Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 Stjórmnál Spurt á Dalvík: Hver verða úrslit kosninganna? Jón Amgrímsson verslunarmaður: Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn fá þrjá menn hvorir og I-listinn kemur einum manni að. Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri: Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra menn í bæjarstjóm, hinir skipta þremur sætum einhvem veginn. Hilmar Daníelsson skrifstofumaður: Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn fá 3 menn hvor og I-listinn einn. Kristin Eiðsdóttir verkakona: Ég ætla ekki að reyna að spá neinu um það. Valgerður Guðmundsdóttir ellilifeyr- isþegi: I-listinn fær einn mann kos- Birair Jónsson húsvörður: Sjálfstæð- isflokkurinn fær fjóra menn, Fram- sóknarflokkur 2 og I-listinn 1 mann. DV Dalvík: l-listi gerir harða hríð að meirihlutanum Kosningabaráttan á Dalvík hefur farið hægt af staö og þeir sem telja sig þekkja vel til þar í bæ segja að það sé ekki oft síðustu áratugina sem svo dauft hafi verið yfir hinni póli- tísku baráttu rétt fyrir kosningar. Dalvík hefur haft þá sérstöðu, ásamt nokkrum öðmm sveitarfélög- um að vísu, að þar hefur atvinnu- ástand lengst af kjörtímabilsins verið gott, atvinnuleysi ekki teljandi þótt vissulega hafi borið á því upp á síð- kastið. Bærinn stendur fjárhagslega vel og þar hefur verið blómlegt mannlíf. Ekki em þó allir ánægðir með hvemig núverandi meirihluti í bæj- arstjóm, sem er skipaður sjáifstæðis- iiJlSII! I-listinn: Ástæða til bjartsýni „Kosningabaráttan hér mun ekki síst snúast um atvinnumálin. Það er okkar mat að bæjaryfirvöld verði að viðhafa öflugan stuöning við sjávar- útvegsfyrirtækin sem eiga í tíma- bundnum vanda vegna kvótamála - það ástand er ekkert örðuvísi hér en á öðrum stöðum," segir Svanfríður Jónasdóttir sem skipar efsta sæti á I-hsta. „Kosningamar hér snúast líka um stjómunarhætti, eins og þá að bæj- arbúar geti gengið aö því sem gefnu að málefni þeirra fái faglega og rétt- láta umfjöllun hjá yfirvöldum og sömuleiðis aö þeir geti átt greiðan aðgang að upplýsingum um málefni bæjarins og bæjarfyrirtækja. Af öðr- um málum sem munu verða rædd í kosningabaráttunni get ég nefnt umhverfismál og skólamál er snerta öll skólastig. Ég tel að úrslit kosninganna hér á Dalvík geti orðið mjög óvænt. Fyrir hönd I-hstans hef ég fuha ástæðu til bjartsýni því viðbrögð við framboði okkar hafa farið fram úr björtustu vonum,“ segir Svanfríður. Svanfriður Jónasdóttir, efsti maður l-lista. DV-mynd gk Trausti Þorsteinsson, efsti maður á D-lista. DV-mynd gk D-listinn: Áfram sókn og framþróun „Aðalmál fyrir Dalvíkinga er að þeirri sókn og framþróun sem verið hefur á Dalvík verði haldið áfram og stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna stefnir að því,“ segir Trausti Þor- steinsson sem skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. „Fólki hefur fjölgað á Dalvík um- fram landsmeðaltal og mun meiri fjölgun hefur verið þar en annars staöar á Norðurlandi eystra. Hefur verið látið að því hggja að meirihlut- inn í bæjarstjóm Dalvíkur hafi ekki staðið sig í atvinnumálunum sem er rangt. Atvinnuástandið er og hefur verið gott og það er að meginhluta til vegna aðgerða bæjaryfirvalda. Ég get ekki metið hvort það er möguleiki fyrir okkur sjálfstæðis- menn að ná meirihluta í bæjarstjóm ' en til þess þurfum við að auka vem- lega við fylgi okkar. Valkostimir sem kjósendur