Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Síða 15
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994
15
Hörð er stétta-
baráttan
KjaUaiinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„Úr öllum áttum - Bandaríkjunum sem
Islandi - berast nefnilega þær fréttir
að hæstu laun vaxa hratt á meðan
meðaltekjur og lægstu laun standa í
stað eða blátt áfram lækka.“
„Munurinn er barasta sá að við lifum ekki á tíma verkfalla. - Stéttabar-
áttan hefur fært sig um set.“
Er maðurinn vitlaus að vera að
fjasa um stéttabaráttu? Er hann út
úr kú? Veit hann ekki að stéttabar-
áttan er löngu dauð, rétt eins og
marxisminn og sósíalisminn og allt
það dót?
Með öðrum orðum: Það er ófínt
og óviðeigandi að tala um stétta-
baráttu.
Og þó stendur hún með miklum
blóma. Munurinn er barasta sá að
við lifum ekki á tíma verkfalla.
Stéttabaráttan hefur fært sig um.
set. Hún er núna fyrst og fremst
háð af þeim sem betur mega sín.
Þeim sem eiga hlutabréfin og fyrir-
tækin og stjórna þeim.
Með miklum árangri
Þeir berjast hart og títt og ná
miklum árangri. Alltaf er verið að
létta álögum af fyrirtækjum,
tryggja skattaafslátt út á fjárfest-
ingar og verðbréfakaup. Þetta er
gert með þeim lævísa formála að
viðkomandi séu alls ekki að bæta
eigin hag heldur barasta „sam-
keppnisstöðu atvinnulífsins“. Um
leið er þvi með öllum hugsanlegum
ráðum lætt inn hjá saklausum al-
menningi að það sé náttúrulögmál
sem engum komi við að þeir sem
mest hafa fái enn meira í sinn hlut.
Úr öllum áttum - Bandaríkjunum
sem íslandi - berast nefnilega þær
fréttir að hæstu laun vaxa hratt á
meöan meðaltekjur og lægstu laun
standa í stað eða blátt áfram lækka.
Og þau lækka ekki síst vegna þess
aö verkalýðshreyfingin er eins og
lömuð og kann engin ráð við því
að atvinnuöryggi er nú úr sögunni.
Þar með eru flestir dæmdir til þess
að vera í grimmri samkeppni við
náungann um þau takmörkuðu
gæði sem pláss á vinnumarkaði eru
orðin. Og þá neyddir til að bjóða
niður kjörin fyrir næsta manni.
Saklausir ákærðir
Samt finnst þeim sem ráða um-
ræðunni og fjölmiðlunum aldrei
nóg að gert. Nýlegt dæmi um það
eru skrif sem miða að því að kenna
launafólki og samtökum þess um
atvinnuleysið.
Hagfræðiprófessor og dóm-
kirkjuprestur taka saman höndum
um þá kenningu aö vinnumarkað-
urinn íslenski sé ekki nógu „sveigj-
anlegur". Átt er við það að ef ekki
væru í gildi kjarasamningar um
lágmarkslaun fyrir tiltekin störf þá
væru fleiri ráðnir í vinnu. Manni
skilst á slíkum skrifum að helsta
ráðið gegn atvinnuleysi sé að af-
nema kjarasamninga svo að hver
og einn geti boðið niður veröið á
vinnuafli sínu.
Þetta er lúmsk kenning og ill.
Hún hefur eitthvað til síns máls
eins og allar kenningar. Kannski
væru fleiri ráðnir í vinnu ef allt
kaup lækkaði um svo sem fimm
prósent. Og á hálaunasvæðum (ís-
land er reyndar ekki eitt þeirra) er
svo sem ekkert að því að fólk leggi
nokkuð á sig tii að fækka atvinnu-
leysingjum.
