Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Síða 24
40
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1994
Ný ÚRVALSBÓK
- eins og þær gerast
BESTAR
Síminn er
(91)63 27 00
Fréttir
Fyrrverandi aöstoöarútsölustjóri ÁTVR:
2 ára f angelsi og
23 milljónir í bætur
Hæstiréttur dæmdi í gær Þorkel
Einarson, fyrrum aðstoðarútsölu-
stjóra í verslun ÁTVR við Lindar-
götu, í 2 ára fangelsi fyrir stórfelldan
fjárdrátt í starfi sínu á árunum 1986-
1991. Auk refsingarinnar var Þorkell
dæmdur til að greiða ÁTVR rúmlega
23 mUljónir í skaðabætur.
Hæstiréttur staðfesti með þessu
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá í
apríl 1993. Hjörtur Torfason, einn af
fimm hæstaréttardómurum í mál-
inu, skiiaði sératkvæði. Hann taldi
refsinguna hæfilega en taldi að Þor-
kell ætti að greiða 16,5 milljónir
króna í skaðabæturr - ekki heíði tek-
ist að sýna fram á með óyggjandi
hætti að hann hefði dregið sér hærri
fjárhæð.
Þegar eftirlitsmenn komu að telja
birgðir og fara yfir sjóði ÁTVR við
Lándargötu í október 1991 kom í ljós
að 216 tómir áfengiskassar voru í
stæðum vörulagersins. Aðstoðarút-
sölustjórinn viðurkenndi fljótlega að
hafa stundað að draga sér svonefnda
veisluvínstékka úr kassa vínbúðar-
innar og að hafa leynt íjárdrættinum
með því að setja tóma kassa inn í
stæðumar. Eftir því sem á leið voru
tölur í talningaskýrslum lagfærðar.
Þorkell kvaðst hafa haldið bók yfir
fjárdrátt sinn í upphafí en hætt því
árið 1980. Hann taldi fiárdráttinn
ekki hafa náð 23 milljónum eins og
hann var ákærður fyrir. Maðurinn
sagðist hafa notað þá peninga sem
hann dró sér í neyslu og til að losa
sig út úr fjárhagsvandræðum. Hann
hafi ætlað að greiða peningana til
baka - en síðan hafi þetta undið upp
á sig. Dómurinn tók mið af því að
ekkert hefur verið greitt til baka af
peningunum.
Það voru nemendur i Hlíðaskóla sem hlutu hjólreiðabikar lögreglunnar.
Við skoðun á hjólum grunnskólanemenda kom í Ijós að öryggisútbúnaður
hjóla nemenda í Hliðaskóla var með ágætum, auk þess sem þaðan tók
stór hópur þátt í hjólreiðadeginum. DV-mynd S
Frjáls fjölmiðlun sýknuö:
Uppsögn
dæmd lögmæt
Hæstiréttur sýknaði í gær Frjálsa
fjölmiðlun hf. af kröfum blaðamanns
sem sagt var upp störfum árið 1987.
Forsaga málsins er sú að blaða-
maður DV, sem gefið er út af Frjálsri
fjölmiðlun, var í orlofi frá í júlí 1987
þar til í október sama ár að hann
átti að heíja störf á ný.
í lok september sendi blaðamaður-
inn bréf til Frjálsrar fjölmiðlunar þar
sem hann óskaði eftir launalausu
leyfi til áramóta og skriflegu svari
við þeirri ósk. Fram kemur í dómn-
um að blaðamaðurinn kannaði ekki
undirtektir við beiðni sinni með við-
hlítandi hætti, mætti ekki til vinnu
og boðaði ekki forföll. í framhaldi af
því var honum sagt upp störfum.
í dómnum kemur fram að ósannað
sé að blaðamaðurinn hafi gert vinnu-
veitanda sínum grein fyrir veikind-
um sem hann átti við að striða og
ekki sé sannað að uppsögnin hafi
byggst á því. Hins vegar hafi vinnu-
veitanda aö einhveiju leyti verið
kunnugt um að blaðamaöurinn var
ekki heill heilsu.
í ljósi þess að blaðamaöurinn van-
efndi vinnuskyldu sína í uppsagnar-
fresti getur hann ekki átt kröfu til
launa eða annarra greiðslna úr hendi
Frjálsrar fjölmiðlunnar fyrir þann
tíma, segir í dómnum.
í ljósi þessa sýknaði Hæstiréttur
Fijálsa fjölmiðlun og hnekkti þannig
dómi sem kveðinn var upp fyrir
Bæjarþingi Reykjavíkur.
Júlíus skipaður
tryggingayfirlæknir
Júlíus Valsson hefur verið skipað-
ur tryggingayfirlæknir Trygginga-
stofnunar ríkisins af heilbrigðis- og
tryggingaráðherra frá 1. júní.
Tryggingarráð greiddi atkvæði um
hæfi 18 umsækjenda um stöðuna og
fékk Vilhjálmur Rafnsson tvö at-
kvæði og annar umsækjandi, sem
óskaði nafnleyndar, tvö atkvæði og
Júlíus Valsson eitt atkvæði.
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar, gerði tfilögu
um að Júlíus Valsson yrði skipaður
og í ljósi þess og niðurstöðu Trygg-
ingarráðs skipaði heilbrigðisráð-
herra Júiíus í stöðuna.
Júlíus hefur starfað sem trygginga-
læknir frá júlí 1990 og var settur
tryggingayfirlæknir í lok síðasta árs
þegar Björn Önundarson sagði starfi
sínu lausu.