Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Page 3
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994 3 Fréttir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um svarta skýrslu um nýtingu þorskstofna: Aðeins verið að benda á hagkvæmustu leiðirnar „Menn mega ekM misskilja þessa skýrslu. í henni er fyrst ög fremst verið að meta það hvaða leiðir eru hagkvæmastar til að byggja þorsk- stofninn upp og ná úr honum mest- um arði. Hún felur ekki í sér neina langtímaspá um þróun þorskstofns- ins. Hún er fyrst og fremst vísbend- ing um efnahagslegan mismun að óhkum leiðum við nýtingarákvarð- anir. Það er hins vegar alveg ljóst að þorskstofninn getur stækkað hægar eða hraðar en þarna er gert ráð fyr- ir. Þannig er það ljóst að þetta er ekki langtímaspá um.stærð stofnsins heldur vísbending um efnahagslegan mismun á því hversu langt menn fara í að skera veiöarnar niður,“ seg- ir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra um skýrslu þá er fulltrúar Hafrannsóknastofnunar og Þjóð- hagsstofnunar skiluðu á dögunum. í skýrslunni er lagt til að ekki verði leyft að veiða meira en 175 þúsund lestir af þorski á næstu árum og helst ekki meira en 125 þúsund lestir. Þá er miðað við að ná hrygningar- og veiðistofninum upp í ákveðið magn. Þorsteinn Pálssonar segir það ekkert nýtt að bent sé á ákveðin hættumörk viö 175 þúsund lesta veiði. „Það hefur komið fram hjá Haf- rannsóknastofnun að þar séu hættu- mörk og bent á að þar sé 7 prósenta hætta á algeru hruni stofnsins," seg- ir Þorsteinn. Hann var spurður hvað hann teldi hægt að fara langt niður í þorskveið- um miðaö við efnahagsafkomu þjóö- arbúsins? Hann vildi ekki nefna tölu í því sambandi en sagði: „Þaö kemur fram í þessari skýrslu að það er ekki bara hreinn módel- eða líkanaútreikningur á því hvaða veiði gefi mestan arð, menn þurfa hka að taka tilht til þess hvað hægt sé að skera veiðamar niður. Það verður að skoða hvaða áhrif niður- skurður hefur á markaði okkar og annað og taka tillit til þeirra þátta. A þessi atriði öll er bent á í skýrsl- unni,“ sagði Þorsteinn. Þess má geta að í fyrra lagði Haf- rannsóknastofnun til aö ekki yrðu veiddar nema 150 þúsund lestir af þorski á þessu veiðiári. Ljóst er að þorskveiðin fer í um 225 þúsund lest- ir. Von er á skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um ástand nytjastofna í byrjun júní. Þeir sem DV hefur rætt við um málið telja víst að lagt verði tíi að minna verði veitt af þorski á næsta veiðiári en gert var í fyrra. Jafnvel að lagt verði til að veiöa ekki meira en 135 þúsund lestir. 8 mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 6 ára 36 ára Reykvikingur hefur verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa leitað kynferðislega á 6 ára frænku sína um haustið 1991. Fang- elsisrefsingin er óskilorðsbundin. Atburðurinn átti sér stað á heimili stúlkunnar. Maðurinn var þar gest- komandi. Eftir verknaðinn kom stúlkan inn til móður sinnar og greindi henni frá því sem gerst hafði. Maðurinn hafði farið höndum um líkama hennar og sýnt af sér aðra kynferðislega tilburði. Máhð fór til félagsmálayfirvalda og var síðan kært til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Samkvæmt áhti starfsmanns bamavemdarnefndar Reykjavíkur hefur atburðurinn íþyngt stúlkunni - þó ekki í sama mæh og áður. Starfs- maðurinn kvaðst fyrir dómi telja að henni þurfi að veita stuðning. Þegar maðurinn kom fyrir dóm bar honum í meginatriðum saman við það sem stúlkan bar að gerst hefði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu „veikja játningu ákærða“ og væri hún í samræmi við annað sem fram hefði komið í mál- inu. Við ákvörðun refsingar var tekið miö af því að á árunum 1979-1991 var sakbomingurinn fimm sinnum sekt- aður fyrir brot á fikninefnalögum. Tilht var tekið tíl þess að maðurinn viðurkenndi brot sitt greiðlega og aö tæp þrjú ár em hðin frá því atburð- urinn átti sér stað. Manninum er gert að greiða 20 þúsund krónur í saksóknaralaun og 35 þúsund krón- ur í málsvamarlaun. Pétur Guð- geirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. SCOUPE TURBO ...og gamanið hefstfyrir alvöru Hyundai Scoupe er hannaður fyrir þá sem hafa yndi af akstri og þora að vekja athygli. Útlitið er ferskt og sportlegt og þýður akstur bílsins í samræmi við mjúkar bogadregnar línur hans. HYunoni ...til framtíðar Láttu drauminn rætast -fáðu þér fallegan sportbíl og njóttu þess að vera úti að aka. • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósum • Útvarp, segulband og 4 hátalarar • Leðurklætt stýri • 1500 cc • 116 hestöfl ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 Verð frá 1.397.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.