Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Bnminn við Holtsgötu í Reykjavík:
Eina hugsunin var að
komast út með börnin
segir Halldóra Valgarðsdóttir sem vaknaði við reykskynjarann
„Viö höfðum sofnað út frá sjón-
varpinu þegar ég vaknaði við reyk-
skynjarann. Ég hafði svo miklar
áhyggjur af bömunum að mér datt
ekki í hug að fara upp og athuga
aðstæður. Við fórum bara beint út,
það komst ekki önnur hugsun að,“
sagði Halldóra Valgarðsdóttir í sam-
tali við DV en hún var ein ásamt
tveimur sonum sínum í húsinu að
Holtsgötu 9 í Reykjavík þegar eldur
kom þar upp á laugardagskvöldið.
Halldóra var ásamt 4 ára syni sín-
um að horfa á sjónvarpið á neðri
hæðinni og 11 mánaða sonur hennar
var sofandi á sömu hæð. Eiginmaður
HaUdóra og 13 ára sonur þeirra voru
ekki heima. Eldurinn kom upp í eld-
húsi á efri hæðinni og átti Halldóra
greiða leið út um dyr á neðri hæð-
inni. Hún lét nágranna vita sem síð-
an hringdu á slökkviliöið.
„Þegar ég kom út sá ég að allt var
svart á efri hæðinni og kominn mik-
ill reykur. Ég fékk inni með strákana
hjá nágrönnum og fyrst þorði ég ekki
A brunastað. Reykkafarar voru sendir inn i húsið.
DV-mynd ÞÖK
að kíkja út á húsið. Tjónið er tilfmn-
anlegt en það er ljóst að reykskynjar-
inn hefur bjargað miklu,“ sagði Hall-
dóra.
Miklar reyk- og vatnsskemmdir
urðu á húsinu, sem er 70 ára gamalt
steinhús, kjaUari, hæð og ris, en
slökkvUiðinu tókst að koma í veg
fyrir frekari skemmdir. Eldurinn
virðist hafa komið upp í eldhúsinu
þar sem mestar skemmdir urðu þar.
En ekki er nánar vitað um eldsupp-
tök.
Gefast ekki upp
Eiginmaður Halldóru, Sæmundur
Aðalsteinsson, var að vinna þegar
eldurinn kom upp. í samtaU við DV
í gær sagði hann mikiö starf fram
undan aö gera við húsið en það ásamt
innbúi var aUt tryggt.
Búið var aö gera nokkrar endur-
bætur á húsinu að innan síðustu ár
en sú vinna er farin forgörðum. En
fjölskyldan ætlar ekki að gefast upp.
„Það veröur bara að hefja uppbygg-
ingarstarfíð aftur,“ sögðu Sæmund-
ur og HaUdóra viö DV í gær þegar
þau könnuðu aðstæður á heimiU
sínu. -bjb
Fjármálaráðherra staðfestir afturköllim tollstjóra á innflutningsleyfi:
Kalla þetta valdníðslu
- segir Haukur Hjaltason hjá Dreifingu sf. sem undirbýr málshöfðun
„Ég hyggst leita til færastu lög-
manna. Mér sýnist í stöðunni að það
verði því miður dómstólarnir sem
verði að hnekkja þessu hjá ráðherr-
anum,“ segir Haukur Hjaltason,
framkvæmdastjóri Dreifingar sf.
Fjármálaráðherra staðfesti á föstu-
dag afturköllun toUstjóra á innflutn-
ingsleyfi, Dreifmgu sf. til handa, á
tæpum 200 kílóum af kjúkUngabring-
um sem Haukur flutti til landsins
fyrr í þessum mánuði.
Haukur segir að í bréfi fjármála-
ráðherra til Dreifmgar komi meðal
annars fram að fjármálaráðherra
vUji ekki taka afstöðu tU lögmætis
yfirlýsingar yfirdýralæknis að hann
sé með lögin á bak viö sig.