En hræsnin í þessari kenningu
er engu að síður mikil. í fyrsta lagi:
hún gleymir því að þótt menn gefi
upp á bátinn heildarkjarasamn-
inga þá er samt alls ekki tryggt að
þaö skili sér í nýjum störfum sem
svara til þeirra launagjalda sem
sparast. í öðru lagi gerir slík kenn-
ing alls ekki ráð fyrir því að þeir
sem mestar tekjur hafa taki á sig
minnstu fómir við slíka „kerfis-
breytingu" - þeir eru stikkfrí í
dæminu, eins og reynslan af „for-
stjóragræðginni“ sannar. í þriðja
lagi er hér verið að koma sök og
samviskubiti á þá sem ekki hafa
annað til saka unnið en að setja
traust sitt á samtök sín og samn-
ingsrétt - svo að ekki séu allir
launamenn í eilífðarslag við alla
um lágmarkskjör fyrir sitt vinnu-
framlag.
Árni Bergmann
Þórarinn í þröngum stakki
Þau tíðindi sem urðu er BSRB
og ríkisvaldið gerðu með sér sam-
komulag fyrir jólin virtust fara
ósegjanlega í taugarnar á aðilum
eins .og VSÍ. Þórarinn V. Þórarins-
son framkvæmdastjóri, sem ævin-
lega segir við samningagerð að
samningsaðilum sé afar þröngur
stakkur skorinn, gat ekki hamið
beiskju sína í sjónvarpsfréttum.
Hann kvað samningana ekki vera
ábyrga. Þar væri BSRB að taka
ávinninga frá öðrum og varpa
ábyrgðinni yfir á aðra.
BSRB var fyrst
Framkvæmdastjórinn minntist
sérstaklega á orlofsuppbótina í
þessu sambandi. Rétt er að rifja
upp að það var BSRB sem fyrst
samdi um orlofsuppbætur í samn-
ingum 1989 og aðrir tóku svo upp
í sína samninga. Nú er hún orðin
varanleg kjarabót. Þessi kjarabót
kom til sögunnar á sama tíma og
launafólk hefur þurft að taka á sig
margs konar þrengingar og sam-
drátt t.d. í kaupi. Það er því með
öllu ástæðulaus viðkvæmni hjá
Þórarni að sjá ofsjónum yfir þess-
um ávinningi verkalýðshreyfing-
ar.
En það er líka full ástæða til að
Kjallariim
Ragnhildur
Guðmundsdóttir
varaform. BSRB og form. FÍS,
Félags ísl. símamanna
staldra við hugtakið ábyrgð í
munni framkvæmdastjóra VSÍ.
VSÍ rekur ákveðna póhtík. Stærstu
fyrirtækin ráða VSI og eins og al-
þjóð er kunnugt eru forstöðumenn
slíkra fyrirtækja afar meðvitaðir
um hina miklu hagsmuni. Þeir nota
sitt samband, sem er hagsmuna-
samband og hefur mikil ítök í ríkis-
valdinu. Ekki síst í gegnum þann
stjórnmálaflokk sem mestu ræður
í efnahags- og stjórnmálalífi þjóð-
arinnar. VSÍ rekur þannig séð póli-
tík sem er ábyrg gagnvart eigend-
um sínum - en þar við situr.
Auk þess má ekki gleyma að Þór-
arinn V. Þórarinsson hefur líklega
aldrei gert samninga sem ekki eru
ábyrgðarlausir gagnvart opinber-
um starfsmönnum. Allir vita að
mörg ár eru síðan VSÍ hefur samið
um kaup og kjör upp á eigin reikn-
ing, samningar vinnuveitenda snú-
ast orðið alltaf um það að ríkissjóð-
ur borgi og eru því ábyrgðarlausir
gagnvart alþýðu manna.
