Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994 Stjómmál Spurt á Eskifirði: Hver verða úrslit kosninganna? Guðrún Rögnvarsdóttir: Ég vona að kratar vinni sem flesta menn í þess- um bæjarstjórnarkosningum. Þorsteinn Joensen: Kratar fá tvo menn í bæjarstjórn. Eiríkur Friðriksson: Eg býst við sigri framsóknarmanna og vona að þeir nái hreinum meirihluta í bæjar- stjóm. Jón Þór Björnsson: Ég býst við því að flokkamir haldi sínu. E-listinn fær eitthvað af atkvæðum en í mesta lagi einn mann kjörinn. Laufey Oddsdóttir: Þaö verður eng- inn einn framboðslisti sem vinnur í þessum kosningum. Flokkarnir fá sitt htið af hverju. Hallur Guðmundsson: Ætii E-hstinn, G-hstinn og A-hstinn fái ekki tvo menn hver og Sjálfstæðisflokkurinn einn mann. Framsóknarmenn vil ég ekki sjá í bæjarstjóm. I>V Eskiflörður: Fimm listar í framboði Fimm listar eru í framboði á Eski- firði að þessu sinni í stað fjögurra í kosningunum 1990: A-listi Alþýðu- flokks, B-hsti Framsóknarflokks, D- listi Sjálfstæðisflokks, G-hsti Al- þýðubandalags og E-listi Eskfirð- inga. E-listinn bauð ekki fram í síð- ustu kosningum en í forsvari fyrir framboðið er fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins á Eskifirði. Þetta kjörtímabil hefur verið meiri- hlutasamstarf milli A-hsta, B-hsta og Frá Eskifirði Emil Thorarensen, E-lista: Nýtt og óvænt af I í bænum „E-listinn er nýtt og óvænt afl í bæjarmál- um hérna. Skuldir bæjar- félagsins era um 157,5 millj- ónir eða um 150 þúsund á hvern íbúa. Stór hluti tekna bæjarsjóðs fer því í fjármagnskostnað. Því þarf að ná skuldunum niður,“ segir Emil Thorarensen, efsti maður E-listans á Eskifirði. Að sögn Emils var ákveðið að bjóða fram E-listann eftir að uppstilhngar- nefnd Framsóknarfélagsins á Eski- firði hafnaði prófkjöri og útilokaði sig frá einu af þremur efstu sætum B-listans. Ástæðan hafi verið sú að menn óttuðust að ítök Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, og þar með Alla ríka, yrðu of mikil þar sem Emil væri útgerðarstjóri hjá fyrirtækinu. í þessu sambandi undirstrikar Emil að fjöldi aðila úr ólíkum áttum standi að E-listanum. „Atvinnumáhn eru í nokkuð góði horfi hér miðað við það sem gengur og gerist, enda er hér eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það er hins vegar grátlegt að sjá á eftir störfum upp á Hérað sem ekki lúta að sjávarútvegi." Auðbergur Jónsson, G-lista: Verðum að hlúa að vaxtarbroddum „Atvinnumálin eru okkar helsta áhyggju- efni hér á Eski- firði. Við höfum kynnst at- vinnuleysinu nú síðustu ár en höfum áður getað.státað af óvenjulega blómlegu atvinnulífi aht frá síldarárunum ná- lægt 1960. Meginorsök hnignandi at- vinnuástands er ríkisstjórnarstefnan enda er atvinnuleysi eitt af hag- stjómartækjum ríkisstjórna. Og ein- hæft atvinnuhf í fiskibæjum er vitan- lega afar brothætt á þessum kvóta- skerðingartímum. Við verðum því að hlúa að öllum vaxtabroddum í atvinnulífinu. Hvert einasta nýtt starf skiptir máh,“ segir Auðbergur Jónsson, efsti maður á G-hsta Al- þýðubandalagsins. Auðbergur segir fjárhagsstöðu Eskifjarðar hafa stórbatnað á kjör- tímabilinu undir stjórn núverandi vinstri meirihiuta. Brýnt sé að áfram verði fylgt ábyrgri stefnu enda fái fjárvana bæjarsjóður engu áorkað. „G-hstafólk leggur hér sem annars staðar megináherslu á að efla og bæta félagslega þjónustu, velferðar- mál ungra og aldraðra." Hrafnkell A. Jónsson, D-lista: Atvinnumálin í brennidepli „Sjálfstæðis- menn á Eski- flrði vekja at- hygh á skulda- stöðu bæjarins nú í lok þessa kjörtímabús þar sem Sjálf- stæðisflokkur- inn hefur verið einn flokka í minni- hluta. Fyrir síðustu kosnmgar var gerö mikil atlaga að okkur út af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Þaö vekur athygli þegar fjárhagsstaðan er skoðuð nú við lok þessa kjörtíma- bils að heildarskuldir bæjarins hafa nær ekkert lækkað," segir Hrafkell A. Jónsson, efsti maður D-listans á Eskifirði. Hrafnkell bendir á að heildarskuld- ir bæjarins í árslok 1990 hafi verið 158,4 mihjómr. Það ár sé síðasta árið sem fyrri meirihluti bar ábyrgð á. í lok síðast árs hafl skuldimar verið 157,5 milljómr. Þó skuldir hafi lækk- að um 856 þúsund sé skýringin sú að þær hafi verið færðar af bæjar- sjóði yfir að aðrar stofnanir. „Forgangsverkefni okkar sjálf- stæðismanna á næsta kjörtímabili em atvinnumál, umhverfismál ásamt íþrótta- og tómstundamálum. Atvinnumáhn eru í brennidepli. Á síðasta kjörtímabih hefur atvinnu- leysið orðið viðvarandi og þeirri þró- un ætlum við að snúa við.