Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir? (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Sér grefur gröf Ástandið á stjómarheimilinu er ekki gott. Satt að segja alveg afleitt. Deilur stjómarflokkanna og áberandi stirð- leiki í samskiptum formannanna hefur verið helsta fréttaefni íjölmiðla undanfama daga, ef ekki vikur, og almenningur hefur fylgst með því af vaxandi undrun, hvemig mál hafa þróast til verri vegar. Fyrirfram hefði mátt ætla að deila af þessu tagi væri auðleysanleg. Auðvitað er öflum ljóst að stjómarflokk- amir hafa mismunandi skoðanir á landbúnaðarmálum, en þeir hafa hingað til komið sér saman um málatilbún- að og jafhvel lagasetningu. Þegar Hæstiréttur hnekkti þeim skilningi sem stjómarþingmenn og Alþingi hafði lagt í tfltekið ákvæði í búvörulögunum sem sett var á síðasta þingi, gerðu stjómarflokkamir með sér sam- komulag að breyta lögunum til samræmis við það sem til stóð í upphafi. Það samkomulag gekk raunar út á það að staðfesta það ástand sem samið hafði verið um. Það átti með öðrum orðum hvorki að rýmka lögin né þrengja þau. í þeim til- gangi var lagt fram stjómarfumvarp um breytingar á búvörulögum. Þessu frumvarpi hefur verið breytt í meðförum land- búnaðamefndar Álþingis og Alþýðuflokkurinn hefur lýst sig andvígan áliti nefhdarinnar á þeirri forsendu að nefndarálitið gengi lengra en samkomulag ríkisstjómar- innar kveður á um. Dæmalausar og ótímabærar yfirlýsingar formanns nefndarinnar, mismunandi túlkanir Davíðs Oddssonar annars vegar og Jóns Baldvins Hannibalssonar hins veg- ar hafa hleypt máflnu í hnút. Ásakanir um samningsrof, skeytasendingar í gegnum fjölmiðla og sambandsleysi milli formannanna hefur í för með sér trúnaðarbrest sem ekki sér fyrir endann á. Jafnvel þótt einhver málamiðlun náist í þessu land- búnaðarmáli, tekur langan tíma, ef það þá tekst, að byggja upp gagnkvæmt traust á mifli þeirra manna sem leiða þessa ríkisstjóm. Kannski er deflan um landbúnaðinn komið sem fyllti mæflnn. Kannski var strengurinn brostinn á milli stjóm- arflokkanna áður og af öðrum ástæðum. En nú er hann orðinn opinber og ríkisstjómin geldur fyrir það. Það tap- ar enginn þessum slag, nema ráðherramir sjálfir og flokkarnir sem að þeim standa. Það er ekki traustvekj- andi fýrir kjósendur og það er ekki til uppörvunar í kreppunni, þegar landsstjómin berst á banaspjótum út af máli af þessu tagi. Sér í lagi þegar fyrir flggur að deil- an varð tfl og magnaðist fyrir það eitt að ráðherrar töluðu ekki saman. Satt að segja er ríkistjóminni vorkunn. Hún hefur lamað sjálfa sig og er ekki líkleg til stórræðanna eftir undangengna lotu. Deilur eins og þær, sem þjóðin hefur orðið vitni að, leiða tfl þess að flokkamir fara í skotgraf- imar. Þeir fara að hugsa um eigið skinn. Þeir leitast við að skapa sér vígstöðu, án tflflts til þess hvort það komi stjóm landsins vel eða illa. Hanaslagurinn um landbún- aðinn er feigðarflan á versta tíma, sjálfsvig ríkisstjómar, sem hingað til hefur átt nóg með andstæðinga sína þótt hún yrði ekki sjálfri sér verst. Sér grefur gröf sem grefur. Framundan em stórmál á þingi. Kvótamálin og fisk- veiðistefnan er að komast í brennidepfl. Hvemig á ríkis- stjóm að veita styrka forystu og marka skýra stefnu, ef ráðherramir geta ekki einu sinni talað saman nema í vitna viðurvist? Ellert B. Schram Frá opnun Vestfjarðaganga til Súgandafjarðar 16. febr. sl. Vestfjarðagöng og ef ling íslensks atvinnulífs Miðvikudagurinn 16. febrúar síð- ast liðinn verður Vestfirðingum og vonandi landsmönnum öllum minnisstæður. Þann dag var sprengt í gegn, í jarðgöngunum til Súgandafjarðar. Þar með var vetrareinangrun Súgandafjarðar í raun rofin, þó enn sé mikil frá- gangsvinna eftir áöur en vegurinn um göngin verður tekinn endan- lega í notkun. Sú mikla bylting sem framundan er á norðanverðum Vestfiöröum með tilkomu jarðganganna er ólýs- anleg. Á þessari stundu er líka erf- itt