Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Side 16
16 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 Skrifstofuhúsnæði Til leigu húsnæði á besta stað í Múlahverfi. Húsnæðið er ca 50 m2 brúttó og skiptist niður í tvö góð herbergi. í húsinu em verkfræðistofur, hugbún- aðarfyrirtæki og þ.h. starfsemi. Boðið er upp á aðgang að ljósritun, faxi og jafnvel kaffistofu. Upplýsingar í síma 687317 á skrifstofutíma. ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í hol- ræsalagnir í Vesturhöfn. Verkið nefnist: Vesturhöfn, fráveita - 1. áfangi. Helstu verkþættir eru: Fráveitulögn 0600 ST. 240 m Fráveitulögn 0800 GRP 40 m Útrás 0800 GRP 80 m Grjótvörn 140 Im Fyllingar: Endurfylling 4.000 m3 Aðkeyrð grús 8.000 m3 Útboósgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með mánudeginum 28. febrúar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. mars 1994 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 RARIK ilIU x RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS UIDOO ?4UU/C Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja lager-, verkstæðis- og skrifstofuhús við Vest- urtanga 8-12 á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Suðurgötu 4, Siglufirði, Ægisbraut 3, Blönduósi, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 24. febrúar 1994 gegn kr. 15.000 í skilatryggingu. Verkinu á að vera að fullu lokið fötudaginn 28. októb- er 1994. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins á Blönduósi fyrir kl. 14.00 mánudaginn 14. mars 1994 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „Rarik-94002 Siglufjörður - Húsnæði". Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík BIRKENSTOCK Laugavegi 41 - sími 13570 P&RÐAR gceðC/ ofy pjónuita/ KIRKJUSTRÆTI8 s / M / 14 18 1 Heilsusamlegur skófatnaður. Meira en tveggja alda reynsla og þekking. Með sífelldri þróun, rannsóknum og nýjustu tækni er stöðugt unnið að því að gera góðan skófatnað betri. Teg. Milano Hvítt, 36-40, kr. 3.965,- Hvítt, 41-42, kr. 4.530,- Brúnt, 41-46, og blátt, 41-48, kr. 4.530,- Menning__________________________e Ást og dauði í Andalúsíu - Elin Edda Ámadóttir sýnir í Stöðlakoti Leikmyndahönnun er gjaman talin órjúfanlegur þáttur leiksýn- ingar. Þegar náriar er að gáð kemur þó í ljós að hin myndhstarlega hlið leiksýningarinnar er engu siður sjálfstætt höfundarverk en t.d. tón- listarlega hhðin. Geislaplötur eru gefnar út með tónhst leiksýninga, Myndlist Ólafur J. Engilbertsson en sjaldgæft er að leikmyndahöf- undar haldi sérsýningar á teikn- ingum sínum. Það gerir Ehn Edda Ámadóttir hins vegar þessa dag- ana, en í Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg hanga nú uppi búningateikn- ingar og senurissmyndir sem hún vann fyrir og út frá sýningu Þjóð- leikhússins á Blóðbruhaupi eftir Federico Garcia Lorca sem er á fjöl- imum þessa dagana. Upplagt er því fyrir gesti á þeirri sýningu að skoða teikningar Elínar Eddu fyrir eða eftir leiksýninguna og gaumgæfa í næði þau tákn og þann þanda streng sem er kjaminn í harmleik spænska stórskáldsins. Kröftugar stemningar í neðri sal Stöðlakots hefur Ehn Edda komið fyrir búningateikning- um á einum vegg og risskenndum stemningum á öðrum. Listakonan notast mestmegnis við blek og dregur upp kröftugar og hams- lausar stemningar í svarthvítu á vatnshtapappír. Búningateikning- amar em ögn tamdari .og em jafn- framt haganlega gerð samkhpp tauefna og teikninga. Mynd númer 2 af „Brúðinni" er þar fenginn sér- stakur sess, og ekki að ófyrirsynju, því að mínu mati er sú búninga- teikning hin eftirminnilegasta í út- færslu jafht sem efnivið. Ekki spih- ir fyrir að veggimir í salnum em hvítmálaðir og grófgerðir líkt og kalkborin steinhúsin í Andalúsíu. Sjösöngvar dauðans Á leið upp á loftiö „rignir sandi“, en þar ráða ríkjum sjö „söngvar dauðans“ með hár niður á tær. Þessi htla baðstofa hefur sérstakan sjarma og með því aö hengja eina af hinum sjö myndum fyrir enda- gluggann nær Ehn Edda að styöja við inntak myndanna og skapa dramatíska stemningu í salnum. Hinar sjö myndir dauðans eru að mínu viti hápunktur sýningarinn- ar og standa fylhlega fyrir sínu sem sjálfstæð myndröð. í leikskrá skrif- ar hstakonan nokkur orð um myndmál Lorca sem Tiggja jafn- framt frammi á sýningunni. Þar kemur fram að Lorca sótti mikið í spænskar