Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994
Fréttir
Skoöanakönnim DV um fylgi framboðslista á Akureyri:
Kjósendur vilja ekki
núverandi meirihluta
- Framsókn vinnur mann af Sj álí stæðisflokki
Núverandi meirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags í bæjar-
stjóm Akureyrar mundi falla ef kos-
ið væri núna samkvæmt skoðana-
könnun DV. Framsóknarflokkurinn
mundi vinna mann af Sjálfstæðis-
flokki og fá alls fimm menn kjöma í
ellefu manna bæjarstjóm.
Niðurstöður skoðanakönnunar DV
voru þær aö 6 prósent úrtaksins
styðja Alþýðuflokkinn, 21,8 prósent
Framsóknarflokkinn, 16,7 prósent
Sjálfstæðisflokkinn og 12,7 prósent
Alþýðubandalagið. Óákveðnir voru
28,7 prósent og 14,1 prósent neituðu
að svara.
Sé einungis tekið mið af þeim sem
afstöðu tóku í könnuninni styðja 10,5
prósent A-lista Alþýðuflokksins, 38,2
prósent B-lista Framsóknarflokks-
ins, 29,1 prósent D-lista Sjálfstæðis-
flokksins og 22,2 prósent G-lista Al-
þýðubandalagsins. Samkvæmt þessu
fengi Alþýðuflokkurinn einn mann
kjörinn í bæjarstjórn ef kosið væri
núna, Framsóknarflokkurinn fimm
menn, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá
menn og Alþýðubandalagið tvo
menn kjörna.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 kjósendur á Akureyri. Jafnt var
skipt á milli kynja. Spurt var: „Hvaða
lista mundir þú kjósa ef bæjarstjóm-
arkosningar færu fram núna?“
Skekkjumörk í könnun sem þessari
em um þrjú prósentustig. Könnunin
fór fram í gærkvöldi.
Asjóna nýrrar bæjarstjórnar
Veröi niðurstöður bæjarstjómar-
kosninganna á Aicureyri í lok næstu
viku í samræmi við niðurstöður
skoðanakönnunar DV verða eftir-
taldir kjömir bæjarfulltrúar: Gísli
Bragi Hjartarson fyrir A-lista, Jakob
Bjömsson, Sigfríöur Þorsteinsdóttir,
Þórarinn E. Sveinsson, Guðmundur
Stefánsson og Ásta Sigurðardóttir
fyrir B-lista, Sigurður J. Sigurðsson,
Björn Jósef Amviðarson og Þórarinn
B. Jónsson af D-lista og Sigríður Stef-
ánsdóttir og Heimir Ingimarsson af
G-lista.
Styrkur lista á Akureyri
- samkvæmt skoöanakönnun DV -
f;.V /? 'X'VÝ”.'
V-listi og Þ-listi
bjóða ekki
fram nú
Þ-listi
l__________________l
fí Skoðaoakönnun
A'.X.'.W'.V.W.VWWVHW
Bæjarfulltrúar IjfMlgfjj Bæjarfulltrúar
á Akureyri
eftir kosningar
1990
á Akureyri
samkv. skoðana-
könnun DV
Samkvæmt skoðanakönnun DV er
þriðji maður G-lista, Sigrún Svein-
bjömsdóttir, næstur því aö fella
fimmta mann B-lista, Ástu Sigurðar-
dóttur. Fjórði maður D-lista, Val-
gerður Hrólfsdóttir, fylgir þó í hum-
átt á eftir en á lengra í land heldur
en Sigrún.
Þess má geta að skoöanakönnun
DV náði til 5,7 próent kosningabærra
manna á Akureýri. A kjörskrá í kom-
andi bæjarstjómarkosningum eftir
átta daga eru alls 10.511 manns, þar
Styrkur framboðslista á Akureyri
- niðurstöður skoðanakönnunar DV -
A-listi Alþýðuflokks 6,0%
B-listi Framsóknarflokks 21,8%
D-listi Sjálfstæðisflokks 16,7%
G-listi Alþýðubandalags 12,7%
Óákveðnir 28,7%
Svara ekki
14,1%
Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku
verða niðurstöðurnar þessar.
Til samanburðar eru úrslit kosninganna í maí 1990
Kosn. '90 Núverandi fj. bæjarf. Könnun DV Fjöldi bæj- arf. skv. könnun
A-listi Alþýðuflokks 12,7% 1 10,5% 1
B-listi Framsóknarflokks 28,9% 4 38,2% 5
D-listi Sjálfstæðisfiokks 33,2% 4 29,1% 3
G-listi Alþýðubandalags 14,7% 2 22,2% 2
V-listi Kvennalista * 5,2% 0
Þ-listi Þjóðarflokks * 5,3% 0
bjóða ekki fram í kosningunum 28. maí 1994.
framundan
Umferöarráð verður með vakt
bæði á laugardag og mánudag
vegna hvítasunnuhelgarinnar og
verður upplýsingum og aðvörun-
um útvarpað til ferðalanga.
Gert er ráð fyrir að margirleggi
í feröaiög og hvetur umferöarráð
ökumenn til að sýna varúð í
akstri. Lögregla alls staðar á
landinu mun fylgjast meö um-
ferðinni um helgina.
Ekki verða neinar skipulagðar
feröir frá BSÍ út á land þar sem
tjaldstæði hafa enn ekki veriö
opnuð.
Atvinnuhorfiir skólafólks:
A f immta þúsund á skrá
liklegt að flestir fái vinnu
Á fimmta þúsund skólafólks er nú
á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks
og Atvinnumiðlun námsmanna.
