Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Page 15
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994 15 Hvað er verið að fela? Eitt af því sem vakið hefur athygli í kosningabaráttunni í Reykjavík er sú mikla áhersla áróðursmeist- ara R-listans á að fela þá staðreynd að Ustinn er borinn fram af flórum stjórnmálaflokkum; Alþýðubanda- laginu, Framsóknarflokki, Kvennalista og Alþýðuflokki. For- svarsmenn listans líta á það sem óprúttna árás þegar á þetta er minnst. Svo langt hefur þetta gengið að fiúltrúi Framsóknarflokksins á R- listanum hélt því fram að flokkur- inn byði ekki fram í Reykjavík. Samt var R-listanum skilað inn til yfirkjörstjórnar í nafni vinstri flokkanna fjögurra. Hvað er verið að fela - og hvers vegna? Lýðræðisstjórn bak við luktar dyr Auðvitað eru gildar ástæöm- fyrir þessum feluleik vinstri flokkanna og þess vegna bregða þeir sér nú í felubúninga. Jafnvel hörðustu vinstri menn viðurkenna að vinstri flokkamir eigi oft erfitt með að vinna saman. Hagsmunatogstreita og ósamrýmanlegar skoðanir flokkanna leiða til þess að dýrmæt- um tíma er eytt í deilur um smáat- riði. Við sem sitjum á Alþingi vitum hversu erfitt er fyrir jafn sundur- leitan hópa af fólki, allt frá gall- hörðum framsóknarmönnum til Kvennalistaþingkvenna, að ná saman um smávægilegustu mál. Innbyrðis deilur vinstri flokkanna á Alþingi falla þó algerlega í skugg- ann af vinstri stjóm í Reykjavík á árunum 1978-1982. Tökum nokkur dæmi: * Það tók 5 mánuði og 11 umræður í 6 nefndum að ákveða kaup á • vagni undir sorpbíl. * Deilt var um hver skyldi tendra ljósin á jólatrénu á Austurvelli. * Deilt var um hver skyldi opna Elliðaárnar. Vegna þessara og annarra deilna taldi meirihlutinn óheppilegt að halda fundi sem borgarbúar gátu fylgst með. Vinstri flokkamir lögðu - eins og nú - áherslu á í stefnu- skrá sinni að gera „stjóm borgar- innar lýðræðislegri“. * Opna borgarfundi átti að halda, KjáUaiinn Friðrik Sophusson þingmaður Reykvíkinga en enginn fundur var haldinn. * Aldrei vom haldnir fleiri lokaðir fundir en á þessu tímabili. Talað var um lýðræðisstjórn bak við luktar dyr. Reykvíkingar hafa fundið smjör- þefinn af því sem gæti orðið í sam- starfi vinstri flokkanna. Engin Nokkrir frambjóðendur R-listans. - samstaða er um skiptingu verkefna milli þessara flokka. Það gæti líka komið sér illa að sýna sum gömlu, þreyttu andlitin frá því á vinstri stjórnar ánmum. Látum verkin tala Framsjóðendur R-hstans hamra á því að gera þurfi breytingar breytinganna vegna. Það er mikil- vægt að við Reykvíkingar minn- umst þess að við höfum heyrt þessi skilaboð áður. Ekki efa ég að fólkið á R-listanum em ágætir einstakl- ingar hver um sig. Það sem skiptir Reykvikinga hins vegar máli er aö þeir koma úr fjórum ólíkum flokk- um með ólíka stefnu og ólík sjón- armið. Kjósendur hafa vonda reynslu af samstarfi þessara flokka í borgarstjórn. Þess vegna er reynt að fela flokkana sem best. Borgarbúar þekkja störf Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Fylgi flokksins í Reykjavík er fyrst og fremst öflugt vegna stefnu hans og samhentrar stjómar í málefnum Reykjavíkurborgar. Kjósendur sjá á hverjum degi árangurinn af því starfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að fela og hann lætur verkin tala. Friðrik Sophusson „Borgarbúar þekkja störf Sjálfstæðis- flokksins 1 Reykjavík. Fylgi flokksins í Reykjavík er fyrst og fremst öflugt vegna stefnu hans og samhentrar stjórnar 1 málefnum Reykjavíkurborg- ar. „Árlega er gróðursettm- skógur í 400 hektara lands á Fljótsdals- héraði. Skóg- ræktin er stunduð á 110 rsí’s rr'r*. Þ»í aö nánast í hver og einn Heraösskóga' afþessum landeigendum geti orð- ið fyrir verulegum búsifjum af völdum hreindýra, Á Héraði gengur æ stærri stofn villtra hreindýra laus. I Ijósi þess að kjörgróður dýranna er að mestu horfinn i þeirra högum er eðlilegt að þau leiti 1 friðlönd skógarbænda þar sem mun meirí og betri gróður er að finna. Slíkt hafa þau gert í þrígang síðustu fimm árin og valdið verulegum skemmdum á um 20 jörðum í hvert skipti. Samkeppnin núlli hreindýra og sauðkindarinnar um sömu beit- arplöntur hefur ennfremur auk ist á afréttum. Á Héraði og Borgarfirði eystra eru nú 36 þúsund ærgildi, auk hreindýra sero samsvara til beit- ar 10.500 ærgilda. Beitarálag hreindýra er því um fjórðungur alls beitarálags á Héraöi. Með til- liti til þess að beitarþungi hrein- dýra er hlutfallslega sjö sinnum meiri en kinda og þess aö dýrin skila af sér fimm sinnum minni ; afurðatekjum hlýtur að vakna spurning um fækkun dýranna. í |>að minnsta verði séð til þess að samræmi sé ó milli stoínstærðar og hversu mikla beit kjörgróður þeirra þolir. Því legg ég til veru- lega fækkun, betra skipulag og bætta nýtingu á þeim hreindýra- stofni sem eftir verður.