goðsagnir, sérstaklega varðandi persónugervinga Dauð- ans og Mánans. Máninn tengist dauðanum þannig að talað er um að tími dauðans renni upp þegar máninn hverfur. Federico Garcia Lorca var þúsundþjalasmiður í anda endurreisnarinnar og er fróð- legt að sjá hér á prenti hugmyndir hans um myndræna útfærslu Blóð- bruhaups. Þess má að lokum geta að áhugasamir um verk Lorca geta fengið nasasjón af skáldsnihd hans og uppfærslu Þjóðleikhússins á sérstakri dagskrá í Þjóðleikhús- kjaharanum í kvöld kl. 20.30. Hrófatildur mannskepnunnar Maðurinn uppgötvar sjálfan sig þegar hann fer að yrkja jörðina, móta úr henni reglu og plægja í hana for, reisa af henni borgir og móta úr henni monú- ment. Þannig kviknar hjá honum vitneskja um sjálfan sig sem meðvitaða veru - veru sem kann að skoða sjálfa sig og umhverfið í samhengi við sögima - hann gerir greinarmun á sér og jörðinni, lærir af reynsl- unni og temur sér tækni th að viðhalda þeim aðferðum sem hann hefur fundið að reynast best. Þannig verður sagan sjálf Myndlist Jón Proppé hka th þegar meðvitund mannsins nær tökum á veru- leikanum og tekur að setja mark sitt á hann. Hún er eins konar afleiðing af vinnu mannsins. Tæknin hefur síðan vaxið og vaxið og líklega hefur hún nú loks vaxið okkur yfir höfuð. Á aðeins örfáum áhundruðum hefur tækninni vaxið svo fiskur um hrygg að vart nokkurt okkar skhur lengur í henni og enginn hefur í raun nokkra yfirsýn yfir aht tæknisvið- ið sem þó er undirstaöa ahs okkar daglega lífs. Þannig er tæknin orðin ámóta afl í lífi okkar og goðsagnirnar voru forfeðrum okkar. Þegar eitthvað virðst skhningi okkar ofaukiö getum við einfaldlega yppt öxlum og sagt: „Það er tæknin; það hlýtur að vera einhver tækni- leg lausn á þessu.“ Þá gleymum við gjaman hve háö við og ahur veruleiki okkar erum aðstæðum: ákveðn- um sjónarhomum á efnisheiminn, ákveðinni sveiflu- tíðni í efninu sjálfu, ákveðnum thviljunum í einhverri sögu sem gerðist löngu áður en við sjálf konum th. En öh tæknin er sprottin af einföldum rótum og á uppmna sinn á þessum löngu gleymdu tímum þegar mennimir fóm fyrst að móta sér tól og skýli af því sem jörðin stráði fyrir fætur honum. Þessu hefur Ey- þór Stefánsson ekki gleymt og það er engu líkara en hann muni sjálfur tímann þegar maðurinn hróflaði upp byggingmn sínum úr greinum og gjóti í skjóli kletta sem hann vissi vel að væm endingarbetri en nokkuð það sem mannlegt hugvit gæti fundið upp. AUar myndir hans bera því vitni að hann skilur vel hve viökvæm mannanna yerk eru gagnvart náttúr- unni: þau húka í skjóh kletta fyrir ofsaveðrum og eyð- ast fyrir duttlungum máttaraflanna þegar vindurinn snýst. Sumar myndimar em eins og raunsönn fanta- sía: hugmynd um einhvern veruleika sem við könn- umst við að getið verið, hafi verið, eða gæti orðiö sann- ur. Aðrar em næm túlkun á því sem verið hefur - EYPÓR STEFÁNSS0N USTASAFNI ASI GRENSÁSVEC116 A 19. FEBRÚAR - 6. MARS 1994 eins konar þver-menningarlegir fyrirboðar - líkt og myndin sem Eyþór kallar „islenska Gotík“: fjárrétt mhli bogakletta sem girt hefur verið fyrir; á girðing- unni er hhð og hafa hhðstólpamir verið sveigðir og bundnir saman að ofan svo þeir mynda hvassan boga. Myndefni Eyþórs er fjölbreytt en honum tekst að móta það aUt í nokkurn veginn sámfeUda mynd. Allir hlutar myndanna lúta svipuðum lögmálum: þorp rísa á veikbyggðum stiklum, tágasúlur mynda hverfula umgjörð um harða kletta og í myndunum birtast líka dýr sem virðast búin th úr tágum - jafnvel fjaUkonan, sem kemur fyrir í einni myndinni, líkist helst fugla- hræðu. Eyþór hefur það gott vald á teikningunni og því efni sem hann notar við hana, kolunum, að honum tekst þetta aUt upp. Myndirnar eru stórar - miklu stærri en maður á að venjast af teikningum, sérstak- lega í þessu landi þar sem teikningin hefur ætíð verið afskipt. Tæknin - í nokkuð öðrum skhningi en orðið var notað hér að ofan - er góð og teikningin öU áhri- farík. Þótt Eyþór beiti kolum, sem eru nær málningu en penninn og stílhnn, er teikningin hans aðall. Með notkun þessa efnis vekur hann betur en ella væri auðið þokukennda óvissu myndefnisins - þoku þess týnda eða ókomna tíma þegar maðurinn verður að horfast í augu við það hve háður hann er náttúrunni, tímanum, efninu og hinum ýmsu grunnsveiflum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.