„í upphaflegu leyfi toUstjórans í
Reykjavík kemur fram að úrskurðin-
um veröi ekki hnekkt nema af æðra
stjórnvaldi. Það æðra stjómvald
hafði ekki afskipti af þessu máli á
réttum tíma, eða áður en varan var
leyst út. Aftur á móti hafði deUdar-
sfjóri 1 tolUnum símasamband við
okkur og sagði að yfirdýralæknir
krefðist vottorða. Embætti yfirdýra-
læknis er jafnsett embætti toUstjóra
en ekki æðra stjómvald.
Mér finnst þetta skelfilegt í raun
og vera. Það er margbúiö aö benda
þessum aðUum á að þama sé farið
offari í að bijóta lög. Hæstiréttur er
búinn að dæma hvað varðar Hag-
kaupsskinkuna. Engin lög hafa verið
sett síðan sem ganga gegn dómi
Hæstaréttar. Það er hreint og klárt
verið að berjast gegn ákveðnum inn-
fiutningsmálum langt umfram það
sem menn hafa heimUd tíl. Þetta
kalla ég valdníðslu," segir Haukur.
-pp
„Veiöín á Ólafsfjarðarvatni var
feUcnagóð i dag og fjöldinn var
ótrúlegur þegar mest var, rétt
kringum 200 manns á öllum aldri.
Veðrið var líka ákaflega gott og
það vora sUungar og kolar sem
veiddist mest af en það fengust 5
laxar líka,“ sagöi Bjöm G. Sig-
urðsson, formaður Dorgveiðifé-
lags islands, í gærkvöld, en góð
veiði hefur verið á vatninu síð-
ustu vikurnar og veiðidagur fjöl-
skyldunnar var í gærdag á Ólafs-
fjaröarvatni í Ólafsfirði.
„í yngri flokknum vann Bragi
Óskarsson og fékk hann veglegan
bikar tU eignar. En í eldri flokkn-
um vami Rúnar Þór Bjömsson
og vann hann líka bikar tU eign-
ar. Mér sýnist að það hafi veiöst
vel yfir 180 fiskar og laxarnir
voru þeír stærstu. Ólafsfiarðar-
vatn er topp dorgveiðivafn og það
verður ekki mikUl vandi að halda
heimsmeistaramótið á því 1997,“
sagði Björn G. í lokin. -G.Bender
Háaleitisbraut:
nr_____m m ■ mmm
hirtu stuðarann
„Dóttir mín ætlaði í skólann
einn morguninn og settist inn í
bilinn en fannst svo eitthvað hafa
vantað á hann. Þegar hún athug-
aði málið betur sá hún að stuðar-
inn haföi veriö skrúfaöur af bíln-
um og honum stolið. Númersplat-
an er áföst stuðaranum og hafði
henni verið stolið líka,“ segir
móðir stúlku sem varð fyrir því
um daginn að bíræfnir þjófar
stálu stuðara af bíl hennar.
Stúlkan býr við Háaleitisbraut
og var bílnum lagt fyrir utan
blokk sem hún býr í, hreinlega
fyrir utan svefnherbergisglugga
hennar. Þjófarnir létu stuðarann
ekki nægja heldur stálu líka
bensíni af bíl stúlkunnar.
Þjófnaðurinn var kærður til
RLR. Samkvæmt upplýsingum
DV var bensíni stolið af fleiri bíl-
umínágrenninu. -pp
í dag mælir Dagfari
Haft er eftir einum þingmanni
stjómarliðsins að ríkisstjómin sé
eins og heiladauð manneskja í önd-
unarvél. Þetta er hnyttilega mælt.
Það er kannski ekki rétt að ríkis-
stjórin sé heiladauð og heldur ekki
að hún sé eins og manneskja en
hún er örugglega í öndunarvél til
að halda í sér lífinu.
Meðan ríkisstjómin er í öndunar-
vél er ekkert að óttast. Hún mun
ekki deyja og þótt dagar hennar séu
hugsanlega taldir hvað varðar
ákvarðanir og samstarf liggur það
samkomulag fyrir milli formanna
stjómarflokkanna að ríkisstjórnin
muni ekki springa á landbúnaöar-
málinu. Þar af leiðandi munu þeir
sitja í ríkisstjórninni áfram enda
þótt þeir séu hættir að tala saman
og enda þótt þeir nái ekki sam-
komulagi í landbúnaðarmálinu.