standa frammi fyrir em hins vegar skýrir. I-hstinn hefur það að markmiði að feha meirihlutann og reyndi fyrst að sundra honum með því að fá Framsóknarflokkinn til fylgis við sig án árangurs. Kost- imir sem bæjarbúar standa frammi fyrir em annars vegar að kjósa yfir sig hugsanlegan meirihluta I-lista og Framsóknarflokks eða treysta D- hstanum áfram til að fara með for- ustuna í bæjarstjóminni,“ segir Trausti. B-listinn: Aukning atvinnu „Mér finnst bæjaryfirvöld ekki hafa staðiö sig sem skyldi í atvinnu- málunum og við framsóknarmenn leggjum á það höfuðáherslu að hér á Dalvík veröi aukning atvinnutæki- færa,“ segir Kristján Ólafsson, efsti maður á B-lista Framsóknarflokks. „Þaö er ahs ekki hægt að una því að hér séu 30-40 manns atvinnulaus- ir og sárahtla vinnu að hafa fyrir skólafólk þegar þaö kemur á vinnu- markaðinn í vor. Það hlýtur að vera forgangsmál næstu bæjarstjómar að vinna að þessum málum. Það þarf að hlúa að þeim fyrirtækjum sem hér em og stofna til nýrra. Ef við htum yfir sviðið þá em hins vegar engin stór átakamál í gangi hér á Dalvík fyrir þessar kosningar. Við framnsóknarmenn höfum sett stefnuna á það að fá þijá menn kjöma í bæjarstjóm og við bindum vonir við að það gangi eftir. Að sjálf- sögðu spái ég að svo fari og ég spái því að hin framboðin tvö skipti jafnt á milh sín þeim fjórum sætum sem þá verða eftir." Kristján Ólafsson, efsti maður B- lista. DV-mynd gk mönnum og einum fuhtrúa N-hsta, hefur haldið á málum, en N-hstinn var borinn fram 1990 sem jafnaðar- mannahsti af Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. í hópi óánægðra em þeir sem standa að I-listanum en þeir reyndu að fá aha andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins th að standa saman að framboði. Það gekk eftir, nema að því leyti til að framsóknarmenn kusu að bjóða fram sinn eigin hsta. í kosningunum 1990 fékk Sjálfstæð- isflokkurinn 3 menn kjöma í bæjar- stjóm, H-hstinn, sem var borinn fram af framsóknarmönnum og öðr- um vinstri mönnum, fékk 2 menn kjöma, N-listi jafnaðarmanna fékk 1 mann og F-hsti fijálslyndra fékk einn mann kjörinn. Talsverð uppstokkun hefur orðið á þeim valkostum sem Dalvíkingum bjóðast við kjörborðið, hstunum hefur fækkað um einn og þeir bera nú önnur nöfn og aöra stafi. F Memhlutasastarf DogN Framboðslist- aráDalvík: l-listi: 1. Svanfríður Jónasdóttir. 2. Bjami Gunnarsson. 3. Þórir V. Þórisson. 4. Þóra Rósa Geirsdóttir. 5. Gunnhhdur Ottósdóttir. 6. Viðar Valdimarsson. 7. Ásta Einarsdóttir. 8. Hjörtína Guðmundsdóttir. 9. Sverrir Sigurðsson. 10. María Gunnarsdóttir. 11. Ottó Freyr Ottósson. 12. Þuríöur Sigurðardóttir. 13. Ottó Jakobsson. 14. Kolbrún Pálsdóttir. B-listi: L Kristján Ólafsson. 2. Katrín Sigurjónsdóttir. 3. Stefan Gunnarsson. 4. Helga Eiríksdóttir 5. Sigurlaug Stefánsdóttir: 6. Brypjar Aðalsteinsson. 7. Ragnheiður Valdimarsdóttir. 8. Daníel Hilmarsson. 9. Valgerður Guðmundsdóttír. 10. Einar Arngrímsson. 11. Guðný Bjamadóttir. 12. Björg Ragúels. 13. Jóhannes Hafsteinsson. 14. Guðlaug Bjömsdóttir. D-listi: 1. Trausti Þorsteinsson. 2. Svanhildur Ámadóttir. 3. Birgir Össurarson. 4. Gunnar Aöalbjömsson. 5. Dorothea Jóhannsdóttir. 6. Þorsteinn Skaptason. 7. Hjördís Jónsdóittir. 8. Friðrik Gígja. 9. Hermína Gunnþórsdóttir. 10. Hákon Stefánsson. 11. Dana Jóna Sveinsdóttir. 12. Rúnar J. Gunnarsson. 13. Bjöm Ehasson. 14. Eyvör Stefánsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.