“ Sigurður Hólm Freysson, B-lista: Fjánnálastjórnun og framkvæmdir „Hjá okkur framsóknar- mönnum eru ahir málaflokk- ar undir. Það sem við teljum hins vegar brýnast er ábyrg fjármála- stjómun og markvissar fram- kvæmdir í umhverfismálum og gatnagerð. Einnig er mikUvægt að fylgjast grannt með atvinnulífinu, þannig að hægt verði að grípa inn í án þess að taka beinan þátt í rekstri fyrirtækja," segir Sigurður Hólm Freysson, efsti maöur B-listans á Eskifirði. Ásbjöm Guðjónsson, A-lista: Meiri fjölbreytni í atvinnulíf ið „Þau mál sem koma til með að vera mest í um- ræðunni em at- vinnu- og um- hverfismál. Þótt atvinnu- ástandið sé í betra lagi mið- að við marga aðra staði þá vantar okkur meiri fjölbreytni í atvinnulíf- ið. í því sambandi má nefna uppbygg- ingu tengda ferðamálum, hvers kon- ar handverk og smáiðnað, einnig fiUlvinnslu sjávarafurða," segir Ás- björn Guðjónsson, efsti maður A- Ustans á Eskifirði. Ásbjöm segir að núverandi meiri- hluta hafi tekist aö laga fjárhags- stöðu bæjarins tU muna. Halda þurfi Sigurður segir afar erfitt að átta sig á úrslitum kosninganna í lok næstu viku. Hins vegar segir hann að standi vUji kjósenda á Eskifirði til að auka hlut kvenna í stjómun bæjarins sé rétta leiðin að kjósa B-Ustann. „Það má geta þess að þessa dagana er verið að hefja mikið átak til að bæta ástand frárennslis frá bænum og eins em miklar framkvæmdir við íþróttasvæði bæjarins. Þessum verk- efnum munum við halda áfram.“ áfram á þeirri braut því bættur fjár- hagur gefi svigrúm tU meiri fram- kvæmda. „í umhverfismálum má nefna frá- gang smábátahafnar, ýmis opin svæði í bænum, fullnaðarfrágang gatna og gangstíga, íþróttavellina ásamt frjálsíþróttaaðstöðunni. Eins er brýn þörf á að koma holræsalögn- um í viðunandi horf.“ G-hsta. Ekkert hefur verið gefið út um framhald hstasamstarfs á Eski- firði og öhum leiðum haldið opnum. LUdegt þykir þó að E-listi og D-listi myndi nýjan meirihluta fái þeir til þess fylgi. Eins og á öðrum útgerðar- og fisk- vinnslustöðum hefur atvinnuleysi gert vart við sig á Eskifirði undanfar- in misseri. IUa hefur gengið að koma fótum undir nýja atvinnustarfsemi og á kjörtímabUinu flutti Bifreiða- skoðun íslands upp á Hérað ásamt dómaraembættinu. Störfum hefur þvi fækkað umfram þau sem rekja má til samdráttar í sjávarútvegi. Á Eskifirði búa rúmlega þúsund manns og miðað við þjóðskrá hefur íbúm fækkað um 5 frá því í árslok 1990. Á kjörskrá núna em 723 en voru 745 fyrir fjórum ámm. Bæjar- stjóri Eskfirðinga er Arngrímur Blöndal. Melrlhlutasamst. A + B + G Úrslitin 1990: Fjórir hstar buðu fram í kosningun- um 1990. A-hsti Alþýðuflokks fékk 84 atkvæði og einn mann kjörinn, B-listi Framsóknarflokks 249 atkvæði og þijá menn kjöma, D-hsti Sjálfstæðis- flokks 200 atkvæði og tvo menn kjöma og G-hsti Alþýðubandalags 72 atkvæði og einn mann kjörinn. Þessi vom kjörin í bæjarstjóm: Guðmundur Þ. Svavarsson (A), Gísh Benediktsson (B), Sigurður Hólm Freysson (B), Jón Ingi Einarsson (B), Skúh Sigurðsson (D), Hansína Hall- dórsdóttir (D) og Hjalti Sigurðsson (G). Framboðslist- A-listi Alþýðuflokks: 1. Ásbjörn Guðjónsson. 2. Katrín Guðmundsdóttir. 3. Jósep Snæbjörnsson. 4. Grétar Rögnvarsson. 5. Bjamrún Haraldsdóttir. B-listi Framsóknarflokks: 1. Sigurður Hólm Freysson. 2. Unnar Björgólfsson. 3. Friðgerður Maríasdóttir. 4. Alrún Kristmannsdóttir. 5. Sigurjón Kristjánsson. D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. Hrafnkel! A. Jónsson. 2. Andrés Elísson. 3. Skúli Sigurðsson. 4. Friðrik Á. Þorvaldsson. 5. Árni Helgason, E-listi Eskfirðinga: 1. Emil Thorarensen. 2. Þorbergur Hauksson. 3. Haukur Bjömsson. 4. Guðni Þór Elísson. 5. Anna Jóna Pálmadóttir. G-listi Alþýðubandalags: 1. Auðbergur Jónsson. 2. Guðrún Margrét Óladóttir. 3. Gísh Arnar Gíslason. 4. Jórunn Bjarnadóttir. 5. Bragi Þórhahsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.