Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
13
NýjungfráMS:
Neytendur
DV ber saman verð á fermingarvörum:
Urvalið mest í
tveimur verslunum
Mjólkursamsalan er um þessar
mundir aö markaössetja nýja
kókómjólk sem fengiö hefur-
nafnið Kókó. Þetta er nýr mjólk-
urdrykkur með fituminni mjólk
en venjuleg kókómjólk, minni
sykri og ostamysu til aö gera
hann hollari. Bragöið minnir á
kókómjólk en er mildara og ber
örlítinn karamellukeim. Nýi
drykkurinn er stílaður inn á fólk
á aldrinum 15-30 ára og hefur
verið bragðprófaður af yfir 500
aðilum samhliða margra ára
vöruþróun.
SS kaupir
NewYorkers
Sláturfélag Suðurlands hefur
keypt einkaleyfi til framleiöslu
og sölu á vörum sem JL Quality
Food í Bretlandi hefur þróað.
Áöur var Markland hf. með
einkaleyfiö.
Frá og með næstu mánaðamót-
um mun SS því bjóða tvær
pakkningar af New Yorkers ham-
borgurum á 197 kr. og 398 kr.,
einnig bama New Yorkers á 376
kr. og sex frosna bama New Yor-
kers á 467 kr.
Fagnar
fundinum
„Ég fagna þessum fundi. Ég
held að þetta sé í fyrsta sinn sem
þeir óska eftir fundi með okkur,“
sagði Guðmundur Lárusson,
formaður Landssambands kúa-
bænda, aðspurður hvort hann
ætlaði að mæta á fund með kaup-
mönnum til að ræða þá fullyrð-
ingu kúabænda að verðlækkanir
tíl bænda hafa ekki skilað sér í
verði til neytenda. Fulltrúar
kaupmanna og annarra hags-
munaaðila komu saman vegna
þessa máls sl. þriðjudag og varö
niöurstaðan sú að biðja um fund
með Guðmundi.
„Ég var ekki að stilla smásölu-
aðilunum upp við vegg, það er
sjálfeagt fleiri en ein skýring á
því afhverju þessar lækkanir
skiluöu sér ekki út í verðlagið
lengi vel. Viö gátum hins vegar
ekki séð neina aðra leið en að
vekja máls á þessu til aö knýja
fram verölækkanir. Verð á
nautahakki og gúllasi hefur
lækkaö verulega undanfarinn
hálfan mánuð svo tilgangi okkar .
er í raun náð,“ sagði Guðmund-
ur. -ingo
Nú styttist í fermingarundirbúning-
inn hjá þeim fjölskyldum sem vilja
fagna þessum tímamótum í lífi ungl-
ingsins en hjá mörgum er einn liður
í þeim undirbúningi að kaupa sálma-
bók, kerti, servíettur og fleira smádót
sem tilheyrir þessum degi.
DV fór á stúfana til að kanna fram-
boð og verðlagningu á þessum vörum
en komst að því að þær eru alls ekki
auðfengnar. Hvorki blóma- né bóka-
verslanir virðast almennt bjóða upp
á þessar vörur, það var e.t.v. hægt
að fá kertin og servíettumar á einum
stað, hárskrautið á öðrum og
sálmabækur og hanska á þeim
þriðja.
Blaðamaður fann einungis tvær
verslanir sem buðu upp á fjölbreytt
úrval og þar fékkst allt á einum stað.
Það var í Blóminu á Grensásvegi og
Kirkjuhúsinu við Kirkjutorg, sem er
í eigu kirknanna. Báðar taka þessar
verslanir einnig að sér að sjá um
prentun á servíettumar og gyllingu
á sálmabækumar.
Hárskraut og hanskar
Hárskraut stúlkna n#tur mikilla
vinsælda. Lítil taublóm í hárið kosta
á bilinu 80-160 kr. í Kirkjuhúsinu og
100-415 kr. í Blóminu. Þau eru ýmist
seld í stykkjatali eða litlum búntum.
Hárkambur með fjórum taublómum
kostaði 649 kr. í Blóminu en 570 kr.
í Kirkjuhúsinu og breið spöng í hárið
kostaði 530 kr. í Kirkjuhúsinu en 769
kr. í Blóminu en þar var hún riffluð.
