Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Page 29
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 41 Merming í réttarsalnum. Tom Hanks og Denzel Washington í hlutverkum sínum. Stjömubíó - Fíladelfía: ★ ★ ★ Réttlætinu fullnægt Andrew Beckett (Tom Hanks) liflr fyrir atvinnu sína en hann er lögfræðingur. „Það sem ég elska mest í sambandi við lögfræðina er að stundum er maður hluti af því þegar réttlætinu er fullnægt...“ Þetta segir hann við vitnaleiðslu yflr honum þegar hann hefur farið i mál við fyrrum atvinnuveitendur sína sem hann segir hafa rekið sig fyrir að vera eyðnisjúkhng þótt brottreksturinn hafi heitað vanræksla í starfi. Sagan í Fíladelfíu er um lögfræðing sem leitar réttar síns sem er ekki svo óalgengt þema. Það sem gerir myndina aftur á móti fyrst og fremst áhugaverða er sú hreinskhnislega umfjöllun sem einn hættulegasti sjúkdómur sem herjar á mannkynið í nútímanum, eyðni, fær í kvikmyndinni. Eins og aUir vita hefur feimni og hræðsla einkennt umræðuna um þennan alvarlega sjúkdóm allt of lengi. Þessi staðreynd kemur berlega í ljós hjá mörgum persónum í myndinni, sér- staklega fyrrum yfirmönnum lögfræðingsins. Þeim finnst það vera niðurlægjandi fyrir fyrirtækið að hafa haft lögfræðing með eyðni í sinni þjónustu þótt hann væri framúrskarandi lögfræðingur. Þessi hræðsla kemur einnig fram þegar Beckett leit- ar til lögfræðingsins Joe Miller (Denzel Washington) og biður hann að vera lögfræðing sinn í málsókn hans gegn fyrrum atvinnuveitendum. Miller, sem hefísar honum inrnlega sem félaga og verðugum andstæðingi, fer ósjálfrátt í baklás þegar hann heyrir að Beckett er með eyðni og segist ekkert geta gert fyrir hann. Hann sér þó að sér um síðir og tekur að sér málið. Fíladelfía er mjög áhrifamikil kvikmynd og þaö er sannarlega þakkarvert og vel unnið starf sem leikstjór- inn Jonathan Demme (The SUence of the Lambs) hef- ur leyst af hendi með því að taka af skarið í þessum efnum en einmitt í höfuðvígi kvikmyndanna, HoUy- wood, hefur mannfall orðið mjög mikið af völdum sjúk- dómsins. Og það jákvæða yfírbragð sem einkennir Kvikmyndir Hilmar Karlsson FUadelfíu á örugglega eftir að skila sér í almennum skUningi á þessum hættulega sjúkdómi. Þau sterku áhrif sem FUadelfía hefur á áhorfandann stafa ekki síst af snUldarleik Tom Hanks sem fangar hug manns alveg frá byijun. Leikur hans er mjög eðli- legur þótt hlutverkið bjóði sannarlega upp á ofleik. Aðeins í einu atriði, þegar hann hlustar á Mariu Call- as syngja aríuna La Mamma Morta, nær örvæntingin yfirtökunum og er ég ekki viss um að myndin hefði þolað fleiri slík atriði. Að ööru leyti tekur Beckett ör- lögum sínum af stakri ró þess manns sem veit að hann er að gera rétt. Fíladelfía. Leikstjóri: Jonathan Demme. Handrit: Ron Nyswaner. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Tónlist: Howard Shore. Aóalhlutverk: Tom Hanks, Denzel Washington, Jason Ro- bards, Mary Steenburgen og Antonio Banderas. tfill.ij ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviðið ki. 20.00 GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Frumsýning tid. 14/4,2. sýn. Id. 16/4,3. sýn. föd. 22/4,4. sýn. Id. 23/4,5. sýn. föd. 29/4. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Sud. 17/4, uppselt, mvd. 20/4, uppselt, fid. 21/4, uppselt, sud. 24/4, uppselt, mvd. 27/4, uppselt, fid. 28/4, uppselt, laud. 30/4, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller Föd. 15/4, síðasta sýning. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Sud. 17/4 kl. 14.00, nokkur sæti laus, fid. 21/4 (sumard. fyrsti) kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 24/4 kl. 14.00, örfá sæti laus, Id. 30/4 kl. 14.00, örfá sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP effir Federico Garcia Lorca Föd. 15/4, nokkursæti laus, næstsíðasta sýning, þri. 19/4, siðasta sýning. