Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Qupperneq 26
42 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 Afmæli Ragnar Þorsteinsson Ragnar Þorsteinsson kennari, Vogatungu 31A, Kópavogi, er átt- ræðurídag. Starfsferill Ragnar fæddist i Ljárskógaseli í Dalasýslu og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KI1938 og prófi í ensku við Leeds University í Englandi 1966. Ragnar var kennari við unglinga- skóla á Skagaströnd 1938-41, við barna- og gagnfræðaskóla í Olafs- firði í ellefu ár og loks við Héraðs- skólann að Reykjum í Hrútafirði í sautján ár. Þá stundaði Ragnar vegavinnu á sumrin í u.þ.b. fjóra áratugi í Dalasýslu, Strandasýslu ogMýrasýslu. Ragnar starfaði lengi að verka- lýðsmálum og var um skeið formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsíjarðar. Hann fór þá á þess vegum í heimsókn til Sovétríkjanna 1952. Ragnar hefur þýtt tíu framhalds- sögur fyrir Rikisútvarpið og þrjá bækur til útgáfu auk þess sem hann þýddi leikritið Dagbókin hans Dadda, eftir Sue Townsend, sem sýnt var í Mosfellsbæ. Fjölskylda Ragnar kvæntist 1.5.1938 Sigur- laugu Stefánsdóttur, f. 25.9.1915, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson, b. á Smyrlabergi í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu og Guðrún Kristmundsdóttir hús- freyja. Börn Ragnars og Sigurlaugar eru Hrafn, f. 25.11.1938, sjómaður í Ól- afsfirði, kvæntur Lilju Kristinsdótt- ur og eru börn þeirra Kristinn Ei- ríkur, f. 21.7.1960, Sigurlaug, f. 0.7. 1961, Líney, f. 24.5.1963 og Örn, f. 31.7.1969, d. 6.11.1993; Úlfur Þór, f. 24.12.1939, bifvélavirki í Mos- fellsbæ, kvæntur Unni Karlsdóttur og eru börn þeirra Karl Ágúst, f. 4.11.1957, Guðrún Inga, f. 2.12.1962 og Linda Rán, f. 22.5.1965; Hreinn, f. 31.12.1940, kennari á Laugar- vatni, kvæntur Guðrúnu Einars- dóttur og eru börn þeirra Harpa, f. 14.9.1959, Ragna, f. 10.7.1962, Freyja, f. 31.7.1964ogEinar, f. 4.8.1969; Edda, f. 2.4.1944, skrifstofumaður en sonur hennar er Ragnar Þor- geirsson, f. 2.2.1969; Guðrún, f. 1.9. 1950, skrifstofumaður á Hvamms- tanga, gift Vilhelm Guöbjartssyni og eru börn þeirra Oddur Þór, f. 15.5.1968, Vilhelm, f. 17.3.1980 og Fannar, f. 13.9.1983; Öm, f. 15.6. 1953, kennari á Eiðum, kvæntur Sólveigu Traustadóttur og eru böm þeirra Drífa Þöll, f. 22.1.1975 og Órn, f. 21.5.1976 en stjúpsonur Arn- ar er Magnús Þór Jónsson, f. 14.4. 1971; Þorsteinn, f. 25.11.1954, bif- vélavirki að Hrísateigi I í Suður- Þingeyjarsýslu, kvæntur Þorbjörgu Jóhannsdóttur og eru börn þeirra Valdís Björk, f. 11.8.1978, Edda Rós, f. 29.12.1982, Ragna, f. 8.2.1988 en stjúpdóttir Þorsteins er Elfa Guð- mundsdóttir, f. 22.4.1975; Gísh, f. 27.12.1957, upplýsingafulltrúi í Reykjavík, kvæntur Áslaugu Evu Guðmundsdóttur og em börn þeirra Ölvir, f. 30.7.1976, SigurlaugEva, f. 25.2.1986, Þorsteinn, f. 7.12,1989 og Gunndís Ásta, f. 10.4.1993; Örn, f. 24.4.1946, d. 11.5.1951. Hálfsystkini Ragnars: Guðlaug Þorsteinsdóttir, f. 22.2.1904; Magnús Rögnvaldsson, f. 2.6.1908. Alsystkini Ragnars: Ingveldur Þorsteinsdóttir, f. 21.7.1915; Bogi Þorsteinsson, f. 2.8.1918; Sigvaldi Þorsteinsson, f. 26.12.1920; Gunnar Ragnar Þorsteinsson. Þorsteinsson, f. 22.8.1923; Elías Þor- steinsson,f.5.7.1929. Foreldrar