Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 13 Neytendur Hinn „eini sanni" parmesan: Parmigiano- reggiano fæstnú á íslandi Flestir nota orðið parmesan sem samheiti yfir alla harða osta en færri vita að mikill munur getur verið á parmesanostum. Bandaríkjamaðurinn Frank A. Cassata, sem búið hefur hér á landi í fjölmörg ár, hefur nú hafið innflutning á því sem hann kallar hinn eina sanna parmesanost. „Ég er ítalskur að uppruna og mig hefur lengi langað aö flytja hingað ítalskar sælkeravörur. Parmigiano-reggiano osturinn er ein af þeim. Það er ólíku saman að jafna, Parmigiano-reggiano hefur haldist eins í 7 aldir og er algjörlega unnin í höndum. Hann er mjög næringarríkur án þess að vera fitandi og er oft mælt með honum fyrir böm, gamalmenni og þá sem hafa áhyggjur af línun- um,“ sagði Frank. Osturinn fæst einungis í Ostabúðinni í Hafnar- firði, Kjötbúri Péturs og Heilsu- húsinu í Kringlunni enn sem komið er en Frank vonast til aö hann fáist ipjög víða í framtíð- inni. Meðfylgjandi er uppskrift að salati þar sem osturinn nýtur sín vel. Þekkja má Parmigiano-reggiano ostinn á þvi að nafn hans er greipt inn í hliðar hans. Parmigiano-reggiano salat 1 sléttfull tsk. rasp 2 sléttfullar msk. reggiano, gróft rifinn 1 msk. reggiano, skorinn í smáa teninga '/. tsk. nýmalaður, svartur pipar 1 Vi msk. þurrkað oregano 1 tsk. dijon sinnep 4 msk. olífuoha /i tsk. hvítlauksduft 2 msk. rauðvínsedik 2-3 msk. brauðteningar htið salathöfuð Setjið aht nema brauðtening- ana í krukku með loki og hristið vel. Rífið salathöfuðið niður í höndunum og setjið í skál, helhð innihaldinu úr krukkunni yfir og notið finguma th að blanda því vandlega saman. Bætið brauð- teningunum að síöustu út á og blandið saman við hitt. Góð tílbreyting er að blanda tómötiun, grænum fyhtum olif- um, ansjósum eða fhsum af ostin- um út í. Passið að nota ekki of mikinn rasp, það gerir salatið of þurrt. Kúabændur og forsvarsmenn nokkurra kjötvinnslna eru nú komnir i hár saman vegna hugsanlegrar einokunar- stöðu nýstofnaðra sölusamtaka bænda. Myndin er af Hjalta í Matvörubúðinni i Austurveri. DV-mynd ÞÖK Kjötvinnslur og Landssamband kúabænda í hár saman: Saka kúabændur um að stofna einokunarsamtök - viðbrögðin gætu leitt til þess, segir formaður Landssambandsins * „Við óttumst að þarna sé verið að setja enn eitt einokunarfyrirtækið af stað sem hugsanlega gæti haft það að markmiði að einoka sölu á öhu kjöti. Það er yfirlýst stefna þessara aðha að setja kjöt í frost þannig að þetta yrði svipað og með lambakjöt- ið, það yrði eingöngu hægt aö fá fros- ið kjöt. Við erum mjög mikið á móti því og teljum að það sé verið að fara tugi ára aftur í tímann hvað gæöi varðar," sagði Vhmundur Jósefsson hjá Meistaranum hf. en sex kjöt- vinnslur hafa sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af ný- stofnuðum sölusamtökum Lands- sambands kúabænda um sölu á nautakjöti. Kjötvinnslumar hafa hótaö aö beina viðskiptum sínum ekki th þeirra sem aðhd eiga að sam- tökunum. Vilmundur sagði samtökin þrýsta mjög á bændur og sláturleyfishafa um að gerast aðhar. „Einhveijir fé- lagar minna eru þegar farnir að sjá áhrif af þessu, þ.e. að bændur finni sig knúna th að ganga inn í þetta. Við getum líkt þessu við Osta- og smjörsöluna. Sjálfstæðar kjöt- vinnslur koma ekki th með að hafa neitt val um hvaðan kjötið kemur eða hvort það er ófrosið eða frosið ef af þessu verður,“ sagði Vilmundur. Óttast að missa völdin „Ef þeir halda að hægt sé að beygja okkur með slíkum hótunum þá er það misskhningur. Ég held að hvorki bændur né neytendur sætti sig við að einhver hópur bindist samtökum um að úthoka menn frá viðskiptum ef þeir sitja ekki og standa eins og hópnum hentar. Ég held aö neytend- ur velji sér þá bara kjöt frá öðrum kjötvinnslum. Þaö sem fyrir þessum mönnum vakir er fyrst og fremst það að þeir óttast áð geta ekki lengur ráðið öhu á markaðinum í krafti sinnar fákeppni. Stofnun sölusam- taka þýðir að þeir missa ákveðin völd. Þetta er bara spuming um hver ætlar að ráða