Góður árangur við erfiðar
aðstæður
Samningarnir sem BSRB og að-
ildasamtök þess geröu fela að vísu
ekki í sér miklar kauphækkanir en
tækifæriö er notað til að auka rétt-
indi og áhrif fólksins á framvindu
þjóðfélagsins á viðsjárverðum tím-
um. Við, opinberir starfsmenn, get-
um verið stoltir af samtökum okk-
ar og því að hafa náð árangri við
erfiðar aöstæður. Þórarinn hins
vegar getur verið áfram í sínum
þrönga stakki - en vonandi er samt
pláss þar til aö skipta um skoðun
á hugtakinu ábyrgð.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
„Framkvæmdastjórinn minntist sér-
staklega á orlofsuppbótina 1 þessu sam-
bandi. Rétt er aö riíja upp að þaö var
BSRB sem fyrst samdi um orlofsupp-
bætur í samningum 1989 og aðrir tóku
svo upp í sína samninga.“
Meðog
ámóti
Flutningur
Landmælinga íslands
gegnflutningi
„Ég er
hlynnt þvi að
flytja ríkis-
stofnanir úl á
land til þess
að styrkja þar
búsetu og efia
atvinnulíf.
Það er mjög
slæmt ef öll
starfsemi sem
krefst sér- ur'
menntunar er á einum stað á
landinu. Þaö hefur meðal annars
í fór með sér verulega skerðingu
á rétti fólks til að velja sér stað
til að bua á.
Ungt fólk, sem er alið upp úti á
landi og vill búa þar áfram, verð-
ur að velja á milh þess og að fá
að vinna viö störf sem það hefur
menntað sig til. Flutningur á rík-
isstofnunum hefur óneitanlega
einhverja timabundna röskun á
starfsemi í fór með sér en það
þarf ekki að vera slæmt. Tæki-
færi gefast þá til aö endurskoða
starfsemina og færa hana til betri
vegar.
Eg sé fátt sem mælir gegn því
að flytja Landmælingar íslands
út á land. Þetta er ekki stjórn-
sýslustofnun og þess vegna engin
nauðsyn að hafa hana þar sem
flest fólkið býr. Verkefni stofnun-
arinnar eru þess eðhs að það
skiptir ekki miklu máh hvar á
landinu þau eru unnin."
Mikill
kostnaður
„Við flutn-
ing á Land-
mæhngum ís-
lands út á
land er veriö
að fiyfja
þekkingu,
starfsmenn
Og gögn. Kdstján Guðjóns-
Nauösynlegt son.skrifstotustjóri
er að skoða Landmaeilnga ís-
flutning lands-
stofnunarinnar i því Ijósi.
Mikih kostnaður fylgir flutn-
ingi. Varlega áætlað gæti sú upp-
hæö oltið á hundruðum milljóna.
Má þar nefna kostnað tengdan
nýju húsnæði, flutningi á búnaöi
eða kaup á nýjum. Þá þarf að
þjálfa nýja starfsmenn.
Gera má fastlega ráð fyrir
minni framleiðnihjá starfsmönn-
um vegna röskunar á högum
þeirra og lækkun sértekna til
langs tíma. Flutningi fylgir einnig
dýrari rekstur, aukin fjarlægð frá
viðskiptavinum og birgjum,
meiri fjarlægð frá flugvehi en
Landmælingarnar sjá um reglu-
bundið loftmyndaflug á hverju
ári. Dýrara verður að dreifa vör-
um og afhenda þær.
Hluti starfsmanna mun hætta
strax og aðrir siðar. Þeirra vandi
verður að útvega sér aðra vinnu
á því sviði sem þeir eru menntað-
ir til. Þeir sem gætu hugsað sér
að sækja vinnu daglega af höfuö-
borgarsvæðinu verða í meiri fjar-
lægð frá vinnustað sinum en áð-
ur. Þvi fylgir aukinn kostnaður
og aukiö álag. Ábyrgð maka
vegna reksturs heimhis eykst.
Hinir sem flyfja vegna vinnunnar
þurfa að rífa sig upp með fjöl-
skyldu sína og selja eignir. Maki
þarf vinnu sem yfirleitt er ekki
til staöar. í miklum samdrætti á
þjóðartekjum eru ókostirnir aug-
ljósir. Á ári fjölskyldunnar eru
þeirennmeiraáberandi." .ifnn
Margrét Frfmanns-
dóttir alþingismaó-