Ragnars voru Þorsteinn Gíslason, f. 25.11.1873,d. 9.11.1940, bóndi að Ljárskógum, og kona hans, Alvilda Bogadóttir, f. 11.3.1887, d. 22.3.1955, húsmóðir. Ragnar verður erlendis á afmælis- daginn. Haukur Þ. Benediktsson Haukur Þ. Benediktsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri, Breiða- gerði 4, Reykjavík, verður sjötugur 29. fehrúar Starfsferill Haukur er fæddur á ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla ísaijarðar 1940 og frá Verslunarskóla íslands 1944. Haukur stundaði nám við Nordiska Hálsovardhögskolan í Gautaborg í Svíþjóð 1970. Hann hefur sótt fjölda námskeiða og farið í námsferðir á vegum Evrópuráðs og norrænna sjúkrahússambanda. Haukur starfaði í útibúi Lands- banka íslands á ísafirði 1944^17, í aöalbókhaldi Reykjavíkurborgar 1947-51 og var skrifstofustjóri borg- arlæknisembættisins 1951-68 og var jafnframt framkvæmdastjóri Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur 1960-68. Hann var framkvæmda- stjóri Borgarspítalans og annarra sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar frá 1960-1984. Haukur var formaður Knatt- spymufélagins Harðar á ísafirði 1945-47. Hann hefur setið í stjóm Landssambands sjúkrahúsa frá 1965 og sem formaður frá 1971 og hefur einnig verið formaöur byggingar- nefndar Borgarspítalans frá 1978. Fjölskylda Haukur kvæntist 14.11.1946 Arn- dísi Þorvaldsdóttur, f. 23.2.1924, kaupmanni. Foreldrar hennar: Þor- valdur Ásgeir Kristjánsson, málara- meistari í Reykjavík, og kona hans, Eyvör Guðmimdsdóttir. Börn Hauks og Arndísar: Erna, f. 26.8.1947, maki Júlíus Hafstein, f. 7.3.1947, þau eiga tvö börn, Birnu, f. 12.1.1972, Og JÚIÍUS, f. 30.5.1976; Þorvaldur, f. 28.2.1949, maki Kol- brún Haukdal Jónsdóttir, f. 28.9. 1949, þau eiga fimm böm, Hafrúnu Maríu, f. 7.11.1969, Arndísi, f. 4.7. 1971, Karen Sif, f. 12.3.1976, Jón Ásgeir, f. 22.3.1989, og Lísu Margr- éti, f. 4.7.1990; Benedikt, f. 5.10.1954, maki Guölaug Sveinsdóttir, f. 1.6. 1952, þau eiga þrjú börn, Svein.f. 5.6.1979, Hauk, f. 11.1.1983, og Mar- íu Bryndísi, f. 24.8.1989; Haukur Þór, f. 9.2.1957, maki Ásta Möller, f. 12.1.1957, þau eignuðust þrjár dætur, Helgu Lám, f. 1.1.1983, Hildi, f. 26.5.1986, og Ástu Sesselju, f. 7.11. 1991, d. 10.11.1991; Hörður, f. 3.10. 1963, maki Jóna Jakobsdóttir, f. 29.11.1950, þau eiga tvö böm, Lilju, Haukur Þ. Benediktsson. f. 12.2.1990, ogEgil Sölva, f. 30.6. 1993. Bræður Hauks: Ásgrímur Jón, f. 27.8.1920, maki Arndís Stefánsdótt- ir, f. 30.1.1923, þau eiga þrjá syni; Guðmundur Jón, f. 15.10.1926, maki Sigurlaug Jóna Jónsdóttir, f. 19.8. 1927, þau eiga fjögur böm. Foreldrar Hauks: Benedikt Gabrí- el Guömundur Þórarinn Benedikts- son, f. 10.12.1893, d. 4.1.1954, verka- maður á ísafirði, og Sesselja Þor- grímsdóttir, f. 9.6.1889, d. 11.9.1971. Þorsteinn J. Stefánsson Þorsteinn Júlíus Stefánsson, kaupmaður í Litabæ, Hofgörðum 18, Seltjamarnesi, verður fimmtugur 29. febrúar. Starfsferill Þorsteinn er fæddur í Söðulsholti í Eyjahreppi í Snæfellsnessýslu og ólst upp þar og í Reykjavík. Hann er mjólkurfræðingur að mennt. Að loknu námi vann Þorsteinn viö Mjólkurstöðina á ísafirði í 3 ár en Quttist þá suður og var framleiðslu- stjóri hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í 9 ár. Hann var síðan verk- smiðjustjóri hjá Sanitas í 3 ár og framkvæmdastjóri Pizzahússins í 6 ár. Þorsteinn og eiginkona hans keyptu þá málningarvömverslunina Farfa og hafa starfað þar síðan en þau breytti nafni fyrirtækisins, sem er með málningavömsölu og inn- flutning, í Litabæ. Hann var einnig til sjós á árum áður. Þorsteinn heftu- búið á Seltjamamesi sl. 17 ár. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 1.6.1968 Margréti Kristjánsdóttur, f. 15.3. 1947, verslunarstjóra. Foreldrar hennar: Kristján Símonarson, lát- inn, stýrimaður hjá Eimskip, og Herdís Símonardóttir, starfsmaður í Hagkaupum um þriggja áratuga skeið. Börn Þorsteins og Margrétar: Ólöf Þorsteinsdóttir, f. 11.8.1969, há- skólanemi í Mílanó á Ítalíu, unnusti hennar er Andrea Bonometti; Sím- on Geir Þorsteinsson, f. 21.4.1975, nemi í Ármúlaskóla, búsettur í for- eldrahúsum. Bróðir Þorsteins: Séra Svanur Stefánsson, f. 14.3.1949, sóknar- prestur í Þorlákshöfn, kvæntur Auði Kristinsdóttur, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Þorsteins: Stefán G. Svavars, f. 4.5.1920, fyrrverandi að- albókari MS, og Ólöf Matthiasdóttir, f. 28.5.1918, fyrrverandi starfsmað- Þorsteinn Júlíus Stefánsson. ur Lyflaverslunar ríkisins, þau bjuggu í Reykjavík lengst af en eru nú búsett að Kópavogsbraut lb í Kópavogi. Þorsteinn og Margrét taka á móti gestum 1. mars í Félagsheimili Sel- tjamamess frá kl. 20-23. , Wj* Sex matarkörtur 30 taisund hvep 63 27 00 85 ára Margrét Sigurðardóttir, Austurvegi 5, Grindavík. 80 ára Hulda Þorbergsdóttir, SkólabrautS, Seltjamarnesi. Sigríður Hólmfreðsdóttir, Skálageröi 13, Reykjavik. Katrin Jósepsdóttir, Norðurgötu 40, Akureyri. 75 ára Magnús Stefánsson, Garðsenda 13, Reykjavík. Gestheiður Jónsdóttir, Víðihvammi 24, Kópavogi. ara Gestur Frímannsson, Túngötu lOb, Siglufirði. Sigurður Þorkelsson, Kjarrhólma 22, Kópavogi. 60 ára Sverrir Sigurjónsson, Reykjabraut 19, Þorláks- höfn. Konahanser Álfhildur Steinbjörns- dóttir. Þau eruaðheiman. Gísli Vilhjálmur Ákason, Melaheiði 11, Kópavogi. 50ára Eygló Einarsdóttir, Hrauntúni 63, Vestmannaeyjum. Bergijót Aðalsteinsdóttir, Feijubakka 16, Reykjavik. Þórunn Wathne, Ægisíöu 90, Reykjavík. Danielle Somers, Þingvallastræti 22, Akurey ri. Kristján Favre, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. RutHansen, Hvammshlíö 5, Akureyri. Margrét Haraldsdóttir, Eyjavölluml3, Keflavík. Kristín G. ísfeld, Melseli 1, Reykjavík. 40 ára Gunnjóna Sigrún Hringsdóttir, Lundarbrekku 2, Bráðdælahreppi. Helgi Eiriksson, Laugarásvegi 57, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Lágengi29,Selfossi. Guðbjörg Kr. Steingrímsdóttir, Kroppi, Eyjafjarðarsveit Herdis Jónsdóttir, Auðbrekku 29, Kópavogi. Emil Haraldsson, Brekkutanga?, Mosfellsbæ. Bryndis SnOrradóttir, DaIseli6,Reykjavík. Pétur Ármann Jóhannsson, Vallarbraut 9, Akranesi. Kr istj án Kristj ánsson, Borgarholti, Biskupstungnahreppi. afmælið 29. febrúar 70 ára 50ára Sigrún Júliusdóttir, Hraunteigi 26, Reykjavik. Guðbjörg Steindórsdóttir, Hraunbraut 5, Kópavogi. Ólafur Bjarnason, Borgarhlíð 3e, Akureyri. Björn Guðmundsson, Hamrabergi 28, Reykiavik. Björg H. Björgvinsdóttir, Vallarbraut 24, Seltjamamesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.