Aðalatriðið í þessu máli er að
hafa ríkistjórn. Minna máli skiptir
hvort þeir í ríkisstjórninni tali
saman. Hvað eiga þeir svo sem að
vera að tala um? Veðrið? Egil?
Ef þeir eiga að tala saman um
landbúnaðarmálin þá liggur það
fyrir að það er ekkert um að tala.
Jón Baldvin hefur margsagt að Al-
þýðuflokkurinn vilji það eitt að
staðið verði við samkomulagið sem
frekar.
Svo má einnig halda því fram að
pólitíkin sé þannig að menn geta
ekki alltaf verið sammála og þá er
óþarfi að eyða orðum að því eða
sífellt að vera ræða það að menn
séu ósammála. Ef menn eru sam-
mála um að sitja í ríkisstjóm sam-
an þá gerir það ekki svo mikið til
þótt þeir séu ekki sammála um alla
skapaða hluti í pólitíkinni, svo
lengi sem þeir sitja í ríkisstjórn.
Fólkið í landinu þarf ríkisstjóm og
ráðherrarnir hafa gaman og gagn
af því að sitja í ríkisstjóm. Hvort
þeir leysi mál eða standi við sam-
komulag eða túlki orðalag á sama
hátt er allt annaö mál og kemur
ríkisstjómarsamstarfinu ekkert
við.
Þar að auki geta menn verið sam-
mála um að vera ósammála og það
þarf engar viðræður um það.
Sem sagt, ráðherrar eiga ekki að
þurfa að tala saman eftir að þeir
era búnir að tala sig saman um
myndun ríkissfiórnar. Þess vegna
tala þeir saman í lágmarki, þeir
Davið og Jón Baldvin. Það er þá
ekki ósamkomulag á meðan. Þann-
ig lifa þeir góðu lífi í öndunarvél-
inni.
Dagfari
í öndunarvél
gert var milli sfiómarflokkanna og
þaö er alveg skýrt af hans hálfu.
Davíð segir að frumvarpið um
landbúnaöarmálin sé alveg skýrt
og í fuUu samræmi við samkomu-
lagið sem gert var milli sfiórnar-
flokkanna.
Þannig era þeir báðir formenn-
imir algjörlega klárir á því um
hvað var samið og enda þótt það
sé mismunandi túlkun þá er þetta
svo ljóst að menn þurfa ekki að
eyða orðum að því. Þetta getur
kannske verið spuming um orða-
lag þegar menn gera samkomulag,
en það má leysa án þess að menn
séu sífellt að tala saman og raunar
getur það beinlínis verið til baga
ef þeir ráðherramir og formenn-
imir tala saman. Ef þeir tala saman
á annaö borð þarf jú að nota orð
og orðalag. Ekki nota þeir búktal
eða táknmál og kunna sjálfsagt
hvorugt, nema þá þegar þeir gretta
sig eða brosa í sjönvarpinu, en því
látbragði er ekki að treysta. Eftir
því sem menn brosa meira framan
í sjónvarpsvélamar því lieitara er
þeim í hamsi. Brosið á Davíð hefur
til að mynda breikkað og stækkað
eftir því sem hann hefur haft meira
amstur og áhyggjur af landbúnað-
ardeilunni, sem hann segir að sér
stormur í vatnsglasi.
Nei, formennimir þurfa ekki að
tala saman og era hættir að tala
saman. Það er varúðarráðstöfun
vegna misskilnigs á orðalagi, sem
getur einungis orðið til að flækja
málið enn meir, ef Davíð segir eitt-
hvað sem Jón Baldvin misskilur
og Jón Baldvin hefur orð á ein-
hverju sem Davíð skilur öðravísi
heldur en það er meint.
Ríkisstjómarsamstarfið byggist
einmitt á gagnkvæmu trausti á því
aö samkomulag blífi og stjómar-
samstarfið lifi og meðan stjómin
lifir þurfa ráðher-rar ekki að vera
skiptast á skoöunum til að hafa
skiptar skoðanir þegar þeir eru
sammála um að þeir hafi gert sam-
komulag sem þarf ekki að ræða