Tæplega 3900 eru á skrá hjá Vinnu-
miðluninni og 750 manns hjá At-
vinnumiðluninni.
„Þetta fer aðeins fyrr af stað en í
fyrra en þá voru atvinnurekendur
seinir til og við vorum orðin mjög
örvæntingarfull. Miöað við ástandið
veit maður ekki hvað þetta þýðir.
Hvort það þýði að þaö komi meira
inn eða minna er erfitt að segja til
um, en við erum uggandi. Hins vegar
ér ljóst að fleiri námsmenn eiga eftir
að láta skrá sig en á sama tíma í fyrra
voru um 900 manns á skrá,“ segir
Álfrún Guðrúnardóttir, fram-
kvæmdastjóri Atvinnumiölunar
námsmanna.
Anna Helgadóttir er umsjónarmað-
ur Vinnumiðlunar skólafólks.
Vinnumiðlunin er rekin af Reykja-
víkurborg en þangað geta atvinnu-
llmmælifólks
íkönnuninni
„Ég sé ekki mikið val, hér er
helvítis eymd. Æfli ég kjósi ekki
G-listann, þeir eru frekar gefnir
fyrir íjöldann. Það veröur að vera
númer eitt,“ sagöi karl. „Bæjar-
málin hafa verið með þeim hætti
að ég hef skömm á öllu þessu fólki
og ætla ekki að kjósa,“ sagði karl.
„Æfli ég kjósi ekki Framsókn
eins og ég er vanur að gera,“ sagði
annar karl. „Ég kýs G-listann því
þar er kvenfólk fremst í flokki,“
sagði kona. „Það þýðir ekkert að
kjósa því þetta hð svíkur allt sem
það lofar,“ sagði kona. „Ég kýs B
því þar er besta fólkiö," sagði
kona og öiinur sagði: „Ég vil frek-
ar kjósa um persónur en flokks-
lista.“ „Ég hef alltaf kosið það
sama en nú er ég ekki viss. Ég
vil kjósa um menn,“ sagöi kona.
„Ég hefði kosið Kvennalistann
hefði hann boðið fram en nú læt
ég A-listann duga,“ sagði kona.
„Það er fíflalegt að vera með
þessa gömlu lista í kosningum
eins og þessum. Það er ekki vit í
öðru en að kjósa um menn,“ sagði
karl. „Mér líst best á G-hstann
því þar er fólk svo málefnalegt,“
sagði kona. „Ég hef alltaf kosið
kratana og mun halda því
áfram,“ sagði karl. „Ég treysti
framsóknarmönnum best til að
taka á atvinnumálunum," sagði
kona. „Kosningabaráttan er svo
dauf að áhuginn hefur ekki enn
kviknað hjá manni,“ sagði karl.
„Það eru svo mikil hrossakaup í
gangi alla daga að mér dettur
ekki í hug að kjósa,“ sagði karl.
„Æfli ég kjósi ekki minn gamla
lista, D-hstann,“ sagði karl og
annar sagði: „Ég hef starfað hjá
KEA í 48 ár svo það kemur ekki
annað til greina en B.“ „Ég veit
ekki einu sinni hverjir eru í fram-
boði,“ sagði kona og karl sagði:
„Ég er búinn að kjósa D-listann í
mörg ár. Þeir hafa staðið sig mjög
vel.“ „Ég hef alltaf verið krati,“
sagði kona. „Ég lýsi frati á þessar
kosningar," sagði kona og önnur
tók undir: „Ég mundi sitja heima
eða skila auðu.“ „Ég mundi ör-
ugglega kjósa G-listann,“ sagði
kona.
af 5.112 karlar og 5.399 konur. I kosn-
ingunum vorið 1990 voru nokkru
færri á kjörskrá eða alls 9.802.
Stuttar fréttir
rekendur úr einkageiranum einnig
leitað að skólafólki eldra en 16 ára í
vinnu.
„Það verður reynt að hafa það
þannig að flestir fái vinnu í 8 vikur.
Það verða tvískiptar vaktir hjá
Reykjavíkurborg, frá klukkan 7.30 til
20.30, til aö koma sem flestum að,“
segir Anna.
Hún segir að laun séu miðuö við
Dagsbrúnartaxta og ofan á það legg-
ist vaktaálag.
Alls var söltuð síld í 95 þúsund
tunnur á nýafstaðinni vertíð sem
er 56% aukning frá þvi í fyrra.
AöalverktakaríÓsló?
í athugun er að íslenskir aðal-
verktakar taki þátt í flugvallar-
gerö í Ósló. Þetta kom fram i
Morgunblaðinu.
Húsbréfavanskil
Þriðjungur þeirra sem tekiö
hafa húsbréf er í vanskilum með
afborganir samkvæmt frétt RÚV.
Samstarf um heilsulindir
íslendingar og Slóvakar stefna
að samstarfl um rekstur og mark-
aðssetningu heilsulinda.
Svíar gieypa lambakjötiö
Samkvæmt frétt Alþýðublaös-
ins rokselst íslenskt lambakjöt í
Svíþjóð þessa dagana. Lokið
verður við sölu á 420 tonnum í
næsta mánuði.
Jón Heigason þingmaður teiur
að ef 10 milljónir manna notuöu
íslenskt vatn gæti það skiiað
þjóðarbúinu 300 milijörðum.
Tíminn greindi frá þessu.
Hlutabréf Skagstrendings hf.
féllu í verði í gær um 24% og
hafa lækkaö urn 75% undanfarin
Qögur ár.