjónvarpsstöðin sagði einnig að FBI
hefði komist að því að Ames hefði
hitt sovéskan embættismann árið
1986 en CIA var aldrei sagt frá þeim
fundi. Fjórum dögum síðar lagði
Ames á aðra mihjóna króna inn á
bankareikning sinn.
Bandarísk og rússnesk stjómvöld
eru staðráðin í að láta þetta njósna-
hneyksU ekki spiUa sambúð ríkjanna
og Clinton forseti sagði í gær að best
væri að bíða efdr svörum frá Rússum
áður en ákvarðanir um aðgerðir
væm teknar. Þingmenn hafa m.a.
hvatt til að hætt verði við efnahags-
aðstoð við Rússa.
Ames og kona hans, sem var hand-
tekin með honum, koma fyrir rétt á
morgun. Þau eiga yfir höfði sér lífs-
tíðarfangelsi.
Reuter
Fullorðinn Bosníu-Serbi mjólkar kúna
í miðhluta Bosníu sem múslimar ráða yfir.
úti i garði í aðeins um tvö hundruð metra fjarlægð frá víglínunni við Olovo
Simamynd Reuter
Króatarog
múslímar í
semja um
vopnahlé
Króatar og múslímar í Bosníu hafa
samið um almennt vopnahlé, svipað
því sem hefur verið í Sarajevo að
undanförnu.
Yasushi Akashi, yfirmaður vernd-
arsveita Sameinuðu þjóðanna í fyrr-
um Júgóslavíu, sagði aö náðst hefði
samkomulag um vopnahléið á fund-
um í gær og því yrði síðar fylgt eftir
með póUtískri aUsherjarlausn.
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, studdi dyggi-
lega við bakið á hugmyndum um að
Króatar og múslímar ræddu saman
um myndun ríkis þessara þjóðar-
brota, það myndi færa Bosníu skref-
inu nær friði.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti lagði
tU að haldin yrði eins dags ráðstefna
Rússlands og fimm vestrænna þjóða
um leiðir til að koma á friði í Bosníu.
Reuter
Lokað í Faxafeni:
föstudag 25. febrúar
laugardag 26. febrúar
mánudag 28. febrúar
VIRKU búðirnar
flytja úr Faxafeni 1. mars og
af Klapparstíg í apríl.
Verið velkomin í nýja glæsilega
verslun fulla af fallegum efnum í vor-
og sumarlitum. Opið laugardaga frá
1. sept. - 1 júní milli kl. 10.00-14.00.
Sími 687477. Næg bílastæði.
Rússland:
Ólga eftir náðun
uppreisnarmanna
Mikil ólga ríkir nú í rússneskum
stjórnmálum eftir að Rússlandsþing,
Dúman, samþykkti að náða óvini
Borísar Jeltsíns forseta, sem skipu-
lögðu uppreisnina gegn honum í
haust, og láta þá lausa úr fangelsi,
þeirra á meðal Alexander Rútskoj,
fyrrum varaforseta, og Rúslan Kasb-
úlatov þingforseta.
Vjatsjeslav Kostíkov, blaöafuUtrúi
Jeltsins, fordæmdi ákvörðunina og
sakaði þingið um að grafa undan
stöðugleika í landinu og heyja valda-
baráttu við forsetann.
Róttækir umbótasinnar í þinginu
sögðu að atkvæðagreiðslan væri
skref í átt tíl innanlandsófriðar og
forseti efri deUdar þingsins vefengdi
lögmæti ákvörðunarinnar.
MikiU meirihluti þingmanna sem
greiddi atkvæði var á því að náða
þátttakenduma í vopnuðu uppreisn-
inni gegn Jeltsín í október og þá sem
gerðu tilraun tU að ræna MíkhaU
Gorbatsjov völdum í ágúst 1991, eða
253 gegn 67.
Búist er við að hafist verði handa
við að láta mennina lausa strax í
dag, að því er skrifstofa saksóknara
tilkynnti.
Jeltsín hóf í morgun flutning mikU-
vægrar stefnuræðu um framtíð
Rússlands eftir hrun kommúnism-
ans og fyrir aðeins nokkrum dögum
var búist við að forsetinn mundi nota
það tækifæri tU aö styrkja stöðu sína
en hann er nýrisinn úr rúminu vegna
kvefþestar sem lagðist þungt á hann
í tíu daga.
Fyrirfram var búist við að Jeltsín
mundi í ræðu sinni fjafia um þörfina.
fyrirpólitískarsættir. Reuter