“ Fortíðarvandi Reykvíkinga Frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur vart nokkurt mál verið rætt öðruvísi en að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins með borgarstjórann fyrrverandi Davíð Oddsson í fararbroddi hafi vísað til fortíðarvanda. Martröð fyrir sjálfstæðismenn Fyrir 16 árum tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn borginni eftir tæprar hálfrar aldar stjórn. Minnihluta- flokkarnir sem þá voru þrír tóku við stjórn borgarinnar og stóðu fyr- ir alls konar framkvæmdum og nýjungum, meðal annars er hlutur borgarinnar í listahátíðum þessa tímabils mjög eftirminnilegur. Meirihlutinn 1978-1982 átti hins vegar við afar sérstakan vanda að stríða, sem var embættismanna- kerfi borgarinnar. Þá eins og nú sátu sjálfstæðismenn í nánast öll- um toppstöðum borgarkerfisins og lögðust af öllum símnn þunga gegn ákvörðunum meirihlutans. Miklar vonir voru bundnar við meirihlutann 1978-1982 og miklar kröfur til hans gerðar. Meirihlut- inn gerði margt, en okkur fannst þó sumum hverjum ekki nóg að gert, einkum í málefnum kvenna og fiölskyldnanna, sem m.a. leiddi til kvennaframboðsins í Reykjavík 1982. Það er hins vegar ímyndun Sjálfstæðisflokksins og Morgun- blaðsins (sbr. Reykjavíkurbréf 14. KjaUarinn Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavík maí) að borginni hafi verið illa stjómað og að þetta skeið hafi ver- ið eitthvert svartnætti fyrir borg- arbúa. Það varð hins vegar mar- tröð fyrir sjálfstæðismenn sem töldu og telja sig eiga borgina með húð og hári. Vöm íhaldsins nú á þessu vori í bland við sakleysið gengur út á það hve borginni sé vel stjómað og slæ- legt gengi í skoöanakönnunum hljóti því að vera einhverju öðm að kenna en óánægju með „Flokk- inn“. Það er kreppan og gott ef ekki vanþakklæti lýðsins sem nú bitnar á þessum yndislega borgarstjórn- armeirihluta. Til framtíðar í stað fortíðar En hvað er svona gott við stjóm borgarinnar? Auðvitað má nefna ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir sem allir hafa verið sammála um, en hvaö um skortinn á leikskóla- plássum og langa biðlista barna sem bíða þess sjálfsagða réttar að fá gæslu og kennslu? Hvað um langa biðlista veikra gamalmenna sem bíða eftir langleguplássi? Troðfullir grunnskólar? Atvinnu- leysið og ómarkvissar aðgerðir í atvinnumálum? Hvemig hefur borgin bmgðist við vaxandi fátækt og neyð? Hvað um skuldir borgar- innar vegna Perlunnar og ráðhúss- ins, vom þetta skynsamlegar fiár- festingar? Niðurrifsstefna íhalds- ins gagnvart gömlum húsum sem nú leiðir til þess að það á að fara að byggja upp sýnishorn af gömlum húsum? Stöðuveitingar borgarinn- ar, t.d. embætti borgarlögmanns? Launastefna borgarinnar gagnvart konum? Einkavæðingarævintýrið kringum SVR? Klúðrið varðandi sameiningu sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu? Jafnréttismálin, þar sem önnur bæjarfélög em kom- in miklu lengra en höfuðborgin? Konur í stjómunarstöðum á vegum borgarinnar, hvar em þær? Er til höfuðborg í Evrópu þar sem ekki er að finna svo mikið sem einn sér- hannaðan tónlistarsal? Er hlustað á raddir borgarbúa? Hvað um alla þá sem staðið hafa í stríði við borg- arstjómaríhaldið út af skipulags- málum? Ef fortíðarvandi Reykvíkinga er einhver, þá er það íhaldið með sitt flokksgæðingakerfi sem gegnsýrir stjórnkerfi borgarinnar. Það er löngu timabært að gefa sjálfstæðis- mönnum frí og hleypa þeim öflum að sem sameinast hafa í R-listan- um, þannig að horft verði til fram- tíðar í stað fortíðar og þarfir borg- arbúa settar í öndvegi. Kristin Ástgeirsdóttir „Ef fortíðarvandi Reykvíkinga er ein- hver, þá er það íhaldið með sitt flokks- gæðingakerfi sem gegnsýrir stjórnkerfi borgarinnar." að lifa ífriði „Það er óhætt að setja stórt siöferði- legt spurning- armerki við þann verknað okkar aö flytja hrein- dýr til lands- ins undir þvi formaðurSam- yfirskini að bandsdýraverndar- þau eigi að fétaga íslands. auðga lifandi náttúru landsins og hafa þau síðan fyrir skotmark byssuglaðra manna. Hvert haust er heimkynnmn hreindýranna breytt í blóðugan vígvöll; þar sem dýrin æöa um ; skelfingu lostin og kálfar hrekjast fi’á hjörðinni þegar móöir þeirra fellur fyrir byssukúlu. Náttúruleg dánartíðni hrein- dýra er há og það eru veikluðustu dýrin sem drepast. Skipulagðar drápsferðir í heimkynni hrein- dýranna á haustin, þar sem markmiðið er að drepa stærstu og fallegustu dýrin, sem gjaman veita lvjörðinni forystu, gera það að verkum, ásamt þeim ólýsan- lega glundroða sero verður í hjörðinni, að enn fleiri dýr drep- Hreindýrin sem nú lifa á íslandi eru afkomendur dýra sem voru flutt til landsins fyrir rumlega 200 árum. Lofið þeim að lifa í friði.“ Jórunn Sörensen,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.