aö gera sér í hugarlund hvaða nýir möguleikar opnast þegar jarð- göngin komast endanlega í notkun. Óllum er þó ljóst að jieir verða margvislegir og munu án efa gjör- breyta allri umgerð atvinnulífs og þjónustu á svæðinu. Tæknilegtafrek Gerð jarðganga á stærð við þau sem nú eru að líta dagsins ljós á norðanverðum Vestfiörðum er tæknilegt afrek. Það er öllum ljóst að til þess að hægt sé aö vinna slíkt stórvirki þurfa menn að hafa á að skipa gríðarlegri sérfræðilegri þekkingu, byggðri á nýjustu nú- tímatækni. Áð baki verkinu liggur þrotlaus vinna viö rannsóknir og hönnun. Vinnan sjálf við göngin krefst tækni og vinnubragða sem reynslan hefur kennt mönnum. Þegar við reynum að meta nota- gildi framkvæmda eins og jarð- ganganna er augljóst og sjáifsagt að líta fyrst til þeirra möguleika sem þau skapa fyrir byggðarlögin sem að þeim liggja. En hinu megum við þó ekki KjaUaiinn Einar K. Guðfinnsson er annar þingmaður Sjálfstæö- isflokksins á Vestfjörðum gleyma að þau færa okkur inn í landið ómetanlega verkkunáttu, sem mun nýtast til frambúöar og verða grundvöllur framfara á hin- um ólíklegustu sviðum vítt og breitt um landið. Aukin þátttaka íslendinga Jarðgangaverkefnið á Vestfiörð- um er unnið í samstarfi fiögurra fyrirtækja, á íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. í upphafi unnu allmargir útlendingar við verkið; einkum við hvers konar sérhæíð störf. Með vaxandi reynslu og auk- inni þekkingu hafa íslendingar smám saman leyst af hólmi erlenda starfsbræður sína. Nú er svo komið að einungis eru fiórir útlendingar í hópi þeirra 50 starfsmanna eða svo sem vinna að jarögangagerð- inni. Það er mat manna að hinir íslensku starfsmenn jafnist á við það sem best þekkist á meðal starfsbræðra þeirra, til dæmis á Norðurlöndunum. Virkjun þekkingar Þetta undirstrikar gildi þess að eiga gott samstarf við erlend fyrir- tæki á jafnréttisgrundvelli. Þannig öðlumst við verkþekkingu og get- um tekist á við ný, djarfari og stærri verkefni. Það er örugglega ekki ofmælt að í virkjun þekkingar, vísindaiegrar sem verkþekkingar almennt, eru fólgnir nýir möguleikar, jafnt í bráð sem lengd. Vestfiarðagöngin eru tvímælalaust til marks um það. Einar K. Guðfinnsson „Þegar viö reynum aö meta notagildi framkvæmda eins og jarðganganna er augljóst og sjálfsagt að líta fyrst til þeirra möguleika sem þau skapa fyrir byggðarlögin sem að þeim liggja.“ Skoðanir aimarra Það er góðæri í sjónum í dag „Stjómmálamenn geta ekki skýlt sér á bak viö Hafrannsóknarstofnun. Þar er enginn handhafi ein- hvers stórasamnings í máhnu. Ég fer ekki að deila um líffræði við Hafrannsóknarstofnun, enda hef ég enga burði til þess. En það fer ekki á milli mála hjá þeim sem vinna viö sjávarútveg að það er góðæri í sjónum í dag. Það er meira eldi en áður og þorsk- stofninum líður einfaldlega betur.“ Einar Oddur Kristjánsson í Eintaki 24. febr. Endurskoðun á velferðarkerfinu „Spamaður á íslandi er og hefur verið of lítill. Þegar að kreppir er ekki óeðlilegt að spamaöur minnki, þótt það sé ekki ófrávíkjanleg regla. En okk- ur skortir hins vegar hvatann til þess að spara og þar með fiárfesta. Við treystum svo mikið á velferð- arkerfið að hvatiim til þess að eiga eitthvað í hand- raðanum og vera efnalega sjálfstæð hefur verið frá okkur tekinn.“ Árni M. Mathiesen alþm. í Pressunni 24. febr. Atvinnumöguleikar innan EES „Samningamir um Evrópska efnahagssvæðið þýða, að aðildarríki samningsins, sem em sautján talsins, verða eitt atvinnusvæði. í því felst, að íslend- ingar eiga að hafa möguleika á atvinnu í hverju þess- ara ríkja sem er, til jafns við heimamenn. Ekki þarf að sækja um atvinnuleyfi í þessum löndum og dval- arleyfis er ekki krafizt fyrr en eftir þrjá mánuði... Með þetta í huga er tímabært, að íslenzk stjómvöld taki upp skipulega aðstoð við þá íslendinga, sem vilja leita sér aö vinnu í öö^^pg^Mbl. 24. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.