Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Side 8
8 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 tPÚJBOÐ F.h.Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í „Reykjaæð I, endurnýjun 1994“. Verkið felst í að leggja hluta af aðveituæð fyrir hita- veitu á um 250 m löngum kafla í Dælustöðvarvegi og gegnum Reykjaveg í Mosfellsbæ. Aðveituæðin er DN 700 mm stálpípa í DN 900 mm plastkápu. Verkinu skal lokið að fullu 10. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 15.00. hvr46/4 F.h. gatnamáiastjórans í Reykjavík er óskað eftir til- boðum í eftirfarandi verk: Austurborg: Gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt Fylling Púkk Holræsalagnir Fréttir 8.000 m3 6.400 m3 3.200 m2 350 Im Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 12. apríl 1994, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 15.00. gat 47/4 F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Fossvogsskóla. Helstu magntölur: Malbikun 1.640m2 Hellulögn 970 m2 Lagnir 440 Im Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 11.00. bgd 48/4 F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir til- boðum í eftirfarandi verk: Hverfismiðstöð í Grafarvogi. Lóðarfrágangur - áfangi 2 Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 2.500 m3 Fylling 1.700 m3 Regnvatnslagnir 270 m Steypumót 520 m2 Snjóbræðslulagnir 2.000 m Jöfnun undir malbik 3.200 m2 Hellulagnir 1.000 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 12. apríl 1994 gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. apríl 1994, kl. 11.00. gat 49/4 F.h.Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lagningu aðalæðar VR 2, 7. áfanga, Smálönd-Laxa- lón. Helstu magntölur eru: Þvermál pípna: 0 800 mm og 0 250 mm Lengd: u.þ.b. 750 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 14.00. wrso/4 Innkaupastofnun reykjavIkurborgar Fríkirkjuvegi 3 • Sími 2 58 00 I « Serbar hættu skothríð á Gorazde eftir loftárás NATO. Símamynd Reuter I Loftárásin á Serba: Jeltsín kvartar við Clinton i i i I I I Boris Jeltsín, forseti Rússlands, kvartaði yfir því í morgun að Banda- ríkin heíðu ekki ráðfært sig viö yfir- völd í Moskvu áður en Atlantshafs- bandalagið, NATO, gerði loftárás í gær á liðssveitir Serba sem ráðist höfðu inn í Gorazde, verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Jelts- ín, sem er á leið til Spánar, greindi fréttamönnum frá því á flugvelhnum í Moskvu í morgun að hann hefði lagt áherslu á þetta í símtali við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í morgun. Hann sagði einnig að rússnesk yfir- völd vildu umræður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um loftárásina. Chnton Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkjamenn tilbúna til annarr- ar loftárásar ef Sameinuðu þjóðirnar færu fram á það. Clinton lagði á það áherslu að fremsta markmiðið með árásum bandarísku flugvélanna tveggja á stórskotaliðssveitir Serba hefði verið að hvetja til samninga. Yfirmaður hers Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu, Michael Rose, átti ekki annars úrkosti en að biðja um loftárás þegar Serbar virtu að vettugi allar viðvaranir og réðust á eftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna í Óeirðalögregla handtekur munka Gorazde. Fréttaskýrendur segja að það hefði ekki litið vel út ef 65 þús- und íbúar borgarinnar, sem er yfir- lý§t verndarsvæði Sameinuðu þjóð- anna, heföu þurft að leggja á flótta undan Serbum. Árásin í gær varaði í 25 mínútur og var henni beint gegn skriðdrekum Serba og stjórnstöð. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Gorazde til- kynntu stuttu eftir árásina að skot- hríð Serba á borgina væri svo til hætt. Reuter Stuttarfréttir Óeirðalögregla réðst á helsta klaustur stærstu reglu búddamunka í Suður-Kóreu í morgun. Handtók lögreglan 134 munka sem viðriðnir hafa verið deilur um nýjan leiðtoga. Endurbótasinnar meðal munk- anna vilja afsögn leiðtogans Suh Eui-hyon sem þeir segja viðriðinn fjármálahneyksli. Hertóku munk- arnir hluta fimm hæða byggingar í gær til að reyna að þvinga Suh til afsagnar. Lögreglan er sögð hafa gripið inn í þegar munkamir ætluðu að hrekja Suh og fylgismann hans úr bygging- unni þó ekki væri ljóst hvort hann væri á skrifstofu sinni. Reuter Húðkrabbamein: Nýtt bóluef ni talið gefa 70% árangur I Læknar gera sér miklar vonir um nýtt bóluefni sem hefur verið þróað gegn húðkrabba á háu stigi en bólu- efnið sýndi 70% árangur í þau þijú ár sem rannsókn stóð yfir. „Þetta er mikil framfór miðað við 20% árangur hjá sjúklingum sem gangast undir skurðaðgerð," sagði David Berd, einn rannsóknarmann- anna, en rannsóknin fór fram við Thomas Jefferson háskólann í Fíla- delpíu í Bandaríkjunum. Bóluefnið er eitt af fáum efnum sem komið hafa fram á undanfórnum árum sem hafa lofað árangri við meðferð sortuæxla en það er húð- krabbi sem er oftast lífshættulegur þegar fram í sækir. Töfalt fleiri húð- krabbatiifefli hafa komið upp sl. ára- tug og því er fundur þessa nýja bólu- efnis mjög mikilvægur fyrir barátt- una gegn þessum sjúkdómi. Alls tóku 47 sjúklingar með húð- krabba á þriðja stigi þátt í rannsókn- inni. Þeim var gefið bóluefni sem myndað hafði verið úr þeirra eigin æxlisfrumum ásamt öðrum efnum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að 60% sjúklinganna voru laus við krabbann eftir meðferð en 10% fengu sjúkdóm- inn á ný. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á fundi amerísku krabbameinsrannsóknasamtakanna sem fram fer í dag. Reuter Neison Mandela Mandela sakar F.W. de Klerk um að eiga aðild að óeirðum í heimalöndum svartra. Úkraína Fyrstu niðurstööur kosninga í Úkrainu sýna sigur kommúnista og þjóðernissinna. í Frakklandi Zhírinovski notaðið tæki- færið til að gefa út neikvæða yf- irlýsingu um Frakkiand og Vestur-Evróþu viö komuna til a lí- Irl Hann sagði að öllu væri lokiö fyr- ir þjóöir sem væru Ameríku- og gyðingasinnaðar. N*Kórea Viðræður við N-Kóreu varð- andi eftirlit kjarnavopna eru taldar taka næstu 6 mánuði. Menesáfram Argentínumenn vilja að Carlos Menes, forseti Argentínu, bjóði sig aftur fram. Óeirðir í Kabúl Tveir létust og 20 særðust i óeirðum sem brutust út í Kabúl. RíkiSatan Háttsettur maður í íran segir Bandaríkin enn vera ríki Satans. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.