þessu," sagði Guð- mundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda. Aðspurður um hvort hann teldi rétt að ein samtök réðu bæöi fram- boði og verðlagi á kjöti sagði hann að ekki væri verið aö ræða um það. „Viö erum að tala um að taka ákveð- ið magn út af markaðinum í sérstök- um aðgerðum. Ef málin þróast hins vegar þannig að menn fara að beita hörku og nota vinnubrögð eins og birtast í þessari ályktun þeirra getur farið svo að þetta stríð harðni. Þá gæti vel verið að menn yrðu að skoða þá leiö að aht kjöt fari í gegnum þessi sölusamtök. Ég get ekki úthokað það en það er hins vegar ekki ætlunin í dag,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það útúrsnúning að halda því fram að kjötvinnslum yrði einungis boðið frosið kjöt. „Við erum að tala um 500 tonn af kjöti í frost og stærsti hlutinn fer á Bandaríkjamarkað. Annars er þessi neikvæða umfjöllun um fryst- ingu nánast einskorðuð við Island, það er vinnsluaðferð sem ahsstaðar tíðkast, m.a. í sumum þessara kjöt- vinnslna sem um ræðir. Við höfum aldrei haft í hótunum við þá um að beita viöskiptaþvingunum eða neinu slíku og hafi það verið inni í mynd- inni að ræða um þetta við þá er það enn síður inni í myndinni eftir svona uppákomu." Verið að draga úr samkeppni „Ég tek mjög undir þessar áhyggjur um einokunarsamtök, enda fuh ástæða th. Ég veit að það eru aðhar innan kjötmarkaðarins sem dreymir um að stjóma honum. Þetta gæti verið fyrsta skrefið,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Það er t.d. búið að stofna félag, Kjötframleiðendur hf„ sem í eru bæði nauta-, hrossa- og sauðfjárbændur. Það er því greini- legt að einhver öfl eru að reyna að ná algjörri stýringu á kjötmarkaðin- um. Eg vona virkhega að það takist ekki því slík einokun myndi þýða að framleiðendur gætu hagað veröi og framboði að eigin vhd sem bæði leiddi th verðhækkunar og aftur- hvarfs th fortíðar. Eina trygging neytandans er að á markaöinum sé virk og frjáls samkeppni. Þama er verið að reyna að draga úr henni,“ sagði Jóhannes. Bréf og blöð blotna stundum í póstkassa jafnvel þótt göt séu á botni hans. Þennan galla má leysa með 1-2 mm gataplötu (helst ryðfrírri) sem sniðin er í botn póstkassans. 1 cm breiðar brúnir á hliðum plötunnar halda henni uppi og er því engin hætta á að pósturinn renni undir hana. Reiðhjóla- pumpur Reiðhjólapumpur geta komið að góðum notum þegar setja á niður lauka. Sagaðu gamla pumpu í sundur rétt fyrir ofan ventilinn (svo hann fari af) en mundu eftir að draga buhuna upp fyrst. Þegar þú gróðursetur sting- ur þú pumpunni niður í moldina og hefur buliuna niðri. Dragðu síðan buhuna upp og loks pump- una alla. Lauknum er stungið í opið og síöan er henni stungið aftur niöur í holuna. Handfang- inu er þrýst i botn og þá er lauk- urinn kominn á sinn stað. grisjun Sáðu salati og hreðkum saman í beð. Þegar hreðkumar em tekn- ar upp stendur salatið eftir, mátulega grisjað. Áberandi Garðverkfæri týnast oft í gras- inu. Þau sjást betur og fmnast fyrr ef þau eru máluð meö áber- andi ht, t.d. signalrauð. merktir eripir Nú hður að því aö nágrannarn- ir fara að banka upp á og fá lán- aða skóflu eða hrífu. Slíkir hlutir skha sér betur ef eigandinn brennimerkir íangamark sitt í viðinn. Teiknaðu stafina og mál- aöu í þá með naglalakki. Kveiktu í lakkinu áöur en það þomar, þá brenna stafimir inn í viðinn. Flotstigi Óþarft er að láta stiga stingast niöur í grasróöna þegar hann er notaður utanhúss. „Sólaðu“ und- ir hann með því að negla spýtu- bút þversum neðst á stigann, eins og þú væri að setja á hann skó. Þannig skhur hann ekki eftir sig holu í grasinu. Handbók heimilisins. Mp sem (á DV í póstkassam regtalega geta átt von á þrjátíu þúsund króna matarkörfu Áskriftargetraun DV gefur skilvísum áskrifendum, nýjum °9 núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þiísund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver aö verömæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvæmt blaö. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.