Lágir blúnduhanskar kostuðu 550
kr. í Kirkjuhúsinu en 598 kr. í Blóm-
inu. Lágir satínhanskar kostuðu 780
kr. í Kirkjuhúsinu en 965 kr. í Blóm-
inu og háir blúnduhanskar kostuðu
1.980 kr. í Blóminu en fengusfekki í
Kirkjuhúsinu. Lítill blúnduklútur til
að hafa í sálmabókinni kostaði 350
kr. í Kirkjuhúsinu en 365 kr. í Blóm-
inu og slétt satínslæða til að hafa um
hálsinn kostaði 700 kr. í Kirkjuhús-
inu en 805 kr. í Blóminu.
Áprentaðar servíettur
Sálmabókin kostar 1.090 kr. í Blóm-
inu en með þriggja lína gyllingu, sem
er algengast, kostar hún 1.890 kr.
Bókin kostar 1.052 kr. í Kirkjuhúsinu
en 1.740 kr. með sams konar gyll-
ingu. Yfirleitt er nafn fermingar-
bamsins í einni línu, orðið „ferming-
ardagurinn" í þeirri næstu og svo
Meiri verðlækkun á nauta-,
svína- og lambakjöti
- hálfir lambaskrokkar á 318 kr. kg
Verðstríðið heldur áfram og nú
bjóða . Bónusverslanimar Bestu
kaupin (hálfa lambaskrokka) á 318
kr. kg og eru þ.a.l. langlægstar. „Við
eigum þó lítiö eftir af kjöti á þessu
verði og höfum ekki tekið ákvörðun
um hvort næsta sending verður á
sama verði. Ef við ákveðum að
hækka verðið fer það hins vegar
aldrei yfir 330 kr. kg,“ sagði Jón As-
geir Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri Bónuss sem hefur selt 20 tonn
frá því á fimmtudag.
Fjarðarkaup býður skrokkana á
368 kr. kg og hefur þannig hækkað
verðið örlítið aftur. Sveinn Sigur-
bergsson verslunarstjóri sagðist hafa
selt 5 tonn á þremur tímum fyrir
helgi, þetta hreinlega ryki út.
Kjöt og fiskur, Garðakaup, Nóatún
og Hagkaup selja skrokkana á 398
kr. kg sem er uppgefið viðmiöunar-
verð. Allar hafa verslanirnar hækk-
að kjúklingaverðið aftur og fást þeir
nú á verðbilinu 549-610 krónur.
Nautakjötið hefur lækkað um allt
að 20% í Fjarðarkaupum frá því í
síðustu viku og fæst þar nú nauta-
hakk á 598 kr. kg, nautabuff á 1.133
kr. kg og nautagúllas á 998 kr. kg.
Bónus kemur fljótlega til með að
lækka svínakjötið um allt að 20 kr.
kílóið en aðrir hafa ekki lækkað það
að öðm leyti en því að það er nú víð-
ast hvar á tilboöi á mjög hagstæðu
verði. Þannig býður Nóatún svína-
bóga á 428 kr. kg, svínalæri á 399 kr.
kg og svínakótelettur á 779 kr. kg.
Þar verður einnig hagstætt verð á
folaldakjötiumhelgina. -ingo
Tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru með langmesta úrvalið, Blómið
á Grensásveginum og Kirkjuhúsið við Kirkjutorg. Myndin var tekin I Blóm-
inu. DV-mynd BG
dagsetning í þeirri þriðju.
Vinsælasta servíettustærðin í
ferminguna er 33x33 og fengust þær
í fjölbreyttu úrvah á báðum stöðum.
Blómið selur þær á verðbilinu
180-295 kr. pk. en Kirkjuhúsið selur
þær allar á 250 kr. pk. Áttatíu áprent-
aðar servíettur kosta 2.190 kr. í Blóm-
inu sem bæði býður upp á gull, silfur
og htaprentun og boðskort ef óskað
er. Sami fjöldi af servíettum, áprent-
aðar með gyhtu eða silfri, kostar
2.590 kr. í Kirkjuhúsinu.
Heföbundið fermingarkerti kostar
515 kr. í Blóminu en 520 kr. í Kirkju-
húsinu og ódýrasta skreytta ferm-
ingarkertið kostar 1.910 kr. í Kirkju-
húsinu en 1.590 kr. í Blóminu. Ann-
ars er verðið eins misjafnt og skreyt-
ingamar em fiölbreyttar. A báðum
stöðum fengust fermingarpiltur og
-stúlka til að setja á fermingartertuna
og kostaði stykkið 415 kr. í Blóminu
en 440 kr. í Kirkjuhúsinu.
Vonandi gefa þessi verðdæmi ein-
hverja hugmynd um útgjöldin en
þess má að lokum geta að fræðslan
hjá prestinum kostar 6.400 krónur
og leigan á fermingarkirtlinum er á
bihnu 4-500 krónur. -ingo