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simppöntunum virka daga frákl.10. Græna linan 99 61 60. leikLi'starskóu ÍSLANDS Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR eftir Maxim Gorki í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. 9. sýn. þri. 12. apríl, uppselt. 10. sýn. fim. 14. april, uppselt. 11. sýn. mánud. 18. april kl. 20. Miðapantanir í sima 21971. AWWWWWWV SMAAUGLYSINGADEILD OPIÐ: Virka daga laugardaga sunnudaga frákl. 9-22, frákl. 9-16, frá kl. 18-22. ATH.! Smáauglýsing í helgarblað DV verður að berast okkur fyrir - kl. 17 á föstudag. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýðing og staðfærsla Gisli Rúnar Jónsson. Fim. 14. apríl, fáein sæti laus, sun. 17. april uppselt, miðd. 20. april, fáeln sæti laus, fös. 22. apríl, örfá sæti laus, sun. 24. april, fim. 28. april, Id. 30. april, uppselt, flm.5. mai. Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónasson. Unniö upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Miðd. 13 april, 40. sýn., fösd., 15 april, fá- ein sæti laus, lau. 16. april, uppselt, fimmd., 21. april, lau. 23. apríl, fös. 29. april. ATH. Aðeins 5 sýningarvikur eftir. Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla- diskur aðeins kr. 5.000. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar ÓPERIJ DRAUGURINN (» eftir Ken Hill Sýningar hefjast kl. 20.30. Föstudag 15. april, laugardag 16. april. BarPar eftir Jim Cartwright SÝNT Í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hef jast kl. 20.30. Fimmtud. 14. april, sunnud. 17. apríl. Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir aó sýning er hafin. Aðalmiðasalan í Samkomuhusinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Sími 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutima. Ósóttar pantanir að BarPari seldar í miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Sími 21400. Greiðslukortaþjónusta. Tilkyniiingar Félagsvist A.B.K. Spiluö verður þriggja kvölda keppni. Byrjað verður i kvöld kl. 20.30 i Þing- hóli, Hamraborg 11. Allir velkomnir. Reikningur og reikningsnám fyrr og nú nefnist fyrirlestur sem Anna Kristjáns- dóttir prófessor mun flytja á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Islands á morgun, þriðjudag, kl. 16.15. Aima mun fjalla um þróun reiknings- náms í almenningsfræöslu og veröa nefnd dæmi úr rannsóknum Önnu hér á landi síðustu 15 ár og þess freistaö að setja þær í samhengi við þróim erlendis. Fyrirlesturinn verður í stofu M-301 í Kennaraháskóla íslands og er öllum op- inn. Sönghópurinn Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Safnaðar- heimili Selfosskirkju þriöjudagskvöldiö 12. apríl kl. 20.30. Sönghópurinn var stofnaður í byrjun árs 1990. Félagar eru 9 og er allur söngur fluttur án undirleiks á hljóöfæri. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og spannar yfir u.þ.b. íjög- ur hundruð ára tímabil. Upplýsinga- og menningar- miðstöð nýbúa Aiiir velkomnir á uppskriftakvöld í upp- lýsinga- og mermingarmiðstöð nýbúa, Faxafeni 12, í kvöld kl. 20-22. Húsið opið kl. 17-22. 6 daga rýmingarsala 30% afsláttur af öllum vörum Fatnaður við allra hæfi - við höfum yfirstærðirnar Kynnið ykkur okkar hagstæða verð Félag eldri borgara i Rvík og nágrenni Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Söngv- aka kl. 20.30. Kynning á verkum Einars Benediktssonar skálds, seinni hluti kl. 14 á morgun, þriðjudag. Búðin, Bíldshöfða 18 Sími 91-879010 Fax 91-879110 Opið: mán.-föst. 9-18 laugard. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.